Leita í fréttum mbl.is

Páskaeggjum rigndi á fjölmennu lokamóti Páskaeggjasyrpunnar!

Mot3-27-1024x683Páskeggjasyrpu Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur lauk í dag en ţá fór fram ţriđja og lokamót syrpunnar.  Frábćr mćting var í höllina enda mikiđ undir.  Ekki var einungis hörđ baraátta um sigur í lokamótinu heldur var einnig og ekki síđur undir sigur samanlagt í syrpunni.  Margir kassar fullir af gómsćtum páskaeggjum frá Nóa biđu ţess ađ verđa opnađir í mótslok fyrir alla hressu skákkrakkana sem hafa fjölmennt á mótaröđina og gert hana ađ einum skemmtilegasta skákviđburđi hvers árs.

Í yngri flokki fór Batel Mirion algjörlega á kostum og sigrađi alla andstćđinga sína örugglega.  Batel sem sigrađi einnig í gćr undankeppni um laust sćti á Norđurlandamótiđ í skák hefur vakiđ mikla athygli á syrpunni fyrir frábćra og agađa taflmennsku.  Í öđru sćti varđ annađ mikiđ skákefni, Gunnar Erik Guđmundsson en hann sigrađi á fyrstu tveimur mótum syrpunnar.  Hann hlaut 5 vinninga líkt og Elsa Kristín Arnaldardóttir en var sjónarmun fyrir ofan á stigum.  Fjölmargar stúlkur tóku ţátt í yngri flokk syrpunnar í ár, flestar frá TR og er rós í hnappagat Sigurlaugar Friţjófsdóttur sem hefur byggt upp fjölmennan og sterkan hóp stúlkna sem sćkja reglulega ćfingar hjá félaginu.

Gunnar Erik sigrađi samanlagt í syrpunni eftir frábćran árangur í tveimur fyrstu mótunum.  Sigur Batel í lokamótinu fleytti henni upp í annađ sćtiđ samanlagt og ţriđji varđ svo Adam Omarsson.  Keppnin um sigurinn samanlagt var geysihörđ og margir krakkar ađ sýna mjög góđa talflmennsku.  Framtíđin er ţví björt í skákinni hjá yngstu iđkendunum.

Í eldri flokki var ekki síđur hart barist um sigur.  “Ţungaviktarskákmennirnir” sem margir gátu ekki tekiđ ţátt í öđru mótinu ţar sem ţeir voru uppteknir á Reykjavíkurskákmótinu mćttu nú allir til leiks gráir fyrir járnum.  Úrslitin réđust í ćvintýralegum klukkubarningi tveggja efstu manna í lokaumferđinni en ţar áttust viđ félagarnir Björn Hólm Birkisson og Vignir Vatnar Stefánsson.  Ţar hafđi Björn betur og sigrađi mótiđ međ fullu húsi.  Tapiđ kostađi Vigni verđlaunasćti, ţví Jón Ţór Lemery, Dawid Kolka og Bárđur Örn Birkisson skutust upp fyrir hann međ sigrum í lokaumferđinni.  Allir komu ţeir í mark međ 5 vinninga ţar sem Jón Ţór hafđi silfriđ eftir stigaútreikning.  Ţriđja varđ svo Dawid Kolka.  Freyja Birkisdóttir sigrađi stúlknaflokkinn međ 3 vinninga.

Stephan Briem sem sigrađi á öđru móti syrpunnar stóđ sig vel í lokamótinu sem tryggđi honum sigur samanlagt í syrpunni.  Ađrir tveir ungir strákar, Sćmundur Árnason og Árni Ólafsson urđu í öđru og ţriđja sćti

Í lokin voru dregin út nokkur stór og gómsćt páskaegg í happdrćtti og samkvćmt venju, einnig ein skákklukka.  Allir krakkarnir fóru svo í röđ sem náđi allan hringinn í salnum til ađ taka viđ litlu páskaeggi sem ţakklćtisvott fyrir ţátttökuna.

Líkt og undanfarin ár var ţátttakan í syrpunni frábćr en hátt í hundrađ krakkar tóku ţátt í einhverju mótanna ţriggja.  Birna stóđ vaktina í Birnukaffi enda nauđsynlegt ađ fylla á tankinn milli umferđa ţegar baráttan er jafnhörđ og raun bar vitni.

Taflfélag Reykjavíkur óskar vinningshöfum til hamingju međ árangurinn og ţakkar öllum sem tóku ţátt.  Sérstakar ţakkir fćr Nói Síríus fyrir frábćran stuđning!   Gleđilega páska!

Úrslit í öllum mótum syrpunnar má nálgast hér

Myndskreytta frásögn má nálgast á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 143
  • Frá upphafi: 8765549

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 116
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband