Leita í fréttum mbl.is

Giri einn efstur fyrir síđustu umferđ á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu

Rd8CoverEftir níu umferđir er loks einn keppandi efstur á mótinu! Sex keppendur voru efstir og jafnir fyrir umferđina en ađeins einum ţeirra tókst ađ vinna sína skák. Hollenska stórstirniđ Anish Giri sem er stigahćsti keppandi mótsins náđi ađ vinna sína skák gegn Baadur Jobava ţrátt fyrir ađ stýra svörtu mönnum ađra skákina í röđ.  Giri er vanur ađ gera mikiđ af jafnteflum í elítuskákmótum en ţađ er greinilegt ađ hann vill hrista af sér sliđruorđiđ hér í Reykjavík og hefur ađeins leyft ţrjú jafntefli í níu skákum.

 

Gríđarlegur fjöldi skákmanna kemur í humátt á eftir Giri (sem hefur 7,5 vinning) međ 7 vinninga ţar á međal ţeir Almasi, Vidit, Gupta og Grandelius sem hafa veriđ á toppnum nánast allt mótiđ.

 

Jóhann Hjartarson var efstur Íslendinga fyrir umferđina og fékk gulliđ tćkifćri á ađ komast í hóp ţeirra sem höfđu elt Giri en ţví miđur tefldi tyrkneski stórmeistarinn Mustafa Yilmaz gríđarlega vel og lagđi Jóhann ađ velli í ţungri skák. Jóhann er ţrátt fyrir ţađ efstur Íslendinga međ 6 vinninga en ţeir brćđur Björn og Bragi Ţorfinnssynir og Hannes Hlífar Stefánsson hafa nú náđ honum ađ vinningum. Björn gerđi jafntefli viđ fyrsta stórmeistara Fćreyinga, Helga Dam Ziska, Bragi gerđi jafntefli viđ bandaríska stórmeistarann James Tarjan á međan Hannes lagđi Sigurbjörn Björnsson ađ velli.

Rd8Giri

 

Ljóst er ađ baráttan verđur gríđarlega hörđ á morgun. Lokaumferđin á morgun hefst klukkan 11:00 og mikiđ í húfi. Giri mun stýra hvítu mönnunum gegn landa sínum Erwin l'Ami og stendur vel ađ vígi. Jafntefli mun tryggja honum efsta sćtiđ en sigur gefur efsta sćtiđ óskipt. Líklegt er ađ Giri reyni ađ vinna sína skák ţar sem mikill fjöldi skákmanna er hálfum vinningi á eftir honum og vilja freysta ţessa ađ ná honum ađ vinningum međ ţví ađ vinna sínar skákir. Jóhann Hjartarson mćtir Birni Ţorfinnssyni í uppgjöri efstu Íslendinga. Bragi og Hannes Hlífar hafa einnig 6 vinninga og geta orđiđ efstir Íslendinga einnig. Bragi fćr svart á Sopiko en Hannes svart á undrabarniđ Sarin.

 

Heimasíđa mótsins

Bein útsending međ Fionu og Simon Williams

Úrslit og paranir


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (10.8.): 10
 • Sl. sólarhring: 34
 • Sl. viku: 251
 • Frá upphafi: 8706319

Annađ

 • Innlit í dag: 9
 • Innlit sl. viku: 201
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband