Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2017

Fimm enn međ fullt hús

_DSC1970Fimm skákmenn standa enn eftir međ fullt hús eftir fjórđu umferđ á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu sem lauk í kvöld í Hörpu. Hollenska stórstirniđ Anish Giri heldur sínu striki og er í hópi efstu manna ásamt ţeim Gawain Jones, Nils Grandelius, Vidit Santosh Gujrati og sigurvegaranum frá ţví í fyrra, Abhijeet Gupta. Vidit ţessi lagđi einmitt Jóhann Hjartarson ađ velli í snarpri skák ţar sem sá indverskri sá lengra í flćkjunum.

Giri lagđi landa sinn Jorden van Foreest í tćknilegu endatafli ţar sem Giri sýndi af hverju hann er međal fremstu skákmanna í heimi. 

Íslandsvinirnir Gawain Jones og Nils Grandelius unnu báđir flott sigra. Gawain er í miklu stuđi en hann vann nýlega feikisterkt opiđ mót í Dubai. Nils vann gríđarlega tćknilegt endatafl međ hrók gegn biksup og peđi ţar sem hann hrakti kóng andstćđings síns yfir borđiđ áđur en hann gat tekiđ peđ hans og vakiđ upp drottningu ţrátt fyrir ađ eiga ađeins kantpeđ eftir. Skák sem er lćrdómsríkt ađ skođa.

Loks er Abhijeet Gupta enn og aftur ađ sýna styrkleika sinn og stefnir á ađ endurtaka leikinn frá ţví í fyrra.

Hannes Hlífar Stefánsson er orđinn eftur Íslendinga međ ţrjá og hálfan vinning og er í stórum hópi skákmanna sem koma í humátt á eftir efstu mönnum. Fjöldi Íslendinga er svo međ ţrjá vinninga.

Fimmta umferđ er á morgun klukkan 15:00 og skákskýrngar hefjast ađ venju klukkan 17:00. Mjög áhugaverđar viđureignir verđa á efstu borđum sem gaman verđur ađ fylgjast međ. Vidit mćtir Giri og Hannes fćr erfiđa skák međ svörtu gegn Jobava.

 

Heimasíđa mótsins

Bein útsending međ Fionu og Simon Williams

Úrslit og paranir

 


GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ: Dagskrá dagsins - umferđ, fyrirlestrar, hrađskákmót og Friđrik međ skákskýringar

18055958_959090224194488_7191224088423036166_o

Ţađ er afar mikiđ um ađ vera í dag á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu. Fjórđa umferđ fer fram í dag og hefst kl. 15. Ţess fyrir utan eru tveir fyrirlestrar og deginum lýkur međ hrađskákmótinu "Harpa Blitz" sem ávallt er afskaplega vinsćlt. 

17952774_959091660861011_1056754827707783462_nDagurinn hefst međ fyrirlestri Konstantin Landa "Helping talent to shine: My experince in Iran". Mikil skáksprengja hefur átt sér stađ í Íran síđustu ár og urđu Íranar ólympíumeistarar 16 ára og yngri. Landa hefur komiđ ađ ţjálfun Írana. Mjög athyglisverđur fyrirlestur ekki síst fyrir ţá sem áhuga hafa á skákennslu. Fyrirlesturinn hefst kl. 11:30 í Vísu (skákskýringarsalnum). Sjá nánar hér.

17990576_959090280861149_2509047995053860556_o

Umferđin hefst kl. 15 eins og áđur sagđi. Margar athyglisverđar viđureignir eru í dag og má ţar nefna ađ Jóhann Hjartarson teflir viđ Indverjann sterka Gujrathi Vidit, Ţröstur viđ Armenann Sergei Movsesian, 

Skákskýringar hefjast kl. 17 og verđa í umsjón Friđriks Ólafssonar.

Klukkan 20:00 verđur Takis Nikolopoulos, virtasti skákdómari heims, međ fyrirlesturinn "World Champsionship Matches - What happens behind the scenes". Ţar segir hann frá reynslu sinni sem yfirdómari nokkurra heimsmeistaraeinvígja. Fyrirlesturinn fer fram í Vísu (skákskýringarsalnum). Sjá nánar hér.

Kvöldinu lýkur svo međ hrađskákmótinu Harpa Blitz sem hefst kl. 21:30 í Flóa (skáksalnum) í Hörpu. Mótiđ er opiđ fyrir alla 18 ára og eldri. Skráningargjald er 2.000 kr. og skal greiđast međ reiđufé á skákstađ. Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn). 80% af ţátttökugjöldunum renna í verđlaun. Nánari upplýsingar má finna hér.

18055735_959090124194498_8191112919517448825_o

Beinar útsendingar á vefnum hefjast kl. 15. Ţćr eru í umsjón Simon Williams og Fionu Steil-Antoni.

 


GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ - Jóhann efstur ásamt öđrum

Rd3_Giri_EugeneÍslandsmeistarinn Jóhann Hjartarson er í hópi 16 skákmanna međ fullt hús vinninga, ţrjá úr ţrem skákum. Nokkrir af efstu mönnum misstu niđur hálfan vinning í seinni umferđ dagsins, ţar á međal hinn georgíski Baadur Jobava og hinn ţekkti Letti Alexei Shirov. Tveir stigahćstu menn mótsins, Anish Giri og Dmitry Andreikin halda sínum dampi og eru jafnir Jóhanni ađ vinningum.

Eitthvađ var um óvćnt úrslit og má nefna ađ Robert Ris alţjóđlegur meistari frá Hollandi lagđi ađ velli gođsögnina Alexander Beliavsky. 

Nćstir Íslendinga međ tvo og hálfan vinning eru Hannes Hlífar Stefánsson, Bragi Ţorfinnsson, Ţröstur Ţórhallsson og Áskell Örn Kárason. Fjórđa umferđ fer fram á morgun, föstudag klukkan 15:00 í Hörpu og ţá fara stigahćstu menn mótsins ađ mćtast innbyrđis.

Jóhann mćtir Indverjanum sterka Vidit Santosh Gujrati á međan Giri mćtir landa sínum Jorden van Foreest. Fjöldi Íslendinga verđur á sýningarborđum og hćgt er ađ sjá útsendingar frá ţeim á heimasíđu mótsins undir "Live Games"

 

Heimasíđa mótsins

Bein útsending međ Fionu og Simon Williams

Úrslit og paranir

 

 


GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ - lítiđ um óvćnt úrslit

RvkOpen_2_1Önnur umferđ GAMMA Reykjavíkurskákmótsins fór fram í morgun. Allir sterkustu skákmenn mótsins komust slysalaust í gegnum umferđina og ţví enn gríđarlegur fjöldi skákmanna međ fullt hús vinninga. Mesta athygli vakti skák Anish Giri (2771) viđ Vigni Vatnar Stefánsson (2341), okkar efnilegasta skákmann, en Vignir stóđ sig vel og ţurfti ađ láta Hollendinginn hafa vel fyrir vinningnum en hann hafđist eftir 44 leiki.

Ţađ var ađeins sćnski meistarinn Eric Blomqvist sem tapađi á efstu borđum en hann lá fyrir hollenskum skákmanni. Fjölmargir Íslendingar náđu góđum jafnteflum og t.a.m. náđu nokkrir efnilegir skákmenn góđum úrslitum. Jón Kristinn Ţorgeirsson (2189) gerđi jafntefli viđ Guđmund Kjartansson (2468) og Báđur Örn Birkisson (2146) gerđi jafntefli viđ Ţröst Ţórhalsson (2423). Vert er einnig ađ minnast á gott jafntefli hjá Júlíusi Friđjónssyni gegn bandaríska stórmeistaranum James Tarjan.

Jóhann Hjartarson (2536) er efstur Íslendinga og sá eini sem er međ fullt hús ásamt efstu mönnum međ tvo vinninga. Jóhann vann í dag snarpan sigur í fallegri sóknarskák og er til alls líklegur. Gaman verđur ađ fylgjst međ Jóhanni en hann hefur ekki teflt á Reykjavíkurskákmóti í 21 ár en hefur fćrt taflmennsku ađeins í aukana undanfariđ og varđ m.a. Íslandsmeistari í fyrra.

 

Leikar taka ađ ćsast í ţriđju umferđinni sem fram fer klukkan fimm í dag en ţetta er eini dagurinn ţar sem keppendur tefla tvćr skákir.  Jóhann mćtir indverskri skákkonu í ţriđju umferđinni og eins munu margir fylgjast međ Eugenio Torre, gođsögninni frá Filipseyum, sem mun etja kappi viđ Íslandsvininn Gawain Jones. Áhorfendur eru velkomnir í Hörpu en Helgi Áss Grétarsson mun sjá um skákskýringar frá kukkan 19.

 

Heimasíđa mótsins

Bein útsending međ Fionu og Simon Williams

Úrslit og paranir


GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ: Dagskrá dagsins - tvöfaldur dagur!

Reykjavik2017_r1_byMariaEmelianova_4Y3A9762

Ţađ verđur mikiđ teflt á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu í dag - enda tvöfaldur dagur! Fyrri umferđ dagsins hefst kl. 9 og sú síđari kl. 17. Í fyrri umferđ dagsins er athyglisverđ viđureign á fyrsta borđi ţví Anish Giri (2771) mćtir okkar efnilegasta skákmanni Vigni Vatnari Stefánsson (2341). 

Ađrar athyglisverđar viđureignir fyrir okkur Íslendinga má nefna Guđmundur Gíslason (2314) - Zoltan Almasi (2696), Sigurbjörn Björnsson (2279) - Vidit Gurathi (2670), Alexander Beliavsky (2597) - Halldór Grétar Einarsson (2257) og Aljeandro Ramirez (2555) - Lenka Ptácníková (2242).

Reykjavik2017_r1_byMariaEmelianova_4Y3A9639

Ekki verđa skákskýringar viđ fyrri umferđ dagsins en skákskýringar Helga Áss Grétarssonar viđ umferđ 3 hefjast kl. 19. Spennandi verđur ađ heyra hvort ađ matarbókin komi ţar eitthvađ viđ sögu.

Beinar útsendingar á vefnum verđa í bođi í allan dag. Ţćr eru í bođi Simon Williams og Fionu Steil-Antoni.

 


Lítiđ um óvćnt úrslit á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu

Bjorn_Blondal_Anish_Giri_GautiGAMMA Reykjavíkurskákmótiđ hófst í dag í Hörpu ţegar fyrsta umferđ mótsins fór af stađ. Alls eru mćttir til leiks 264 keppendur frá 40 löndum sem er nálćgt metţátttöku. Međal keppenda eru 33 stórmeistarar og stigahćstur keppenda er ofurstórmeistarinn Anish Giri (Hollandi) sem státar af 2771 skákstigi. Giri hefur veriđ fastagestur á elítuskákmótum í langan tíma ţrátt fyrir ađ vera ađeins 22 ára og er talinn í hópi líklegra kandídata til ađ hrifsa krúnuna af Magnus Carlsen. 

Styrkleikamunur er venjulega mikill í fyrstu umferđum á opnum skákmótum og lítiđ var um óvćnt úrslit. Verst fór hjá ţeim brćđrum Birni og Braga Ţorfinnssyni en ţeir urđu ađ sćttast á skiptan hlut gegn mun stigalćgri keppendum. Bragi gerđi jafntefli gegn nýbökuđum skákmeistara Norđlendinga, Haraldi Haraldssyni en Björn Ţorfinnsson slapp međ skrekkinn gegn hinni efnilegu Nansý Davíđsdóttur. Hinn ungi Birkir Ísak Jóhannsson náđi einnig jafntefli gegn mun stigahćrri andstćđing en sá fyrsti til ađ leggja stigahćrri andstćđing var Ármann Pétursson (1227) sem lagđi ţýskan andstćđing sinn M.Wecker (2134) í ađeins 11 leikjum međ svörtu mönnunum eftir laglega fléttu.

Baadur_Jobava_Georgiu

Tvöföld umferđ verđur tefld á morgun, fimmtudag og hefst sú fyrri klukkan 09:00 en sú seinni 17:00. Mótshald mun standa yfir í Hörpu nćstu daga en mótinu lýkur 27. apríl. Áhorfendur eru velkomnir á mótsstađ en bođiđ verđur upp á skákskýringar í seinni umferđinni og eins er velkomiđ ađ líta viđ í beinar útsendingar sem sendar eru á vefinn en ţeim stýra GM Simon Williams og Fiona Steil-Antoni.

 

Úrslit og paranir

Frétt á RÚV

 

 

 


GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ sett kl. 14:30 i Hörpu

17634367_10155295158618291_2576871072485773090_nSetning GAMMA Reykjavíkurskákmótsins verđur miđvikudaginn 19. apríl 14:30. Allir skákáhugamenn eru velkomnir á setningarathöfn mótsins. 

Alţjóđlega Reykjavíkurskákmótiđ nú er ţađ sterkasta og fjölmennasta í 53 ára sögu mótsins. Alls er um 280 keppendur skráđir til leiks frá um 45 löndum. Ţar af eru 35 stórmeistarar og hafa aldrei veriđ fleiri.  

Ofurstórmeistararnir  

BaadurJobavaOfurstórmeistarar eru ţeir taldir sem hafa 2700 skákstig eđa meira. Hollendingurinn Anish Giri, sem hefur 2771 skákstig, er einn besti skákmađur heims og sá stigahćsti sem nokkurn tímann hefur teflt á Reykjavíkurskákmóti í hálfrar aldar sögu mótanna. Georgíumađurinn Baadur Jobava er einn frumlegasti skákmađur heims og vekur taflmennska hans jafnan athygli. Dmitry Andreikin er ţekktur fyrir ađ tefla ávallt til sigurs og vakti kraftmikil taflmennska hans í mótinu í fyrra mikla athygli.  

Gođsagnir 

Kamsky (1)Lettinn Alexei Shirov er einn allra skemmtilegast skákmađur heims, ţekktur fyrir sinn leiftrandi stíl,  og hefur hefur margoft veriđ líkt landa sinn, Mikhail Tal, sem sigrađi á fyrsta Reykjavíkurskákmótinu áriđ 1964. Shirov sigrađi á Reykjavíkurskákmótinu 1992 ásamt Jóhanni Hjartarsyni og hefur síđan haldiđ sér í hópi bestu skákmanna heims. Hann er fjórđi í stigaröđ keppenda. Gata Kamsky tefldi síđast á Reykjavíkurskákmótinu 1990. Ţá var hann 15 ára ađ aldri og ţótti undrabarn. Kamsky komst nćstum ţví á topp skákheimsins ţví hann tefldi heimsmeistaraeinvígi viđ Karpov sem hann tapađi.

Eugene Torre hefur löngum veriđ besti skákmađur Filippseyinga. Torre er sá skákmađur, sem teflt hefur á flestum Ólympíuskákmótum allra skákmanna í skáksögunni, eđa alls 22 sinnum. Á Ólympíuskákmótinu í Bakú í fyrra hlaut hann 10 vinninga í 11 skákum og hefur sjaldan veriđ í betra formi.    

Óvćntir sigurvegarar tveggja síđustu ára Abijeet Gupta og Erwin L´Ami eru svo ađ sjálfsögđu međal keppenda. 

Skákdrottningar  

3D7DF20700000578-4245962-Iranian_chess_player_Dorsa_Derakhshani_18_was_banned_from_Irania-a-3_1487699197337Indverska skákdrottningin Tania Sadchev stal senunni í fyrra međ frábćrri frammistöđu og geislandi framkomu. Hún er fastagestur hér. Landskona hennar Harika Dronavalli tekur einnig ţátt en hún er međal bestu skákkvenna heims. 

Međal annarra gesta má nefna hina mongólsku Tuvshintugs Batchimeg en hún verđur ţar međ fyrsti skákmađurinn frá Mongolíu sem teflir á Reykjavíkurskákmótinu.

Einnig má nefna hina írönsku Dorsa Derakhshani sem hefur vakiđ athygli fyrir ţađ ađ neita ađ tefla međ slćđu og hefur gerđ brotrćk úr landsliđi Írans fyrir ţá sök. 

Undrabörnin 

praggnanandhaaŢađ hefur ávallt veriđ lögđ mikil áhersla á ađ fá hingađ til landsins undrabörn. Í áranna rás hafa t.d. Magnus Carlsen, Gata Kamsky, Fabiano Caruana og Hikaru Nakamura, sótt landiđ sem kornungir skákmenn. 

Á mótinu nú er vert ađ benda á tvo unga indverska drengi sem báđir eru taldir geta orđiđ međal bestu skákmanna heims - jafnvel heimsmeistarar.  Praggnanandhaa Rameshbabu er annar ţeirra. Sá er ađeins 11 ára og sá yngsti í heimi sem náđ hefur titli alţjóđlegs meistara. 

Hinn er Nihal Sarin, 12 ára, og er líka alţjóđlegur meistari. Sarin ţessi lagđi Helga Ólafsson t.d. nýlega ađ velli í hrađskák í Moskvu.  Ţeir eru báđir talda hafa möguleika á ţví ađ verđa yngsti stórmeistari sögunnar. Nýlega grein má lesa um kappann í Chessbase 

Heimavarnarliđiđ  

rd10_hannesNćrri 100 íslenskir skákmenn taka ţátt í mótinu nú og ţar á međal ţrír stórmeistarar. Stigahćstur ţeirra er Hannes Hlífar Stefánsson, sigursćlasti skákmađur í sögu Reykjavíkurskákmótanna. Hannes hefur sigrađ fimm sinnum á mótinu.

Ţađ sćtir tíđindum ađ Jóhann Hjartarson tekur nú ţátt í mótinu nú í fyrsta skipti í 21 ár og er ţađ mikiđ fagnađarefni.  Sá ţriđji er svo Ţröstur Ţórhallsson.  Sjö íslenskar skákkonur taka ţátt. Fyrir ţeim fer Lenka Ptáncíková, stórmeistari kvenna og margfaldur Íslandsmeistari. 

Vignir á NM

Alţjóđlegu meistararnir Guđmundur KjartanssonBragi og Björn Ţorfinnssynir taka ţátt og ţađ gerir einnig Vignir Vatnar Stefánsson, okkar efnilegasti skákmađur. 

Íslenska heimavarnarliđiđ er skemmtilegt blanda af atvinnumönnum, áhugamönnum, eldri skákmönnum og ungum ljónum sem eru ađ stíga sín fyrstu skref. Akureyringar fjölmenna á Reykjavíkurskákmótiđ nú og er ţađ gleđilegt og vitnar um skákgrósku norđan heiđa.  

Fćreyingar fjölmennir  

Um 180 erlendir skákmenn taka ţátt í mótinu og hafa ţeir aldrei veriđ fleiri. Flestir ţeirra koma frá Bandaríkjunum, Indlandi og Kanada.  Góđ ţátttaka Fćreyinga vekur athygli en ţeir eru 12 talsins. Fyrir ţeim hópi fer Helgi Dam Ziska, fyrsti stórmeistari okkar góđu frćndţjóđar.  

Ekki bara skákmót 

Reykjavíkurskákmótiđ er miklu frekar skákhátíđ  en skákmót. Efnt er til alls konar sérviđburđa međan mótiđ fer fram. Áđur hefur veriđ minnst á fjöltefli Anish Giri. Međal annarra sérviđburđa má nefna: 

Opnunarpartýfyrirlestur um skákţjálfunfyrirlestur um ţađ sem gerist bakviđ tjöldin í heimsmeistaraeinvígum, hrađskákmótbarnahrađskákmótspurningkeppni (pub quiz)fótbolta, gullna hringinn međ viđkomu ađ leiđi Fischers og kotrumót

Ţesir viđburđir eru opnir gestum og gangandi. 

Umferđir hefjast yfirleitt kl. 15. Bođiđ verđur upp á skákskýringar alla daga í Hörpu og hefjast ţćr um tveimur tímum eftir upphaf umferđar eđa um kl. 17. Um skákskýringar sjá okkar fremstu skákmenn af ţeim sem ekki taka ţátt í mótinu ađ ţessu sinni.


GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ: Dagskrá dagsins - setning og fyrsta umferđ

Giri Simul GAMMA_byEmelianova_4Y3A9585

Anish Giri fór illa međ andstćđinga sína í fjöltefli gćrdagsins í GAMMA og vann ţá alla tólf ađ tölu eins og sjá má í fréttum Stöđvar 2 og RÚV. Í gćr fór einnig fram afar vel heppnađ opnunarpartý mótsins ţar sem mikill fjölda keppenda og gesta mćttu. Međal annars létu Shirov, Kamsky, Torre og Jobava sjá sig ţar.

GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ verđur sett kl. 14:30 í dag og eru skákáhugamenn hvattir til ađ fjölmenna. Fyrsta umferđ mótsins hefst svo kl. 15:00.

Skákskýringar í umsjón Ágústar Sindra Karlssonar hefjast kl. 17:00 í Hörpu.


GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ: Dagskrá dagsins; Fjöltefli Giri og Opnunarpartý mótsins

Giri og Carlsen

Upphitun fyrir GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ hefst í dag međ tveimur viđburđum. Annars vegar klukkufjöltefli Anish Giri sem fram fer í höfuđstöđvum GAMMA, Garđastrćti 37, og hins vegar opnunarpartý mótsins sem fram fer í Smurstöđinni í Hörpu. Fjöltefliđ hefst kl. 13 og opnunarpartýiđ kl. 18.

FJÖLTEFLI ANISH GIRI

Ofurstórmeistarinn Anish Giri (2771) verđur međ klukkufjöltefli í dag. Međal andstćđinga hans verđur fjármálaráđherrann Benedikt Jóhannesson. Fjöltefliđ fer fram í höfuđstöđvum GAMMA, Garđastrćti 37, og hefst kl. 13:00. Ráđherrann var um skeiđ međal efnilegustu skákmanna landsins áđur en önnur hugđarefni tóku viđ. Friđrik Ólafsson, fyrrverandi forseti FIDE, leikur fyrsta leik fjölteflisins.  

Andstćđingar Giri í fjölteflinu verđa engin lömb ađ leika sér viđ. Elstur ţeirra verđur Gunnar Gunnarsson, 83 ára, fyrrum Íslandsmeistari í skák (áriđ 1966) og fótbolta međ Val (áriđ 1956) og landsliđskonurnar Guđlaug Ţorsteinsdóttir og Hrund Hauksdóttir

Andstćđingar Giri í fjölteflinu verđa sem hér segir:

  1. Aron Ţór Mai
  2. Benedikt Jóhannesson
  3. Bragi Halldórsson
  4. Gauti Páll Jónsson
  5. Guđlaug Ţorsteinsdóttir
  6. Gunnar Björnsson
  7. Gunnar Kr. Gunnarsson
  8. Haraldur Haraldsson
  9. Hrund Hauksdóttir
  10. Óskar Víkingur Davíđsson
  11. Stephan Briem
  12. Svava Ţorsteinsdóttir

Umhugsunartíminn verđur 45 mínútur á mann.

Áhorfendur eru hjartanlega velkomnir! 

OPUNARPARTÝ REYKAJVÍKURSKÁKMÓTSINS

Opnunarpartý Reykjavíkurskákmótsins verđur haldiđ í veitingastađnum Smurstöđunni í Hörpu á milli 18 og 20. Ţangađ eru allir velkomnir. Tilvaliđ til ađ hitta keppendur. Nokkrar af stćrstu stjörnum mótsins hafa ţegar bođađ komu sína. 

Sértilbođ verđa í bođi fyrri gesti opnunarpartýsins á Smurstöđinni. 


Áskell Örn bestur á Páskamóti SA

Skáklífiđ á Akureyri hefur veriđ međ fjörugasta móti nú um páskana. Góđ ţátttaka var í Bikarmótinu á skírdag og föstudaginn langa og páskahrađskákmótiđ sem fór fram í dag, annan í páskum var bćđi fjölmennt og góđmennt. Alls mćtti 26 keppendur til leiks og voru tefldar 12 umferđir. Í ţetta sinn var Monrad gamli kallađur til leiks í röđuninni og fórst ţađ vel úr hendi. 

Úrslitin urđu ţessi:

Áskell Örn Kárason10˝
Smári Teitsson9
Jón Kristinn Ţorgeirsson9
Sigurđur Arnarson
Tómas Veigar Sigurđarson
Haraldur Haraldsson
Benedikt Briem7
Magnús Teitsson7
Elsa María Kristínardóttir7
Andri Freyr Björgvinsson
Ólafur Kristjánsson
Smári Ólafsson
Stephan Briem6
Ágúst Ívar Árnason6
Hjörtur Steinbergsson6
Sigurđur Eiríksson6
Karl Egill Steingrímsson6
Haki Jóhannesson6
Fannar Breki Kárason
Arnar Smári Signýjarson5
Heiđar Ólafsson
Hilmir Vilhjálmsson4
Jóel Snćr Davíđsson3
Sigurđur Máni Guđmundsson3
Ingólfur Árni Benediktsson2
Alexía Líf Hilmisdóttir

Ţeir hlutskörpustu fengu páskaegg í verđlaun, bćđi yngri og eldri. Fóru allir sćmilega mettir heim. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 240
  • Frá upphafi: 8764697

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 144
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband