Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Björn Ţorfinnsson skákmeistari Reykjavíkur 2011

Björn Ţorfinnsson varđ skákmeistari Reykjavíkur í annađ sinn eftir geysispennandi lokaumferđ en fyrir hana var hann efstur ađ vinningum ásamt Hjörvari Steini Grétarssyni. Björn vann Hrafn Loftsson nokkuđ örugglega en Hjörvar tapađi fyrir Sigurbirni Björnssyni. Um 70 skákmenn tóku ţátt í mótinu en efstu menn urđu ţessir:

1. Björn Ţorfinnsson 8 v. (af 9) 2. Sigurbjörn Björnsson 7˝ v. 3. Hjörvar Steinn Grétarsson 7 v. 4.-5. Gylfi Ţórhallsson og Guđmundur Gíslason 6˝.

Björn Ţorfinnsson er nú Reykjavíkurmeistari í annađ sinn. Glöggir menn ţykjast sjá ađ hann hafi náđ ađ ráđa bót á ýmsum annmörkum sem áđur stóđu honum fyrir ţrifum.

Önnur úrslit koma ekki á óvart. Vert er ţó ađ benda á góđa frammistöđu Hallgerđar Helgu Ţorsteinsdóttur sem varđ í 7.-13. sćti. Guđmundur Kristinn Lee hćkkađi sig mest á stigum eđa um tćplega 50 stig.

Nakamura sigrađi í Wijk aan Zee

Úrslitin í efsta flokki stórmótsins í Wijk aan Zee eru mikill sigur fyrir Bandaríkjamanninn unga Hikaru Nakamura, sem eins og nafniđ bendir til er af japönskum uppruna. Hann er einn ötulasti skákmađurinn á hinu vinsćla vefsvćđi ICC ţar sem hann teflir jöfnum höndum „bullet" og venjulegar hrađskákir. Sigur hans var afar anngjarn. Magnús Carlsen deildi 3. sćti međ Aronjan. Á lokasprettinum lagđi hann Kramnik ađ velli međ svörtu. Lokastađan varđ ţessi:

1. Nakamura 9 v. (af 13) 2. Anand 8˝ v. 3.-4. Carlsen og Aronjan 8 v. 5.-6. Vachier Lagrave og Kramnik 7˝ v. 7.-8. Giri og Ponomariov 6˝ v. 9.-10. Nepomniachchi og Wang Hao 6 v. 11.-13. Grichuk, Smeets og L´Ami 4˝ v. 14. Alexei Shirov 4 v.

Kortsnoj gefur ekkert eftir

Á opna mótinu í Gíbraltar beinist athygli manna ekki ađeins ađ efsta manni, Vasilij Ivanstjúk sem hefur ađeins misst einn vinning í fyrstu níu umferđunum; Viktor Kortsnoj, fćddur 23. mars 1931, hlýtur ađ teljast besti öldungur allra tíma. Sem fyrr tekur hann sigrum međ jafnađargeđi en er dálítiđ önugur ţegar hann tapar og lćtur ţá yfirleitt nokkur vel valin orđ falla. Eftir níu umferđir hafđi Kortsnoj unniđ ţrjár skákir og gert sex jafntefli. Í 2. umferđ vann hann ţriđja stigahćsta keppandann, Ítalann Caruno, sem er međ 2721 elo-stig:

Fabiano Caruno - Viktor Kortsnoj

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. d3 d6 6. c3 Be7 7. O-O O-O 8. He1 Rd7 9. Be3 Rb6 10. Bb3 Kh8 11. Rbd2 f5 12. Bxb6 cxb6 13. Bd5 g5!

Ekki verđur ţví haldiđ fram ađ ţađ vanti persónuleika í stíl Kortsnojs sem hikar ekki viđ ađ leggja til atlögu.

14. h3 g4 15. hxg4 fxg4 16. Rh2 Bg5 17. Rc4 b5 18. Re3 Bxe3

Ţađ er meiri „hrađi" í ţessum leik en 18. ... h5.

19. Hxe3 Df6 20. De1 Re7 21. f3 Rxd5 22. exd5 Hg8 23. Dg3 gxf3 24. Dxf3 Bf5 25. Hf1 Hg5 26. Kh1 Dh6 27. Hf2 Hag8

Og svartur er međ góđ fćri eftir g-línunni.

28. He1 Dg6

Enn betra var 28. ... Hh5 29. g3 Dg6 o.s.frv.

29. He3

g4tn1b5i.jpg29. ... Bxd3!

Nú strandar 30. Hxd3 á e4 og vinnur.

30. Kg1 e4 31. Dh3 Hxd5 32. Dd7 Hg5 33. g4 Dh6 34. Hf7 H5g7 35. Hxg7 Hxg7 36. Dd8+ Hg8 37. Db6 Df6 38. Dxb7 Hf8 39. Da7 b4 40. Hh3 Dg7 41. De3 bxc3 42. bxc3 Dxc3 43. Hh5 d5 44. g5 Da1+ 45. Kg2 Bf1+ 46. Kg3 De5+

- og hvítur gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 6. febrúar 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 13
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 180
  • Frá upphafi: 8764025

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband