Leita í fréttum mbl.is

GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ - hörđ barátta á toppnum

Rd8_indverjarEnn eru sex efstir og jafnir á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu ţegar ađeins tvćr umferđir eru til stefnu. Enginn af efstu mönnum vann sína skák og ţví náđu ţeir Zoltan Almasi og Anish Giri ađ komast aftur í hóp efstu manna međ 6,5 vinning af 8.  Almasi vann sigur á Tyrkjanum Emre Can sem hafđi komiđ á óvart í síđustu umferđ og Giri lagđi ţýska stórmeistarann Alexander Donchenko. Nils Grandelius, Abhijeet Gupta, Vidit Santosh Gujrati og Baadur Jobava eru međ ţeim í hópi efstu manna.

 

Jóhann Hjartarson átti vćnlega stöđu gegn Erwin l‘Ami frá Hollandi en sá hollenski sýndi mikla seiglu og hélt jafntefli. Jóhann er eftir sem áđur efstur Íslendinga međ 6 vinninga og enn hálfum vinningi á eftir efstu mönnum.  Bragi Ţorfinnsson náđi mjög góđu jafntefli gegn hinum ţekkta skákmanni Alexei Shirov sem verđa ađ teljast mjög góđ úrslit. Bragi er nćstur Íslendinga međ 5,5 vinning ásamt Ţresti Ţórhallssyni, Birni Ţorfinnssyni og Guđmundi Kjartanssyni. Guđmundur Kjartansson vann seiglusigur á ungstirninu Vigni Vatnari en nokkuđ var um Íslendingaslagi ţar sem ţeir reynslumeiri höfđu sigur. Hannes Hlífar lagđi Jón Kristin Ţorgeirsson og Ţröstur Ţórhallsson lagđi Halldór Grétar.

 

Indverska ungstriniđ Rameshbabu Praggnanandhaa vann gríđarlega sterkan sigur á Gawain Jones og mögulegt er ađ enn einu sinni fćđist ný stjarna í skákheiminum á Reykjavíkurskákmótinu. Sterkar lokaumferđir gćtu hjálpađ indverska undrabarninu gríđarlega í baráttunni um ađ ná ađ vera yngsti stórmeistari sögunnar.

Fjölmargir virđast stefna á áfanga í mótinu. Awonder Liang, ungi Bandaríkjamađurinn sem er ađ koma á mótiđ ţriđja áriđ í röđ virđist ćtla ađ ná stórmeistaraáfanga og sama má segja um Kanadamanninn Aman Hambleton eftir kraftaverkajafntefli i dag. Landi hans Kleinman virđist einnig ćtla ađ ná áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.

 

Baráttan heldur áfram í 9. umferđ sem hefst á morgun klukkan 15:00. Enginn má viđ ţví ađ misstíga sig ţegar svo lítiđ er eftir og mikilvćgt ađ vinna skákir á efstu borđunum. Skákskýringar munu hefjast um 17:00.

 

Heimasíđa mótsins

Bein útsending međ Fionu og Simon Williams

Úrslit og paranir


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 231
  • Frá upphafi: 8764920

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband