Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2016

Hrađskákmót viđ útitafliđ á föstudag

Skákakademía Reykjavíkur efnir til hrađskákmóts á föstudaginn klukkan 16:30 viđ útitafliđ í Lćkjargötu. Tefldar verđa sex umferđir. Skákmenn hvattir til ađ mćta enda veđurspáin góđ. Senda má skráningu til ađ liđka fyrir framkvćmd á stefan@skakakademia.is fyrir hádegi á föstudag.


Baccalá Bar mótiđ á Hauganesi ţann 5. ágúst

Veitingastađurinn Baccalá Bar og Ektafiskur á Hauganesi standa fyrir hrađskákmóti föstudaginn 5. ágúst nk.

Mótiđ fer fram á veitingastađnum og hefst kl. 15.00.

Öllum er heimil ţátttaka, en hámarksfjöldi keppenda er 30. 

Tefldar verđa 11 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.
Verđlaunafé er samtals 100.000 kr. og skiptist sem hér segir: 

1. verđlaun 35.000
2. verđlaun 20.000
3. verđlaun 15.000
4. verđlaun 10.000
5.-8. verđlaun 5.000

Hćgt er ađ skrá ţátttöku hjá dr. Ingimar Jónssyni í tölvupósti á ingimarj@ismennt.is, fyrir 28. júlí nk., eđa međ Facebook-skilabođum til Ingimars eđa Áskels Arnar Kárasonar.    

Lysthafendur athugiđ ađ ţetta föstudagskvöld er súpukvöld á Dalvík í upphafi Fiskidagsins mikla og tilvaliđ ađ skerpa matarlystina međ nokkrum bröndóttum. Hauganes er í u.ţ.b. 10 mínútna akstursfjarlćgđ frá Dalvík.

Muniđ bara ađ skrá ykkur í tíma ţví húsiđ er fljótt ađ fyllast!


Stuđ viđ útitafliđ 17. júní

Skákakademía Reykjavíkur stóđ fyrir taflmennsku viđ útitafliđ 17. júní. Fjölmargir lögđu leiđ sín ađ útitaflinu ekki síst fjölskyldufólk. Leyfum myndunum ađ tala sínu máli. Ef vel viđrar á föstudaginn verđur slegiđ upp stuttu hrađskákmóti.

 

IMG_1139

Stćrđfrćđingurinn Paul Frigge lagđi Stefán Bergsson.

 

IMG_1140Hressir feđgar á ferđ gripu í tafl.

 

IMG_1143

Ţjóđhátíđarstemning hjá ungri fjölskyldu.

 

IMG_1146

Ađalsteinn Thorarensen er ávallt skammt undan ţegar teflt er í miđbćnum.

 

IMG_1148

Gunnar Freyr formađur Víkingaklúbbsins og Begga dóttir hans litu viđ.

 

IMG_1149

Ţessi ţrjú sátu lengi ađ tafli.

 

IMG_1162

 Tónlistarmađurinn og sóknarskákmađurinn Arnljótur Sigurđsson fylgist međ hörkuskák.

 

IMG_1158

Landsliđsmađurinn Gummi Kjartans leit viđ og tefldi viđ Hörđ Aron Hauksson pípulagningarmann.

 

IMG_1170

Gauti Páll og Birkir Ísak komu međ seinni skipunum.


Heimsmeistarinn Magnus Carlsen öruggur sigurvegari í Belgíu

carlsen-giriDagana 17.-20. júní sl. fór fram at- og hrađskákmót í Leuven í Belgíu. Tefldar voru 9 atskákir og 18 hrađskákir alls 27 skákir. Atskákirnar giltu tvöfalt og ţví voru alls 36 vinningar í bođi

Heimsmeistarinn, Magnus Carlsen (2855), vann öruggan sigur en hann hlaut 23 vinning af 36 mögleugm. Wesley So (2770) varđ annar međ 20˝ vinning og Levon Aronian (2792) varđ ţriđji međ 20 vinninga.

Ítarlega frásögn af mótinu má finna t.d. á Chess24


Fundargerđ ađalfundar SÍ 2016

Skáksamband ÍslandsFundargerđ ađalfundar SÍ ritađa af Róberti Lagerman frá 8. maí 2016 er nú ađgengileg.

Hana má nálgast hér.


Heimsmeistarinn efstur fyrir lokaátökin sem hefjast kl. 10

Undanfarna daga hefur fariđ fram at- og hrađskákmót í Leuven í Belgíu. Ţví lýkur í dag međ níu síđustu hrađskákunum. Magnus Carlsen er efstur međ 17 vinninga, Wesley So annar međ 16 vinninga og Levon Aronian ţriđji međ 15˝ vinning. 

 

blitz-9-standings

 

Best er ađ fylgjast međ á heimasíđu mótsins.


Pistill frá Hilmi Frey

Međfylgjandi er pistill frá Hilmi Frey frá móti sem hann tefldi á um síđustu áramót.

Pistilinn má finna myndskreyttan í PDF-viđhengi.

-------------------- 

Í desember 2015 tefldi ég aftur á mótinu Řbro CXU Nytĺr eins og í fyrra. Ţetta er 7 umferđa mót sem teflt er á fjórum dögum. Ţađ ţýđir auđvitađ ađ ţađ eru tefldar tvćr umferđir á dag alla daga nema einu sinni. Ég tefldi í stigaflokki U2000 ELO og var númer 45 af 65 keppendum.

Mótiđ er haldiđ í húsnćđi skákklúbbsins í Řbro ađ Rosenvćngets Allé á Řsterbro, ađstađan er fín og daglega rútínan var ađ taka lestina frá Vesterbro og ganga svo ađ skákstađ frá lestarstöđinni skammt frá. Milli umferđa tók ţví ekki ađ fara upp á hótel svo viđ fengum okkur ađ borđa og fórum í gönguferđir. Veđriđ var stórfínt og hverfiđ í kringum skákstađinn flott, góđir veitingastađir og margt ađ sjá. 

Ég tefldi viđ stigahćrri andstćđinga allar skákirnar og í fyrstu umferđ var ég međ hvítt á móti Henrik Porte 2215, ég gerđi jafntefli í ţessari skák og í raun lítiđ hćgt ađ segja um hana meira.

Í annarri umferđ var ég međ svart á móti Henrik Mortensen 1980 og ég vann hann í jafnri skák ţar sem hann lék af sér í 29. leik, Hb5 sem tapar skiptimanni og ég vann stuttu síđar.

Í ţriđju umferđ var ég aftur međ svart á móti Jens Olaf Svanholm Fogh 2128 og vann hann í glćsilegri skák eftir 54 leiki. Í leik 34 lék ég Rf4 sem vinnur skákina.

Í fjórđu umferđ hafđi ég hvítt og tefldi viđ Brian Jřrgen Jřrgensen 2275 sem var 8. í stigaröđ keppenda og vann hann eftir ađ hann var međ betri stöđu eftir byrjunina. Ég hélt ađ ég vćri búinn ađ tapa en svo lék hann af sér Drottningunni í 28. leik.

Í fimmtu umferđ tefldi ég viđ Jan Nordenbćk Pedersen 2213 og var međ hvítt og gerđi jafntefli eftir ađ hafa veriđ međ lélega stöđu út úr byrjuninni en náđi ađ ţráleika í endann.

Í sjöttu umferđ var ég međ svart á móti FM Jesper Mřrch Lauridsen 2320 og gerđi jafntefli. Hann sagđi viđ mig eftir skákina: „I have never been out of the book after three moves“. Ég fékk fékk mjög góđa stöđu eftir byrjunina og hélt jöfnu.

Í lokaumferđinni var ég aftur međ svart og tefldi viđ Thomas Schou-Moldt 2210 sem ég gerđi jafntefli aftur. Ég tefldi byrjunina lélega og fékk ţar vonda stöđu en náđi svo einhvernvegin ađ vinna Drottninguna hans međ smá taktík og náđi ţannig ađ halda jafntefli og ég ćtla ađ sýna hana. 

Ţetta var auđvitađ bara frábćrt mót fyrir mig, enda hćkkađi ég um 141 elo stig, endađi í 5.sćti og vann minn stigaflokk ađ auki.Ţó ţađ sé erfitt ađ tefla svona stíft á fáum dögum ţá er ţađ samt mjög gaman og ég sé ekki eftir ţví ađ hafa eytt jólafríinu mínu í taflmennsku milli jóla- og nýárs. Ég vil ţakka GM Henrik Danielsen fyrir ađ hafa hjálpađ mér, fyrir mót og á međan á ţví stóđ.

Kveđja, Hilmir Freyr


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Skákţáttur Morgunblađsins: Jóhann og Héđinn jafnir og efstir fyrir lokaumferđ Íslandsmótsins

Bjarni, Jóhann og Kjartan

Jóhann Hjartarson og Héđinn Steingrímsson deila efsta sćti fyrir lokaumferđ keppninnar í landsliđsflokki á Skákţingi Íslands sem fram fer í Tónlistarskóla Seltjarnarness. Ţeir eru vinningi á undan Braga Ţorfinnssyni, sem tapađi í gćr fyrir Íslandsmeistaranum frá 2014, Guđmundi Kjartanssyni, og Jóni Viktori Gunnarssyni. Jóhann og Héđinn hafa báđir svart í lokaumferđ mótsins, sem hefst kl. 13 í dag. Ţessir tveir voru fyrir fram taldir sigurstranglegir á mótinu, en Jóhann varđ síđast Íslandsmeistari á Akureyri áriđ 1997 og hefur unniđ titilinn fimm sinnum.

Stađan fyrir lokaumferđina:

1.-2. Jóhann Hjartarson og Héđinn Steingrímsson 7˝ v. (af 10) 3.-4. Bragi Ţorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson 6˝ v. 5.-6. Guđmundur Gíslason og Björn Ţorfinnsson 5˝ v. 7.-9. Davíđ Kjartansson, Guđmundur Kjartansson og Einar Hjalti Jensson 4˝ v. 10. Örn Leó Jóhannsson 3˝ v. 11. Hjörvar Steinn Grétarsson 3 v. 12. Jóhann Ingvason 1v.

Stigahćsti keppandinn, Hjörvar Steinn Grétarsson, hefur átt viđ veikindi ađ stríđa allt mótiđ. Eftir skák sína viđ Jón Viktor í 9. umferđ treysti hann sér ekki til ađ tefla áfram í mótinu og Íslandsmeistarinn Héđinn Steingrímsson fékk vinninginn í gćr án ţess ađ tefla viđ Hjörvar. Ţetta skekkir vitaskuld samkeppnisstöđuna, en eins og sakir standa eru talsverđar líkur á ţví ađ Jóhann og Héđinn verđi efstir og jafnir ađ vinningum. Jóhann Hjartarson mćtir nafna sínum Jóhann Ingvasyni í lokaumferđinni í dag og skyldi enginn útiloka ađ hinn harđvítugi kaffihúsastíll Ingvasonar, ţróađur á knattborđsstofunni í Faxafeni, geti reynst stórmeistaranum hćttulegur. Á pappírunum er viđureign dagsins erfiđari hjá Héđni, sem mćtir Einari Hjalta Jenssyni.

Hetju ţessa móts verđur ađ telja Guđmund Gíslason, sem hefur náđ lokaáfanga sínum ađ alţjóđlegum meistaratitli. Gamli verkstjórinn um borđ á Guggunni frá Ísafirđi hóf mótiđ á ţví ađ tapa fyrstu ţrem skákum sínum. Síđan vann hann Héđin Steingrímsson og Hjörvar Stein Grétarsson og á miklum spretti hlaut hann 5˝ vinning úr sex skákum en tapađi svo fyrir Birni Ţorfinnssyni í gćr. Hann hefur ţegar hćkkađ um 44 Elo-stig fyrir frammistöđu sína.

Ef kjósa á dramatískustu skák mótsins er valiđ ekki erfitt:

Skákţing Íslands, 8. umferđ:

Jóhann Hjartarson – Einar Hjalti Jensson

Jóhann Hjartarson náđi sér ekki á strik á Íslandsmótinu í fyrra. Hann fékk harđa mótspyrnu í flestum skákunum og var einkennilega ófarsćll. Í ţessu móti hefur gćfuhjóliđ snúist honum í vil. Einar Hjalti var međ gjörunniđ tafl og lék síđast 51. ... c4-c3. Barátta hvíts virđist algerlega vonlaus, t.d. 52. gxh5 c2 53. hxg6+ Kg8 o.s.frv. eđa 52. Hxg6 Kxg6! 53. Dxh5+ Kg7 54. Dxe8 c2 og mátiđ í borđi blasir viđ. Jóhann var viđ ţađ ađ „henda inn handklćđinu“ en ákvađ ađ láta reyna á eina saklausa brellu:

GECVQV1C52. Hc5!?

Dugar skammt. Svartur getur leikiđ 52. ... Ha7! t.d. 53. De1 Da4 o.s.frv.

52. ... Hxc5??

Ţetta mátti hann alls ekki gera.

53. Hxg6! Kxg6

Hvítur hótađi 54. Df6 mát.

54. Dxh5+ Kg7 55. Dxe8

Skákreiknarnir eru á einu máli um ađ ţessi stađa sé jafntefli en Einar Hjalti vildi ekki láta sigurinn sér úr greipum ganga. Ţar kom ađ hann teygđi sig of langt og tapađi í 78 leikjum en taflmennska Jóhanns á ţeim kafla var óađfinnanleg

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 11. júní

Skákţćttir Morgunblađsins


Ný íslensk skákstig

Ný íslensk skákstig eru komin út og miđast ţau viđ 1. júní sl. Héđinn Steingrímsson (2581) er stigahćstur íslenskra skákmanna en Hjörvar Steinn Grétarsson (2570) og Jóhann Hjartarson (2570) koma nćstir. Jóhann Örn Bjarnason (2405) er stigahćstur nýliđa. Birkir Ísaka Jóhannsson (195) hćkkađi mest allra frá mars-listanum.

Topp 20

Nr.NameRtgCDiffCatTitGamesClub
1Héđinn Steingrímsson25815-GM410Fjölnir
2Hjörvar Grétarsson25706-GM648Huginn
3Jóhann Hjartarson25705-GM796TB
4Hannes H Stefánsson2564-18-GM1189Huginn
5Margeir Pétursson25610-GM688TR
6Helgi Ólafsson2543-4SENGM869Huginn
7Jón Loftur Árnason2493-4-GM659TB
8Henrik Danielsen2490-10-GM310Utan
9Helgi Áss Grétarsson2476-5-GM608Huginn
10Stefán Kristjánsson2449-13-GM903TR
11Jón Viktor Gunnarsson2445-5-IM1146TR
12Friđrik Ólafsson24410SENGM177TR
13Karl Ţorsteins24373-IM613TR
14Guđmundur Kjartansson242314-IM836TR
15Bragi Ţorfinnsson24136-IM1060TR
16Arnar Gunnarsson24058-IM845TR
17Ţröstur Ţórhallsson2405-6-GM1325Huginn
18Dagur Arngrímsson24031-IM667TB
19Björn Ţorfinnsson23980-IM1167TR
20Magnús Örn Úlfarsson23695-FM586Huginn

 

Nýliđar

 

Nr.NameRtgCDiffCatTitGamesClub
1Jóhann Örn Bjarnason14051405- 6Siglufjörđur
2Eyţór Kári Ingólfsson12011201U16 11Huginn
3Gudmundur Peng Sveinsson12011201U12 19 
4Örn Alexandersson11861186U12 8 
5Magnus Hjaltason10601060U12 17 
6Ásmundur Sighvatsson10001000- 6Áttaviltir
7Batel Goitom Haile10001000U10 14TR
8Gylfi Már Harđarson10001000U14 6TR
9Hákon Garđarsson10001000U14 16Fjölnir
10Rikharđ Skorri Ragnarsson10001000U12 9Fjölnir


Mestu hćkkanir

 

Nr.NameRtgCDiffCatTitGamesClub
1Birkir Ísak Johannsson1424195U14 83TR
2Róbert Luu1663185U12 186TR
3Sólon Siguringason1228128U12 44TG
4Stefán Orri Davíđsson1301122U10 154Huginn
5Alexander Oliver Mai1616115U14 139TR
6Alec Sigurđarson1447101U18 127Huginn
7Halldór Kristjánsson121697- 15Vinaskákfélagiđ
8Ţór Hjaltalín159395- 87Sauđárkrókur
9Nansý Davíđsdóttir168593U14 211Fjölnir
10Kristján Geirsson150093- 23Víkingaklúbburinn

 


Sumargleđi á skáknámskeiđum TR

Image-1

Sumarnámskeiđ Taflfélags Reykjavíkur hófust í ţessari viku. Mikil gleđi hefur ríkt á međal barnanna enda er fátt skemmtilegra en ađ tefla í góđra vina hópi. Ţađ er jafnframt mikiđ gleđiefni ađ kynjahlutföll ţessa vikuna voru jöfn.

Börnin tefla mikiđ hvert viđ annađ en á milli skáka eru stuttar kennslustundir. Börnin fá jafnframt einstaklingsmiđađa leiđsögn eftir styrkleika hvers og eins. Hiđ margrómađa hasarfjöltefli hefur slegiđ í gegn hjá börnunum en ţá eru skákreglur mun frjálslegri en gengur og gerist. Svo er hin daglega hressing alltaf vinsćl.

Námskeiđ 3 og 4 hefjast á mánudag í nćstu viku. Skáksalur TR rúmar stóran hóp barna og ţví nóg pláss fyrir öll ţau börn sem vilja taka ţátt í sumargleđi TR.

Skráning á námskeiđin fer fram hér.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 40
 • Sl. sólarhring: 43
 • Sl. viku: 387
 • Frá upphafi: 8694109

Annađ

 • Innlit í dag: 33
 • Innlit sl. viku: 287
 • Gestir í dag: 29
 • IP-tölur í dag: 27

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband