Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2016

Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld

Hrađkvöld Hugins verđur mánudaginn 21. mars nk.  og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verđa svo hrađkvöldin fyrsta og síđasta mánudag í hverjum mánuđi ađ ţví undanskildu ţegar mánudag ber upp á stórhátíđ eđa ađrir viđburđir eru til stađar..

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Rúnar Ísleifsson vann sigur á Páskaskákmóti Hugins

IMG_6041
Rúnar Ísleifsson
vann sigur á Páskaskákmóti Hugins (N) sem fram fór á Húsavík í gćrkvöldi, eftir mjög jafna keppni viđ Tómas Veigar Sigurđarson og Smára Sigurđsson. Svo jöfn var rimma ţeirra félaga ađ ţeir voru nákvćmlega jafnir á öllum tölum, međ 4 vinninga hver og ómögulegt ađ skera úr um sigurvegarann.

Til tals kom ađ láta ţá glíma um titilinn en svo var ákveđiđ ađ ţeir tefldu aftur til úrslita og ţá vann Rúnar báđar sínar skákir. Smári vann svo Tómas og ţar međ annađ sćtiđ í mótinu. Tómas endađi ţví í ţriđja sćti.

Allir keppendur, sem voru óvenjulega fáir í mótinu fengu svo páskaegg í ţátttökuverđlaun, rétt eins og börnin og unglingarnir sem tefldu fyrr um daginn í skákţingi Hugins U-16 ára.

Tímamörk í mótinu voru 10 mín á mann.

Mótiđ á chess-results


Snorri og Kristján meistarar – Fannar Breki efstur á mótinu

Páskaeggajmót Hugins norđur

Skákţing Hugins fyrir 16 ára og yngri fór fram á Húsavík í gćr. 18 keppendur mćttu til leiks og ţar af fjórir gesta keppendur frá Akureyri. Tefldar voru 7 umferđir eftir swiss-managerkerfinu og var umhugsunartíminn 10 mín á mann. Keppnin var jöfn og spennandi en svo fór ađ lokum ađ Fannar Breki Kárason frá Akureyri varđ efstur međ 6 vinninga. Í öđru sćti varđ Snorri Már Vagnsson međ 5 vinninga og varđ hann ţví skákmeistari Hugins (N) í U-16 ára flokki.

Snćr Sigurđsson frá Akureyri, Eyţór Kári Ingólfsson og Jakub Statkiewicz fengu einnig 5 vinninga en röđuđust neđar á stigum. Í flokki keppenda fćddra 2005 eđa síđar vann hinn ungi og efnilegi Kristján Ingi Smárason sigur međ 4 vinninga af 7 mögulegum, en hann er einungis í 2. bekk. Sváfnir Ragnarsson, sem einnig er í 2. bekk, varđ í öđru sćti međ 3 vinninga og Magnús Máni Sigurgeirsson varđ ţriđji einnig međ 3 vinninga.

Allir keppendur fengu páskaegg númer 4 fyrir ţátttökuna, en ţrír efstu í báđum flokkum fengu verđlaunapeninga og sigurvegararnir farandbikara ađ auki. Mótsstjóri var Hermann Ađalsteinsson.
 

Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins fer fram á miđvikudaginn

Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verđur haldiđ í Víkinni Víkingsheimilinu miđvikudaginn 23. mars. Tefldar verđa 6. umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á mann og hefst mótiđ kl. 17.15. Allir krakkar eru velkomnir og ţátttaka er ókeypis. Keppt verđur ţrem flokkum: Flokki fćddra 2000-2005, flokki fćddra 2006-7 og flokki fćddra 2008 og yngri (flokkaskipting er í vinnslu).

Allir fá páskaegg fyrir framistöđu sína og  ţátttaka í mótinu er ókeypis.  Barna og unglingaćfingar Víkingaklúbbsins verđa vikulega á miđvikudögum fram á sumar.

ATH:  Nauđsynlegt er ađ skrá sig (nafn og fćđingarár) til ađ tryggja ţátttöku.

Skráning á mótiđ fer fram á Skák.is (guli kassinn efst)

Heimilisfang hér:

Knattspyrnufélagiđ Víkingur
Trađarlandi 1, 108 Reykjavík


Karjakin og Aronian efstir á áskorendamótinu í Moskvu

Sjö umferđum af fjórtán er nú í lokiđ á áskorendamótinu í Moskvu. Upphaf mótsins hefur falliđ í skuggann af GAMMA Reykjavíkurskákmótinu en Skák.is mun fylgjast vel međ síđari helmingi mótsins.

Í hálfleik hafa enn sjö skákmenn möguleika á sigri. Karjakin (2760) og Aronian (2786) standa óneitanlega best ađ vígi en ţeir hafa 4,5 vinning. Anand (2762) er ţriđji međ 4 vinninga.

Stađan:

Áskoenda-stađan


Áttunda umferđ hefst kl. 12. Ţá teflir Aronian viđ jafnteflisvélina Giri (2793), sem hefur gert jafntefli í öllum sínum skákm, Rússarnir, Svidler (2757) og Karjakin, mćtast. Ţađ gera einnig Bandaríkjamennirnir Caruana (2776) og Nakamura (2790). Topalov (2780), sem hefur engan veginn náđ sér á strik, teflir viđ Anand (2762). 


Batel Mirion á NM

IMG_1820

Undankeppni um laust sćti á Norđurlandamóti stúlkna fćddra 2003 og síđra var tefld í dag. Sjö stúlkur mćttu til leiks og tefldu allar viđ alla. Á međal ţátttakenda voru Íslandsmeistarar úr Grindavík. Best allra tefldi stúlka í ţriđja bekk ađ nafni Batel Mirion frá Taflfélagi Reykjavíkur. Hún vann allar sínar skákir og vann sér ţannig réttinn á NM stúlkna sem fer fram í Noregi fyrstu helgina í maí. Endanlegur hópur á NM stúlkna liggur fyrir í nćstu viku.

 

 


Lokamót Páskaeggjasyrpunnar fer fram í dag

Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hefur slegiđ rćkilega í gegn en mikill fjöldi krakka hefur tekiđ ţátt í mótum syrpunnar.  Í ár endurtökum viđ leikinn og međ ţessu framtaki vill T.R. í samstarfi viđ Nóa Síríus ţakka ţeim gríđarlega fjölda sem sótt hefur barna- og unglingaćfingar félagsins í vetur.

Ţriđja og lokamót syrpunnar fer fram nćstkomandi sunnudag og hefst venju samkvćmt kl. 14.  Skráningarform má finna hér ađ neđan og hafi viđkomandi bara skráđ sig í mót 1 eđa 2 er lítiđ mál ađ skrá sig aftur og velja viđeigandi mót.  Í fyrsta mótinu sigrađi Bárđur Örn Birkisson í eldri flokki en í ţeim yngri sigrađi Gunnar Erik Guđmundsson.  Í öđru mótinu sigrađi Stephan Briem í eldri flokki og Gunnar Erik Guđmundsson endurtók leikinn frá fyrsta mótinu og sigrađi í yngri flokki.  Heildarúrslit má sjáhér.

Frábćrar ađstćđur eru hjá Taflfélagi Reykjavíkur, margir reyndir ţjálfarar og félagiđ býđur eitt félaga upp á ítarlegasta námsefni sem völ er á hér á landi. Allar ćfingar og allt námsefni er frítt, ţađ ţarf bara ađ mćta og taka ţátt í ţessum stórskemmtilegu ćfingum!

Mótin í ár verđa reiknuđ til alţjóđlegra hrađskákstiga og glćsileg verđlaun eru í öllum mótunum, sem og fyrir samanlagđan árangur úr ţeim öllum.  Í hverju móti verđur síđan dregin út glćsileg skákklukka handa einum heppnum ţátttakanda.

Páskaeggjasyrpan  samanstendur af ţremur skákmótum sem haldin eru ţrjá sunnudaga fyrir páska í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12:

1. NÓA KROPP PÁSKAEGGJAMÓTIĐ. Sunnudaginn 6. mars kl. 14

2. NIZZA LAKKRÍS PÁSKAEGGJAMÓTIĐ. Sunnudaginn 13. mars kl. 14

3. NIZZA HRÍSKÚLU PÁSKAEGGJAMÓTIĐ. Sunnudaginn 20. mars kl.14

Keppt verđur í tveimur flokkum, 1-3 bekk (og yngri) og 4-10 bekk.
Sex umferđir verđa tefldar í hverju móti međ 10 mínútna umhugsunartíma á mann.
Glćsileg verđlaun eru í bođi fyrir alla hressu skákkrakkana sem taka ţátt í syrpunni!
Verđlaunapeningar fyrir ţrjú efstu sćtin í hvorum flokki á hverju páskaeggjamóti.
Stór páskaegg fyrir ţrjú efstu sćtin samanlagt úr mótunum í hvorum flokki (misstór eftir sćtum)
Allir sem taka ţátt í minnst tveimur af ţremur mótum í syrpunni fá lítiđ páskaegg í verđlaun fyrir ţátttökuna og verđa ţau veitt í lok ţriđja mótsins í syrpunni.
Dregin verđur út ein glćsileg skákklukka handa heppnum skákkrakka á hverju páskaeggjamóti!

Skráningarform

Skráđir keppendur

Taflfélag Reykjavíkur og Nói Síríus hlakka til ađ sjá ykkur á PÁSKAEGGJASYRPUNNI 2016!


Skákţáttur Morgunblađsins: Brćđur, feđgar og Robert Fischer ađ tafli í Hörpu

Reykjavíkurskákmótiđ er skemmtilega samsett mót. Eftir ađ ţađ fluttist í hin glćsilegu salarkynni í Hörpu hefur fjöldi keppenda komist upp fyrir 200 manns. Stór hluti er skákáhugamenn sem hafa kannski ekki annan metnađ en ţann ađ finna nýjan keppnisstađ og tefla í sama móti og sum stóru nöfnin í skákinni; fjórir sigurstranglegustu skákmennirnir eru međ yfir 2.700 elo-stig. Sumir koma ár eftir ár, eins og t.d. Hollendingurinn geđţekki Eric Winter. Og aftur er mćtt til leiks skákdrottningin Tania Sadchev, ein sterkasta skákkona Indverja um árabil og eftirsóttur skákskýrandi, eins og kom berlega í ljós ţegar Anand mćtti Magnúsi Carlsen í heimsmeistaraeinvíginu í Madras á Indlandi haustiđ 2013. Sum nöfn klingja kunnuglega í eyrum. Ţarna situr Robert Fischer ađ tafli, allnokkrir brćđur: Björn og Bragi, Bárđur Örn og Björn Hólm, Aron Thor Mai og Alexander Oliver Mai, Óskar Víkingur og Stefán Orri og systkinin Nansý og Joshua.

Og feđgar fyrirfinnast einnig í skákinni. Henrik, pabbi heimsmeistarans, er aftur mćttur til leiks. Ţađ er auđvitađ ljóst ađ strákurinn Magnús er föđurbetrungur á ţessu sviđi en Henrik hefur gaman af ţví ađ tefla og gerir ţađ stundum skínandi vel; hann kveđst taka ţátt í einu móti á ári og Reykjavíkurskákmótiđ hefur orđiđ fyrir valinu undanfarin ár. Meira jafnrćđi er međ feđgunum, Jóhanni Ingvarssyni og Erni Leó Jóhannssyni. Örn Leó sem er liđlega tvítugur gerđi sér lítiđ fyrir og lagđi ađ velli ítalskan stórmeistara međ tćplega 2600 elo-stig:

Reykjavíkurskákmótiđ 2016; 2. umferđ:

Danyyil Dvirnyy- Örn Leó Jóhannsson

Frönsk vörn

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rf3 Rgf6 6. Rxf6 Rxf6 7. Bc4

Einnig er gott ađ ađ setja ţennan biskup á d3 – sjá aths. viđ 10. leik hvíts.

7. ... Be7 8. De2 O-O 9. Bg5 b6

Stćđi biskupinn á d3 vćri ţetta ekki hćgt vegna 10. Bxf6 Bxf6 11. De4 sem hótar máti og hrók á a8.

10. O-O-O Bb7 11. Kb1 a6 12. Hhg1 b5 13. Bd3 Rd5 14. Bd2 Rb4 15. Bxb4 Bxb4 16. Re5 De7 17. g4 Bd6 18. g5 Bxe5 19. dxe5 Hfd8 20. Hg4 c5 21. Hdg1 g6!

Ţó ađ svörtu peđin séu nú kirfilega skorđuđ á hvítum reitum er ekki nokkur leiđ fyrir hvítan ađ opna línur á kóngsvćng og svartur rćđur yfir d-línunni.

22. c3 Hd7 23. Bc2 Had8 24. h4 c4 25. h5 Dc5 26. Hf4 Hd2 27. De1 b4 28. cxb4 Dxb4 29. a3 Db5 30. Hg3

Hyggst skorđa c-peđiđ en Örn Leó lćtur sér ţađ í léttu rúmi liggja.

GEKVE2S630. ... c3!? 31. Hxc3?

Mistök. Hann varđ ađ leika 31. Hb4! og 31. ... He2 má ţá svara međ 32. Dxc3.

32. Dc1 Dxe5 33. He3 Hxe3 34. fxe3 Dxg5 35. Df1 Hd7 36. Ba4 Hc7 37. Bb3

Reyna mátti 37. Be8 en svartur á gott svar, 37. ... gxh5!

37. ... Dxh5 38. e4 De5!

Nú er eftirleikurinn auđveldur.

39. Bc2 Kg7 40. a4 f5 41. exf5 exf5 42. Hb4 He7 43. Ka2 Bd5 44. Bb3 De1 45. Df4 Bxb3 46. Hxb3 De4 47. Db8 Dxa4 48. Ha3 Dc4 49. Hb3 a5 50. Dd8 Hb7

- og hvítur gafst upp.

Eftir fjórđu umferđ sem fram fór á fimmtudaginn voru Indverjinn Gupta og Englendingurinn Gawain Jones efstir međ fullt hús. Hjörvar Steinn Grétarsson, sem tók ˝ vinnings yfirsetu í 4. umferđ, og Stefán Kristjánsson voru í 3.-19. sćti međ 3 ˝ vinning en jafnir ţeim voru menn á borđ viđ Shakriyar Mamedyarov, Ivan Cheparinov, Richard Rapport, Sergei Movsesian og Simen Agdestein.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 12. mars

Skákţćttir Morgunblađsins


Áskorendaflokkur hefst á ţriđjudaginn - tvö sćti í landsliđsflokki í júní í bođi

Áskorendaflokkur Íslandsmóts fer fram um páskana, 22. mars – 2. apríl nk. Teflt er í Stúkunni í Kópavogi. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissneska kerfinu. Jafnframt verđur teflt í opnum flokki sem verđur opinn fyrir skákmenn međ 1600 skákstig eđa minna. Ţar verđa tímamörki styttri og umferđir fćrri.

Keppendur međ minna en 1600 skákstig geta valiđ á milli flokka.

Verđlaun í áskorendaflokki eru sem hér segir: 

  1. 75.000 kr.
  2. 45.000 kr.
  3. 30.000 kr. 

Verđlaun í opnum flokki: 

  1. Ţrjár skákbćkur hjá bóksölu Sigurbjörns
  2. Tvćr skákbćkur hjá bóksölu Sigurbjörns
  3. Skákbók hjá bóksölu Sigurbjörns. 

Auk ţess verđi sérstök stigaverđlaun fyrir ţá sem hafa minna en 1200 stig í opnum flokki.

Verđlaun skiptast eftir Hort-kerfi séu menn efstir í verđlaunasćtum í áskorendaflokki. Tvö efstu sćtin gefa keppnisrétt í landsliđsflokki í ár sem fram fer á Seltjarnarnesi 31. maí – 11. júní nk.

Séu menn jafnir rćđur stigaútreikningur (nánar í mótsreglum hér ađ neđan). Í opnum flokki gildir stigaútreikningur um verđlaunsćti.  

Skráning

Ţátttökugjöld eru 5.000 kr. Unglingar 15 ára og yngri (1999 og síđar) og F3-félagar fá 50% afslátt. 

Í opnum flokki (sem eingöngu fyrir opinn fyrir ţá sem hafa 1600 skákstig eđa minna) eru ţátttökugjöld fyrir alla kr. 2.000. 

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Ţátttökugjöld greiđist inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409 fyrir mót.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Tímamörk

Áskorendaflokkur: 90 mínútur + 30 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúnda viđbótartími eftir hvern leik.

Opinn flokkur: 30 mínútur auk 30 sekúnda viđbótartími eftir hvern leik.

Dagskrá: 

  1. umferđ, Ţriđjudagurinn, 22. mars, kl. 18
  2. umferđ, miđvikudaginn, 23. mars, kl. 18
  3. umferđ, fimmtudagurinn (skírdagur), 24. mars, kl. 14
  4. umferđ, föstudagurinn (langi), 25. mars, kl. 14
  5. umferđ, laugardaginn, 26. mars, kl. 14
  6. umferđ, ţriđjudaginn, 29. mars, kl. 18
  7. umferđ, fimmtudaginn, 31. mars, kl. 18
  8. umferđ, föstudaginn, 1. apríl, kl. 18
  9. umferđ, laugardaginn, 2. apríl, kl. 14

Dagskrá opna flokksins verđur nánar kynnt síđar. 

Nánari mótreglur

Ef tveir eđa fleiri eru jafnir í sćti mun stigaútreikningur ráđa ferđ.

Nánar um útreikninginn:

  • Samanlagđir vinningar allra andstćđinga lagđir saman nema ţess sem hefur fćsta vinninga.
  • Samanlagđir vinningar allra andstćđinga lagđir saman.
  • Samanlagđir vinningar allra andstćđinga lagđir saman nema ţeirra tveggja sem hafa fćsta vinninga.
  • Innbyrđis úrslit  ţeirra sem eru jafnir
  • Sonneborn-Berger
  • Hrađskákeinvígi

Jafnteflisreglur 

Takmarkanir eru settar á jafnteflisbođ. Hún gengur út á ţađ ađ ekki er heimilt ađ bjóđa jafntefli fyrr en báđir keppendur hafa leikiđ 30 leiki. Á ţví má gera undantekningar sé ţráteflt en ţá verđur ađ stöđva klukku, kalla á skákstjóra og koma međ jafntefliskröfu. 

Yfirseta

Hćgt er ađ taka tvćr yfirsetur í umferđum 1-6 og fá fyrir hana hálfan vinning. Óska ţarf eftir yfirsetunni međ góđum fyrirvara og fylla út eyđublađ ţess efnis hjá skákstjóra.

Ţegar skráđir keppendur


Pistlar um Íslandsmót skákfélaga

Íslandsmót skákfélaga fór fram 3.-5. mars sl. Skákfélagiđ Huginn sigrađi á mótinu. Nokkur félög hafa birt pistla frá mótinu. Hér má finna smá samantekt:

Skákdeild Fjölnis (Helgi Árnason)

Ţađ er óhćtt ađ segja ađ Skákdeild Fjölnis hafi náđ ţeim markmiđum sem sett voru fyrir Íslandsmót félagsliđa 2015 - 2016. A sveitin náđi verđlaunasćti í 1. deild og B sveitin komst upp um deild, úr ţeirri ţriđju, upp í ađra deild. Eftir fyrri hluta mótsins virtist sem markmiđ A sveitar vćri í sjónmáli en stađa B sveitar í 3. deild var ekki eins björt međ ađ komast upp í 2. deild. B sveitin sat í 7. sćti rétt eftir fyrri hlutann, rétt ofan viđ miđja deild. A sveitin tefldi viđ tvćr sterkustu sveitirnar, Hugin A og TR A í fyrri hlutanum međ viđunandi árangri. Ţrátt fyrir ađ vera í  4. sćti á eftir SA eftir fyrri hlutann ţá leit út fyrir ađ Fjölnir fengi léttari dagskrá í síđari hlutanum. Međ nokkuđ öruggum sigri í öllum fjórum síđustu umferđunum og sex vinninga ađ međaltali, ţá landađi A sveitin 3. sćti og hafđi ţá nánast stungiđ af A sveit SAog nćstu sveitir fyrir neđan. Afar ánćgjulegur árangur hjá alíslenskri sveit. Ţetta var í fyrsta skipti í 12 ára sögu Skákdeildar Fjölnis sem A sveit deildarinnar var eingöngu skipuđ Íslendingum og árangurinn aldrei reynst betri.

Pistillinn í heild sinni

Taflfélag Reykjavíkur (Gauti Páll Jónsson)

Taflfélag Reykjavíkur sendi liđin sín sjö til leiks á ný á Íslandsmót skákfélaga dagana 3.-5. mars. Mótiđ var haldiđ viđ góđar ađstćđur í Rimaskóla eins og svo oft áđur. A og b-liđin voru bćđi í mikilli baráttu í fyrstu deild. A-liđiđ upp á ađ vinna mótiđ og b-liđiđ í fallbaráttunni. Svo fór ađ Skákfélagiđ Huginn sigrađi međ gríđarlega sterku liđi og 57.5 vinningum en TR-a var međ ţremur vinningum fćrra og fékk annađ sćtiđ, annađ tímabiliđ í röđ. TR-ingar stilltu upp heimavarnarliđinu öfluga međ stórmeistarann Hannes Hlífar Stefánsson í broddi fylkingar. Huginn notađi hins vegar tvo sterka erlenda stórmeistara í nćstum öllum umferđunum sem höluđi inn 14.5 vinningum. Björn Ţorfinnson hlaut flesta vinninga fyrir TR eđa 8.5 vinninga af 9 en hann tefldi á neđri borđunum. Liđiđ var ađ mestu skipađ sterkum alţjóđlegum meisturum. Í b-liđinu stóđ Vignir Vatnar Stefánsson sig best og hlaut 5 vinninga af 9. Vignir og Björgvin Víglundsson tefldu allar skákirnar. Liđiđ var skipađ mönnum af öllum aldurshópum og í kring um stigabiliđ 2000-2200. B-liđiđ féll niđur međ b-sveit SA en mun ađ öllum líkindum fljúga aftur upp ađ ári ef eitthvađ má marka árangur c-liđsins.

Pistillinn í heild sinni

Skákfélag Akureyrar (Halldór Brynjar Halldórsson)

Síđari hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram sl. helgi og öttu ţrjár sveitir Skákfélagsins kappi, eftir frábćra frammistöđu sveitanna í fyrri hlutanum í haust.

Svo fór ađ A- sveitin endađi í 4. sćti fyrstu deildar. Vissulega ákveđin vonbrigđi eftir ađ hafa setiđ í 3. sćtinu eftir fyrri hlutann, en ţó besti árangur félagsins á árarađir, sem ber ađ fagna.

Stjarna helginnar kom úr röđum Skákfélags Akureyrar, en týndi sonurinn, Björn Ívar Karlsson, sneri aftur međ látum og endađi helgina međ hvorki meira né minna en áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli og FIDE meistaratitil í sitt hvorum vasanum, međ 6 ˝ vinning af 9 mögulegum, bestan árangur A-sveitar manna. Til hamingju Björn Ívar!

Pistillinn í heild sinni

Skákdeild Breiđabliks (Birkir Karl Sigurđsson)

Kraftaverkin gerast ef ástundin er góđ!

Nú um helgina uppskáru ţeir ungu strákar sem hafa veriđ ađ ćfa oft í viku í Glersalnum í stúkunni viđ Kópavogsvöll. Ţeir gerđu sér lítiđ fyrir og lönduđu silfri í fjórđu deild Íslandsmóts skákfélaga, en seinni hluti keppninnar var tefld í Rimaskóla um helgina.  Ţeir öttu ţar kappi viđ sér stigahćrri, eldri og reyndari andstćđinga. En framfarirnar í vetur, einbeitningin, samheldnin og keppnisharkan var slík ađ ekkert stoppađi ţá og niđurstađan var eitthvađ sem öllum ţótti óhugsandi ţegar fyrri hluti keppninnar byrjađi í haust.

Pistillinn í heild sinni

 

 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 162
  • Frá upphafi: 8765747

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband