Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Larry Evans og samvinnan viđ Bobby Fischer

fischer_-_evans.jpgSennilega var ţetta rétt hjá Bent Larsen. Ađ ţeir hafi komiđ inn í skákina međ lögmál götustrákanna. Og gatan? Ţar sem 42. strćti í New York rennur í gegnum Broadway og heilsar upp á Times Square sem margir kalla nafla alheimsins. Larry Evans, sem lést hinn 15. nóvember sl., 78 ára gamall, sat á ţví horni löngum stundum á árunum í kringum 1950 og tefldi viđ vegfarendur upp á 10 sent - og lćrđi öll „trixin" í leiđinni. Hann varđ fyrst skákmeistari Bandaríkjanna áriđ 1951, 19 ára gamall. Time Magazine greindi frá ţví sumariđ '72 ađ nokkrum árum síđar hefđi annar ungur skákmađur, sem ţá gekk undir nafninu „The robot", fariđ ađ dćmi Evans og teflt upp á peninga til ţess ađ komast í bíó: Bobby Fischer. Stundum hurfu ţessir ungu menn inn í hrikalega búllu viđ 42. strćti, „The Flea House", en ţangađ vöndu komur sínar ýmsir skrautlegir karakterar, tefldu, spiluđu kotru eđa póker. Frćgastur fastagesta var sennilega gamli heimsmeistarinn í fjölbragđaglímu, Kola Kwariani, betur ţekktur sem „Nick the Wrestler". Sá lék í mynd Stanleys Kubricks frá 1956 „The Killing".

Nokkrum skrefum frá var hćgt ađ ganga inn á „Tad's Steaks" og fá gegn vćgu gjaldi verstu nautasteikur í heimi.

Samvinna ţeirra Bobbys Fischers og Larrys Evans er nú hluti skáksögunnar. Áriđ 1964 skipulagđi Evans fjöltefla-leiđangur Fischers um flest ríki Bandaríkjanna. Hvert fjöltefli kostađi 250 dali sem var dágóđur skildingur í ţá daga. Evans ritađi a.m.k. 20 skákbćkur, ritstýrđi „Modern Chess Openings" og skrifađi pistla í dagblöđ vítt og breitt um Bandaríkin. En ţekktast er framlag hans til hinnar frćgu bókar Fischers „My 60 Memorable Games" sem kom út áriđ 1969. Evans ritađi inngang fyrir hverja skák og skrifađi upp eftir Fischer leikjarađir, slanguryrđi og nokkra ógleymanlega frasa. Ţegar prenta átti bókina vildi Bobby skyndilega hćtta viđ allt saman, en gaf sig ađ lokum međ ţeim rökum, ađ heimurinn vćri hvort eđ er ađ farast og í lagi ađ slíta upp fáeina dali áđur en ţađ gerđist. Í formála ţakkar hann Evans fyrir hjálpina međ óvenju hlýlegum hćtti. Evans var ađstođarmađur Fischers í áskorendaeinvígjunum 1971 en ţeim sinnađist ţegar Fischer tefldi lokaeinvígiđ viđ Tigran Petrosjan í Buenos Aires. Hann kom til Íslands vegna einvígis aldarinnar, tefldi fjöltefli í skákklúbbnum í Glćsibć og sat tímunum saman í Laugardalshöll og vann ađ bók um einvígiđ. Ţegar allt var í óvissu um titilvörn Fischers áriđ 1974 bárust Evans tvö bréf frá Bobby Fischer sem birtust í lesendadálki „Chess Life and Review". Lesa má sáttatón úr bréfunum en ţó er ekkert gefiđ eftir:

Sjá stöđumynd g7lmnmnk.jpg

Chess Life and Review - nóvemberhefti 1974.

„Kćri Larry... Ţú fullyrđir í júníheftinu bls. 398 sem svar viđ bréfi Larrys Jadzaks ađ ţetta sé öruggt jafntefli. Alveg er ţetta dćmigert fyrir ţá tilhneigingu ţína ađ setja fram yfirborđskennda og vitlausa niđurstöđu. Eftir 29. Kd3 Rxf5 30. Be5 er jafntefliđ víđsfjarri t.d. 30.... Kf7 31. Ke4 Re7 32. Bc3 ásamt Ke5 sem vinnur. Kannski tekst ţér ađ sanna fyrir lesendum eitthvert „rinky-dink"- jafntefli en ţú platar mig ekki - svarta stađan er koltöpuđ..."

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 28. nóvember 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtileg grein eftir Helga Ólafsson. Og reyndar gaman hvađ margir af ţeim sem skrifa um skák leggja sig fram um ađ hafa greinarnar skemmtilegar - sem er gott fyrir skákina.

Las um daginn bókina Bobby Fisher goes to war. Mćli eindregiđ međ henni.

Jón Páll Haraldsson (IP-tala skráđ) 6.12.2010 kl. 16:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 31
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 207
  • Frá upphafi: 8764609

Annađ

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 167
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband