Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Bent Larsen bar höfuđ og herđar yfir landa sína

Skákunnendur víđa um heim minnast Bent Larsens sem lést í Buenos Aires ţann 9. september sl. Larsen er eitt af hinum stóru nöfnum skáksögunnar, vann ţrjú millisvćđamót auk fjölda annarra móta og tefldi á 1. borđi fyrir heimsliđiđ gegn Sovétríkjunum áriđ 1970. Hann bar höfuđ og herđar yfir landa sína á skáksviđinu. Leikgleđi, sigurvilji og frumleiki - ţessir ţćttir voru ríkjandi í fari hans.

Skákáhugann fékk Larsen ţegar fjölskylda hans flutti til Holstebro og í húsinu fannst skákbók sem enginn vissi hvernig hafđi borist ţangađ. Mikil áhrif höfđu ţau orđ höfundar ađ kóngsbragđ vćri eins og óhaminn stormur sem malađi allt mélinu smćrra. Nútíma skákmenn vćru hinsvegar heybrćkur upp til hópa sem ekki ţyrđu ađ tefla ţessa frábćru byrjun.

Áriđ 1956 sló Larsen í gegn á alţjóđavísu ţegar hann náđi bestum árangri 1. borđs manna á Ólympíuskákmótinu í Moskvu og var sćmdur stórmeistaratitli: „Ţetta er sennilega í eina skipti sem ég náđi betri árangri en ég hafđi gert ráđ fyrir," skrifađi Larsen.

Nćsti stóri áfangi var sigurinn á millisvćđamótinu í Amsterdam 1964. Nćstu ár voru gjöful ţótt Tal og Spasskí hafi í einvígjum komiđ í veg fyrir ţví ađ heimsmeistaradraumurinn rćttist.

Ţeir sem minnast Larsens ţessa dagana virđast líta svo á ađ í Denver sumariđ 1971 hafi Larsen háđ sína „heljarslóđarorrustu". Ţađ má vel vera og hann var stöđugt minntur á einvígiđ viđ Fischer. Haustiđ 1983 varđ hann nćstur á eftir Kasparov á geysisterku móti í Niksic í gömlu Júgóslavíu. Ţađ ţótti gott afrek; ţátttakendur voru kallađir „sjúkradeild Garrís". Í mótslok sagđi Larsen hinsvegar glađur í bragđi: „Ég frábiđ mér allar hamingjuóskir međ annađ sćtiđ."

Samband Larsens viđ Íslendinga var gott. Viđ vorum ţó ekki alltaf ánćgđir međ ţađ sem hann lét hafa eftir sér eđa ţagđi um; kannski arfur ţess tíma ţegar danskir fjölmiđlar stunduđu kerfisbundna ţöggun á afrekum Íslendinga. Hann var í hópi danskra stúdenta sem andmćltu ţví Danir afhendu okkur handritin. Ţegar ţađ gerđist voriđ 1971 kom hann til landsins og háđi sex skáka einvígi viđ Friđrik Ólafsson í sjónvarpssal sem hann vann, 3˝ : 2˝.

Mótsnefnd Reykjavíkurmótsins 1978 ţóttu hugmyndir hans um komuţóknun nokkuđ stífar. Högni Torfason svarađi eftirminnilega: „.... en auđvitađ er okkur ljóst ađ snillingur hefur sitt verđ." Larsen vann afmćlismót SÍ áriđ 1985, tefldi á 2. borđi í liđi Norđurlanda gegn Bandaríkjunum í ársbyrjun 1986 og á Reykjavíkurmótinu ţar á eftir. Larsen var međ afmćlismóti Friđriks áriđ 1995 og ţeir háđu at-skákeinvígi áriđ 2003.

Haustiđ 1989 fékk Jóhann Ţórir Jónsson Larsen til ađ tefla á helgarmóti í Fellabć og kom einnig á klukkufjöltefli á gistiheimili Gunnars Gunnarssonar í Reykjavík ţar sem Larsen tefldi viđ 12 valinkunna einstaklinga. Skák úr fjölteflinu birtist í skákdálki „Ekstrablađsins". Andstćđingur Larsens var milliríkjadómarinn Magnús V. Pétursson.

Magnús V. Pétursson - Larsen

Magnús lék síđast 18. Dc2-d1. Nú hristi Larsen fram úr erminni laglega fléttu:

gs3md9i4_1029789.jpg18. ... Dxc3+!

- og Magnús gafst upp, 19. bxc3 er svarađ međ 19. ... Ba3 mát.

Magnús átti samt lokaorđiđ er hann eftir fjöltefliđ afhenti Larsen gullpening sem sleginn var vegna 50 mílna útfćrslu landhelginnar.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 19. september 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 152
  • Frá upphafi: 8765366

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 130
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband