Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Jóhann og Héđinn jafnir og efstir fyrir lokaumferđ Íslandsmótsins

Bjarni, Jóhann og Kjartan

Jóhann Hjartarson og Héđinn Steingrímsson deila efsta sćti fyrir lokaumferđ keppninnar í landsliđsflokki á Skákţingi Íslands sem fram fer í Tónlistarskóla Seltjarnarness. Ţeir eru vinningi á undan Braga Ţorfinnssyni, sem tapađi í gćr fyrir Íslandsmeistaranum frá 2014, Guđmundi Kjartanssyni, og Jóni Viktori Gunnarssyni. Jóhann og Héđinn hafa báđir svart í lokaumferđ mótsins, sem hefst kl. 13 í dag. Ţessir tveir voru fyrir fram taldir sigurstranglegir á mótinu, en Jóhann varđ síđast Íslandsmeistari á Akureyri áriđ 1997 og hefur unniđ titilinn fimm sinnum.

Stađan fyrir lokaumferđina:

1.-2. Jóhann Hjartarson og Héđinn Steingrímsson 7˝ v. (af 10) 3.-4. Bragi Ţorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson 6˝ v. 5.-6. Guđmundur Gíslason og Björn Ţorfinnsson 5˝ v. 7.-9. Davíđ Kjartansson, Guđmundur Kjartansson og Einar Hjalti Jensson 4˝ v. 10. Örn Leó Jóhannsson 3˝ v. 11. Hjörvar Steinn Grétarsson 3 v. 12. Jóhann Ingvason 1v.

Stigahćsti keppandinn, Hjörvar Steinn Grétarsson, hefur átt viđ veikindi ađ stríđa allt mótiđ. Eftir skák sína viđ Jón Viktor í 9. umferđ treysti hann sér ekki til ađ tefla áfram í mótinu og Íslandsmeistarinn Héđinn Steingrímsson fékk vinninginn í gćr án ţess ađ tefla viđ Hjörvar. Ţetta skekkir vitaskuld samkeppnisstöđuna, en eins og sakir standa eru talsverđar líkur á ţví ađ Jóhann og Héđinn verđi efstir og jafnir ađ vinningum. Jóhann Hjartarson mćtir nafna sínum Jóhann Ingvasyni í lokaumferđinni í dag og skyldi enginn útiloka ađ hinn harđvítugi kaffihúsastíll Ingvasonar, ţróađur á knattborđsstofunni í Faxafeni, geti reynst stórmeistaranum hćttulegur. Á pappírunum er viđureign dagsins erfiđari hjá Héđni, sem mćtir Einari Hjalta Jenssyni.

Hetju ţessa móts verđur ađ telja Guđmund Gíslason, sem hefur náđ lokaáfanga sínum ađ alţjóđlegum meistaratitli. Gamli verkstjórinn um borđ á Guggunni frá Ísafirđi hóf mótiđ á ţví ađ tapa fyrstu ţrem skákum sínum. Síđan vann hann Héđin Steingrímsson og Hjörvar Stein Grétarsson og á miklum spretti hlaut hann 5˝ vinning úr sex skákum en tapađi svo fyrir Birni Ţorfinnssyni í gćr. Hann hefur ţegar hćkkađ um 44 Elo-stig fyrir frammistöđu sína.

Ef kjósa á dramatískustu skák mótsins er valiđ ekki erfitt:

Skákţing Íslands, 8. umferđ:

Jóhann Hjartarson – Einar Hjalti Jensson

Jóhann Hjartarson náđi sér ekki á strik á Íslandsmótinu í fyrra. Hann fékk harđa mótspyrnu í flestum skákunum og var einkennilega ófarsćll. Í ţessu móti hefur gćfuhjóliđ snúist honum í vil. Einar Hjalti var međ gjörunniđ tafl og lék síđast 51. ... c4-c3. Barátta hvíts virđist algerlega vonlaus, t.d. 52. gxh5 c2 53. hxg6+ Kg8 o.s.frv. eđa 52. Hxg6 Kxg6! 53. Dxh5+ Kg7 54. Dxe8 c2 og mátiđ í borđi blasir viđ. Jóhann var viđ ţađ ađ „henda inn handklćđinu“ en ákvađ ađ láta reyna á eina saklausa brellu:

GECVQV1C52. Hc5!?

Dugar skammt. Svartur getur leikiđ 52. ... Ha7! t.d. 53. De1 Da4 o.s.frv.

52. ... Hxc5??

Ţetta mátti hann alls ekki gera.

53. Hxg6! Kxg6

Hvítur hótađi 54. Df6 mát.

54. Dxh5+ Kg7 55. Dxe8

Skákreiknarnir eru á einu máli um ađ ţessi stađa sé jafntefli en Einar Hjalti vildi ekki láta sigurinn sér úr greipum ganga. Ţar kom ađ hann teygđi sig of langt og tapađi í 78 leikjum en taflmennska Jóhanns á ţeim kafla var óađfinnanleg

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 11. júní

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband