Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2016

Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák hófst í gćr

áskorendaflokkur
Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák hófst í gćr í Stúkunni viđ Kópavogsvöll. Flokkurinn er vel skipađur en 12 skákmenn hafa meira en 2000 skákstig. Án efa verđur hart barist um sćtin tvo í landsliđsflokki sem í bođi eru.

Ekkert varđ um óvćnt úrslit ţar sem allir hinir stigahćgri unnu hina stigalćgri. Sumir ţurftu ţó ađ hafa mjög mikiđ fyrir hlutunum og má ţar nefna Jón Trausta Harđarson (2058) sem var ljónheppinn ađ vinna Alec Sigurarđarson (1365). 

Úrslit fyrstu umferđar má finna hér.

Önnur umferđ fer fram og hefst kl. 18. Ţá mćtast međal annars: 

  • Dagur Ragnarsson (2243) - Björgvin Víglundsson (2164)
  • Jón Hrausti Harđarson (2058) - Vignir Vatnar Stefánsson (2228)
  • Ţorvarđur F. Ólafsson (2195) - Stefán Arnalds (2007)

Röđun 2. umferđar má finna hér.

Áhorfendur eru velkomnir í Stúkuna. Ţar eru mjög góđar ađstćđar fyrir skákáhugamenn. Međal annars hefur Birnukaffi flutt sig tímabundiđ um set og hćgt ađ kaupa ljúffengur vöfflur í Stúkunni


Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins fer fram í dag

Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verđur haldiđ í Víkinni Víkingsheimilinu miđvikudaginn 23. mars. Tefldar verđa 6. umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á mann og hefst mótiđ kl. 17.15. Allir krakkar eru velkomnir og ţátttaka er ókeypis. Keppt verđur ţrem flokkum: Flokki fćddra 2000-2005, flokki fćddra 2006-7 og flokki fćddra 2008 og yngri (flokkaskipting er í vinnslu).

Allir fá páskaegg fyrir framistöđu sína og  ţátttaka í mótinu er ókeypis.  Barna og unglingaćfingar Víkingaklúbbsins verđa vikulega á miđvikudögum fram á sumar.

ATH:  Nauđsynlegt er ađ skrá sig (nafn og fćđingarár) til ađ tryggja ţátttöku.

Skráning á mótiđ fer fram á Skák.is (guli kassinn efst)

Heimilisfang hér:

Knattspyrnufélagiđ Víkingur
Trađarlandi 1, 108 Reykjavík


Salaskóli Íslandsmeistari barnaskólasveita í 1.-3. bekk

IMG 010022 sveitir mćttu til keppni á Íslandsmóti barnaskólasveita 1.-3.bekk sem haldiđ var í fyrsta skipti í ár. Áđur hafđi einungis veriđ keppt í flokki 7.bekkinga og yngri, en ţá áttu ţeir sem voru í yngstu bekkjunum viđ ofurefli ađ etja.

Ađalhvatamađurinn ađ ţessu nýja og velheppnađa fyrirkomulagi var Lenka Ptachnikova skákkennari Álfhólsskóla.

Mótiđ var haldiđ í Stúkunni viđ Kópavogsvöll og teflt á tveim hćđum. Á efri hćđinni tefldu A liđin og á jarđhćđinni tefldu B-E liđin. Skákdeild Breiđabliks sá um mótshaldiđ. 

Stúlknaliđ frá Grunnskólanum í Grindavík byrjađi mjög vel og var í efsta sćtinu eftir fyrri hlutann međ 10 vinninga af 12 mögulegum. Í nćstu umferđum fóru sterkustu sveitirnar ađ mćtast og jafnađist ţá leikurinn til muna. Segja má ađ minnsta kosti fimm sveitir hafi átt góđan möguleika á titlinum ţegar tvćr umferđir voru eftir. Salaskóli nýtti sínar lokaviđureignir best og stóđ ađ lokum uppi sem verđskuldađur sigurvegari.

Sveitin var skipuđ ţeim Gunnari Erik Guđmundssyni, Brynjari Emil Kristjánssyni, Kjartani Sigurjónssyni og Dađa Fannari Hlífarssyni. 

Röđ efstu sveita

  • 1. Salaskóli  18 vinninga
  • 2. Hörđuvallaskóli 16 vinninga
  • 3.-4. Álfhólsskóli og Grunnskóli Grindavíkur 15 vinninga

Borđaverđlaun a-sveita

  • Bestur árangur á 1.borđi: Adam Omarsson Háteigsskóli 6 af 6
  • Bestur árangur á 2.borđi: Brynjar Emil Kristjánsson Salaskóla og Fannar Smári Jóhannsson Hörđuvallaskóla 5 af 6
  • Bestur árangur á 3.borđi: Kjartan Sigurjónsson Salaskóla 5 af 6
  • Bestur árangur á 4.borđi: Bjarki Steinn Guđlaugsson Hörđuvallaskóla 6 af 6

Bestu b-e liđin 

  • Besta B-liđiđ: Salaskóli
  • Besta C-liđiđ: Salaskóli
  • Besta D-liđiđ: Salaskóli
  • Besta E-liđiđ: Álfhólsskóli


Borđaverđlaun b-e liđa 

  • Bestur árangur á 1.borđi B-E liđa: Katrín María Jónsdóttir Salaskóla C-sveit 6 af 6
  • Bestur árangur á 2.borđi B-E liđa: Gunnar Ţór Guđmundsson Salaskóla B-sveit 5 af 6
  • Bestur árangur á 3.borđi B-E liđa: Magnús Ingi Gunnarsson Salaskóla B-sveit og Vuk Alexander Dorovic Álfhólsskóla B-sveit 5 af 6
  • Bestur árangur á 4.borđi B-E liđa: Ólafur Fannar Pétursson Salaskóla B-sveit 6 af 6

 

Til margra ára hefur mikiđ skáklíf veriđ í Salaskóla og ánćgjulegt hve mikil breidd skákkrakka kemur ţađan. Heiđurinn af ţessu mikla árangri á Tómas Rasmus. Ţađ er nefnilega töff ađ tefla í Salaskóla !

Mótinu lauk međ pizzuveislu og skólastjóri Skákskólans og stórmeistarinn Helgi Ólafsson kom og afhenti verđlaun. Ţađ var vel viđ hćfi ţví hann hefur tekiđ viđ efnilegustu skólanemendunum í Kópavogi undanfarin ár og byggt ţá upp í ađ verđa gríđarlega sterka skákmenn. Ţetta hefur gerst undir hatti Skákakademíu Kópavogs í stúkunni viđ Kópavogsvöll. 

Skákstjórar voru Halldór Grétar Einarsson og Stefán Bergsson

Nánari úrslit A liđ: http://chess-results.com/tnr212993.aspx?lan=1&art=0&rd=6&wi=821

Nánari úrslit B-D liđ: http://www.chess-results.com/tnr213381.aspx?lan=1&art=0&turdet=YES&wi=821


Skákmót öđlinga hefst 30. mars

Skákmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 30. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik.
Skákmót öđlinga verđur nú haldiđ í 25. sinn. Núverandi Skákmeistari öđlinga er Einar Valdimarsson.

Dagskrá:
1. umferđ miđvikudag 30. mars kl. 19.30
2. umferđ miđvikudag 6. apríl kl. 19.30
3. umferđ miđvikudag 13. apríl kl. 19.30
4. umferđ miđvikudag 20. apríl kl. 19.30
5. umferđ miđvikudag 27. apríl kl. 19.30
6. umferđ miđvikudag 4. maí kl. 19.30
7. umferđ miđvikudag 11. maí kl. 19.30

Mótinu lýkur miđvikudaginn 18. maí kl. 19:30 međ hrađskákmóti og verđlaunaafhendingu. Keppt er um veglegan farandbikar, en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í ađalmótinu og hrađskákmótinu.

Ţátttökugjald er kr. 5.000 fyrir ađalmótiđ og kr. 500 fyrir hrađskákmótiđ. Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ ásamt rjómavöfflum og öđru góđgćti á lokakvöldi.

Skráningarform

Skráđir keppendur


Áskorendaflokkur hefst kl. 18 í Stúkunni - tvo sćti í sterkum landsliđsflokki í bođi!

Áskorendaflokkur Íslandsmóts fer fram um páskana, 22. mars – 2. apríl nk. Teflt er í Stúkunni í Kópavogi. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissneska kerfinu. Jafnframt verđur teflt í opnum flokki sem verđur opinn fyrir skákmenn međ 1600 skákstig eđa minna. Ţar verđa tímamörki styttri og umferđir fćrri.

Keppendur međ minna en 1600 skákstig geta valiđ á milli flokka.

Verđlaun í áskorendaflokki eru sem hér segir: 

  1. 75.000 kr.
  2. 45.000 kr.
  3. 30.000 kr. 

Verđlaun í opnum flokki: 

  1. Ţrjár skákbćkur hjá bóksölu Sigurbjörns
  2. Tvćr skákbćkur hjá bóksölu Sigurbjörns
  3. Skákbók hjá bóksölu Sigurbjörns. 

Auk ţess verđi sérstök stigaverđlaun fyrir ţá sem hafa minna en 1200 stig í opnum flokki.

Verđlaun skiptast eftir Hort-kerfi séu menn efstir í verđlaunasćtum í áskorendaflokki. Tvö efstu sćtin gefa keppnisrétt í landsliđsflokki í ár sem fram fer á Seltjarnarnesi 31. maí – 11. júní nk.

Séu menn jafnir rćđur stigaútreikningur (nánar í mótsreglum hér ađ neđan). Í opnum flokki gildir stigaútreikningur um verđlaunsćti.  

Skráning

Ţátttökugjöld eru 5.000 kr. Unglingar 15 ára og yngri (1999 og síđar) og F3-félagar fá 50% afslátt. 

Í opnum flokki (sem eingöngu fyrir opinn fyrir ţá sem hafa 1600 skákstig eđa minna) eru ţátttökugjöld fyrir alla kr. 2.000. 

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Ţátttökugjöld greiđist inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409 fyrir mót.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Tímamörk

Áskorendaflokkur: 90 mínútur + 30 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúnda viđbótartími eftir hvern leik.

Opinn flokkur: 30 mínútur auk 30 sekúnda viđbótartími eftir hvern leik.

Dagskrá: 

  1. umferđ, Ţriđjudagurinn, 22. mars, kl. 18
  2. umferđ, miđvikudaginn, 23. mars, kl. 18
  3. umferđ, fimmtudagurinn (skírdagur), 24. mars, kl. 14
  4. umferđ, föstudagurinn (langi), 25. mars, kl. 14
  5. umferđ, laugardaginn, 26. mars, kl. 14
  6. umferđ, ţriđjudaginn, 29. mars, kl. 18
  7. umferđ, fimmtudaginn, 31. mars, kl. 18
  8. umferđ, föstudaginn, 1. apríl, kl. 18
  9. umferđ, laugardaginn, 2. apríl, kl. 14

Dagskrá opna flokksins verđur nánar kynnt síđar. 

Nánari mótreglur

Ef tveir eđa fleiri eru jafnir í sćti mun stigaútreikningur ráđa ferđ.

Nánar um útreikninginn:

  • Samanlagđir vinningar allra andstćđinga lagđir saman nema ţess sem hefur fćsta vinninga.
  • Samanlagđir vinningar allra andstćđinga lagđir saman.
  • Samanlagđir vinningar allra andstćđinga lagđir saman nema ţeirra tveggja sem hafa fćsta vinninga.
  • Innbyrđis úrslit  ţeirra sem eru jafnir
  • Sonneborn-Berger
  • Hrađskákeinvígi

Jafnteflisreglur 

Takmarkanir eru settar á jafnteflisbođ. Hún gengur út á ţađ ađ ekki er heimilt ađ bjóđa jafntefli fyrr en báđir keppendur hafa leikiđ 30 leiki. Á ţví má gera undantekningar sé ţráteflt en ţá verđur ađ stöđva klukku, kalla á skákstjóra og koma međ jafntefliskröfu. 

Yfirseta

Hćgt er ađ taka tvćr yfirsetur í umferđum 1-6 og fá fyrir hana hálfan vinning. Óska ţarf eftir yfirsetunni međ góđum fyrirvara og fylla út eyđublađ ţess efnis hjá skákstjóra.

Ţegar skráđir keppendur


Karjakin og Anand efstir á áskorendamótinu

Mikil spenna er á áskorendamótinu í Moskvu en níunda umferđ fór fram í dag. Anand er nú kominn í 1.-2. sćti ásamt Karjakin eftir sigur á Aronian í dag. Caruana, sem vann Nakamura í gćr, er í 3.-4 sćti ásamt Aronian. Jafnteflisvélin Giri er fimmti á mótinu.

Frídagur er í morgun vegna upphafs áskorendaflokks Skákţings Íslands. Mótinu verđur framahaldiđ međ tíundu umferđ á miđvikudag.

 

Stađan:

Clipboard02

 


Landsliđsflokkur Skákţings Íslands fer fram 31. maí - 11. júní á Seltjarnarnesi

Landsliđsflokkur Skákţings Íslands fer fram 31. maí - 11. júní nk í Tónlistarskóla Seltjarnarness. Alls tefla 12 skákmenn, allir viđ alla. Stjórn SÍ hefur sent bođ til ţeirra sem hafa beinan keppnisrétt og stendur ţađ bođ til 2 apríl nk.

Eftirtaldir hafa fengiđ bođ um ţátttöku:

Landsliđsflokkur 2015

1. GM Héđinn Steingrímsson (2567)
2. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2572)
3. GM Hannes Hlífar Stefánsson (2600)

Áskorendaflokkur 2015

4. FM Guđmundur Gíslason (2338)

Áskorendaflokkur 2016

5. Skýrist 2. apríl
6. Skýrist 2. apríl

Unglingameistari Íslands 2015

7. Örn Leó Jóhannsson (2194)

Skákstig

8. GM Helgi Ólafsson (2546)
9. GM Jóhann Hjartarson (2541)
10. GM Margeir Pétursson (2509)

Bođssćti

11. GM Jón L. Árnason (2493)
12. GM Henrik Danielsen (2488)

Stjórn SÍ ákvađ á stjórnarfundi í kvöld röđ ţriggja fyrstu varamanna í flokkinn viđ forföll ofangreindra

Varamenn:

1. IM Guđmundur Kjartansson (2446)
2. GM Stefán Kristjánsson (2478)
3. IM Jón Viktor Gunnarsson (2460)


Páskaeggjum rigndi á fjölmennu lokamóti Páskaeggjasyrpunnar!

Mot3-27-1024x683Páskeggjasyrpu Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur lauk í dag en ţá fór fram ţriđja og lokamót syrpunnar.  Frábćr mćting var í höllina enda mikiđ undir.  Ekki var einungis hörđ baraátta um sigur í lokamótinu heldur var einnig og ekki síđur undir sigur samanlagt í syrpunni.  Margir kassar fullir af gómsćtum páskaeggjum frá Nóa biđu ţess ađ verđa opnađir í mótslok fyrir alla hressu skákkrakkana sem hafa fjölmennt á mótaröđina og gert hana ađ einum skemmtilegasta skákviđburđi hvers árs.

Í yngri flokki fór Batel Mirion algjörlega á kostum og sigrađi alla andstćđinga sína örugglega.  Batel sem sigrađi einnig í gćr undankeppni um laust sćti á Norđurlandamótiđ í skák hefur vakiđ mikla athygli á syrpunni fyrir frábćra og agađa taflmennsku.  Í öđru sćti varđ annađ mikiđ skákefni, Gunnar Erik Guđmundsson en hann sigrađi á fyrstu tveimur mótum syrpunnar.  Hann hlaut 5 vinninga líkt og Elsa Kristín Arnaldardóttir en var sjónarmun fyrir ofan á stigum.  Fjölmargar stúlkur tóku ţátt í yngri flokk syrpunnar í ár, flestar frá TR og er rós í hnappagat Sigurlaugar Friţjófsdóttur sem hefur byggt upp fjölmennan og sterkan hóp stúlkna sem sćkja reglulega ćfingar hjá félaginu.

Gunnar Erik sigrađi samanlagt í syrpunni eftir frábćran árangur í tveimur fyrstu mótunum.  Sigur Batel í lokamótinu fleytti henni upp í annađ sćtiđ samanlagt og ţriđji varđ svo Adam Omarsson.  Keppnin um sigurinn samanlagt var geysihörđ og margir krakkar ađ sýna mjög góđa talflmennsku.  Framtíđin er ţví björt í skákinni hjá yngstu iđkendunum.

Í eldri flokki var ekki síđur hart barist um sigur.  “Ţungaviktarskákmennirnir” sem margir gátu ekki tekiđ ţátt í öđru mótinu ţar sem ţeir voru uppteknir á Reykjavíkurskákmótinu mćttu nú allir til leiks gráir fyrir járnum.  Úrslitin réđust í ćvintýralegum klukkubarningi tveggja efstu manna í lokaumferđinni en ţar áttust viđ félagarnir Björn Hólm Birkisson og Vignir Vatnar Stefánsson.  Ţar hafđi Björn betur og sigrađi mótiđ međ fullu húsi.  Tapiđ kostađi Vigni verđlaunasćti, ţví Jón Ţór Lemery, Dawid Kolka og Bárđur Örn Birkisson skutust upp fyrir hann međ sigrum í lokaumferđinni.  Allir komu ţeir í mark međ 5 vinninga ţar sem Jón Ţór hafđi silfriđ eftir stigaútreikning.  Ţriđja varđ svo Dawid Kolka.  Freyja Birkisdóttir sigrađi stúlknaflokkinn međ 3 vinninga.

Stephan Briem sem sigrađi á öđru móti syrpunnar stóđ sig vel í lokamótinu sem tryggđi honum sigur samanlagt í syrpunni.  Ađrir tveir ungir strákar, Sćmundur Árnason og Árni Ólafsson urđu í öđru og ţriđja sćti

Í lokin voru dregin út nokkur stór og gómsćt páskaegg í happdrćtti og samkvćmt venju, einnig ein skákklukka.  Allir krakkarnir fóru svo í röđ sem náđi allan hringinn í salnum til ađ taka viđ litlu páskaeggi sem ţakklćtisvott fyrir ţátttökuna.

Líkt og undanfarin ár var ţátttakan í syrpunni frábćr en hátt í hundrađ krakkar tóku ţátt í einhverju mótanna ţriggja.  Birna stóđ vaktina í Birnukaffi enda nauđsynlegt ađ fylla á tankinn milli umferđa ţegar baráttan er jafnhörđ og raun bar vitni.

Taflfélag Reykjavíkur óskar vinningshöfum til hamingju međ árangurinn og ţakkar öllum sem tóku ţátt.  Sérstakar ţakkir fćr Nói Síríus fyrir frábćran stuđning!   Gleđilega páska!

Úrslit í öllum mótum syrpunnar má nálgast hér

Myndskreytta frásögn má nálgast á heimasíđu TR.


Áskorendaflokkur hefst á morgun - tvo sćti í bođi í landsliđsflokki

Áskorendaflokkur Íslandsmóts fer fram um páskana, 22. mars – 2. apríl nk. Teflt er í Stúkunni í Kópavogi. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissneska kerfinu. Jafnframt verđur teflt í opnum flokki sem verđur opinn fyrir skákmenn međ 1600 skákstig eđa minna. Ţar verđa tímamörki styttri og umferđir fćrri.

Keppendur međ minna en 1600 skákstig geta valiđ á milli flokka.

Verđlaun í áskorendaflokki eru sem hér segir: 

  1. 75.000 kr.
  2. 45.000 kr.
  3. 30.000 kr. 

Verđlaun í opnum flokki: 

  1. Ţrjár skákbćkur hjá bóksölu Sigurbjörns
  2. Tvćr skákbćkur hjá bóksölu Sigurbjörns
  3. Skákbók hjá bóksölu Sigurbjörns. 

Auk ţess verđi sérstök stigaverđlaun fyrir ţá sem hafa minna en 1200 stig í opnum flokki.

Verđlaun skiptast eftir Hort-kerfi séu menn efstir í verđlaunasćtum í áskorendaflokki. Tvö efstu sćtin gefa keppnisrétt í landsliđsflokki í ár sem fram fer á Seltjarnarnesi 31. maí – 11. júní nk.

Séu menn jafnir rćđur stigaútreikningur (nánar í mótsreglum hér ađ neđan). Í opnum flokki gildir stigaútreikningur um verđlaunsćti.  

Skráning

Ţátttökugjöld eru 5.000 kr. Unglingar 15 ára og yngri (1999 og síđar) og F3-félagar fá 50% afslátt. 

Í opnum flokki (sem eingöngu fyrir opinn fyrir ţá sem hafa 1600 skákstig eđa minna) eru ţátttökugjöld fyrir alla kr. 2.000. 

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Ţátttökugjöld greiđist inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409 fyrir mót.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Tímamörk

Áskorendaflokkur: 90 mínútur + 30 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúnda viđbótartími eftir hvern leik.

Opinn flokkur: 30 mínútur auk 30 sekúnda viđbótartími eftir hvern leik.

Dagskrá: 

  1. umferđ, Ţriđjudagurinn, 22. mars, kl. 18
  2. umferđ, miđvikudaginn, 23. mars, kl. 18
  3. umferđ, fimmtudagurinn (skírdagur), 24. mars, kl. 14
  4. umferđ, föstudagurinn (langi), 25. mars, kl. 14
  5. umferđ, laugardaginn, 26. mars, kl. 14
  6. umferđ, ţriđjudaginn, 29. mars, kl. 18
  7. umferđ, fimmtudaginn, 31. mars, kl. 18
  8. umferđ, föstudaginn, 1. apríl, kl. 18
  9. umferđ, laugardaginn, 2. apríl, kl. 14

Dagskrá opna flokksins verđur nánar kynnt síđar. 

Nánari mótreglur

Ef tveir eđa fleiri eru jafnir í sćti mun stigaútreikningur ráđa ferđ.

Nánar um útreikninginn:

  • Samanlagđir vinningar allra andstćđinga lagđir saman nema ţess sem hefur fćsta vinninga.
  • Samanlagđir vinningar allra andstćđinga lagđir saman.
  • Samanlagđir vinningar allra andstćđinga lagđir saman nema ţeirra tveggja sem hafa fćsta vinninga.
  • Innbyrđis úrslit  ţeirra sem eru jafnir
  • Sonneborn-Berger
  • Hrađskákeinvígi

Jafnteflisreglur 

Takmarkanir eru settar á jafnteflisbođ. Hún gengur út á ţađ ađ ekki er heimilt ađ bjóđa jafntefli fyrr en báđir keppendur hafa leikiđ 30 leiki. Á ţví má gera undantekningar sé ţráteflt en ţá verđur ađ stöđva klukku, kalla á skákstjóra og koma međ jafntefliskröfu. 

Yfirseta

Hćgt er ađ taka tvćr yfirsetur í umferđum 1-6 og fá fyrir hana hálfan vinning. Óska ţarf eftir yfirsetunni međ góđum fyrirvara og fylla út eyđublađ ţess efnis hjá skákstjóra.

Ţegar skráđir keppendur


Páskaeggjamót Hugins fer fram í dag

Páskaeggjamót Hugins verđur haldiđ í 24. sinn mánudaginn 21. mars 2016, og hefst tafliđ kl. 17, ţ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsćfingar. Páskaeggjamótiđ kemur í stađ mánudagsćfingar. Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Mótiđ er opiđ öllum krökkum á grunnskólaaldri.

Allir ţátttakendur keppa í einum flokki en verđlaun verđa veitt í tveimur ađskildum flokkum. Páskaegg verđa í verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í eldri flokki (fćddir 2000 – 2003) og yngri flokki (fćddir 2004 og síđar). Sá sem er efstur í hverjum árgangi fćr einnig páskaegg sem og efstu ţrjár stúlkurnar á mótinu. Ađ auki verđa tvö páskaegg dregin út. Enginn fćr ţó fleiri en eitt páskaegg. Lítiđ páskaegg verđur svo fyrir ţá sem ekki vinna til verđlauna.

Páskaeggjamótiđ verđur haldiđ í félagsheimili Hugins í  Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangur er milli Subway og Fröken Júlíu en salur félagsins er á ţriđju hćđ hússins.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 149
  • Frá upphafi: 8765253

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband