Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2017

NM stúlkna 2017 – fyrsta umferđ hafin

Norđurlandamót stúlkna 2017 fer fram í Stokkhólmi dagana 28.-30. apríl.  Fjórar íslenskar stúlkur taka ţátt í tveimur yngri flokkunum.

Í b-flokki tefla Nansý Davíđsdóttir og Svava Ţorsteinsdóttir og í c-flokki tefla Freyja Birkisdóttir og Batel Goitom Haile

Í fyrstu umferđ tefla ţćr stöllur í b-flokki saman ţar sem Svava hefur hvítt á Nansý.

Svava-Nansy

Í C-flokki teflir Freyja međ svörtu á móti Sara-Olivia Sippola frá Finlandi og Batel teflir međ hvítu viđ Live J. Skigelstrand frá Noregi

Sara-Freyja

 Batel-Live

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagskráin samkvćmt íslenskum tíma er eftirfarandi:

 1. umferđ – 28. apríl kl. 14
 2. umferđ – 29. apríl kl. 8
 3. umferđ – 29. apríl kl. 14
 4. umferđ – 30. apríl kl. 7
 5. umferđ – 30. apríl kl. 13

Tímamörk eru 90 mínútur + 30 sekúndur á leik.

Heimasíđa mótsins

Skákir í beinni

Davíđ Ólafsson


Sumarskákmót Fjölnis í Rimaskóla fer fram á morgun - stórviđburđur á Barnamenningarhátíđ

_abh6951 (1)

Rétt ţegar Reykjavík Open er lokiđ ţá verđur blásiđ til nćsta "stórmóts", Sumarskákmóts Fjölnis á Barnamenningarhátíđ Reykjavíkurborgar 2017. Sumarskákmótiđ fer fram í hátíđarsal Rimaskóla laugardaginn 29. apríl og hefst kl. 11:00. Öllum áhugasömum skákkrökkum á grunnskólaaldri er bođiđ ađ taka ţátt í glćsilegu móti. Rótarýklúbbur Grafrvogs gefur eignarbikara og ađ vanda er fjöldi verđlauna (20) og happadrćttisvinninga (5) í bođi, allir mjög eftirsóknarverđir - bíómiđar, pítsur og húfur frá 66°N. 

Ţátttaka ókeypis en veitingar seldar í skákhléi á 250 kr, Prins póló og gos, safi eđa kaffi. Heitt á könnunni fyrir foreldra sem eru ađ vanda velkomnir ađ fylgjast međ skemmtilegu skákmóti. Skráning á stađnum og ţví gott fyrir keppendur ađ mćta 10 - 15 mínútum fyrir mót. Skákstjórar eru ţeir Helgi Árnason og Björn Ívar Karlsson. Fögnum sumrinu viđ skákborđiđ og mćtum nćsta laugardag, 29. apríl í Rimaskóla. Skák er skemmtileg. 


Giri sigurvegari á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu

Giri_sigurvegariGAMMA Reykjavíkurskákmótinu áriđ 2017 lauk međ sigri Hollendingsins Anish Giri. Giri var stigahćstur keppenda og talinn sigurstranglegastur fyrirfram en ţurfti ţó á öllum sínum hćfileikum ađ halda. Giri var lentur hálfum vinningi á eftir efstu mönnum en vann tvo glćsilega sigra í röđ međ svörtu mönnunum og var kominn einn í forystu fyrir síđustu umferđ. Ljóst var ţví ađ Giri nćgđi ađ vinna sína skák í dag til ţess ađ enda einn efstur á mótinu. Í úrslitaskákinni mćtti hann landa sínum Erwin l‘Ami sem vann mótiđ áriđ 2015. Ţađ sem gerđi pörunina ađeins erfiđari er ađ l‘Ami vinnur gjarnan sem ađstođarmađur Giri á elítuskákmótum og ţví ţekkja ţeir stíl hvors annars út og inn. Giri náđi engu ađ síđur ađ fá betra tafl úr byrjuninni og andstćđingur hans lenti snemma í vandrćđum sem voru óyfirstíganleg. Skák Giri var fyrst ađ klárast á efstu borđunum og sigurinn í höfn.

 

Anish hlaut alls 8,5 vinning úr skákunum 10 sem er frábćr árangur. Í nćstu sćtum jafnir međ 8 vinninga komu ţeir Sergei Movsesian frá Armeníu, Jorden van Foreest frá Hollandi, Gata Kamsky frá Bandaríkjunum og sigurvegarinn frá ţví í fyrra, Indverjinn Abhijeet Gupta. Ţeir unnu allir andstćđinga sína í síđustu umferđ.

 

Efstir Íslendinga urđu ţeir Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson og Bragi Ţorfinnsson. Ţeir unnu allir sínar skákir í síđustu umferđinni. Jóhann lagđi Björn Ţorfinnsson í spennandi skák á međan ađ Hannes Hlífar lagđi undabarniđ Nihal Sarin í endtafli. Bragi vann sigur á eiginkonu Anish Giri, Sopiko Guramishvili. Sigurinn hjá Braga tryggđi honum aukaverđlaun sem er ţátttaka í sterku opnu móti á Ítalíu.

Agnar_Gamma_First_Move

 

Keppendur létu almennt vel ađ mótahaldinu og margir hafa bođađ komu sína ađ ári. Mótiđ var sem fyrr vel stutt af GAMMA og lék Agnar Tómas Möller, fulltrúi ţeirra, fyrsta leiknum í skák Giri og l'Ami.

 

 

Úrslit síđustu umferđar

Lokastađan

Heimasíđa mótsins

Beinar útsendingar međ Fionu og Simon Williams


Giri einn efstur fyrir síđustu umferđ á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu

Rd8CoverEftir níu umferđir er loks einn keppandi efstur á mótinu! Sex keppendur voru efstir og jafnir fyrir umferđina en ađeins einum ţeirra tókst ađ vinna sína skák. Hollenska stórstirniđ Anish Giri sem er stigahćsti keppandi mótsins náđi ađ vinna sína skák gegn Baadur Jobava ţrátt fyrir ađ stýra svörtu mönnum ađra skákina í röđ.  Giri er vanur ađ gera mikiđ af jafnteflum í elítuskákmótum en ţađ er greinilegt ađ hann vill hrista af sér sliđruorđiđ hér í Reykjavík og hefur ađeins leyft ţrjú jafntefli í níu skákum.

 

Gríđarlegur fjöldi skákmanna kemur í humátt á eftir Giri (sem hefur 7,5 vinning) međ 7 vinninga ţar á međal ţeir Almasi, Vidit, Gupta og Grandelius sem hafa veriđ á toppnum nánast allt mótiđ.

 

Jóhann Hjartarson var efstur Íslendinga fyrir umferđina og fékk gulliđ tćkifćri á ađ komast í hóp ţeirra sem höfđu elt Giri en ţví miđur tefldi tyrkneski stórmeistarinn Mustafa Yilmaz gríđarlega vel og lagđi Jóhann ađ velli í ţungri skák. Jóhann er ţrátt fyrir ţađ efstur Íslendinga međ 6 vinninga en ţeir brćđur Björn og Bragi Ţorfinnssynir og Hannes Hlífar Stefánsson hafa nú náđ honum ađ vinningum. Björn gerđi jafntefli viđ fyrsta stórmeistara Fćreyinga, Helga Dam Ziska, Bragi gerđi jafntefli viđ bandaríska stórmeistarann James Tarjan á međan Hannes lagđi Sigurbjörn Björnsson ađ velli.

Rd8Giri

 

Ljóst er ađ baráttan verđur gríđarlega hörđ á morgun. Lokaumferđin á morgun hefst klukkan 11:00 og mikiđ í húfi. Giri mun stýra hvítu mönnunum gegn landa sínum Erwin l'Ami og stendur vel ađ vígi. Jafntefli mun tryggja honum efsta sćtiđ en sigur gefur efsta sćtiđ óskipt. Líklegt er ađ Giri reyni ađ vinna sína skák ţar sem mikill fjöldi skákmanna er hálfum vinningi á eftir honum og vilja freysta ţessa ađ ná honum ađ vinningum međ ţví ađ vinna sínar skákir. Jóhann Hjartarson mćtir Birni Ţorfinnssyni í uppgjöri efstu Íslendinga. Bragi og Hannes Hlífar hafa einnig 6 vinninga og geta orđiđ efstir Íslendinga einnig. Bragi fćr svart á Sopiko en Hannes svart á undrabarniđ Sarin.

 

Heimasíđa mótsins

Bein útsending međ Fionu og Simon Williams

Úrslit og paranir


Skólaskákmót Reykjavíkur fer fram annan maí í Laugalćkjarskóla

Skólaskákmót Reykjavíkur fer fram ţriđjudaginn 2.maí í Laugalćkjarskóla.

Tefldar verđa 6-7 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. 
 
Mótiđ hefst klukkan 17:00.
 
Í yngri flokki er teflt um eitt sćti á landsmót í skólaskák en tvö sćti í eldri flokki.
 
Landsmótiđ í skólaskák fer fram á Akureyri helgina 5. - 7. maí.
 
Hver skóli má senda til leiks sína skólameistara eđa sterkustu skákmenn.
 

Dagskrá dagsins: Nćstsíđasta umferđin - skákskýringar kl. 17

nihal-pragg
Níunda og nćstsíđasta umferđ GAMMA Reykjavíkurskákmótsins hefst kl. 15 í dag. Sex keppendur eru efstir og jafnir og má búast viđ harđi baráttu á efstu borđunum. Jóhann Hjartarson fer fyrir íslensku keppendum og er ađeins hálfum vinningi á eftir efstu mönnum. Björn og Bragi Ţorfinnssynir, Guđmundur Kjartansson og Ţröstur Ţórhallsson koma svo öđrum hálfum vinningi ţar á eftir.

Indversku undrabörnin eru sem fyrr ađ gera ţađ gott. Hinn 11 ára Praggnanandhaa getur náđ stórmeistaraáfanga á morgun vinni hann tyrkneska stórmeistarann Emre Can. Systir hans Vaishili getur náđ stórmeistaraáfanga kvenna međ jafntefli á morgun.

Umferđin á morgun hefst kl. 15 eins og áđur sagđi. Skákskýringar Karls Ţorsteins hefjast kl. 17.

 

 

 

 


Skólaskákmót Suđurlands 2. maí á Selfossi

Skólaskákmót Suđurlands fer fram ţriđjudaginn annan maí í Fischer-setrinu á Selfossi. Mótiđ hefst klukkan 16:00 og skulu keppendur mćta 15:45

Keppt verđur í yngri flokki (1.-7. bekkur) og eldri flokki (8.-10) bekkur.

Umhugsunartími verđur tíu mínútur á mann og fer umferđarfjöldi eftir fjölda ţátttakenda.

Sigurvegari hvors flokks vinnur sér inn ţátttökurétt á Landsmótiđ í skólaskák sem fer fram helgina 5. – 7. maí á Akureyri.

Skráningu skal senda á netfangiđ gunnar@skaksamband.is

Skráningarfrestur er til og međ mánudeginum 2. maí.


GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ - hörđ barátta á toppnum

Rd8_indverjarEnn eru sex efstir og jafnir á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu ţegar ađeins tvćr umferđir eru til stefnu. Enginn af efstu mönnum vann sína skák og ţví náđu ţeir Zoltan Almasi og Anish Giri ađ komast aftur í hóp efstu manna međ 6,5 vinning af 8.  Almasi vann sigur á Tyrkjanum Emre Can sem hafđi komiđ á óvart í síđustu umferđ og Giri lagđi ţýska stórmeistarann Alexander Donchenko. Nils Grandelius, Abhijeet Gupta, Vidit Santosh Gujrati og Baadur Jobava eru međ ţeim í hópi efstu manna.

 

Jóhann Hjartarson átti vćnlega stöđu gegn Erwin l‘Ami frá Hollandi en sá hollenski sýndi mikla seiglu og hélt jafntefli. Jóhann er eftir sem áđur efstur Íslendinga međ 6 vinninga og enn hálfum vinningi á eftir efstu mönnum.  Bragi Ţorfinnsson náđi mjög góđu jafntefli gegn hinum ţekkta skákmanni Alexei Shirov sem verđa ađ teljast mjög góđ úrslit. Bragi er nćstur Íslendinga međ 5,5 vinning ásamt Ţresti Ţórhallssyni, Birni Ţorfinnssyni og Guđmundi Kjartanssyni. Guđmundur Kjartansson vann seiglusigur á ungstirninu Vigni Vatnari en nokkuđ var um Íslendingaslagi ţar sem ţeir reynslumeiri höfđu sigur. Hannes Hlífar lagđi Jón Kristin Ţorgeirsson og Ţröstur Ţórhallsson lagđi Halldór Grétar.

 

Indverska ungstriniđ Rameshbabu Praggnanandhaa vann gríđarlega sterkan sigur á Gawain Jones og mögulegt er ađ enn einu sinni fćđist ný stjarna í skákheiminum á Reykjavíkurskákmótinu. Sterkar lokaumferđir gćtu hjálpađ indverska undrabarninu gríđarlega í baráttunni um ađ ná ađ vera yngsti stórmeistari sögunnar.

Fjölmargir virđast stefna á áfanga í mótinu. Awonder Liang, ungi Bandaríkjamađurinn sem er ađ koma á mótiđ ţriđja áriđ í röđ virđist ćtla ađ ná stórmeistaraáfanga og sama má segja um Kanadamanninn Aman Hambleton eftir kraftaverkajafntefli i dag. Landi hans Kleinman virđist einnig ćtla ađ ná áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.

 

Baráttan heldur áfram í 9. umferđ sem hefst á morgun klukkan 15:00. Enginn má viđ ţví ađ misstíga sig ţegar svo lítiđ er eftir og mikilvćgt ađ vinna skákir á efstu borđunum. Skákskýringar munu hefjast um 17:00.

 

Heimasíđa mótsins

Bein útsending međ Fionu og Simon Williams

Úrslit og paranir


Dagskrá dagsins: Umferđ, skákskýringar og kotra - Jóhann og Bragi í toppbaráttunni

6th_rnd_Vidit

Áttunda umferđ GAMMA Reykjavíkurskákmótsins fer fram í dag og hefst kl. 15. Margar áhugaverđar viđureignir. Jóhann Hjartarson (2536), sem er ađeins hálfum vinningi frá efstu mönnum, teflir viđ Erwin L´Ami (2614) óvćntan sigurvegara Reykjavíkurskákmótsins 2015. Bragi Ţorfinnsson (2457) fćr hinn hláturmilda lettneska stórmeistara Alexei Shirov (2693), sigurvegara mótsins frá 1992 (ásamt Jóhanni). Íslendingaslagur er svo á 24. borđi ţar sem Vignir Vatnar Stefánsson (2341) og Guđmundur Kjartansson (2468) mćtast. 

Skákskýringar Einars Hjalta Jenssonar hefjast kl. 17.

Skákáhugamenn eru hvattir til ađ fjölmenna í Hörpu. 

Kotrusamband Íslands stendur svo fyrir kotrumóti sem hefst kl. 19. Nánar má lesa um ţađ hér.

 

 

 

 


Ađalfundur SÍ fer fram 27. maí

Ađalfundur SÍ fer fram laugardaginn 27. maí. Til hans verđur bođađ međ formlegum hćtti nćstu daga. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (8.7.): 4
 • Sl. sólarhring: 30
 • Sl. viku: 191
 • Frá upphafi: 8705108

Annađ

 • Innlit í dag: 4
 • Innlit sl. viku: 145
 • Gestir í dag: 4
 • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband