Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2016

Teflt viđ útitafliđ 17. júní

Skákakademía Reykjavíkur hefur umsjón međ útitaflinu viđ Bernhöftstorfu í sumar. Taflsettin verđa tekin upp viđ útitafliđ á morgun 17. júní og klukkur á stađnum. Frá 14:00 - 17:00. Engin formleg dagskrá en skákmenn hvattir til ađ fjölmenna og grípa í tafl og mynda alvöru skákgarđsmenningu eins og tíđkast víđa erlendis.


Íslandsmót kvenna hefst 3. ágúst

Íslandsmót kvenna hefst miđvikudaginn 3. ágúst í húsnćđi Skáksambands Íslands, Faxafeni 12, Reykjavík. Teflt verđur í einum flokki, ţ.e. mótiđ opiđ öllum konum/stúlkum.

Tímamörk: 90 mín. + 30 sek. á leik auk 30 mínútna eftir 40 leiki.

Dagskrá:         

  • 1. umferđ: Miđvikudagurinn, 3. ágúst, kl. 19:30
  • 2. umferđ: Föstudagurinn, 5. ágúst, kl. 19:30
  • 3. umferđ: Laugardagurinn, 6. ágúst kl. 14:00
  • 4. umferđ: Sunnudagurinn, 7. ágúst kl. 14:00
  • 5. umferđ: Ţriđjudagurinn, 9. ágúst kl. 19:30
  • 6. umferđ: Fimmtudagurinn, 11. ágúst, kl. 19:30
  • 7. umferđ: Laugardagurinn, 13. ágúst kl. 14:00

Verđlaun:       

  • 1. 75.000-
  • 2. 45.000.-
  • 3. 30.000.-

Íslandsmeistari kvenna fór einnig bođ á Norđurlandamót kvenna sem fram fer í Sastamala Finnlandi 22.-30. október nk. 

Skráning fer fram hér á Skák.is (guli kassinn efst).

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér


Góđur árangur í Sardiníu – Ţorsteinn fékk gull – 200 skákstig í íslenskt skákstigahagkerfi!

Ţorsteinn og Yuri
Sex íslenskir skákmenn tóku ţátt í Portu Mannu-mótinu sem fram fór í Sardiníu dagana 4.-11. júní sl. Vel gekk hjá íslensku skákmönnununum sem samtals hćkkuđu um 205 skákstig. Ţorsteinn Magnússon fór fremstur í flokki íslensku skákmannanna en hann hćkkađi um 77 skákstig og fékk gull í flokki skákmanna međ 1500 skákstig og minna.

Árangur Íslendinga

Gunnar Björnsson (2110), Snorri Ţór Sigurđsson (1953) og Baldur Teodór Peterson (2019) urđu efstir íslensku Íslendinga međ 5 vinninga í 9 skákum. Stefán Bergsson (1974) hlaut 4˝ vinning, Heimir Páll Ragnarsson (1575) 4 vinninga og Ţorsteinn Magnússon (1338) 3˝ vinning.

P1040369

Enginn Íslendinganna lćkkar á stigum. Ţorsteinn hćkkađi um 77 stig, Heimir um 70 stig, Gunnar um 20 stig og Snorri Ţór og Stefán um 19 stig. Baldur stóđ í stađ. Samtals komu ţví 205 skákstig eđa 41 skákstig ađ međtali í hús í íslenskt skákstigakerfi sem verđur ađ teljast býsna gott.

P1040399

Ekki má svo gleyma ţví ađ á mótinu var íslenskur yfirdómari, Ingibjörg Edda Birgisdóttir, sem stóđ sig feykilega vel og hélt afar vel utan um alla skákstjórn. Íslenska sendinefndin var á annan tuginn.

Gott mót

P1040364

Óhćtt er ađ mćla eindregiđ međ ţessu móti fyrir íslenska skákmenn. Ađstćđur á skákstađ eru hinar allra bestu. Góđur skáksalur, góđ tréskáksett, dúkuđ borđ, vatnsvélar og góđ loftkćling. Hinir fullkomni skáksalur. Mótstjórinn,Yuri Garret, er mjög öflugur og ţrautreyndur mótshaldari og sér um keppendum líđi vel.´

Á mótinu er notuđ ađlögun pörun „accelerated pairings“ sem virkar afar vel ţarna. Svo vel ađ hinn ţrjóski mótsstjóri Reykjavíkurskákmótsins er ađ kanna kosti ţess ađ nota ţetta kerfi á nćsta Reykjavíkurskákmóti. 

Skemmtilegir keppendur

P1040361

Keppendalistinn er skemmtilegur. Garret býđur ávallt nokkrum stórmeisturum og veit ég til ţess ađ íslenskir stórmeistararnir geta örugglega nánast allir sótt til hans bođ hafi ţeir áhuga. Allmargir alţjóđlegir meistarar sćkja mótiđ á hverju ári. Eitt bođssćti mun renna til Íslands ađ ári og mun greinarhöfundur leggja til ađ ţađ renni til efsta Íslendings á nćsta Reykjavíkurskákmóti sem ekki sé stórmeistari til ađ styđja viđ íslenska titilveiđara. 

Gestir koma viđ ađ. Ítalarnir koma frá meginlandinu og er mađur farinn ađ hitta gamla kunningja sem koma ár eftir ár og heilsa manni međ nafni. Ţjóđverjar eru ávallt fjölmennastir gestanna og Hollendingar einnig fjölmennir. Írarnir Patrick og Jim mćta á hverju ári og fara á kostum á barnum hvert kvöld, spila írska músik og syngja međ! Eru hrókar alls fagnađar.

Gott fyrir alla

Mótiđ hentar ađ ég tel íslensku skákmönnum vel. Mótiđ er mjög vel áfangahćft ţótt enginn áfangi hafi reyndar komiđ í hús í ár.

Mótiđ hentar fjölskyldufólki vel en samkvćmt Yuri komu um ţađ bil 50 aukafólk međ keppendunum. Stutt er í ströndina og sundlaugina. Engum á ađ leiđast.

Mótiđ hefur einnig sannađ sig sem gott mál fyrir íslenska skákstigaveiđara. Á keppendalistanum eru fáir ungir skákmenn međ allt of lág skákstig.  Meira um skákmenn sem eru hlutfallslega stigahćrri en Íslendingar.

Árangur minn

Sjálfur hef ég hćkkađ um 50 skákstig á síđustu tveimur árum. Í fyrra tók ég 30 stig og 20 stig í ár. Í ár tefldi ég fjóra alţjóđlega meistara og einn stórmeistara sem var gríđarleg áskorun og skemmtileg. Í tveimur skákunum koltapađi en ţrjár ţeirra voru hörkuskákir.

P1040381

Ég fékk 1 vinning í ţeim skákum en ég vann ţýska alţjóđlega meistarann Jonathan Carlstadt (2459) í 92 leikja hörkuskák.  Sjálfur tefldi ég viđ keppendur á stigabilinu 1821-2466 sem miklu minna stigabil en menn lenda á í Reykjavíkurskákmótsins vegna kerfisins.

Hćgt er ađ leigja sér bíl viđ komuna á Olbia-flugvöllinn á tiltölulega hagstćđu verđi. Ţađ gerđi einhverjir íslensku gestanna nú. Fólk býr í húsum (bungalows) ţar sem vel fer um alla og t.d. hćgt ađ tefla og stúdera úti viđ. Á barnum voru einnig skáksett.

Verđ fyrir keppenda međ fullu úrvalsfćđi er á €63 eđa um 9.000 kr. á dag. Gisting og fullt fćđi í 9 daga er ţví um 80.000 og ódýrara gerist ţađ vart fyrir skákáhugamenn.  Ef pantađ sé flug í tíma er hćgt ađ kaupa flug á um 40.000-60.000 kr. til Olbia-flugvallarins í Sardiníu. Heildarkostađur um keppenda viđ ţátttöku gćti ţví veriđ undir 150.000 kr.

Mótiđ ađ ári fer fram 3.-10. júní eđa 10.-17. júní á nćsta ári. Íslenskir skák- og skákáhugamenn eru hvattir til ađ skrá ţćr dagsetningar hjá sér!

Gunnar Björnsson


Ný fundargerđ stjórnar SÍ

Fundargerđ stjórnar SÍ frá 26. maí sl. liggur nú fyrir. 

Fundarefni

  • Skipting embćtta
  • Íslandsmótiđ í skák
  • EM ungmenna - rćtt um val keppenda
  • Umfjöllun á Vísir.is
  • Erindi frá Héđni Steingrímssyni
  • Norđurlandamótiđ í skák - ákveđiđ ađ bođssćti renni til ţess sem lendir í 2. sćti á Íslandsmótinu í skák og ţess sem lendir efstur ţeirra sem ekki er stórmeistari til ađ koma til móts viđ titilveiđara. 
  • Reykjavíkurskákmótiđ á komandi ári verđur fćrt aftur til apríl 2017. 
  • Ólympíuskákmót 16 ára og yngri.
  • Mótaáćtlun í vinnslu
  • Nefndarskipan frestađ.

Fundargerđina má finna hér.

 


Ćsispennandi Skákţingi Íslands lokiđ

Verđandi Íslandsmeistari 2016 Jóhann Hjartarson fylgist álengdar međ helsta keppinauti sínum Héđni Steingrímssyni fráfarandi Íslandsmeistara

Skákţing Íslands áriđ 2016 lauk međ sigri Jóhanns Hjartarsonar. Jóhann hlaut 8,5 vinning í skákunum ellefu en nćstur honum kom Héđinn Steingrímsson međ 8 vinninga. Ţrír skákmenn deildu ţriđja sćtinu; Jón Viktor Gunnarsson, Bragi Ţorfinnsson og Björn Ţorfinnsson, allir međ 6,5 vinning. 

Sjaldan hefur Skákţing Íslands bođiđ upp á jafn skemmtilegar skákir, háspennu og dramatík líkt og raunin varđ. Keppendur lögđu allt í sölurnar og báru skákirnar gjarnan ţess merki. Til marks um sigurvilja keppenda ţá lauk innan viđ 30% skáka mótsins međ jafntefli.


Íslandsmeistarinn

Jóhann Hjartarson er Íslandsmeistari 2016Jóhann Hjartarson sýndi gamalkunna takta í sal Tónlistarskóla Seltjarnarness og tryggđi sér sinn sjötta Íslandsmeistaratitil. Jóhann tefldi mjög vel og sigldi taplaus í gegnum mótiđ. En stundum stóđ ţađ tćpt! Jóhann reis upp frá dauđum í gjörtapađri stöđu gegn Einari Hjalta Jenssyni og stóđ afar höllum fćti um tíma gegn Héđni Steingrímssyni sem og gegn Jóni Viktori Gunnarssyni. Jóhann er ekki ţekktur fyrir ađ gefast upp ţó á móti blási, enda hélt hann ótrauđur áfram ađ leggja ţrautir fyrir andstćđinga sína. Ţessi mikla yfirvegun og ţrautseigja í erfiđum stöđum skilađi Jóhanni 2 vinningum úr ţessum ţremur áđurnefndu skákum.

Margir hafa lýst ţessum viđsnúningi í skákum Jóhanns sem heppni og kann ţađ vel ađ vera rétt lýsing. En sú heppni er ekki tilviljanakennd heldur byggir tilvist hennar á sérstöku hugarfari; hugarfari sigurvegarans. Hugarfar Jóhanns í Skákţinginu kom einnig glögglega í ljós undir lok mótsins er helsti keppinautur hans fékk óvćnt frían vinning á lokasprettinum. Í stađ ţess ađ láta ţađ trufla sig tefldi Jóhann af sömu festu og yfirvegun og hann hafđi gert allt mótiđ. Slíkt andlegt atgervi er gagnlegt mörgum ađ stúdera og tileinka sér, ekki síst okkar sterkustu skákmönnum sem dreymir um glćsta sigra viđ skákborđiđ.

Ađ ţví sögđu er hér međ skorađ á Jóhann Hjartarson ađ gefa kost á sér í íslenska landsliđiđ á nýjan leik og miđla ţar af reynslu sinni og ţekkingu til okkar bestu skákmanna. Jóhann, viđ ţurfum á ţér ađ halda!

 

Lokaumferđin

Lokaumferđ og hart barist um ŢráinsstyttunaLokaumferđ Skákţingsins var ćsispennandi. Jóhann Hjartarson og Héđinn Steingrímsson voru jafnir fyrir hana međ 7,5 vinning. Vćru ţeir enn jafnir ađ henni lokinni yrđi teflt hrađskákeinvígi til ađ fá úr ţví skoriđ hvor ţeirra vćri Íslandsmeistari.

Jóhann hafđi svart gegn Jóhanni Ingvasyni á međan Héđinn stýrđi svörtu mönnunum gegn Einari Hjalta Jenssyni. Fljótlega varđ ljóst ađ Héđinn átti undir högg ađ sćkja á međan Jóhann hafđi mjög vćnlegt tafl. Héđinn reyndi allt hvađ hann gat ađ setja Einar Hjalta úr jafnvćgi en Einari varđ ekki haggađ. Peđi yfir bauđ Einar upp á ţrátefli sem Héđinn ţáđi. Á sama tíma stóđ Jóhann til vinnings. Úrvinnslan vafđist ekki fyrir honum og titillinn var í höfn.

 

Vonarstjarnan

7 umferđ   Feđgangir Örn Leó og Jóhann ÖrnNokkuđ hefur veriđ deilt um réttmćti ţess ađ Unglingameistari Íslands hljóti sćti í Landsliđsflokki. Er ţá gjarnan bent á ađ líklega verđi sá eđa sú einungis fallbyssufóđur fyrir sér stigahćrri og reyndari skákmenn. Núverandi Unglingameistari Íslands, Örn Leó Jóhannsson, blés á allt slíkt tal og kom flestum ađ óvörum, nema hugsanlega sjálfum sér, međ öflugri og ţéttri taflmennsku. Örn Leó hlaut 4,5 vinning í skákunum 11 sem gefur honum stigahćkkun sem nemur 31 stigi. Frammistađa hans samsvarađi 2354 skákstigum sem er harla gott verandi í fyrsta skipti á stóra sviđinu. Í upphafi móts virtist nokkur skjálfti í pilti enda andstćđingarnir ekki af verri endanum, alţjóđlegur meistari og stórmeistari. Örn Leó komst á blađ í 3.umferđ er hann gerđi jafntefli viđ stórmeistarann Hjörvar Stein Grétarsson. Örn Leó vann ţrjár skákir í mótinu, gegn Davíđ Kjartanssyni og báđum Ţorfinnssonbrćđrum. Ţađ verđur ađ teljast ólíklegt ađ Örn Leó fái jólakort frá Ţorfinnsson-fjölskyldunni í ár. Hvernig svo sem ţađ fer ţá á Örn Leó svo sannarlega framtíđina fyrir sér og verđur gaman ađ fylgjast međ honum nćstu misserin.

 

Afrekiđ

Guđmundur Gísla og Davíđ KjartanssonEftir afleita byrjun Guđmundar Gíslasonar reyndu stuđningsmenn hans ađ stappa í hann stálinu. Ţađ var ţó međ öllu óţarft. Guđmundur lét engan bilbug á sér finna ţrátt fyrir ađ tapa fyrstu ţremur skákunum og lét hafa eftir sér ađ hann vćri í svo góđu formi ađ hann myndi taka ţetta á endasprettinum. Hófust ţá hamskipti Guđmundar og verđa ţau lengi í minnum höfđ. Í 4.umferđ svarađi hann sikileyjarvörn stórmeistarans Héđins Steingrímssonar međ ţví ađ leika hvítreitabiskupi sínum á e2 í öđrum leik. Olli ţađ nokkru fjađrafoki á međal áhorfenda. Guđmundur tefldi skákina vel og lagđi stórmeistarann ađ velli. Í 5.umferđ settist hann gegnt stórmeistaranum Hjörvari Steini Grétarssyni og vann hann líka! Guđmundur vann fjórar skákir í röđ og fékk alls 6 vinninga í síđustu 8 skákunum. Ţessir 6 vinningar skiluđu Guđmundi 47 skákstigum, frammistöđu upp á 2450 skákstig og 6.sćtinu í mótinu. Ţađ sem meira var, Guđmundur náđi áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli. Guđmundi vantar nú ađeins ađ ná 2400 stiga markinu til ţess ađ verđa útnefndur Alţjóđlegur meistari. Hćst hefur Guđmundur komist í 2382 skákstig á útgefnum stigalista.

 

Örlagavaldurinn

9 umferđ Einar Hjalti og Bragi ŢorfinnsÁhrif Einars Hjalta Jenssonar á toppbaráttu Skákţingsins eru óumdeild. Tvćr eftirminnilegustu skákir Einars Hjalta á Skákţinginu voru viđureignar hans viđ Jóhann Hjartarson annars vegar og hins vegar viđureign hans og Héđins Steingrímssonar. Einar Hjalti mćtti Jóhanni Hjartarsyni í 8.umferđ og hafđi svo gott sem unniđ skákina ţegar hann lék ćgilegum afleik og sleppti ţar međ líflausum verđandi Íslandsmeistara úr snörunni. Einar Hjalti endađi á ţví ađ tapa skákinni. Í lokaumferđinni tefldi Einar Hjalti mjög vel gegn Héđni Steingrímssyni og endađi sú skák međ jafntefli. Ţađ dugđi Jóhanni Hjartarsyni, sem vann sína skák í lokaumferđinni, til ţess ađ vinna mótiđ.

Sjálfur tefldi Einar Hjalti ágćtlega í mótinu og var ekki fjarri toppbaráttunni. Hann lauk keppni međ 5 vinninga og var frammistađa hans á pari viđ skákstigin, 2370.

 

Óvćntasta atvikiđ

Örn Leó mćtti stríđsmálađur 27 mínútum of seint   hafnađi jafntefli og sigrađi alţjóđlega meistarann Braga ŢorfinnssonKeppendur og áhorfendur í Tónlistarskóla Seltjarnarness ráku upp stór augu er Örn Leó Jóhannsson kom askvađandi inn í skáksalinn 27 minútum eftir ađ lokaumferđin hófst. Hve naumlega Örn Leó slapp viđ ađ tapa skákinni vegna 30 mínútna reglunnar var ekki ástćđa ţess ađ hann fangađi athygli viđstaddra. Örn Leó hafđi nefnilega fyrr um daginn tekiđ ţátt í Lithlaupi svokölluđu og var ţví ansi vígalega málađur til höfuđsins. Vakti ţetta heilmikla kátínu á međal viđstaddra.

Ţykir ţađ tíđindum sćta ađ keppandi í Landsliđsflokki setjist málađur ađ tafli, alltént karlkyns keppandi. Gárungarnir höfđu á orđi ađ sjálfur Hulk sćti ađ tafli í Landsliđsflokki ţetta áriđ. Rímar ţađ međ ágćtum viđ handleggi Arnar Leós en ţeir eru töluvert gildari en hefđbundnir skákhandleggir. Ekki er ljóst á ţessari stundu hvort ţetta sprell Arnar Leós hafi haft truflandi áhrif á andstćđing hans, en hitt er ljóst ađ Örn Leó vann skákina.

 

Lokastađa Skákţingsins:

Rk. NameRtg123456789101112Pts.
1GMHjartarson Johann2547*˝˝˝11˝1˝1118,5
2GMSteingrimsson Hedinn2574˝*˝˝101˝11+18,0
3IMGunnarsson Jon Viktor2454˝˝*˝110˝01˝16,5
4IMThorfinnsson Bragi2426˝˝˝*˝10110˝16,5
5IMThorfinnsson Bjorn2410000˝*11110+16,5
6FMGislason Gudmundur228001000*11˝˝116,0
7IMKjartansson Gudmundur2457˝01100*˝0˝115,5
8IMJensson Einar Hjalti23700˝˝000˝*11˝15,0
9FMKjartansson David2371˝0100˝10*0+15,0
10 Johannsson Orn Leo222600011˝˝01*˝04,5
11GMGretarsson Hjorvar Steinn25800-˝˝-00˝-˝*13,0
12 Ingvason Johann214200000000010*1,0

 

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Héđinn, Jón Viktor og Bragi efstir eftir ţrjár umferđir

5 umferđ

Línur eru ţegar teknar ađ skýrast ţegar tefldar hafa veriđ ţrjár umferđir af ellefu í landsliđsflokki Skákţings Íslands sem hófst í tónlistarskólanum á Seltjarnarnesi á ţriđjudag. Greinilegt er ađ Íslandsmeistarinn Héđinn Steingrímsson ćtlar ekki ađ gefa neitt eftir í baráttunni, en hann er efstur ásamt Braga Ţorfinnssyni og Jóni Viktori Gunnarssyni međ fullt hús vinninga. Jóhann Hjartarson er hálfum vinningi á eftir, en hann býr sig nú undir ţátttöku á heimsmeistaramóti öldungasveita sem hefst í Dresden í Ţýskalandi undir lok mánađarins.

Ađeins fjórir ţátttakendur úr keppendahópnum hafa áđur fagnađ Íslandsmeistaratitlinum; Héđinn hefur unniđ Íslandsmót ţrisvar, Jóhann fimm sinnum, síđast áriđ 1995, Jón Viktor Gunnarsson varđ Íslandsmeistari aldamótaáriđ 2000 og Guđmundur Kjartansson áriđ 2014. Stigahćsti keppandinn, Hjörvar Steinn Grétarsson, hefur enn ekki fundiđ taktinn. En stađan fyrir fjórđu umferđ sem fram fór í gćr var ţessi:

1. – 3. Héđinn Steingrímsson, Jón Viktor Gunnarsson og Bragi Ţorfinnsson 3 v. (af 3) 4. Jóhann Hjartarson 2˝ v. 5. Björn Ţorfinnsson 2 v. 6. Guđmundur Kjartansson 1˝ v. 7.- 8. Hjörvar Steinn Grétarsson og Einar Hjalti Jensson 1 v. 9.-10. Örn Leó Jóhannsson og Davíđ Kjartansson ˝ v. 11.-12. Guđmundur Gíslason og Jóhann Ingvason 0 v.

Mótiđ í ár er öđru vísi samansett og ekki eins sterkt eins og ţađ sem fram fór í Hörpunni í fyrra. Hannes Hlífar Stefánsson, Jón L. Árnason og Henrik Danielsen eru ekki međ en Jón Viktor Gunnarsson bćtist hins vegar í hópinn. Ţađ skiptir máli í keppni af ţessu tagi ađ vera vel undirbúinn og ekki verra ađ hafa tekiđ ţátt í einu móti á undirbúningsferlinum. Björn Ţorfinnsson tefldi á Evrópumóti einstaklinga í Kosovo á dögunum og fór vel af stađ á Seltjarnarnesi:

Skákţing Íslands 2016:

Davíđ Kjartansson – Björn Ţorfinnsson

Enskur leikur

1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. Rf3 cxd4 4. Rxd4 g6 5. Rc3 Rc6 6. g3 Bg7 7. Bg2 O-O 8. O-O d6!?

Skemmtileg peđsfórn sem oft hefur sést áđur. Svartur tekur ekki mikla áhćttu ţó ađ hann missi peđ.

9. Rxc6 bxc6 10. Bxc6 Hb8 11. Bg2 Da5 12. Rb5 Bd7 13. Bd2 Dd8 14. Rxa7?

Hagsmunum hvíts var best borgiđ međ ţví ađ gefa peđiđ aftur og leika 14. Bc3 eđa 14. b3.

14. ... Dc7 15. Rb5 Dxc4 16. Ra3 Da6 17. Bc3 Hfc8 18. Dd3 Da4 19. Rb1 Bf5 20. Dd1 Da6 21. a4 Rd7!

Međ ţví ađ flytja allan ţungann yfir á drottningarvćng hefur svartur fengiđ algerlega fullnćgjandi bćtur fyrir peđiđ.

22. Bxg7 Kxg7 23. e4 Be6 24. Rc3 Bc4 25. He1 Hxb2 26. Bh3

Kannski batt Davíđ vonir sínar viđ 26. Rd5 međ hugmyndinni 26. ... Bxd5 27. Dd4+ og hrókurinn á b2 fellur. en svartur á 26. ... Da7! sem valdar d4-reitinn og hótar á f2.

26. ... Da7 27. He3 Be6 28. Rb5 Db6 29. Bxe6 fxe6 30. Hc1 Hf8 31. Hc2 Hb4 32. Hc1 Re5 33. Kg2?

Óţarfa varkárni. Hann varđ ađ reyna 33. Rc7! međ hótuninni 34. Rxe6+. Svartur verđur ađ leika 33. ... Kf7 og stađan er í jafnvćgi. 

GHFVPPFP33. ... Hxf2+!?

Björn stenst sjaldan slíkar freistingar en 35. .. Rg4 var ekki síđri leikur.

34. Kxf2 Hxe4 35. Kg2?

Missir af bestu vörninni, 35. Hc3 Rg4+ 36. Kf3! Rxe3 37. De2! og hvítur heldur velli.

35. ... Hxe3 36. Hc7 Hd3! 37. Df1 Hd2+ 38. Kh3 Hf2 39. Dg1 De3 40. Dc1 De2 41. Hxe7+ Kf6 42. Hxe6+ Kg7 43. Dc7+ Hf7 44. Dxd6 Df1+ 45. Kh4 Rf3+ 46. Kg4 h5 mát.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 4. júní

Skákţćttir Morgunblađsins


Jóhann Hjartarson er Íslandsmeistari í skák áriđ 2016

6 umerđ turnarnir tveir

Jóhann Hjartarson var rétt í ţessu ađ tryggja sér sigur á Skákţingi Íslands. Jóhann vann Jóhann Ingvason í dag á međan helsti keppinautur hans, Héđinn Steingrímsson, varđ ađ gera sér jafntefli ađ góđu gegn Einari Hjalta Jenssyni.

Jóhann hlaut 8,5 vinning í 11 skákum og var eini taplausi keppandi mótsins.

Nánar verđur fjallađ um mótiđ hér á skak.is á morgun.


Héđinn Steingrímsson og Jóhann Hjartarson berjast um titilinn

6 umferđ áhorfendur og keppandi

Tónlistarskóli Seltjarnarness nötrađi í dag ţegar 10.umferđ Skákţings Íslands var tefld, slík var taugaspenna keppenda.

Héđinn Steingrímsson fékk vinning á silfurfati ţví andstćđingur hans, Hjörvar Steinn Grétarsson, sá sér ekki fćrt ađ mćta til leiks af persónulegum ástćđum. Héđinn fékk ţví dýrmćtan hvíldardag fyrir lokaátökin á morgun. Jóhann Hjartarson lét ţessa atburđarás ekki trufla sig og sýndi engin veikleikamerki gegn Erni Leó Jóhannssyni. Jóhann vann nokkuđ ţćgilegan sigur međ hvítu og fylgir Héđni sem skugginn í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Bragi Ţorfinnsson tefldi í dag fyrir áfanga ađ stórmeistaratitli. Hann ţurfti ađ vinna Guđmund Kjartansson sem hafđi ekki teflt sannfćrandi í mótinu til ţessa. Bragi sótti hins vegar ekki gull í greipar Guđmundar ađ ţessu sinni ţví Guđmundur rak af sér slyđruorđiđ og tefldi sína bestu skák í mótinu. Bragi varđ ađ játa sig sigrađan eftir 31 leik.

6 umferđ Bragi Ţorfinnsson

Guđmundur Gíslason, sem hefur fariđ mikinn í síđustu 7 umferđum, mćtti loks ofjarli sínum í Birni Ţorfinnssyni. Guđmundur gerđi sig líklegan til ţess ađ máta Björn í miđtaflinu en ţá tók Björn sig til og flúđi međ kóng sinn upp drottningarvćnginn. Á b5 fann Björn góđar vistarverur fyrir kónginn og í kjölfariđ sá Guđmundur ţann kost vćnstan ađ gefast upp.

Á morgun, laugardag, kl.13 verđur lokaumferđ Skákţingsins tefld. Ţá fćst úr ţví skoriđ hver verđur Íslandsmeistari í skák áriđ 2016. Héđinn Steingrímsson stýrir svörtu mönnunum gegn Einari Hjalta Jenssyni á međan Jóhann Hjartarson hefur svart gegn Jóhanni Ingvasyni. Verđi keppendur jafnir í efsta sćti ţá tefla ţeir hrađskákeinvígi um titilinn. Komi til ţess ţá mun ţađ hefjast klukkan 19.

 

Úrslit 10.umferđar:

Rtg NameResult NameRtg
2410IMThorfinnsson Bjorn1 - 0FMGislason Gudmundur2280
2371FMKjartansson David1 - 0 Ingvason Johann2142
2547GMHjartarson Johann1 - 0 Johannsson Orn Leo2226
2426IMThorfinnsson Bragi0 - 1IMKjartansson Gudmundur2457
2454IMGunnarsson Jon Viktor˝ - ˝IMJensson Einar Hjalti2370
2574GMSteingrimsson Hedinn+ - -GMGretarsson Hjorvar Steinn2580

 

Stađan eftir 10.umferđ:

Rk. NameFEDRtgPts.RpKrtg+/-
1GMSteingrimsson HedinnISL25747,5253410-2,0
2GMHjartarson JohannISL25477,52608108,5
3IMGunnarsson Jon ViktorISL24546,52503107,5
4IMThorfinnsson BragiISL24266,525291014,3
5IMThorfinnsson BjornISL24105,52421101,9
6FMGislason GudmundurISL22805,524552044,2
7IMJensson Einar HjaltiISL23704,5235320-4,4
8FMKjartansson DavidISL23714,5232120-12,6
9IMKjartansson GudmundurISL24574,5235710-12,8
10 Johannsson Orn LeoISL22263,523092016,2
11GMGretarsson Hjorvar SteinnISL25803,0227610-30,3
12 Ingvason JohannISL21421,0204920-17,6

 

Skákir 11.umferđar:

Round 11 on 2016/06/11 at 13:00
Rtg NameResult NameRtg
2580GMGretarsson Hjorvar Steinn IMThorfinnsson Bjorn2410
2370IMJensson Einar Hjalti GMSteingrimsson Hedinn2574
2457IMKjartansson Gudmundur IMGunnarsson Jon Viktor2454
2226 Johannsson Orn Leo IMThorfinnsson Bragi2426
2142 Ingvason Johann GMHjartarson Johann2547
2280FMGislason Gudmundur FMKjartansson David2371

 

 

 


Guđmundur Gíslason međ áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli

9 umferđ Jóhann Örn og Guđmundur Gísla

Allt ćtlađi um koll ađ keyra á Seltjarnarnesi í dag er 9.umferđ Skákţings Íslands var tefld. Baráttan á toppnum var ćsispennandi og hélt hún áhorfendum viđ efniđ í hliđarsal Tónlistarskólans ţar sem skákstöđur eru gjarnan krufnar af mikilli innlifun. Tíđindi dagsins eru ţó án nokkurs vafa árangur Guđmundar Gíslasonar.

Guđmundur hóf mótiđ á ţremur töpum. Sjálfur tók hann afleitri byrjuninni létt og sagđist ćtla ađ taka ţetta á endasprettinum. Uppskar hann ţá vandrćđalegt bros og klapp á bakiđ. 6 umferđum seinna hafa 5,5 vinningur veriđ millifćrđur á kennitölu Guđmundar. Í dag vann Guđmundur skák sína gegn Jóhanni Ingvasyni og tryggđi sigurinn honum áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli. Guđmundur hefur nú náđ öllum ţremur áföngunum og vantar ađeins ađ hífa sig yfir 2400 skákstig til ţess ađ verđa formlega útnefndur alţjóđlegur meistari.

9 umferđ Jóhann Hjartarson

Jóhann Hjartarson mćtti Guđmundi Kjartanssyni og freistađi ţess ađ halda toppsćtinu. Jóhann missti af vinningsleiđ í skákinni sem ađ lokum endađi međ jafntefli. Á sama tíma unnu Héđinn Steingrímsson og Bragi Ţorfinnsson sínar skákir og náđu ţeir Jóhanni ţar međ ađ vinningum í efsta sćti. Ţremenningarnir hafa 6,5 vinning.

Jón Viktor Gunnarsson kemur í humátt á eftir forystusauđunum međ 6 vinninga en hann gerđi jafntefli viđ Hjörvar Stein Grétarsson. Í 5.sćti er áđurnefndur Guđmundur Gíslason međ 5,5 vinning.

Örn Leó Jóhannsson, Unglingameistari Íslands, er ađ sanna sig á međal ţeirra bestu međ öflugri og ţéttri taflmennsku. Í dag vann hann Davíđ Kjartansson međ hvítu og hefur Örn Leó ţví halađ inn 3,5 vinning.

9 umferđ Einar Hjalti og Bragi Ţorfinns

Spennustigiđ í Tónlistarskólanum er ađ verđa óbćrilegt. Fjórir efstu menn mótsins hafa hvítt á morgun og má vćnta ţess ađ ţeir tefli stíft til sigurs til ađ koma sér í kjörstöđu fyrir lokaumferđina sem fram fer á laugardag. Ţađ má ţví reikna međ miklu fjöri á morgun, föstudag, ţegar línur fara ađ skýrast í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Tekst Héđni Steingrímssyni ađ verja titilinn? Verđur Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 19 ár? Verđur Bragi Ţorfinnsson Íslandsmeistari í fyrsta sinn? Verđur Jón Viktor Gunnarsson Íslandsmeistari í annađ sinn?

Skákáhugamenn eru hvattir til ţess ađ leggja leiđ sína á skákstađ og upplifa stemninguna á einhverju skemmtilegasta Skákţingi Íslands í manna minnum.

 

Úrslit 9.umferđar:

Rtg NameResult NameRtg
2574GMSteingrimsson Hedinn1 - 0IMThorfinnsson Bjorn2410
2580GMGretarsson Hjorvar Steinn˝ - ˝IMGunnarsson Jon Viktor2454
2370IMJensson Einar Hjalti0 - 1IMThorfinnsson Bragi2426
2457IMKjartansson Gudmundur˝ - ˝GMHjartarson Johann2547
2226 Johannsson Orn Leo1 - 0FMKjartansson David2371
2142 Ingvason Johann0 - 1FMGislason Gudmundur2280

 

Stađan eftir 9.umferđ:

Rk. NameFEDRtgPts.RpKrtg+/-
1GMSteingrimsson HedinnISL25746,5253410-2,0
2GMHjartarson JohannISL25476,52602107,2
3IMThorfinnsson BragiISL24266,525801018,9
4IMGunnarsson Jon ViktorISL24546,02520108,7
5FMGislason GudmundurISL22805,525002050,6
6IMThorfinnsson BjornISL24104,5239610-1,3
7IMJensson Einar HjaltiISL23704,0233920-6,8
8 Johannsson Orn LeoISL22263,523242018,8
9FMKjartansson DavidISL23713,5229220-16,8
10IMKjartansson GudmundurISL24573,5230910-17,4
11GMGretarsson Hjorvar SteinnISL25803,0227610-30,3
12 Ingvason JohannISL21421,0206920-13,4

 

Skákir 10.umferđar:

Round 10 on 2016/06/10 at 15:00
Rtg NameResult NameRtg
2410IMThorfinnsson Bjorn FMGislason Gudmundur2280
2371FMKjartansson David  Ingvason Johann2142
2547GMHjartarson Johann  Johannsson Orn Leo2226
2426IMThorfinnsson Bragi IMKjartansson Gudmundur2457
2454IMGunnarsson Jon Viktor IMJensson Einar Hjalti2370
2574GMSteingrimsson Hedinn GMGretarsson Hjorvar Steinn2580

 

 

 

 


Leikskólabörn heimsćkja útitafliđ

Leikskólinn Laufásborg hefur um árabil bođiđ nemendum sínum upp á skákkennslu en skákdómarinn og ţjálfarinn Omar Salama hefur sinnt ţví verkefni af stakri prýđi innan leikskólans. Hópur áhugasamra barna frá Laufásborg heimsótti útitafliđ viđ Bernhöftstorfuna fyrr í dag. Svćđiđ, sem er í umsjá Skákakademíu Reykjavíkur í sumar, hefur fengiđ endurnýjun lífdaga en ţar hefur veriđ komiđ fyrir borđum og bekkjum svo nú er ţar afar góđ ađstađa til taflmennsku. Björn Ívar Karlsson, skákkennari, tók á móti hópnum og leiddi ţau í sannleikann um leyndardóma skáklistarinnar. Börnin höfđu öll góđa grunnţekkingu á skák svo ţađ verkefni reyndist honum ekki erfitt. Ađ lokinni kennslu var sest niđur viđ taflmennsku. Allir ţekktu krakkarnir ađ skák byrjar og endar á handarbandi, sem tákn um virđingu og kurteisi.

mynd1

Ţrátt fyrir kurteisi í upphafi skákar var ekkert gefiđ eftir á taflborđinu sjálfu. Hart var barist í öllum skákunum en allir stóđu ţó glađir upp frá borđinu ađ ţeim loknum. 

mynd2

Skákakademían mun í sumar standa fyrir reglulegum skákviđburđum á svćđinu. Skákmenn landsins eru hvattir til ţess ađ nýta sér ţađ á góđviđrisdögum í sumar. 

20160609_131004

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 283
  • Frá upphafi: 8764892

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband