Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2017

Fimm efstir á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu

Rd7_JobavaLeikar eru farnir ađ ćsast og ţađ var ljóst á baráttunni á efstu borđum GAMMA Reykjavíkuskákmótsins. Ađeins Anish Giri og Gata Kamsky skildu jafnir á efsta borđi en sjö nćstu skákir voru allar sigurskákir. Fimm skákmenn eru nú efstir og jafnir. Baadur Jobava frá Georgíu var fyrstu ađ nýta sér jafntefliđ á efsta borđi og lagđi sinn andstćđing laglega. Emre Can kom á óvart og lagđi Gawain Jones og loks lagđi Vidit Santosh Gujrati sinn andstćđing laglega. Ţeir Nils Grandelius og Abhijeet Gupta bćttust svo í hópinn eftir mjög langar og strangar skákir.

 

Jóhann Hjartarson er efstur Íslendinga eftir ađ hafa lagt sćnska alţjóđlega meistarann Björn Ahlander. Jóhann er međ 5,5 vinning og hálfum vinningi á eftir efstu mönnum. Nćstur kemur Bragi Ţorfinnsson međ 5 vinninga.

 

Áttunda umferđin hefst á morgun klukkan 15:00 og má búast viđ mikilli baráttu. Nils Grandelius mćtir Jobava á efsta borđi og Indverjarnir Vidit og Gupta mćtast. Jóhann fćr hvítt á Erwin l‘Ami, stórmeistara frá Hollandi, en hann vann mótiđ 2015. Bragi mćtir sjálfum Alexei Shirov. Áhorfendur eru velkomnir og skákskýringar hefjst um 17:00.

 

Heimasíđa mótsins

Bein útsending međ Fionu og Simon Williams

Úrslit og paranir


GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ: Dagskrá dagsins - lykilumferđ og skákskýringar Helga Áss

18077167_961937523909758_1572928489713235384_o

Sjöunda umferđ GAMMA Reykjavíkurskákmótsins hefst kl. 17 í dag. Seinna en vanalega ţar sem margir erlendu keppendanna fara gullna hringinn og heimsćkja gröf Fischers í dag. Ţađ er mikil spennan fyrir daginn. 14 skákmenn efstir og jafnir međ 5 vinninga. Jóhann Hjartarson og Björn Ţorfinnsson eru svo hálfum vinningi á eftir efstu mönnum.

Margar athyglisverđar skákir eru í dag. Á efsta borđi teflir Anish Giri (2771) viđ Gata Kamsky (2668).

65536

Vert er ađ benda á indversku skákkonuna R. Vaishaili (2259) sem er ađeins 16 ára. Hún er langstigalćgst ţeirra fjórtán sem eru á toppnum á mótinu. Vaishaili ţessi hefur svolítiđ falliđ í skuggann af bróđur sínum Praggnanandhaa (2447) en er auđvitađ geysisterk og er tvöfaldur heimsmeistari stúlkna. Í tveimur síđustu umferđum hefur hún lagt stórmeistara ađ velli.

17991138_961271893976321_896186628659604802_n

 

Sigurlaug Friđţjófsdóttir hefur fylgst vel međ henni og skrifađi svo á Facebook-vef skákmanna í gćr

Í dag tefldi ég frekar stutta skák og náđi loksins ađ horfa á ađrar skákir. Sá 16 ára stúlku (fćdd 2001) frá Indlandi međ 2259 vinna stórmeistara međ 2509. Ekki nóg međ ţađ: hún byrjađi á ađ vinna einn međ 1708, tapađi gegn stórmeistara 2607, vann síđan 1928 og 2067 og 2455 og í dag 2509. Á morgun fćr hún stórmeistara međ 2614! Hún er međ alţjóđlegan meistaratitil kvenna međ performance upp á 2511 og er ţegar búin ađ hćkka um 38 stig!

Ţessi stúlka stendur fyllilega undir sínum stigum! Hefur veriđ ađ vinna stigalćgri og vinna einnig stigahćrri! Á morgun teflir hún viđ fjórđa stórmeistarann og ţar af stórmeistara nr. 2 međ yfir 2600 stig! Ţvílík fyrirmynd fyrir ungar skákstelpur og ţvílíkt flottur skákmađur sem blómstrar á Reykjavík open. Ég segi: áfram Vaishali! Glćsilegur árangur hingađ til!

Litli bróđir Vaishali, Praggnanandhaa, teflir í dag viđ gođsögnina Alexander Beliavsky (2597). Aldursmunurinn er 52 ár!

Hinn ungi og efnilegi akureyski skákmađur Jón Kristinn Ţorgeirsson (2189) fćr krefjandi verkefndi en hann teflir viđ bandaríska stórmeistarann James Tarjan (2414) sem var ólympíumeistari međ sveit Bandaríkjanna áriđ 1976. Tarjan og Beliavsky eru ţeir einu á mótinu sem eiga ólympíugull.

Umferđ dagsins hefst kl. 17 eins og áđur sagđi. Skákskýringar Helga Áss Grétarssonar hefjast kl. 19.

 

 

 


Aftur ţéttist toppurinn á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu

6th_rnd_ViditJafntefli urđu á fjórum efstu borđum á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu. Ţau úrslit ţýddu ađ allir međ 4 vinninga gátu náđ efstu mönnum ađ vinningum međ ţví ađ vinna sínar skákir. Niđurstađan er ţví ađ fjórtán skákmenn eru efstir og jafnir međ 5 vinninga, ţar á međal allir stigahćstu menn mótsins, Giri, Andreikin, Almasi og Jobava.

 

Björn Ţorfinnsson og Jóhann Hjartarson eru nú efstir Íslendinga međ 4,5 vinning og stutt frá efstu mönnum. Björn lagđi Guđmund Kjartansson og Jóhann lagđi indverskan skákmann. Hinn ungi Vignir Vatnar náđi ekki ađ fylgja á eftir góđum úrslitum í gćr og tapađi gegn indverska stórmeistaranum Harika. Nokkur úrslit vöktu athygli en Akureyringurinn ungi Jón Kristinn Ţorgeirsson vann t.a.m. góđan sigur á íranska alţjóđlega meistaranum Dorsa Derakhshani. Hannes Hlífar Stefánsson átti slćman dag, víxlađi leikjum í betri stöđu gegn Sopiko Guramishvili og hrókur fór í hafiđ.

 

Sjöunda umferđ fer fram á morgun og hefst ađ ţessu sinni klukkan 17:00. Nokkrar athyglisverđar viđureignir verđa í bođi. Jón Kristinn fćr ađ reyna sig gegnum reyndum bandarískum stórmeistara, James Tarjan. Einnig verđur gaman ađ sjá ćskuna og ellina mćtast ţegar hinn ungi Praggnanandhaa mćtir gođsögninni Beliavsky.

 

Heimasíđa mótsins

Bein útsending međ Fionu og Simon Williams

Úrslit og paranir


Grandelius og Kakulidis sigurvegarar á Pub Quiz

PubQWinnersSćnska pariđ Nils Grandelius og Ellen Kakulidis unnu sigur á Pub Quizinu árlega sem fram fór á Hótel Plaza í gćr.  Alls mćttu rúmlega 40 keppendur til leiks og stemmningin var góđ.

Nils og Ellen svöruđu rétt 25 spurningum af 30. Mjótt var ţó á munum og stutt í nćstu liđ en tvö liđ voru međ 24 rétt svör og mörg ţar stutt á eftir.

Spurningar voru af ýmsum toga og var m.a. spurt um nýlokiđ Heimsmeistaraenvígi, ýmsar sögulegar stöđur, árangur á nýliđnu Ólympíuskákmóti og menn beđnir um ađ bera kennsl á skákmenn af myndum svo eitthvađ sé nefnt.

 

Spurningarnar eru í viđhengi en ţrjár spurningar voru vídeó spurningar. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Sumarskákmót Fjölnis í Rimaskóla - stórviđburđur á Barnamenningarhátíđ

_abh6951 (1)

Rétt ţegar Reykjavík Open er lokiđ ţá verđur blásiđ til nćsta "stórmóts", Sumarskákmóts Fjölnis á Barnamenningarhátíđ Reykjavíkurborgar 2017. Sumarskákmótiđ fer fram í hátíđarsal Rimaskóla laugardaginn 29. apríl og hefst kl. 11:00. Öllum áhugasömum skákkrökkum á grunnskólaaldri er bođiđ ađ taka ţátt í glćsilegu móti. Rótarýklúbbur Grafrvogs gefur eignarbikara og ađ vanda er fjöldi verđlauna (20) og happadrćttisvinninga (5) í bođi, allir mjög eftirsóknarverđir - bíómiđar, pítsur og húfur frá 66°N. 

Ţátttaka ókeypis en veitingar seldar í skákhléi á 250 kr, Prins póló og gos, safi eđa kaffi. Heitt á könnunni fyrir foreldra sem eru ađ vanda velkomnir ađ fylgjast međ skemmtilegu skákmóti. Skráning á stađnum og ţví gott fyrir keppendur ađ mćta 10 - 15 mínútum fyrir mót. Skákstjórar eru ţeir Helgi Árnason og Björn Ívar Karlsson. Fögnum sumrinu viđ skákborđiđ og mćtum nćsta laugardag, 29. apríl í Rimaskóla. Skák er skemmtileg. 


Dagskrá dagsins: Spenna umferđ - Jón L. međ skákskýringar og fótbolti í kvöld

18055958_959090224194488_7191224088423036166_o

Sjötta umferđ GAMMA Reykjavíkurskákmótsins hefst í dag í kl. 15.  Níu skákmenn eru á toppnum međ 4˝ vinning. Bragi Ţorfinnsson er efstur íslensku keppendanna međ 4 vinninga. Skákskýringar Jóns L. Árnasonar hefjast kl. 17 og bođiđ er upp á fóbolta í kvöld sem hefst kl. 22:00 í Fífunni.

Spennandi viđureignir á efstu borđunum eins og sjá má.

Clipboard02

 

 

 

 

Bragi Ţorfinnsson (2457) er efstur íslensku keppendanna međ 4 vinninga. Hann fćr krefjandi ađ tefla viđ Konstantin Landa (2611). 

Sjö íslenskir skákmenn hafa 3˝ vinning. Hannes Hlífar Stefánsson (2566) teflir viđ hina georísku Sopioko Goramsishvili (2323), Jóhann Hjartarson (2536) viđ Indverjann Aradhya Garg (2315), Vignir Vatnar Stefánsson (2341) viđ skákdrottninguna Hariku Dronvalli (2521). Halldór Grétar Einarsson (2257) er fastur í undversku undrabörnunum en hann mćtir hinum 11 ára Praggaandandhaa (2447) sem talinn er möguleika á ađ verđa yngsti stórmeistari skáksögunnar. Björn Ţorfinnsson (2413) og Guđmundur Kjartansson (2468) mćtast og Ţröstur Ţórhallsson (2413) teflir viđ Frank Buchenau (2275).

Skákskýringar Jóns L. Árnasonar hefjast kl. 17. 

Fótbolti verđur í Fífunni sem á ţví hafa áhuga. Hćgt er ađ skrá sig til leiks á heimasíđu GAMMA Reykjavíkurskákmótsins

 

 

 

 


Toppurinn enn ţéttur á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu

RvkOpen_2_1Enginn skákmađur er lengur međ fullt hús vinninga eftir umferđ gćrkvöldsins. Jafntefli varđ niđurstađan á ţremur efstu borđunum og efstu menn ţví međ 4,5 vinning af 5 mögulegum. Stigahćsti mađur mótsins, Anish Giri, varđ loks ađ sćttast á skiptan hlut gegn Indverjanum Vidit sem ákvađ ađ endurtaka leiki snemma tafls og úr varđ stutt skák.

 

Hannes Hlífar Stefánsson átti ekki góđan dag gegn Georgíubúanum Baadur Jobava sem sá lengra í flćkjunum í miđtaflinu. Mikla athygli vakti vösk vörn hins efnilega Vignis Vatnars Stefánssonar gegn Íslandsmeistaranum Jóhanni Hjartarsyni. Vignir náđi jafntefli og klárlega međ bestu úrslitum á hans unga ferli. Bragi Ţorfinnsson vann sína skák og er nú orđinn efstur Íslendinga međ fjóra vinninga. Vert er einnig ađ minnast á góđ úrslit hjá Halldóri G. Einarssyni sem gerđi jafntefli viđ indverska undabarniđ Nishal Sarin sem er framtíđar stórstjarna.

 

Úrslit gćrdagsins ţýđa ađ níu skákmenn eru nú efstir og jafnir. Ljóst má vera ađ hver skák skiptir miklu máli á toppnum núna og hart verđur barist. Leikar hefjast aftur klukkan 15:00 og skákskýringar sem fyrr klukkan 17:00. 

 

Heimasíđa mótsins

Bein útsending međ Fionu og Simon Williams

Úrslit og paranir

Myndagallerí úr fimmtu umferđinni eftir Maria Emelianova og Lennart Ootes

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Dagur vann úrslitaskákina um sćti í landsliđsflokki

IMG_2743Ţegar lokaumferđin í áskorendaflokki fór fram um síđustu helgi lá ljóst fyrir ađ enginn gat náđ Guđmundi Gísalsyni ađ vinningum. Hann hafđi hlotiđ 7 ˝ vinning úr átta skákum og langt í nćstu menn. Tvö sćti í landsliđsflokki voru í bođi og ýmsir möguleikar í stöđunni. Jóhann Ingvason stóđ vel ađ vígi ef kćmi til stigaútreiknings en varđ ţó ađ vinna skák sína gegn Tómasi Björnssyni til ađ vera öruggur međ sćti í landsliđsflokknum. Ţá áttust viđ Lenka Ptacnikova og Dagur Ragnarsson og gátu bćđi međ sigri unniđ sćti í landsliđsflokknum ef önnur úrslit yrđu ţeim hagfelld. Og eftir mikla baráttu vann Dagur sína skák, Jóhann varđ ađ gera sér jafntefli ađ góđu og á toppborđinu dró til tíđinda ţegar Bolvíkingurinn Halldór Grétar Einarsson vann sigurvegarann. Ekki í fyrsta sinn sem ţeir heiđursmenn Halldór og Guđmundur Gíslason eigast viđ. En ţessi úrslit breyttu ţó litlu um lokaniđurstöđuna:

1. Guđmundur Gíslason 7 ˝ v. (af 9) 2. Dagur Ragnarsson 6 ˝ v. 3. Jóhann Ingvason 6 v. 4. – 7. Björgvin Víglundsson, Halldór Grétar Einarsson, Kristján Eđvarđsson og Lenka Ptacnikova 5 ˝ v.

Keppendur voru 22 talsins.

Ţrír ungir men taka nú sćti í landsliđsflokki, auk Dags, ţeir Vignir Vatnar Stefánsson og Bárđur Örn Birkisson. Verđur skemmtilegt ađ fylgjast međ taflmennsku ţeirra. Dagur missti af lestinni í fyrra en mćtir nú enn sterkari á ţennan vettvang. Hann náđi snemma frumkvćđinu í úrslitaskákinni og vann sannfćrandi sigur:

Skákţing Íslands 2017; 9. umferđ:

Lenka Ptacnikova – Dagur Ragnarsson

Vćngtafl

1. c4 c6 2. Rf3 d5 3. b3 Bg4 4. Re5 Bh5 5. Bb2 f6 6. Rf3 e5 7. cxd5 exd5 8. g3 Bd6 9. Bg2 Re7 10. O-O O-O 11. d3 Rbc6 12. Rc3 Dd7 13. a3 a5 14. Rb5 Bb8 15. a4 Ra7 16. Rxa7 Bxa7 17. d4?

Ţessi leikur er verri en enginn. Ţađ er smá galli viđ vćngtöflin ađ hvítur á stundum erfitt međ ađ finna haldgóđa áćtlun eftir byrjunarleikina.

17. e4 18. Rd2 b5 19. f3? f5

Eđlilegur leikur en sterkara er 19. e3! 20. Rb1 b4! og riddarinn á b1 getur sig hvergi hrćrt.

20. e3 b4!

Ţenur út áhrifasvćđi sitt. Ţađ kemur líka á daginn a biskupinn á b2 hefur ekkert svćđi ađ vinna međ.

21. Hc1 g5 22. De1 Hae8 23. f4 gxf4 24. gxf4 Rg6 25. Df2 Bb6 26. Hc2 Bd8 27. Hfc1 Rh4 28. Kh1 He6 29. Bf1 Hg6 30. Bb5 Df7 31. Hc6 Hg2 32. Hg1 Hxg1+ 33. Kxg1 Kh8 34. Hc8 Rf3 35. Rxf3 exf3!

GTE1157KJEinnig kom til greina ađ tala viđ biskup. En úr ţessu er ekki nokkur leiđ fyrir hvítan ađ verjast. 

36. Kf1 De6 37. Hxd8 Hxd8 38. Dh4 Hg8 39. Dxh5 Dxe3 

GTE1157KFHvítur getur varist máti međ ţví ađ gefa drottninguna en ţađ er vitaskuld algerlega vonlaust svo Lenka lagđi niđur vopnin.

 

Wesley So sigrađi á bandaríska meistaramótinu

„Skytturnar ţrjár“, Wesley So, Hikaru Nakamura og Fabiano Carurana, áttu ekki sjö dagana sćla á bandaríska meistaramótinu sem lauk í St. Louis um síđustu helgi. Eftir ellefu umferđir varđ So ađ deila efsta sćti međ Alexander Onischuk en ţeir hlutu 7 vinninga af af ellefu mögulegum. Ţeir ţurftu ađ tefla tvćr atskákir um sćmdarheitiđ Skákmeistari Bandaríkjanna 2017. So sigrađi 1 ˝ :˝ og bćtti ţar međ enn einni rósinni í hnappgatiđ. Nakamura og Caruana urđu í 3.-5. sćti ásamt Akobian en ţeir fengu allir 6 ˝ vinning.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 15. apríl 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Dagskrá dagsins: Fimmta umferđ, úrslit Barna Blitz og Pub Quiz - Hannes teflir viđ Jobava

Hannes

Í gćr og dag eru stćrstu dagar á skákhátíđinni Reykjavíkurskákmótinu. Í gćr fór fram fjölmennt hrađskákmót og tveir fyrilestar fyrir utan fjórđu umferđ. Mikil stemming var í Hörpu og var skákskýringasalurinn ţétt setinn í gćr. Búast má viđ enn betri ađsókn um helgina. 

_DSC2071

Í dag verđur afar mikiđ um vera. Úrslit Barna Bltiz hefjast núna kl. 11:00. ţar tefla átta íslenskir skákmenn til úrslita. Ţađ eru: Óskar Víkingur Davíđsson, Stefán Orri Davíđsson, Róbert Luu, Ísak Orri Karlsson, Balthazar Máni Wedholm Gunnarsson, Kristján Dagur Jónsson, Arnór Gunnlaugsson og Benedikt Ţórisson keppea eftir úsláttarfyrirkomulagi Krakkarnir tóku ţátt í undankeppnum sem haldnar voru í TR, Hugin, Víkingaklúbbnum og Fjölni. Mótiđ stendur til u.ţ.. 12:30 og eru áhorfendur velkomnir.

_DSC2014

Umferđ dagsins hefst kl. 15.  Hannes Hlífar Stefánsson (2566) fćr krefjandi verkefni en hann teflir viđ georgíska ofurstórmeistarann Baadur Jobava (2712), Jóhann Hjartarson (2536) mćtir Vigni Vagnari Stefánssyni (2341), Halldór Grétar Einarsson (2257) teflir viđ indverska undrabarniđ Nihal Sarin (2424). 

RÚV fjallađi um indversku undradrengina í gćr. Ţá frétt má nálgast hér.

Clipboard01

 

Skákskýringar Ingvars Ţórs Jóhaannessar hefjast kl. 17.

Pub Quiz sem eru iđulega vćusćlasti sérviđburđur mótsins fer fram Hótel Plaza í kvöld og hefst kl. 21:30. Nánar um vibđurinn hér.

Beinar útsendingar á vefnum hefjast kl. 15. Ţćr eru í umsjón Simon Williams og Fionu Steil-Antoni.

 


Mustafa Yilmaz sigurvegari á Reykjavik Open Blitz

Ropen_Blitz_2Tyrkneski stórmeistarinn Mustafa Yilmaz kom sá og sigrađi á hrađskákmóti Reykjavík Open - Reykjavik Open Blitz.

Alls mćttu til leiks 68 skákmenn tilbúnir ađ kljást á reitunum 64 ţó nokkrir hafi helst úr lestinni snemma móts.

Eftir nokkra hnökra í byrjun rann mótiđ hratt í gegn en tefldar voru 9 umferđir međ umhugsunartímanum 3+2 eđa 3 mínútur á skákina plus 2 sekúndur í viđbótartíma á hvern leik.

Mustafa lét snemma til sín taka og vann allar sínar skákir snemma móts. Nokkrir fylgdu á eftir í humátt og sérstaklega byrjuđu Björn Ţorfinnsson og Vignir Vatnar vel međ fjóra vinninga af fjórum. Björn lagđi ađ velli Luca Barillaro sem hafđi fariđ skemmtilega af stađ og lagt ađ velli stórmeistarana Helga Áss Grétarson og Simon Williams.

Yilmaz gaf lítiđ eftir og gaf í raun í og hafđi lagt alla andstćđinga sína ađ velli eftir 8 umferđir. Tyrkinn átti sgurinn vísan fyrir síđustu umferđ.

Baráttan um hin verđlaunasćtin tvö var hinsvegar mjög hörđ en ţar hafđi Svíinn Erik Blomqvist átt góđan endasprett og var kominn í annađ sćtiđ međan Björn Ţorfinnsson sat í ţví ţriđja.

Björn átti erfiđa skák gegn Aman Hambleton sem var hálfum vinningi á eftir honum ásamt fjölmörgum öđrum.

Blomqvist og Yilmaz tryggđu sín verđlaun međ stuttu jafntefli í síđustu umferđ en Björn sýndi úr hverju hann er gerđur og lagđi Aman Hambleton ađ velli og tryggđi veru sína á verđlaunapalli.

Stemmning var almennt mjög góđ og menn höfđu gaman ađ taflmennskunni. Vert er einnig ađ minnast á góđan árangur Arnljóts Sigurđssonar sem lagđi hvern meistarann á fćtur öđrum.

Úrslit má nálgast á Chess-results

ROpen_Blitz_1

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 273
  • Frá upphafi: 8764851

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband