Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen nćr sér á strik í Kína

Ól í skák 2010 019Norska sveitin vakti ekki litla athygli ţegar hún hóf ţátttöku í opna flokknum á Ólympíumótinu í Khanty Manyisk. Fyrir ţví lágu gildar ástćđur ţví ađ sveitin hafđi innan sinna vébanda stigahćsta skákmann heims, Magnús Carlsen og hinn harđvítuga stórmeistara Jon Ludwig Hammer. Ţjálfari og liđsstjóri var heldur ekki af verri endanum, danski stórmeistarinn Peter Heine Nielsen, sem veriđ hefur ađalhjálparkokkur heimsmeistarans Anands hin síđari ár.
 
En ţegar upp var stađiđ hafnađi sveit Norđmanna í 51. sćti međ 12 stig og var sú frammistađa talsvert undir vćntingum. Sumir vildu skella skuldinni á Magnús Carlsen sem fékk 4 ˝ v. af átta mögulegum og tapađi 15 elo-stigum. Ţađ er hins vegar gömul saga og ný ađ til ţess ađ ná árangri í flokkakeppni ţurfa einstaklingarnir ađ ná saman sem liđ. Vissulega kann ţađ ađ hafa veriđ dálítiđ erfitt fyrir Magnús ađ tefla á ţessu móti en ţađ voru nú samt svokölluđ lúxus-vandamál sem hrjáđu hann. Hann hefur veriđ ađ markađssetja sig sem skákmann nr. 1 í heiminum og hafđi skömmu fyrir mótiđ hleypt af stokkunum hvorki meira né minna en heilli tískulínu og er ţessa dagana andlit tískunnar frá RAW á móti bandarísku leikkonunni Liv Tyler. Magnús tapađi ţrem skákum í Khanty Manyisk og virtist alls ekki búinn ađ ná sér á strik ţegar nćsta verkefni hófst, fjögurra manna stórmótiđ í Bilbao á Spáni. Ţar tapađi hann strax fyrir Anand og Kramnik en lagađi stöđuna örlítiđ undir lokin og endađi í ţriđja sćti. Stríđsgćfan virđist gengin í liđ međ honum ađ nýju ţví ađ á stórmóti sem stendur yfir ţessa dagana í Nanjing í Kína hefur hann tryggt sér sigur. Ţar tefla sex skákmenn, ţ.ám. heimsmeistarinn Anand sem verđur vćntanlega efstur á nóvemberlista FIDE. Ţegar ađeins er ein umferđ eftir er stađan ţessi:

1. Carlsen 6 ˝ v. ( af 9) 2. - 3. Bacrot og Anand 5 v. 4. Gashimov 4v. 5. Topalov 3 ˝ v. 6. Wang Yue 3 v.

Margt hefur veriđ rćtt og ritađ um samstarf Magnúsar og Kasparovs en heldur virđist hafa dregiđ úr ţví undanfariđ. Kasparov var allan sinn feril afar gefandi skákmađur og dró á eftir sér herskara skákmanna sem töldu ađ allt ţađ besta kćmi frá honum. Skoski leikurinn er einn ávöxtur samstarfs ţeirra. Magnús virtist hreinlega ekkert hafa fyrir ţví ađ sigra besta Frakkann í fyrstu umferđ, Etienne Bacrot:

Nanjing - Pearl Spring 2010:

Magnús Carlsen - Etienne Bacrot

Skoskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Bc5 5. Rb3

Kasparov var vanur ađ leika 5. Rxc6.

5. .. Bb6 6. Rc3 Rf6 7. De2 O-O 8. Bg5 h6 9. Bh4 a5 10. a4 Rd4 11. Dd3 Rxb3 12. cxb3 He8 13. O-O-O

Áćtlun hvíts í byrjun tafls sem er furđu einföld hefur gengiđ upp. Leppunin á f6 veldur svarti miklum erfiđleikum.

13. ... d6 14. Dc2 Bd7 15. Bc4 Be6 16. Hhe1 De7 17. e5 dxe5 18. Hxe5 Df8 19. Bxf6 gxf6 20. He2 Dg7 21. Bxe6 Hxe6 22. Hxe6 fxe6 23. Hd3 Kh8 24. Hg3 Dh7 25. Dd2!

Hótar 25. Hh3 Kg7 27. Dd7+ o.s.frv.

25. ... Bc5 26. Re4 Be7 27. Hh3 Kg7 28. Dd7 Kf7

gr9mjheo.jpg29. Rg5+! fxg5 30. Hf3+ Kg8 31. Dxe6 Kh8 32. Hf7 Bd6 33. Hxh7+ Kxh7 34. Df7+ Kh8 35. g3!

Jafnvel í gjörunnum stöđu ţarf ađ hitta á bestu áćtlunina. Framrás f- peđsins gerir út um tafliđ.

35. ... Ha6 36. Kb1 Bb4 37. f4 gxf4 38. gxf4

- og Bacrot gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 31. október 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 146
  • Frá upphafi: 8765594

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 123
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband