Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2016

Páskaeggjamót Hugins fer fram á mánudaginn

Páskaeggjamót Hugins verđur haldiđ í 24. sinn mánudaginn 21. mars 2016, og hefst tafliđ kl. 17, ţ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsćfingar. Páskaeggjamótiđ kemur í stađ mánudagsćfingar. Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Mótiđ er opiđ öllum krökkum á grunnskólaaldri.

Allir ţátttakendur keppa í einum flokki en verđlaun verđa veitt í tveimur ađskildum flokkum. Páskaegg verđa í verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í eldri flokki (fćddir 2000 – 2003) og yngri flokki (fćddir 2004 og síđar). Sá sem er efstur í hverjum árgangi fćr einnig páskaegg sem og efstu ţrjár stúlkurnar á mótinu. Ađ auki verđa tvö páskaegg dregin út. Enginn fćr ţó fleiri en eitt páskaegg. Lítiđ páskaegg verđur svo fyrir ţá sem ekki vinna til verđlauna.

Páskaeggjamótiđ verđur haldiđ í félagsheimili Hugins í  Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangur er milli Subway og Fröken Júlíu en salur félagsins er á ţriđju hćđ hússins.


Undankeppni um laust sćti á NM stúlkna fer fram í dag

Norđurlandamót stúlkna fer fram í Noregi helgina 29. apríl til 1. maí. Í yngsta flokknum, stúlkur fćddar 2003 og síđar, verđur haldin undankeppni um eitt laust sćti í stúlknalandsliđi Íslands.

Undankeppnin fer fram í Skáksambandi Íslands laugardaginn 19. mars. klukkan 14:00. Tefldar verđa sjö umferđir međ tíu mínútna umhugsunartíma. Ef keppendur verđa jafnir í efsta sćti verđur teflt um sćtiđ.


Lokamót Páskaeggjasyrpunnar fer fram á sunnudag!

Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hefur slegiđ rćkilega í gegn en mikill fjöldi krakka hefur tekiđ ţátt í mótum syrpunnar.  Í ár endurtökum viđ leikinn og međ ţessu framtaki vill T.R. í samstarfi viđ Nóa Síríus ţakka ţeim gríđarlega fjölda sem sótt hefur barna- og unglingaćfingar félagsins í vetur.

Ţriđja og lokamót syrpunnar fer fram nćstkomandi sunnudag og hefst venju samkvćmt kl. 14.  Skráningarform má finna hér ađ neđan og hafi viđkomandi bara skráđ sig í mót 1 eđa 2 er lítiđ mál ađ skrá sig aftur og velja viđeigandi mót.  Í fyrsta mótinu sigrađi Bárđur Örn Birkisson í eldri flokki en í ţeim yngri sigrađi Gunnar Erik Guđmundsson.  Í öđru mótinu sigrađi Stephan Briem í eldri flokki og Gunnar Erik Guđmundsson endurtók leikinn frá fyrsta mótinu og sigrađi í yngri flokki.  Heildarúrslit má sjáhér.

Frábćrar ađstćđur eru hjá Taflfélagi Reykjavíkur, margir reyndir ţjálfarar og félagiđ býđur eitt félaga upp á ítarlegasta námsefni sem völ er á hér á landi. Allar ćfingar og allt námsefni er frítt, ţađ ţarf bara ađ mćta og taka ţátt í ţessum stórskemmtilegu ćfingum!

Mótin í ár verđa reiknuđ til alţjóđlegra hrađskákstiga og glćsileg verđlaun eru í öllum mótunum, sem og fyrir samanlagđan árangur úr ţeim öllum.  Í hverju móti verđur síđan dregin út glćsileg skákklukka handa einum heppnum ţátttakanda.

Páskaeggjasyrpan  samanstendur af ţremur skákmótum sem haldin eru ţrjá sunnudaga fyrir páska í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12:

1. NÓA KROPP PÁSKAEGGJAMÓTIĐ. Sunnudaginn 6. mars kl. 14

2. NIZZA LAKKRÍS PÁSKAEGGJAMÓTIĐ. Sunnudaginn 13. mars kl. 14

3. NIZZA HRÍSKÚLU PÁSKAEGGJAMÓTIĐ. Sunnudaginn 20. mars kl.14

Keppt verđur í tveimur flokkum, 1-3 bekk (og yngri) og 4-10 bekk.
Sex umferđir verđa tefldar í hverju móti međ 10 mínútna umhugsunartíma á mann.
Glćsileg verđlaun eru í bođi fyrir alla hressu skákkrakkana sem taka ţátt í syrpunni!
Verđlaunapeningar fyrir ţrjú efstu sćtin í hvorum flokki á hverju páskaeggjamóti.
Stór páskaegg fyrir ţrjú efstu sćtin samanlagt úr mótunum í hvorum flokki (misstór eftir sćtum)
Allir sem taka ţátt í minnst tveimur af ţremur mótum í syrpunni fá lítiđ páskaegg í verđlaun fyrir ţátttökuna og verđa ţau veitt í lok ţriđja mótsins í syrpunni.
Dregin verđur út ein glćsileg skákklukka handa heppnum skákkrakka á hverju páskaeggjamóti!

Skráningarform

Skráđir keppendur

Taflfélag Reykjavíkur og Nói Síríus hlakka til ađ sjá ykkur á PÁSKAEGGJASYRPUNNI 2016!


Undankeppni um laust sćti á NM stúlkna fer fram á morgun

Norđurlandamót stúlkna fer fram í Noregi helgina 29. apríl til 1. maí. Í yngsta flokknum, stúlkur fćddar 2003 og síđar, verđur haldin undankeppni um eitt laust sćti í stúlknalandsliđi Íslands.

Undankeppnin fer fram í Skáksambandi Íslands laugardaginn 19. mars. klukkan 14:00. Tefldar verđa sjö umferđir međ tíu mínútna umhugsunartíma. Ef keppendur verđa jafnir í efsta sćti verđur teflt um sćtiđ.


Skammt stórra högga á milli - áskorendaflokkur hefst á ţriđjudegi - tvö sćti í landsliđsflokki í ár í bođi!

Áskorendaflokkur Íslandsmóts fer fram um páskana, 22. mars – 2. apríl nk. Teflt er í Stúkunni í Kópavogi. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissneska kerfinu. Jafnframt verđur teflt í opnum flokki sem verđur opinn fyrir skákmenn međ 1600 skákstig eđa minna. Ţar verđa tímamörki styttri og umferđir fćrri.

Keppendur međ minna en 1600 skákstig geta valiđ á milli flokka.

Verđlaun í áskorendaflokki eru sem hér segir: 

  1. 75.000 kr.
  2. 45.000 kr.
  3. 30.000 kr. 

Verđlaun í opnum flokki: 

  1. Ţrjár skákbćkur hjá bóksölu Sigurbjörns
  2. Tvćr skákbćkur hjá bóksölu Sigurbjörns
  3. Skákbók hjá bóksölu Sigurbjörns. 

Auk ţess verđi sérstök stigaverđlaun fyrir ţá sem hafa minna en 1200 stig í opnum flokki.

Verđlaun skiptast eftir Hort-kerfi séu menn efstir í verđlaunasćtum í áskorendaflokki. Tvö efstu sćtin gefa keppnisrétt í landsliđsflokki í ár sem fram fer á Seltjarnarnesi 31. maí – 11. júní nk.

Séu menn jafnir rćđur stigaútreikningur (nánar í mótsreglum hér ađ neđan). Í opnum flokki gildir stigaútreikningur um verđlaunsćti.  

Skráning

Ţátttökugjöld eru 5.000 kr. Unglingar 15 ára og yngri (1999 og síđar) og F3-félagar fá 50% afslátt. 

Í opnum flokki (sem eingöngu fyrir opinn fyrir ţá sem hafa 1600 skákstig eđa minna) eru ţátttökugjöld fyrir alla kr. 2.000. 

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Ţátttökugjöld greiđist inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409 fyrir mót.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Tímamörk

Áskorendaflokkur: 90 mínútur + 30 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúnda viđbótartími eftir hvern leik.

Opinn flokkur: 30 mínútur auk 30 sekúnda viđbótartími eftir hvern leik.

Dagskrá: 

  1. umferđ, Ţriđjudagurinn, 22. mars, kl. 18
  2. umferđ, miđvikudaginn, 23. mars, kl. 18
  3. umferđ, fimmtudagurinn (skírdagur), 24. mars, kl. 14
  4. umferđ, föstudagurinn (langi), 25. mars, kl. 14
  5. umferđ, laugardaginn, 26. mars, kl. 14
  6. umferđ, ţriđjudaginn, 29. mars, kl. 18
  7. umferđ, fimmtudaginn, 31. mars, kl. 18
  8. umferđ, föstudaginn, 1. apríl, kl. 18
  9. umferđ, laugardaginn, 2. apríl, kl. 14

Dagskrá opna flokksins verđur nánar kynnt síđar. 

Nánari mótreglur

Ef tveir eđa fleiri eru jafnir í sćti mun stigaútreikningur ráđa ferđ.

Nánar um útreikninginn:

  • Samanlagđir vinningar allra andstćđinga lagđir saman nema ţess sem hefur fćsta vinninga.
  • Samanlagđir vinningar allra andstćđinga lagđir saman.
  • Samanlagđir vinningar allra andstćđinga lagđir saman nema ţeirra tveggja sem hafa fćsta vinninga.
  • Innbyrđis úrslit  ţeirra sem eru jafnir
  • Sonneborn-Berger
  • Hrađskákeinvígi

Jafnteflisreglur 

Takmarkanir eru settar á jafnteflisbođ. Hún gengur út á ţađ ađ ekki er heimilt ađ bjóđa jafntefli fyrr en báđir keppendur hafa leikiđ 30 leiki. Á ţví má gera undantekningar sé ţráteflt en ţá verđur ađ stöđva klukku, kalla á skákstjóra og koma međ jafntefliskröfu. 

Yfirseta

Hćgt er ađ taka tvćr yfirsetur í umferđum 1-6 og fá fyrir hana hálfan vinning. Óska ţarf eftir yfirsetunni međ góđum fyrirvara og fylla út eyđublađ ţess efnis hjá skákstjóra.

Ţegar skráđir keppendur


Indverjarnir stálu senunni á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu

Gupta og Tania 2Indverjarnir Abhijeet Gupta og Tania Sadchev stálu heldur betur senunni á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu sem lauk í gćr í Hörpu. Gupta sigrađi á mótinu en Tania hlaut kvennaverđlaunin og náđi sér í áfanga ađ stórmeistaratitli.  

Gupta vann afar sanngjarnan og öruggan sigur. Sigurvegarinn sem var ađeins tíundi í stigaröđ keppenda, fékk 8,5 vinning, vann sjö skákir og leyfđi ađeins 3 jafntefli. Rússinn Dmitry Andreikin varđ annar međ 8 vinninga. Níu skákmenn, allt stórmeistarar, urđu jafnir í 3.-11. sćti.

Sjá lokastöđuna hér.

Hjörvar Steinn Grétarsson varđ efstur Íslendinga međ 7 vinninga. Guđmundur Kjartansson, Hannes Hlífar Stefánsson og Sigurđur Dađi Sigfússon voru nćstir međ 6,5 vinning.

Árngur íslenskra skákmanna má nálgast hér.

Mótiđ skilađi alls 580 skákstigum inn í íslenskt skákstigakerfi! Alexander Oliver Mai hćkkađi mest allra eđa um 142 skákstig. Ađrir sem hćkkuđu um meira en 100 skákstig voru Ţór Hjaltalín (140), Alec Elías Sigurđarson (128) og Birkir Ísak Jóhannsson (120). Ţess má geta ađ Agnar Tómas Möller, einn eigenda GAMMA, helsta styrktarađila mótsins, hćkkađi um tćp 37 stig á mótinu og hlaut 5 vinninga.

Alls tóku 235 skákmenn frá 31 landi ţátt í GAMMA Reykjavíkurskákmótinu í ár. Mikil ánćgja var međ mótshaldiđ og mótsstađinn međal hinna erlendu gesta.

Verđlaunafhending mótsins fór fram í Ráđhúsi Reykjavíkur í gćr. Ţar bauđ Ţórgnýr Thoroddsen, formađur Íţrótta- og tómstundaráđs Reykjavíkur, gesti velkomna. Tónlistaratriđiđ var í höndum Ívar Símonarson og Ástrún Friđbjörnsdóttir voru međ tónlistaratiđi.

Ívar og Ástrún

 

Verđlaunahafar urđu sem hér segir (fjárhćđ í sviga):

 Ađalverđlaun 
1Abhijeet Gupta€ 5.000
2Dmitry Andreikin€ 2.000
3Ivan Cheparinov€ 875
4Richard Rapport€ 650
5Shakhriyar Mamedyarov€ 550
6Sergei Movsesian€ 475
7Francesco Rambaldi€ 425
8Sergei Grigoariants€ 425
9Hrant Melkymyan€ 425
10Nils Grandelius€ 425
11Aryan Tari€ 250
 Unglingaverđlaun 
1Francesco Rambaldi€ 200
2Aryan Tari€ 125
3Tibor Kende Antal€ 75
 Kvennaverđlaun 
1Tania Sachdev€ 350
2Elisabeth Paehtz€ 200
3Anna-Maja Kazarian€ 125
 Stigaverđlaun 
1Alexander Oliver Mai€ 200
2Ţór Hjaltalín€ 125
3Alec Elías Sigurđarson€ 75
 2201-2400 
1Tania Sachdev€ 350
2Alezandre Vuuilleumier€ 200
3Anna-Maja Kazarian€ 125
 2001-2200 
1Michael Doughery€ 350
2Tom O´Gorman€ 200
3Örn Leó Jóhannsson€ 125
 0-2000 
 1Christopher Bak€ 350
 2 Gauti Páll Jónss€ 200
 3Lars-Henrik Bech Hansen€ 125


Myndir frá verđlaunahöfunum vćntanlegar - vonandi á morgun.


Skákţáttur Morgunblađsins: Eins og ađ tefla viđ skáksöguna – 16 ára Kópavogsbúi gerđi jafntefli viđ Beljavskí

Bárđur ađ tafliFrćgasti skákmađur 31. Reykjavíkurskákmótsins, ţar sem 235 skákmenn og konur hófu keppni í Hörpu á ţriđjudaginn, er án efa Alexander Beljavskí fćddur í Lviv í Úkraínu nú búsettur í Slóveníu. Hann varđ heimsmeistari unglinga áriđ 1973, varđ efstur á sovéska meistaramótinu ásamt Tal ári síđar en vann innbyrđis uppgjör ţeirra, tefldi á 1. borđi fyrir Sovétríkin á Ólympíumótinu í Grikklandi haustiđ 1984 ţar sem hann fékk 8 vinninga af 10 mögulegum, varđ í 2. sćti á eftir Kasparov á heimsbikarmótinu í Reykjavík haustiđ 1988 og hefur tvisvar unniđ stórmótiđ í Tilburg í seinna skiptiđ áriđ 1986 byrjađi hann á ţví ađ tapa tveim fyrstu skákum sínum. Beljavskí hefur nokkrum sinnum gert atlögu ađ heimsmeistaratitlinum. Ađ mćta honum viđ skákborđiđ er eins og ađ tefla á móti skáksögu ofanverđrar 20. aldar. Kópavogsbúinn Bárđur Örn Birkisson sem varđ 16 ára í byrjun febrúar lét orđspor ţess frćga skákmanns – og meira en 600 elo-stiga mun – ekki villa um fyrir sér og var hársbreidd frá ţví ađ leggja kappann ađ velli og sćtti sig ekki viđ jafntefli fyrr en allar tilraunir voru ţrautreyndar:

Reykjavíkurskákmótiđ; 1. umferđ:

Alexander Beljavskí – Bárđur Örn Birkisson

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. e3 e6 7. Bxc4 Bb4 8. 0-0 Rbd7 9. De2 Bg6 10. e4 0-0 11. Bd3 Bh5 12. e5 Rd5 13. Rxd5 cxd5 14. De3 He8 15. Re1 Bg6 16. Be2 Rb8!

Ţessi leikur sýnir ađ Bárđur hefur mćtt vel undirbúinn til leiks. Riddarinn stendur vel á c6 og svartur hefur fćri eftir c-línunni.

17. Db3 Rc6 18. Be3 Db6 19. Rd3 a5 20. Rxb4 Dxb4 21. Dc3 Hec8 22. Hfc1 Db6 23. Dd2 Rb4 24. Ha3 Rc2! 

G4HVDQNCLamar samspil hvítu mannanna.

25. Hc3 Dxb2 26. Hxc8+ Hxc8 27. Dxa5 h6 28. h4 Hc3! 29. Db5 Hb3 30. De8+ Kh7 31. Bf4

Kannski hefur Beljavskí ćtlađ ađ leika 31. h5 en svartur getur svarađ međ 31.... Hxe3! sem vinnur.

31.... Rxd4 32. Bf1 Hc3 33. He1 Hc2

Gott var einnig 33.... Rc6 eđa jafnvel 33.... Hh3!

34. h5 Be4?

Bárđur var orđinn tímanaumur. Best er 34....Bxh5! 35. Bd3 Bg6 36. Bxc2 Dxc2 og hvítur er varnarlaus.

35. Be3

Hann gat náđ jafntefli međ 35. Hxe4 dxe4 36. Dxf7 o.s.frv.

35.... Re2+ 36. Hxe2 Hxe2 37. Bxe2 Dxe2 38. Dxf7 

G6HVDQNG38.... Dd1+?

38.... d4! vinnur. Eina leiđin er 39. Df4 en ţá kemur 39.... Dd1+ 40. Kh2 Dxh5+ 41. Kg1 Dg6! 42. f3 dxe3 43. fxe4 De8! međ vinnings stöđu.

39. Kh2 Dg4 40. f3 Dh4+ 41. Kg1 De1+ 42. Kh2 Dh4+ 43. Kg1 De1+ 44. Kh2 Dxe3 45. fxe4 Dxe4 46. Dxe6 d4 47. Dd6 d3 48. e6 Dh4+ 49. Kg1 De1+ 50. Kh2 Dh4+ 51. Kg1 De1+ 52. Kh2 Dh4+ 53. Kg1 De1+

– Jafntefli.

Í 2. umferđ vakti einnig mikla athygli ađ Einar Valdimarsson vann sćnska stórmeistarann Nils Grandelius. Svíinn lenti í mátgildru eftir ađ hafa lengi reynt ađ vinna jafna stöđu:

 

Einar Grandelius

G6HVDQNL44. Re7+ Kg4??

Hann varđ ađ sćtta sig viđ jafntefli međ 44.... Ke5 45. Rg6+ Kf5 46. Re7+ o.s.frv.

45. Kf2! Hc1 46. h3+ Kf4 47. Rg6+! svartur er óverjandi mát, 47. .. Kf5 48. g4 mát.

Í ţriđju umferđ sem hófst snemma dags í gćr ákváđu nokkrir af okkar bestu mönnum ađ taka ˝ vinnings yfirsetu. Örn Leó Jóhannsson vann ítalska stórmeistarann Danyyil Dvirnyy og er einn fjölmargra keppenda međ 2 vinninga.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 10. mars

Skákţćttir Morgunblađsins


Indverski stórmeistarinn Abhijeet Gupta sigurvegari 31. GAMMA Reykjavíkurskákmótsins

_DSC7635

 

Abhijeet Gupta (2634) tryggđi sér sigur á 31. GAMMA Reykjavíkurskákmótinu í dag.

Indverski stórmeistarinn, Abhijeet Gupta (2634), tryggđi sér sigur á 31. GAMMA Reykjavíkurskákmótinu sem lauk í dag. Gupta hafđi vinnings forskot á nćstu menn fyrir umferđina í dag og dugđi ţví jafntefli til ţess ađ tryggja sér sigurinn. Gupta hafđi hvítt í lokaumferđinni gegn ítalska stórmeistaranum Francesco Rambaldi (2541) og ađstćđur til jafnteflis ţví allar hinar ákjósanlegustu. Gupta fór sér ađ engu óđslega og gerđu ţeir félagar stórmeistarajafntefli í ađeins 30 leikjum og er Gupta ţví einn efstur međ 8,5 vinninga af 10 mögulegum. Frammistađa Gupta verđur ađ teljast afar góđ enda ađeins sá 10 stigahćsti í mótinu.

Rússinn Dmitry Andreikin (2732) sigrađi enska stórmeistarann Gawain Jones (2645) nokkuđ örugglega í lokaumferđinni og tryggđi sér ţar međ sinn 8. vinning og 2. sćtiđ í mótinu.

Níu skákmenn eru jafnir í 3.-11. sćti međ 7.5 vinninga og ţví ljóst ađ skákstjórum mótsins bíđur ćrđiđ verkefni ađ reikna út svonefnd tie-break stig sem ráđa endanlegri niđurstöđu og skiptingu verđlauna.

_DSC7392

 

Tania Sachdev (2370) náđi afar góđum árangri 

Indverska skákdrottningin og alţjóđlegi meistarinn, Tania Sachdev (2370), náđi gríđargóđum árangri í mótinu sem skilađi henni áfanga ađ stórmeistaratitli eftir 9. umferđina sem tefld var í gćr. Í dag atti hún kappi viđ hinn ţekkta og ofursterka stórmeistara Alexander G Beliavsky (2630) og sýndi styrk sinn í verki međ nokkuđ öruggu jafntefli. Niđurstađan er ţví sú ađ Tania endar í 12.-22. sćti međ 7 vinninga og fćr fyrir vikiđ 1. verđlaun í kvennaflokki og líklega einnig í flokki keppenda međ minna en 2400 skákstig. 

_DSC6890

Hjörvar Steinn Grétarsson varđ efstur Íslendinga

Hjörvar Steinn Grétarsson (2572), yngsti stórmeistari Íslendinga, varđ efstur heimamanna međ 7 vinninga og endar í 12.-22. sćti. Árangur Hjörvars verđur ađ teljast nokkuđ góđur, enda tapađi hann ađeins einni skák, í 5. umferđ gegn ungverska ungstirninu GM Richard Rapport (2720).

Nćstir á eftir Hjörvari eru, IM Guđmundur Kjartansson (2446), GM Hannes Hlífar Stefánsson (2600) og FM Sigurđur Dađi Sigfússon (2299) međ 6,5 vinninga.

Unga kynslóđin stóđ sig frábćrlega á mótinu og rakađi inn skákstigum. Alexander Oliver Mai (1558) fór ţar fremstur í flokki og nćldi sér í 142 skákstig í umferđunum 10!, en fast á hćla hans koma fjölmargir efnilegir krakkar og unglingar sem vafalaust eiga eftir ađ láta ađ sér kveđa áđur en langt um líđur.

Nánar verđur greint frá úrslitum og verđlaunaflokkum í kvöld.

 

NafnTypStigVinnstigabr+/-
Mai Alexander Oliver U1215584,5142
Hjaltalin Thor  15804,5140,4
Enersen Eirik S. U1416895,5138,8
Sigurdarson Alec Elias U1613654128
Johannsson Birkir Isak U1213034119,6
O`Gorman Alice U1416204116,8
O`Gorman Tom U122067695,2
Lemery Jon Thor U1414954,594
Davidsson Oskar Vikingur U101628465,2
Bak Christopher  19695,564,4
Gunnarsson Helgi Petur  17373,562,4
Jonsson Gauti Pall U1619965,561,6
Lien Kjell Hakon U1620835,556
Ingebretsen Jens E U101755446,4
Valdimarsson Einar  2029545,2
Lindsoe Fredrik Aunan  2112542,8
Heidarsson Arnar U1213332,540,8
Gislason Jason Andri U1413193,539,6
Kazarian Anna-Maja U1422486,538,4
Skulason Johann  17474,538
Viktorsson Svavar  1701338
Mai Aron Thor U1417843,537,2
Moller Agnar T  1882536,6
Kristjansson Hjortur U1214883,535,2
Finsterwalder Sebastian  20955,535
Ragnarsson Heimir Pall U141527334,4
Santeramo Alessia U1620955,533,6
Thorhallsson Simon U1620925,532,4
Luu Robert U101599532,4
Kleinert Juergen  19064,532,4
Hansen Lars-Henrik Bech  19705,531,4
Tania Sachdev  2370730,5
Tan Teck Woon  14883,530,4
Giannatos Peter  2155630
Kakulidis Ellen U1818434,529,4
Segerberg Tomas  20705,528,8
Davidsson Joshua U1014112,527,2
Hoogland Mike  2087625,2
Davidsdottir Nansy U1217784,524,4
Sigurvaldason Hjalmar  14263,524,2
Johannsson Orn Leo U202194623,6
Dougherty Michael  21696,523,4
Johannesson Oliver  2177623,2
Modder Frank  19042,522,8
Abrahamyan Tatev  23246,521,8
Valtysson Thor S6019464,521,2
Berg Bo 1949 S6016643,520,8
Gupta Abhijeet  26348,520
Haraldsson Haraldur S6019884,520
Bernhard Julia  17694,520
Kristjansson Halldor Atli U121346319,6
Kravchuk Mykhaylo  U1215963,517,6
Rowan Daniel  1801416,4
Schadd Jan  S601864516
Esserman Marc  2458715,7
Thorgeirsson Jon Kristinn U162157615,6
Ruonala Robert  20484,515
Probst Alexander  20064,513,8
Haessel Dale R.  2212613
Rambaldi Francesco U1625417,512,8
Birkisson Bardur Orn U1420174,512,8
Heimisson Hilmir Freyr U1420485,512,4
Carlsen Henrik  20114,512,4
Arnalds Stefan  20074,512,4
Sigurdsson Birkir Karl U1818574,512,2
Sarkar Justin  24266,512,1
Kvamme John A  21555,512
Jameson David  21035,511
Bottema Martin  2091510,8
Antal Tibor Kende U1624066,510,7
Riccardi Thomas  2135510,2

Lokaumferđ GAMMA Reykjavíkurskákmótsins hefst kl. 11 í Hörpu - vel krydduđ indversk veisluđ

Gupta kampakátur

Keppendur á GAMMA Reykjavíkurskákmótsins taka lokadaginn snemma á mótinu en lokaumferđ mótsins hefst núna kl. 11. Indverskir skákmenn hafa stoliđ athygli á mótinu Abhijeet Gupta er efstur á mótinu og skákdrottningin Tania Sadchev hefur náđ stórmeistaraáfanga á mótinu. 

_DSC7392

Fimm skákmenn geta náđ Gupta ađ vinningum tapi Indverjinn. Ţađ eru Búlgarinn Cheparinov, Englendingurinn Jones, Aserinn Mamedyarov, Rússinn Andreikin og Ítalinn ungi Rambaldi en sá er ađeins 16 ára og mćtir Gupta í lokaumferđinni.

Gupta, Kristján Örn og Grandelius

Guđmundur Kjartansson er efstur Íslendinga međ 6,5 vinning og er í 7.-20. sćti. Hjörvar Steinn Grétarsson, Bragi Ţorfinnsson og Stefán Kristjánsson eru nćstir Íslendinga međ 6 vinninga.

_DSC7357

Ungstirniđ, Awonder Liang, sem er ađeins 12 ára, er heldur betur ađ slá í gegn og vann Henrik Danielsen í dag og hefur 6,5 vinning. Hann er sem stendur yngsti alţjóđlegi meistari heims. Liang teflir viđ Sergei Movsesian í dag

Helstu viđureignir toppbaráttunnar:

  • Gupta (8) - Rambaldi (7)
  • Mamedyarov (7) - Cheparinov (7)
  • Andreikin (7) - Jones (7)
  • Movsesian (6,5) - Awonder Liang (6,5)
  • Tania Sadchev (6,5) - Alexander Beliavsky (6,5)

Helstu viđureignir Íslendinga:

  • Guđmundur Kjartansson - Nils Grandelius
  • Gabriel Sargassian - Bragi Ţorfinnsson
  • Korley Kassa - Hjörvar Steinn Grétarsson
  • Stefán Kristjánsson - Thorben Koop

 

 

 


Frábćr frammistađa Vignis Vatnars í Stokkhólmi

226_Vignir_Vatnar_Stefansson-1-650x650_c

Vignir Vatnar Stefánsson (2228) tók ţátt fyrir skemmstu ţátt í alţjóđlegu móti í Stokkhólmi í Svíţjóđ. Vignir stóđ sig afar vel og hlaut 4 vinninga í 9 skákum. Frammistađa hans samsvarađi 2303 skákstigum og hćkkađi hann um 35 skákstigum fyrir hana.

Úrslit Vignis má nálgast á Chess-Results.

Heimasíđa mótsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.6.): 24
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 172
  • Frá upphafi: 8766443

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 112
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband