Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Hitađ upp fyrir Ólympíuskákmótiđ

slendingar senda liđ í karla- og kvennaflokki á Ólympíuskákmótinu sem hefst í Khanty Manyisk í Síberíu 21. september. Karlasveitin er skipuđ Hannesi Hlífari Stefánssyni, Héđni Steingrímssyni, Braga Ţorfinnssyni, Birni Ţorfinnssyni og Hjörvari Steini Grétarssyni. Í kvennaliđinu eru ţćr Lenka Ptacnikova, Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir, Sigurlaug Friđţjófsdóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir. Nokkrir nýliđar eru í báđum liđum. Björn Ţorfinnsson og Hjörvar Steinn Grétarsson hafa aldrei teflt áđur á Ólympíumóti og ţeir Héđinn og Bragi ađeins samtals ţrisvar. Reynsluboltinn er vitaskuld 1. borđsmađurinn, Hannes Hlífar, sem hefur átt fast sćti í liđinu frá ţví í Manila 1992.

Í kvennaliđinu koma ţćr Tinna Kristín og Jóhann Björg nýjar inn. Undanfarnar vikur hafa liđsmenn undirbúiđ sig međ ţátttöku í mótum og ćfingum. Hin nýja kynslóđ í kvennaliđinu: Hallgerđur, Tinna Kristín og Jóhanna voru međ á Norđurlandamót stúlkna á dögunum og tvćr ţćr síđastnefndu tóku einnig ţátt í Meistaramóti Hellis 2010 sem lauk á mánudaginn. Ţar tefldi einnig Hjörvar Steinn Grétarsson. Taflmennska á mótum ţar sem styrkleiki keppenda er misjafn getur veriđ góđ ćfing. Hjörvar Steinn hefur ekki teflt síđan á First Saturday í Búdapest í júní og hann gerđi sér lítiđ fyrir og vann allar skákir sínar, sjö talsins, og hćkkar um meira en 11 elo-stig og er ţví kominn yfir 2.400 stiga markiđ. Ţetta er fimmti mótasigur Hjörvars á innan viđ ári. Alls tóku 40 skákmenn ţátt. Átta efstu urđu eftirtaldir:

1. Hjörvar Steinn Grétarsson 7 v. (af 7) 2. Ţorvarđur Ólafsson 5˝ v. 3.-6. Stefán Bergsson, Bjarni Jens Kristinsson, Atli Antonsson, Agnar Darri Lárusson 5 v. 7.-8. Tinna Kristín Finnbogadóttir og Agnar Tómas Möller 4˝ v.

Hjörvar Steinn og Ţorvarđur Ólafsson hafa marga hildi háđ og viđureign ţeirra í 5. umferđ reyndist, eins og stundum áđur, úrslitaskák mótsins. Hjörvar tefldi ţessa skák skínandi vel og er greinilega vel heima í hina vinsćla mótbragđi Paul Benkö.

Hjörvar Steinn Grétarsson - Ţorvarđur Ólafsson

Benkö-gambítur

1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6 5. bxa6 g6 6. Rc3 Bxa6 7. g3 d6 8. Bg2 Bg7 9. Rf3 Rbd7 10. 0-0 0-0 11. Hb1

Tískuleikurinn. Mikilvćgt er fyrir hvítan ađ koma góđu skikki á liđsafla sinn á drottningarvćng.

11. ... Da5 12. Bd2 Hfb8 13. Dc1 Rg4 14. b3 Rge5 15. Rxe5 Rxe5 16. a4 Dd8 17. f4 Rd7 18. Bf3 Ha7 19. Ra2

Leikir hvíts hafa nćr allir fyrirbyggjandi gildi. Ţarna getur riddarinn stutt viđ framrás b-peđsins.

19. ... Hab7 20. Dc2 Rb6 21. Ba5 Dd7 22. Bc3 Bxc3 23. Rxc3 Ra8 24. Ra2 Rb6 25. Hfc1 Df5 26. e4 Df6 27. Dd1 h5 28. b4 Bc4 29. Rc3 cxb4 30. Hxb4 Ba6 31. e5! Df5

Ekki gengur 31. ... dxe5 32. d6! Hd7 33. Re4 ásamt 34. a5 og vinnur liđ.

32. Be4 Dh3 33. Bg2 Df5 34. 34. exd6 exd6

gqdmc6k9.jpg35. Re4 Rxd5 36. Hxb7 Bxb7

36. ... Hxb7 strandar á 37. Dxd5! Dxd5 38. Rf6+ og vinnur.

37. Rxd6 Re3 38. Rxf5 Rxd1 39. Bxb7 Hxb7 40. Rd6

- og svartur gafst upp.

Haustmót TR hefst á sunnudag

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur sem er jafnframt 110 ára afmćlismót félagsins hefst sunnudaginn 26. september. Um skráningu og annađ sjá: http://taflfelag.is/

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 12. september 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.6.): 4
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 230
  • Frá upphafi: 8766299

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 178
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband