Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2016

Skákmót öđlinga hefst á miđvikudaginn

Skákmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 30. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik.
Skákmót öđlinga verđur nú haldiđ í 25. sinn. Núverandi Skákmeistari öđlinga er Einar Valdimarsson.

Dagskrá:
1. umferđ miđvikudag 30. mars kl. 19.30
2. umferđ miđvikudag 6. apríl kl. 19.30
3. umferđ miđvikudag 13. apríl kl. 19.30
4. umferđ miđvikudag 20. apríl kl. 19.30
5. umferđ miđvikudag 27. apríl kl. 19.30
6. umferđ miđvikudag 4. maí kl. 19.30
7. umferđ miđvikudag 11. maí kl. 19.30

Mótinu lýkur miđvikudaginn 18. maí kl. 19:30 međ hrađskákmóti og verđlaunaafhendingu. Keppt er um veglegan farandbikar, en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í ađalmótinu og hrađskákmótinu.

Ţátttökugjald er kr. 5.000 fyrir ađalmótiđ og kr. 500 fyrir hrađskákmótiđ. Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ ásamt rjómavöfflum og öđru góđgćti á lokakvöldi.

Skráningarform

Skráđir keppendur


Sviptingar á áskorendamótinu - Caruana og Anand efstir

Ţađ eru gríđarlegar sviptingar á áskorendamótinu í Moskvu og nýir menn í forystu eftir nánast hverja umferđ. Ţađ breyttist ekki í dag. Caruana (2794) er sem fyrr efstur en Anand (2762) jafnađi hann ađ vinningum međ góđum sigri á Karjakin (2760) sem var efstur ásamt Kananum fyrir umferđina.

Svidler vann (2757) vann svo Aronian (2786) en öđrum skákum lauk međ jafntefli. Anish Giri (2793) gerđi sitt ellefta jafntefli í jafn mörgum skákum. 

Sex keppendur af átta eru á eins vinnings bili og eiga ţví enn möguleika á ađ sigra á mótinu. Ađeins Nakamura og Topalov eru úr leik.

Tólfta umferđ af fjórtán hefst kl. 12 á morgun. Ţá tefla Nakamura-Anand, Caruana-Aronian, Karjakin-Topalov og Svidler-Giri.

Stađan (tvíklikka til ađ stćkka töflu)

Áskoenda-stađan

 


Björgvin og Jóhann efstir í áskorendaflokki

áskorendaflokkur2

Björgvin Víglundsson (2164) og Jóhann Ingvason (2171) eru efstir međ fullt hús ađ lokinni ţriđju umferđ áskorendaflokks Íslandsmótsins sem fram fór í dag. Athyglisvert í ljósi ţess ađ ţeir eru ađeins nr. 8 og 9 í stigaröđ keppenda. Björgvin vann Ţorvarđ F. Ólafsson (2195) en Jóhann lagđi Jón Trausta Harđarson (2058) ađ velli. Oliver Aron Jóhannesson (2177) er ţriđji međ 2,5 vinning. Níu skákmenn hafa 2 vinninga.

Stöđu mótsins má finna hér.

Sem fyrr er nokkuđ um óvćnt úrslit. Gauti Páll Jónsson (1996) mátti teljast ljónheppinn ađ halda jafntefli gegn Alexander Oliver Mai (1558).

Úrslit 3. umferđar má finna hér.

Fjórđa umferđ fer fram á morgun. Ţá mćtast Jóhann og Oliver Aron á fyrsta borđi og verđur sú skák sýnd beint. Međal annarra viđureigna má nefna Davíđ Kjartansson - Torfi Leósson (2175), Dagur Ragnarsson (2243) - Jón Trausti og Lenka Ptácníková (2192) - Vignir Vatnar Stefánsson (2228). Björgvin tekur sér yfirsetu á morgun og fćr fyrir hana hálfan vinning.

Pörun 4. umferđar, sem hefst kl. 14 á morgun, má finna hér.

Áhorfendur eru velkomnir í Stúkuna. Ţar eru mjög góđar ađstćđar fyrir skákáhugamenn. Međal annars hefur Birnukaffi flutt sig tímabundiđ um set og hćgt ađ kaupa ljúffengur vöfflur í Stúkunni.

Skák Jóhanns og Olivers verđur ađ finna hér (tengill virkur rétt fyrir skák)


Fimmta mót Bikarsyrpunnar fer fram helgina 1.-3. apríl

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram ţegar fimmta mót syrpunnar fer fram helgina 1.-3. aprílog hefst fyrsta umferđ föstudaginn 1. apríl kl. 17.30. Mótum syrpunnar hefur veriđ fjölgađ og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ćtluđ börnum á grunnskólaaldri (fćdd 2000 og síđar) sem ekki hafa náđ 1600 skákstigum. Ţar međ gefst ţeim tćkifćri til ađ nćla sér í alţjóđleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuđ eru fyrir ţau.

Tefldar eru 5 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo viđ leggjum ćtíđ áherslu á ađ krakkarnir vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Mótiđ er sérstaklega hugsađ fyrir krakka sem hafa sótt skákćfingar TR (og/eđa annarra taflfélaga) reglulega síđastliđinn vetur eđa lengur. Ţađ er gott ađ byrja sem fyrst ađ keppa á kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim krökkum sem vilja tefla á “alvöru mótum” mestmegnis stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunurinn oft mikill, mótin taka langan tíma, auk ţess sem marga krakka óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví.

Einungis börn og unglingar á grunnskólaaldri sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og krakkarnir njóta ţess betur ađ tefla kappskákir. Tímamörkin eru líka styttri, og henta krökkunum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á venjulegum kappskákmótum. Mótiđ uppfyllir öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga sem gott er ađ byrja ađ safna snemma. Frítt er í mótin fyrir krakka í Taflfélagi Reykjavíkur en fyrir krakka í öđrum taflfélögum er ţátttökugjaldiđ 1000 krónur fyrir hvert mót Bikarsyrpunnar.

Dagskrá:
1. umferđ 17.30 á föstudegi (1. apríl)
2. umferđ 10.30 á laugardegi (2. apríl)
3. umferđ 14.00 á laugardegi (2. apríl)
4. umferđ 10.30 á sunnudegi (3. apríl)
5. umferđ 14.00 á sunnudegi (3. apríl). (Lokaumferđ + verđlaunaafhending).

Ein yfirseta (bye) er leyfđ í umferđum 1-3 og fćst fyrir hana 1/2 vinningur. Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar viđ undirbúning mótsins!

Skráningarform

Skráđir keppendur

Bikarsyrpan samanstendur af sex mótum í vetur. Bikarar og medalíur eru í verđlaun fyrir efstu sćtin í hverju
 móti auk áskrifta á Chess.com eđa Chesskid.com. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir samanlagđan árangur á mótunum ţar sem í bođi verđa 5 einkatímar hjá alţjóđlegum meistara fyrir fyrsta sćtiđ, 3 tímar fyrir annađ sćtiđ og 2 tímar fyrir ţriđja sćtiđ.

Hlökkum til ađ sjá ykkur!

Nćstu mót syrpunnar:

  • Mót 5: 1.-3. apríl 2016
  • Mót 6: 27.-29. maí 2016

Úrslit á Páskaeggjamóti Víkingaklúbbsins

Víkingar - páskarPáskaeggjamót Víkingaklúbbsins fór fram miđvikudaginn 23 mars, en 39 keppendur tóku ţátt í ţrem flokkum. Krakkar fćddir 2008 og yngri teldu í yngsta flokknum, en ţeir sem fćddir voru 2006 og 2007 kepptu í sér flokki, en í elsta flokknum kepptu krakkar fćddir 2005 og eldri. Tefldar voru 6. umferđir međ 5. mínútna umhugsunartíma.

Í yngsta flokknum sigrađi Bjartur Ţórisson, en ţau leiđu mistök urđu ađ skákstjórar tóku ekki eftir ţví. Nćstur kom Jökull Bjarki, Anna Katarína og Einar Dagur. Í flokki krakka sem fćdd eru 2006 og 2007 sigrađi Benedikt Ţórisson, Adam Omarsson varđ annar og Batel varđ ţriđja.  Í elsta flokki sigrađi Stephan Briem, Daníel varđ annar og Arnór ţriđji.   Efst stúlkna varđ Batel.  Anna Katarína varđ önnur og Iđunn ţriđja.  Efstur Víkinga varđ Jón Hreiđar, Guđmann Brimarvarđ annar og Jökull ţriđji. Nánari úrslit sjá töflu.

Skákstjórar á mótinu voru Stefán Bergsson, Gunnar Fr. Rúnarsson og Sigurđur Ingason.  Allir krakkarnir fengu svo páskaegg ađ lokum, en Nói-Sírus styrkti mótiđ af miklum myndarskap.


Vignir Vatnar sigrađi á hrađkvöldi Hugins

Eftir ađ hafa sigrađi á Páskaeggjamóti Hugins skellti Vignir Vatnar Stefánsson sér á hrađkvöld Hugins. Ţar fór allt á sömu leiđ. Sigurinn féll honum í skaut međ 6,5v af 7 mögulegum. Í ţetta sinn var ţađ Vigfús Ó. Vigfússon sem náđi jafntefli gegn Vigni Vatnari eđa var ţađ kannski öfugt. Annar var Andri Grétarsson međ 6v og Vigfús var ţriđji međ 5,5v. Vignir Vatnar dró í happdrćttinu og sýndi ţađ ađ hann kann líka ađ draga ţví hann hann dró skákstjórann eins og ekkert vćri sjálfsagđara. Vignir Vatnar valdi pizzu frá Dominos en Vigfús tók miđa frá Saffran. Vigfús sá um skákstjórn en eins og oft áđur naut hann ađstođar Harđar Jónassonar viđ fćrslu úrslita.

Nćsta skákkvöld verđur svo hrađkvöldi mánudaginn 25. apríl nk.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

  1. Vignir Vatnar Stefánsson, 6,5v/7
  2. Andri Grétarsson, 6v
  3. Vigfús Ó. Vigfússon, 5,5v
  4. Hjálmar Sigurvaldason, 4v
  5. Sigurđur Freyr Jónatansson, 3v
  6. Hörđur Jónasson, 2v
  7. Björgvin Kristbergsson, 1v

Vignir Vatnar sigrađi á páskaeggjamóti Hugins

Maibrćđur og ViggiPáskaeggjamót Hugins í Mjódd fór fram síđastliđinn mánudag 21. mars. Ţađ var 41 keppandi sem mćtti nú til leiks, tefldu 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma og var glatt á hjalla allan tímann, ţótt nokkurn tíma tćki ađ hefja mótiđ vegan tćknilegra vandamála. Úrslitin voru afgerandi í ţetta sinn en Vignir Vatnar Stefánsson sigrađi örugglega á móinu međ 6,5v. Vignir Vatnar er ekki alveg ókunnugur efst sćtinu á páskaeggjamótinu en hann vann einnig mótin 2012 og 2013. Alexander Oliver Mai sýndi ađ árangurinn á Reykjavíkurskákmótinu var engin tilviljun og sá til ţess ađ Vignir Vatnar gekk ekki frá borđi međ fullt húsi. Alexander bćtti svo um betur og tók 2. sćtiđ međ 5,5v eins og Aron Ţór Maí en stigin hjá Alexander voru hćrri.

Veitt voru verđlaun í ţremur flokkum. Tveimur aldursflokkum ţar sem Vignir Vatnar, Alexander Oliver og  Aron Ţór.voru efstir í eldri flokki. Yngri flokki ţar sem Ísak Orri Karlsson, Stefán Orri Davíđsson og Óskar Víkingur Davíđsson voru allir međ 5v og hlutu ţeir sćti í ţessari röđ eftir stigaútreikning.

Stúlknaverđlaun fengu Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir, Eydís Magnea Friđriksdótir og Elín Edda Jóhannsdótttir. Nćstu stelpur komu stutt á eftir ţeim.

Auk ţess fékk efsti keppandi í hverjum aldursflokki páskaegg í verđlaun. Ef sá efsti hafđi unniđ páskaegg í ađalverđlaun fékk sá nćsti í aldursflokknum páskaeggiđ.

Í lokin voru tvö páskaegg dregin út og duttu ţar Elfar Ţorsteinsson og Vilhjálmur Bjarni Gíslason í lukkupottinn. Ţau sem ekki hlutu verđlaun á mótinu voru svo leyst út međ litlu gulleggi ţannig ađ allir fóru ánćgđir heim. Mótsstjórar voru Erla Hlín Hjálmarsdóttir og Vigfús Ó. Vigfússon.

Eftirtaldir hlutu verđlaun á páskaeggjamótinu:

Eldri flokkur:

  1. Vignir Vatnar Stefánsson , 6,5v
  2. Alexander Oliver Mai, 5,5v
  3. Aron Ţór Mai, 5,5v

Yngri flokkur:

  1. Ísak Orri Karlsson, 5v
  2. Stefán Orri Davíđsson, 5v
  3. Óskar Víkingur Davíđsson, 5v

Stúlkur:

  1. Ylfa Ýr Welding Hákonardótttir, 4v
  2. Eydís Magnea Friđriksdótttir, 4v
  3. Elín Edda Jóhannsdóttir, 3v

Árgangaverđlaun:

  • Árgangur 2011:  Jósef Omarsson
  • Árgangur 2009:  Bjartur Ţórisson
  • Árgangur 2008:  Anna Katarina Thoroddsen
  • Árgangur 2007:  Gunnar Erik Guđmundsson
  • Árgangur 2006:  Benedikt Briem (Stefán Orri Davíđsson)
  • Árgangur 2005:  Örn Alexandersson (Ísak Orri Karlsson)
  • Árgangur 2003:  Stephan Briem (Vignir Vatnar Stefánsson)
  • Árgangur 2002:  Jökull Freyr Davíđsson
  • Árgangur 2001:  Jón Ţór Lemery (Aron Ţór Maí)
  • Árgangur 2000:  Dawid Kolka

Myndskreytta frásögn má finna á heimasíđu Hugins.


Caruana og Karjakin efstir á áskorendamótinu

Tvö stórmót eru í gangi ţessa dagana. Annars vegar áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák í Stúkunni í Kópavogi ţar sem keppt er um tvo sćti í landsliđsflokki sem fram fer í Seltjarnarnesi í maí-júní og hins vegar áskorendamótiđ í Moskvu ţar sem keppt er um réttinn til ađ mćta Magnúsi í heimsmeistaraeinvígi í nóvember í New York.

Á međan allt er óljóst í Kópavogi ţá virđist mega ađ ganga ađ tvennu vísu í Moskvu. Annars vegar ađ Karjakin sé í skiptu fyrsta sćti eftir hverja umferđ - en yfirleitt međ nýjum forystusauđi og hins vegar ađ Giri geri jafntefli. 

Caruana (2794) vann Anand (2762) í gćr en öđrum skákum lauk međ jafntefli. Ţar međ fór Caruana upp fyrir Anand og er efstur ásamt Karjakin (2760). Forystumennirnir hafa 6 vinninga eftir 10 umferđir. Anand (2762) er í 3.-4. sćti ásamt Aronian (2786) međ 5,5 vinninga. Giri (2793) er fimmti međ 5 vinninga en hann er hefur gert jafntefli í öllum sínum skákum og virđist jafnvel vera orđinn meiri jafnteflisvél en Peter Leko ţegar hann var upp á sitt besta.

Ellefta umferđ af fjórtán hefst nú kl. 12. Ţá tefla Anand-Karjakin, Topalov-Caruana, Aronian-Svidler og Giri-Nakamura. 

Stađan:

Áskorendamótiđ

 


Fimm efstir í áskorendaflokki

 

áskorendaflokkur2

Ţađ er fjörlega teflt í áskorendaflokki í Stúkunni og hart barist um sćtin tvö í landsliđsflokki sem í bođi eru. Í annarri umferđ sem fram fór í gćr unnu hinir stigalćgri á tveimur efstu borđunum. Björgvin Víglundsson (2164) vann Dag Ragnarsson (2243) á ţví fyrsta og Jón Trausti Harđarson (2058) Vigni Vatnar Stefánsson (2228)á ţví öđru. 

Úrslit 2. umferđar má finna hér.

Jón Trausti, Björgvin eru efstir međ tvo vinninga ásamt Ţorvarđi F. Ólafssyni (2195), Oliver Aroni Jóhannessyni (2177) og Jóhanni Ingvasyni (2171).

Ţađ stefnir í hörkuumferđ í dag. Björgvin teflir viđ Ţorvarđ og Jón Trausti viđ Jóhann. Á ţriđja borđi gćti stefnt í hörkuviđureign Davíđs Kjartanssonar (2348), sem mátti teljast ljónheppinn ađ vinna Halldór Pálsson (2004) í gćr og Lenku Ptácníková (2192)

Umferđ dagsins hefst kl. 14. Pörun umferđinnar má finna hér.

Áhorfendur eru velkomnir í Stúkuna. Ţar eru mjög góđar ađstćđar fyrir skákáhugamenn. Međal annars hefur Birnukaffi flutt sig tímabundiđ um set og hćgt ađ kaupa ljúffengur vöfflur í Stúkunni.

Fyrir ţá sem heima sitja verđur hćgt ađ fylgjast međ skák Björgvins og Ţorvarđs í beinni hér.


Skákţáttur Morgunblađsins: Indverjinn Gupta međ vinningsforskot fyrir lokaumferđina í dag

Tania í mblIndverski stórmeistarinn Abhiteet Gupta vann Svíann Nils Grandelius í 9. umferđ Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gćr. Indverjinn náđi ţar međ vinnings forskoti á nćstu menn, hefur átta vinninga af níu mögulegum. Í 2.-6. sćti eru Búlgarinn Cheparinov, Aserinn Mamedyarov, Ítalinn Rambaldi, Rússinn Andreikin og Englendingurinn Gawain Jones, allir međ sjö vinninga.

Guđmundur Kjartansson er efstur Íslendinga en hann vann ítalska stórmeistarann Dvirnyy í gćr og er međ 6˝ vinning, jafn indversku skákdrottningunni Töniu Sadchev sem er taplaus ţótt hún hafi teflt viđ marga stigahćstu skákmenn mótsins. Hefur frammistađa hennar vakiđ mikla athygli.

Hvađ varđar ađra íslensku ţátttakendurna hafa margir af ungu skákmönnunum stađiđ sig vel og ef miđ er tekiđ af stigahćkkunum eingöngu slá ţeir Alec Elías Sigurđarson og Alexander Thor Mai öllum viđ međ meira en 100 elo-stiga hćkkun.

Stigahćstu íslensku skákmennirnir, ţeir Hannes Hlífar Stefánssonar og Hjörvar Steinn Grétarsson, hafa ekkert sýnt ađ ţessu sinni en á hinn bóginn hafa Guđmundur Kjartansson og Björn Ţorfinnsson teflt frísklega. Ţađ var ađ vísu súrt í broti fyrir Björn ađ tapa fyrir Aryan Tari í 9. umferđ í gćr en ţar lét Björn drottninguna af hendi fyrir meira en lítiđ óljósar bćtur. Hann á eina glćsilegustu leikfléttu mótsins er hann mćtti Norđmanninum Kvamme í 7. umferđ:

Reykjavíkurskákmótiđ 2016:

Björn Ţorfinnsson – John A. Kvamme

Trompowsky-byrjun

1. Rf3 g6 2. d4 Rf6 3. Bg5 Bg7 4. e3 c5 5. c3 b6 6. Rbd2 Bb7 7. Bd3 d6 8. Dc2 0-9. h4 cxd4 10. exd4 Rc6 11. h5 Hc8

11.... Rxh5 kom til greina en bauđ heim skiptamunarfórn á h5.

12. hxg6 hxg6 13. Bc4 Ra5 14. Be2 Dd7 15. Hh4 b5 16. b4 Rc4 17. Bxc4 bxc4 18. 0-0-0 Bc6? 19. Hdh1 Ba4?

Missir tök á e4-reitnum. Langbest var ađ hefja gagnsókn međ 19.... a5.

20. Bxf6! Bxf6

Vitaskuld ekki 20.... Bxc2 21. Hh8+ og mátar.

21. De4 d5

GT8VEOPP22. Hh8+!

Ţrumuleikur sem Norđmađurinn hafđi ekki tekiđ međ í reikninginn.

22.... Bxh8 23. Dh4 Kg7 24. g4!

Slćr tvćr flugur í einu höggi, hótar 25. g5 og tekur f5-reitinn af drottningunni.

24.... Hg8 25. Re5! De8 26. Rdf3! Kf8 27. Rg5

Svartur fćr ekkert viđ riddarana ráđiđ.

27.... Db5 28. Dh7 Bg7 29. Rxg6+! Ke8 30. Dxg8+ Kd7 31. Dxg7 fxg6 32. He1 He8 33. Re6 Kc8 34. Rc5 Db8 35. He5 Bc6 36. Dxg6

– og svartur gafst upp. 

Armeninn slapp naumlega

Annar íslenskur skákmađur sem hefur átt gott mót er Stefán Kristjánsson. Hann tefldi langa og erfiđa skák viđ Armenann Hrant Melkumnjan í 7. umferđ og eftir ţunga stöđubaráttu í miđtaflinu náđi hann upp vinningsstöđu. Tímamörkin reyndust honum erfiđ; ţó ađ 30 sekúndur bćtist sjálfkrafa viđ tímann eftir hvern leik getur mikil uppsöfnuđ spenna leitt af sér rangar ákvarđanir. 

GT8VEOPUSjá stöđumynd

Stefán – Melkumjan

65. Ke4??

Frípeđunum á ađ ýta! Eftir 65. g6 vinnur hvítur, t.d. 65.... Hh3+ 66. Kg4 Hh1 67. f5 a1(D) 68. Hxa1 Hxa1 69. f6 og hvítur kemur sér upp drottningu.

65.... Hh1 66. g6 a1(D) 67. Hxa1 Hxa1 68. f5 Hg1 69. Ke5 Kc4 70. Kf6

Ekki dugar 70. f6 vegna 70.... Hg5+! međ jafnteflisstöđu.

70.... Kd5 71. Kg7 Ke5 72. f6 Kf5 73. f7 Hxg6+ 74. Kh7 Hf6 75. Kg7 Hxf7+ 76. Kxf7

Jafntefli.

Síđasta umferđ mótsins hefst kl. 11 í dag.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 16. mars

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 232
  • Frá upphafi: 8764921

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband