Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ingi R. Jóhannsson – brautryđjandi fallinn frá

Ingi R. JóhannssonIngi Randver Jóhannsson sem lést hinn 31. október sl. tćplega 74 ára ađ aldri stendur í huga ţeirra sem kynntust honum sem sérstaklega glađbeittur náungi, orđheppinn međ afbrigđum, frábćr skákmađur og mikill frćđimađur.
 
Ţegar hann varđ Norđurlandameistari í Reykjavík 24 ára gamall áriđ 1961 gat hann einnig státađ af ţrem Íslandsmeistaratitlum og sex sinnum hafđi hann unniđ sigur á Skákţingi Reykjavíkur. Ingi R. og Friđrik Ólafsson voru á ţeim tíma eins og tveir turnar međal íslenskra skákmanna, brautryđjendur hvor međ sínum hćtti. Styrkleikamunur međ ţeim og öđrum virkum skákmönnum ţess tíma var sláandi. Inga varđ ekki skotaskuld úr ţví ađ nćla sér í titil alţjóđlegs skákmeistara á svćđamótinu í Halle 1963 en upp frá ţví dró hann úr taflmennsku. Friđrik og Ingi R. voru fengnir til ađ tefla fyrsta skákeinvígiđ í sjónvarpsal og var ţađ sýnt í ársbyrjun 1967. Ţeir tefldu margoft saman á Ólympíumótum en frćkilegasta för gerđu ţeir til Havana á Kúbu áriđ 1966 ţar sem sveit Íslands komst í A-úrslit mótsins og hafnađi ađ lokum í 11. sćti. Á međan heimsmeistaraeinvígi Fischer og Spasskí stóđ sumariđ 1972 var hann ásamt Bent Larsen einn vinsćlasti skákskýrandinn í Laugardalshöll.

Ţó ađ afrek Inga liggi á sviđi kappskáka voru hrađskákir í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Margir eiga skemmtilega minningar frá löngum hrađskákeinvígjum viđ Inga R.

Ingi tefldi fyrst á Ólympíumóti í Amsterdam 1954 ţá 17 ára gamall en í tveim ţeim síđustu var hann einnig í hlutverki liđsstjóra. Á Möltu 1980 stóđ hann sig alveg sérstaklega vel. Vitađ var ađ ađstćđur á Möltu yrđu erfiđar en Ingi fór út á undan hópnum og undirbjó komu hans. Viđ biđskákrannsóknir var hann eldfljótur ađ greina ađalatriđin og hann var laginn viđ ađ stappa stálinu í menn ţegar ţess ţurfti.

Eftir ţví sem leiđ á níunda áratug síđustu aldar fćkkađi komum Inga á skákmót og hann hćtti alveg ađ tefla opinberlega. Ţegar sá gállinn var á honum virtist hann ekki ţurfa ađ tefla mikiđ til ađ ná upp góđum styrk. Sú mikla vinna sem hann lagđi á sig á yngri árum skilađi sér alltaf. Best kom ţetta í ljós á Reykjavíkurmótinu 1976 en ţar var Ingi međal efstu manna lengi vel. Sigurskák hans yfir fulltrúa Sovétmanna á mótinu er gott dćmi um traustan stíl hans:

Vladimir Tulkmakov – Ingi R. Jóhansson

Tarrrasch vörn

1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. Rf3 c5 4. g3 Rc6 5. Bg2 d5 6. cxd5 exd5 7. d4 e7 8. O-O O-O 9. Bg5 c4 10. Re5 Be6 11. e3 Rd7 12. Rxc6 bxc6 13. Bxe7 Dxe7 14. b3 cxb3 15. Dxb3 Hab8 16. Dc2 Hb4!?

Ţessi leikur ţótti býsna „menntađur“ á sínum tíma. Svartur reynir ađ framkalla veikingu á b3.

17. a3 Hb7 18. Ra4 Hc8 19. Hfc1 c5 20. e4! dxe4 21. Bxe4 Bb3 22. Dd3

Gott var einnig 22. Bxh7+ Kh8 23. De4 o.s.frv.

22. ... c4 23. Df3 Hbb8 24. Rc3 Rf6 25. Bc6 Hd8 26. d5 Dc5 27. Df4 h6 28. a4 a6 29. Hab1 Hd6 30. He1 Hbd8 31. He3 Bc2 32. Hb7 g5 33. De5 Bg6 34. h3 Kg7 35. De7 Dd4 36. Hf3 h5!

Keppendur voru báđir í tímahraki en stađan á borđinu í sérkennilegu ógnarjafnvćgi. Nú sá Tukmakov sér leik á borđi.

gsdmkgfq.jpg37. Be8?? g4! 38. Bxf7 H8d7! 39. Hxd7 Hxd7 40. Dxf6 Dxf6 41. Hxf6 Kxf6 42. Be6 Hb7 43. hxg4 hxg4 44. Bxg4 Hb3 45. Re2 c3 46. d6 Hb1 47. Kg2 c2 48. d7 Ke7

– og Tukmakov gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 7. nóvember 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 143
  • Frá upphafi: 8765507

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband