Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ţriggja stiga reglan fćrđi Magnúsi Carlsen sigur

Carlsen og KramnikŢökk sé upptöku ţriggja stiga reglunnar og öđrum sérstćđum ákvćđum náđi Magnús Carlsson ađ endurtaka afrek sitt frá ţví í fyrra og vinna London chess classic-mótiđ. Eftir ćvintýralegan endasprett ţar sem Magnús náđi 3˝ vinningi úr síđustu fjórum skákum sínum, ţar af jafntefli gegn Vladimir Kramnik eftir 85 leiki, en stađa hans í ţeirri skák var langtímum saman gjörtöpuđ og eiginlega vonlaus ađ flestra mati. Í lokaumferđinni lagđi Magnús heillum horfinn Nigel Short, sem átti sitt lélegasta mót frá upphafi, og náđi ađeins tveimur jafnteflum í sjö skákum. Lokaniđurstađan var ţessi:

1. Magnús Carlsen 13 stig (4 ˝ v.) 2. – 3. Wisvanatahan Anand og Luke McShane 11 stig (4˝ v.) 4. Hikaru Nakamura 10 stig (4 v.) 5. Vladimir Kramnik 10 stig (4 v.) – Sigur Nakamura yfir Kramnik gilti. 6. Michael Adams 8 stig (3˝ v.) 7. David Howell 4 stig (2 v.) 8. Nigel Short 2 stig (1 v.)

Ţess má geta ađ ef gamla kerfinu hefđi veriđ fylgt vćri Magnús í 3. sćti samkvćmt Sonneborg-Berger stigakerfinu en hann tapađi fyrir bćđi Anand og Luke McShane.

Eftir dapurt gengi á Ólympíumótinu í Khanty Manisk og síđan í Bilbao er Norđmađurinn aftur kominn međ byr í seglin, sigrađi á „perlumótinu“ í Kína og sýndi mikla keppnishörku eftir tvö töp í fyrstu ţremur skákum sínum. Spá greinarhöfundar um ađ Kramnik ynni ţetta mót virtist ćtla ađ rćtast en hann yfirspilađi Magnús eftir öllum kúnstarinnar reglum í nćstsíđustu umferđ. Kramnik var manni yfir en í fremur einföldu endatafli leitađi hann eftir enn meiri uppskiptum. Ţegar ţessi stađa kom upp varđ mönnum skyndilega ljóst ađ vinningurinn var ekki svo einfaldur:

London; 6. umferđ:

Kramnik – Carlsen

Ţessi stađa er unnin á hvítt en baráttan var orđin lýjandi og hafđi stađiđ í u.ţ.b. sjö klst. samfellt. Kramnik taldi sig sennilega getađ náđ sigri án ţess ađ leggja á sig flókna útreikninga. En eftir nćsta leik er vinningurinn úr greipum hans genginn.

gv1mqmsv.jpg69. Kg3? Vinningleiđin hefst međ 69. g5! eins og nokkur óskeikul tölvuforrit bentu á: Ađalleiđin er ţessi. 69. .. hxg5 70. g3!! Kd4 71. Kg4 Ke3 72. Kxg5 Kf3 73. Kh4 og svartur lendir í leikţröng: 73. ... g6 74. Be6 g5+ 75. Kh3 Kf2 76. Kg4 Kg2 77. Ba2 Kf2 78. Bd5! – svartur er í leikţröng.

69. ... Ke3 70. Kh4 Kf2 71. Bd5 g6! 72. Kh3 g5 73. Kh2 Kf1 74. Be6 Kf2 75. c4 Ke3 76. Kg3 Kd4 77. Be6 Ke3 78. Kh2 Kf2 79. Bc4 Ke3 80. Kg1 Kf4 81. Be6 Ke5 82. Bb3 Kf4 83. Be6 Ke5 84. Bb3 Kf4 85. Be6 Ke5 86. Bb3

– og hér sćttist Kramnik á jafntefliđ.

Ţröstur Ţórhallsson tefldi í B- flokki mótsins en ţar voru keppendur 182 talsins. Ţröstur náđi sinum besta árangri í langan tíma, hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum, hafnađi í 3. – 7. sćti.

Friđriks-mótiđ er jafnframt Íslandsmót í hrađskák

Hiđ árlega jólamót Landsbanka Íslands, Friđriks-mótiđ, fer fram í dag, 19. desember. Árni Emilsson útibússtjóri kom ţessu móti á laggirnar á sínum tíma og bankinn vill eindregiđ halda uppi heiđri fyrsta stórmeistara Íslendinga. Mótiđ er jafnframt hrađskákmót Íslands. Ţegar hafa skráđ sig til leiks yfir 70 skákmenn og má búast viđ geysiharđri keppni en tefldar verđa 11 umferđir eftir svissneska kerfinu.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 19. desember 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 8764854

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband