Leita í fréttum mbl.is

GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ sett kl. 14:30 i Hörpu

17634367_10155295158618291_2576871072485773090_nSetning GAMMA Reykjavíkurskákmótsins verđur miđvikudaginn 19. apríl 14:30. Allir skákáhugamenn eru velkomnir á setningarathöfn mótsins. 

Alţjóđlega Reykjavíkurskákmótiđ nú er ţađ sterkasta og fjölmennasta í 53 ára sögu mótsins. Alls er um 280 keppendur skráđir til leiks frá um 45 löndum. Ţar af eru 35 stórmeistarar og hafa aldrei veriđ fleiri.  

Ofurstórmeistararnir  

BaadurJobavaOfurstórmeistarar eru ţeir taldir sem hafa 2700 skákstig eđa meira. Hollendingurinn Anish Giri, sem hefur 2771 skákstig, er einn besti skákmađur heims og sá stigahćsti sem nokkurn tímann hefur teflt á Reykjavíkurskákmóti í hálfrar aldar sögu mótanna. Georgíumađurinn Baadur Jobava er einn frumlegasti skákmađur heims og vekur taflmennska hans jafnan athygli. Dmitry Andreikin er ţekktur fyrir ađ tefla ávallt til sigurs og vakti kraftmikil taflmennska hans í mótinu í fyrra mikla athygli.  

Gođsagnir 

Kamsky (1)Lettinn Alexei Shirov er einn allra skemmtilegast skákmađur heims, ţekktur fyrir sinn leiftrandi stíl,  og hefur hefur margoft veriđ líkt landa sinn, Mikhail Tal, sem sigrađi á fyrsta Reykjavíkurskákmótinu áriđ 1964. Shirov sigrađi á Reykjavíkurskákmótinu 1992 ásamt Jóhanni Hjartarsyni og hefur síđan haldiđ sér í hópi bestu skákmanna heims. Hann er fjórđi í stigaröđ keppenda. Gata Kamsky tefldi síđast á Reykjavíkurskákmótinu 1990. Ţá var hann 15 ára ađ aldri og ţótti undrabarn. Kamsky komst nćstum ţví á topp skákheimsins ţví hann tefldi heimsmeistaraeinvígi viđ Karpov sem hann tapađi.

Eugene Torre hefur löngum veriđ besti skákmađur Filippseyinga. Torre er sá skákmađur, sem teflt hefur á flestum Ólympíuskákmótum allra skákmanna í skáksögunni, eđa alls 22 sinnum. Á Ólympíuskákmótinu í Bakú í fyrra hlaut hann 10 vinninga í 11 skákum og hefur sjaldan veriđ í betra formi.    

Óvćntir sigurvegarar tveggja síđustu ára Abijeet Gupta og Erwin L´Ami eru svo ađ sjálfsögđu međal keppenda. 

Skákdrottningar  

3D7DF20700000578-4245962-Iranian_chess_player_Dorsa_Derakhshani_18_was_banned_from_Irania-a-3_1487699197337Indverska skákdrottningin Tania Sadchev stal senunni í fyrra međ frábćrri frammistöđu og geislandi framkomu. Hún er fastagestur hér. Landskona hennar Harika Dronavalli tekur einnig ţátt en hún er međal bestu skákkvenna heims. 

Međal annarra gesta má nefna hina mongólsku Tuvshintugs Batchimeg en hún verđur ţar međ fyrsti skákmađurinn frá Mongolíu sem teflir á Reykjavíkurskákmótinu.

Einnig má nefna hina írönsku Dorsa Derakhshani sem hefur vakiđ athygli fyrir ţađ ađ neita ađ tefla međ slćđu og hefur gerđ brotrćk úr landsliđi Írans fyrir ţá sök. 

Undrabörnin 

praggnanandhaaŢađ hefur ávallt veriđ lögđ mikil áhersla á ađ fá hingađ til landsins undrabörn. Í áranna rás hafa t.d. Magnus Carlsen, Gata Kamsky, Fabiano Caruana og Hikaru Nakamura, sótt landiđ sem kornungir skákmenn. 

Á mótinu nú er vert ađ benda á tvo unga indverska drengi sem báđir eru taldir geta orđiđ međal bestu skákmanna heims - jafnvel heimsmeistarar.  Praggnanandhaa Rameshbabu er annar ţeirra. Sá er ađeins 11 ára og sá yngsti í heimi sem náđ hefur titli alţjóđlegs meistara. 

Hinn er Nihal Sarin, 12 ára, og er líka alţjóđlegur meistari. Sarin ţessi lagđi Helga Ólafsson t.d. nýlega ađ velli í hrađskák í Moskvu.  Ţeir eru báđir talda hafa möguleika á ţví ađ verđa yngsti stórmeistari sögunnar. Nýlega grein má lesa um kappann í Chessbase 

Heimavarnarliđiđ  

rd10_hannesNćrri 100 íslenskir skákmenn taka ţátt í mótinu nú og ţar á međal ţrír stórmeistarar. Stigahćstur ţeirra er Hannes Hlífar Stefánsson, sigursćlasti skákmađur í sögu Reykjavíkurskákmótanna. Hannes hefur sigrađ fimm sinnum á mótinu.

Ţađ sćtir tíđindum ađ Jóhann Hjartarson tekur nú ţátt í mótinu nú í fyrsta skipti í 21 ár og er ţađ mikiđ fagnađarefni.  Sá ţriđji er svo Ţröstur Ţórhallsson.  Sjö íslenskar skákkonur taka ţátt. Fyrir ţeim fer Lenka Ptáncíková, stórmeistari kvenna og margfaldur Íslandsmeistari. 

Vignir á NM

Alţjóđlegu meistararnir Guđmundur KjartanssonBragi og Björn Ţorfinnssynir taka ţátt og ţađ gerir einnig Vignir Vatnar Stefánsson, okkar efnilegasti skákmađur. 

Íslenska heimavarnarliđiđ er skemmtilegt blanda af atvinnumönnum, áhugamönnum, eldri skákmönnum og ungum ljónum sem eru ađ stíga sín fyrstu skref. Akureyringar fjölmenna á Reykjavíkurskákmótiđ nú og er ţađ gleđilegt og vitnar um skákgrósku norđan heiđa.  

Fćreyingar fjölmennir  

Um 180 erlendir skákmenn taka ţátt í mótinu og hafa ţeir aldrei veriđ fleiri. Flestir ţeirra koma frá Bandaríkjunum, Indlandi og Kanada.  Góđ ţátttaka Fćreyinga vekur athygli en ţeir eru 12 talsins. Fyrir ţeim hópi fer Helgi Dam Ziska, fyrsti stórmeistari okkar góđu frćndţjóđar.  

Ekki bara skákmót 

Reykjavíkurskákmótiđ er miklu frekar skákhátíđ  en skákmót. Efnt er til alls konar sérviđburđa međan mótiđ fer fram. Áđur hefur veriđ minnst á fjöltefli Anish Giri. Međal annarra sérviđburđa má nefna: 

Opnunarpartýfyrirlestur um skákţjálfunfyrirlestur um ţađ sem gerist bakviđ tjöldin í heimsmeistaraeinvígum, hrađskákmótbarnahrađskákmótspurningkeppni (pub quiz)fótbolta, gullna hringinn međ viđkomu ađ leiđi Fischers og kotrumót

Ţesir viđburđir eru opnir gestum og gangandi. 

Umferđir hefjast yfirleitt kl. 15. Bođiđ verđur upp á skákskýringar alla daga í Hörpu og hefjast ţćr um tveimur tímum eftir upphaf umferđar eđa um kl. 17. Um skákskýringar sjá okkar fremstu skákmenn af ţeim sem ekki taka ţátt í mótinu ađ ţessu sinni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband