Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Dagur vann úrslitaskákina um sćti í landsliđsflokki

IMG_2743Ţegar lokaumferđin í áskorendaflokki fór fram um síđustu helgi lá ljóst fyrir ađ enginn gat náđ Guđmundi Gísalsyni ađ vinningum. Hann hafđi hlotiđ 7 ˝ vinning úr átta skákum og langt í nćstu menn. Tvö sćti í landsliđsflokki voru í bođi og ýmsir möguleikar í stöđunni. Jóhann Ingvason stóđ vel ađ vígi ef kćmi til stigaútreiknings en varđ ţó ađ vinna skák sína gegn Tómasi Björnssyni til ađ vera öruggur međ sćti í landsliđsflokknum. Ţá áttust viđ Lenka Ptacnikova og Dagur Ragnarsson og gátu bćđi međ sigri unniđ sćti í landsliđsflokknum ef önnur úrslit yrđu ţeim hagfelld. Og eftir mikla baráttu vann Dagur sína skák, Jóhann varđ ađ gera sér jafntefli ađ góđu og á toppborđinu dró til tíđinda ţegar Bolvíkingurinn Halldór Grétar Einarsson vann sigurvegarann. Ekki í fyrsta sinn sem ţeir heiđursmenn Halldór og Guđmundur Gíslason eigast viđ. En ţessi úrslit breyttu ţó litlu um lokaniđurstöđuna:

1. Guđmundur Gíslason 7 ˝ v. (af 9) 2. Dagur Ragnarsson 6 ˝ v. 3. Jóhann Ingvason 6 v. 4. – 7. Björgvin Víglundsson, Halldór Grétar Einarsson, Kristján Eđvarđsson og Lenka Ptacnikova 5 ˝ v.

Keppendur voru 22 talsins.

Ţrír ungir men taka nú sćti í landsliđsflokki, auk Dags, ţeir Vignir Vatnar Stefánsson og Bárđur Örn Birkisson. Verđur skemmtilegt ađ fylgjast međ taflmennsku ţeirra. Dagur missti af lestinni í fyrra en mćtir nú enn sterkari á ţennan vettvang. Hann náđi snemma frumkvćđinu í úrslitaskákinni og vann sannfćrandi sigur:

Skákţing Íslands 2017; 9. umferđ:

Lenka Ptacnikova – Dagur Ragnarsson

Vćngtafl

1. c4 c6 2. Rf3 d5 3. b3 Bg4 4. Re5 Bh5 5. Bb2 f6 6. Rf3 e5 7. cxd5 exd5 8. g3 Bd6 9. Bg2 Re7 10. O-O O-O 11. d3 Rbc6 12. Rc3 Dd7 13. a3 a5 14. Rb5 Bb8 15. a4 Ra7 16. Rxa7 Bxa7 17. d4?

Ţessi leikur er verri en enginn. Ţađ er smá galli viđ vćngtöflin ađ hvítur á stundum erfitt međ ađ finna haldgóđa áćtlun eftir byrjunarleikina.

17. e4 18. Rd2 b5 19. f3? f5

Eđlilegur leikur en sterkara er 19. e3! 20. Rb1 b4! og riddarinn á b1 getur sig hvergi hrćrt.

20. e3 b4!

Ţenur út áhrifasvćđi sitt. Ţađ kemur líka á daginn a biskupinn á b2 hefur ekkert svćđi ađ vinna međ.

21. Hc1 g5 22. De1 Hae8 23. f4 gxf4 24. gxf4 Rg6 25. Df2 Bb6 26. Hc2 Bd8 27. Hfc1 Rh4 28. Kh1 He6 29. Bf1 Hg6 30. Bb5 Df7 31. Hc6 Hg2 32. Hg1 Hxg1+ 33. Kxg1 Kh8 34. Hc8 Rf3 35. Rxf3 exf3!

GTE1157KJEinnig kom til greina ađ tala viđ biskup. En úr ţessu er ekki nokkur leiđ fyrir hvítan ađ verjast. 

36. Kf1 De6 37. Hxd8 Hxd8 38. Dh4 Hg8 39. Dxh5 Dxe3 

GTE1157KFHvítur getur varist máti međ ţví ađ gefa drottninguna en ţađ er vitaskuld algerlega vonlaust svo Lenka lagđi niđur vopnin.

 

Wesley So sigrađi á bandaríska meistaramótinu

„Skytturnar ţrjár“, Wesley So, Hikaru Nakamura og Fabiano Carurana, áttu ekki sjö dagana sćla á bandaríska meistaramótinu sem lauk í St. Louis um síđustu helgi. Eftir ellefu umferđir varđ So ađ deila efsta sćti međ Alexander Onischuk en ţeir hlutu 7 vinninga af af ellefu mögulegum. Ţeir ţurftu ađ tefla tvćr atskákir um sćmdarheitiđ Skákmeistari Bandaríkjanna 2017. So sigrađi 1 ˝ :˝ og bćtti ţar međ enn einni rósinni í hnappgatiđ. Nakamura og Caruana urđu í 3.-5. sćti ásamt Akobian en ţeir fengu allir 6 ˝ vinning.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 15. apríl 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 239
  • Frá upphafi: 8764696

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 143
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband