Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Indverjinn Gupta međ vinningsforskot fyrir lokaumferđina í dag

Tania í mblIndverski stórmeistarinn Abhiteet Gupta vann Svíann Nils Grandelius í 9. umferđ Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gćr. Indverjinn náđi ţar međ vinnings forskoti á nćstu menn, hefur átta vinninga af níu mögulegum. Í 2.-6. sćti eru Búlgarinn Cheparinov, Aserinn Mamedyarov, Ítalinn Rambaldi, Rússinn Andreikin og Englendingurinn Gawain Jones, allir međ sjö vinninga.

Guđmundur Kjartansson er efstur Íslendinga en hann vann ítalska stórmeistarann Dvirnyy í gćr og er međ 6˝ vinning, jafn indversku skákdrottningunni Töniu Sadchev sem er taplaus ţótt hún hafi teflt viđ marga stigahćstu skákmenn mótsins. Hefur frammistađa hennar vakiđ mikla athygli.

Hvađ varđar ađra íslensku ţátttakendurna hafa margir af ungu skákmönnunum stađiđ sig vel og ef miđ er tekiđ af stigahćkkunum eingöngu slá ţeir Alec Elías Sigurđarson og Alexander Thor Mai öllum viđ međ meira en 100 elo-stiga hćkkun.

Stigahćstu íslensku skákmennirnir, ţeir Hannes Hlífar Stefánssonar og Hjörvar Steinn Grétarsson, hafa ekkert sýnt ađ ţessu sinni en á hinn bóginn hafa Guđmundur Kjartansson og Björn Ţorfinnsson teflt frísklega. Ţađ var ađ vísu súrt í broti fyrir Björn ađ tapa fyrir Aryan Tari í 9. umferđ í gćr en ţar lét Björn drottninguna af hendi fyrir meira en lítiđ óljósar bćtur. Hann á eina glćsilegustu leikfléttu mótsins er hann mćtti Norđmanninum Kvamme í 7. umferđ:

Reykjavíkurskákmótiđ 2016:

Björn Ţorfinnsson – John A. Kvamme

Trompowsky-byrjun

1. Rf3 g6 2. d4 Rf6 3. Bg5 Bg7 4. e3 c5 5. c3 b6 6. Rbd2 Bb7 7. Bd3 d6 8. Dc2 0-9. h4 cxd4 10. exd4 Rc6 11. h5 Hc8

11.... Rxh5 kom til greina en bauđ heim skiptamunarfórn á h5.

12. hxg6 hxg6 13. Bc4 Ra5 14. Be2 Dd7 15. Hh4 b5 16. b4 Rc4 17. Bxc4 bxc4 18. 0-0-0 Bc6? 19. Hdh1 Ba4?

Missir tök á e4-reitnum. Langbest var ađ hefja gagnsókn međ 19.... a5.

20. Bxf6! Bxf6

Vitaskuld ekki 20.... Bxc2 21. Hh8+ og mátar.

21. De4 d5

GT8VEOPP22. Hh8+!

Ţrumuleikur sem Norđmađurinn hafđi ekki tekiđ međ í reikninginn.

22.... Bxh8 23. Dh4 Kg7 24. g4!

Slćr tvćr flugur í einu höggi, hótar 25. g5 og tekur f5-reitinn af drottningunni.

24.... Hg8 25. Re5! De8 26. Rdf3! Kf8 27. Rg5

Svartur fćr ekkert viđ riddarana ráđiđ.

27.... Db5 28. Dh7 Bg7 29. Rxg6+! Ke8 30. Dxg8+ Kd7 31. Dxg7 fxg6 32. He1 He8 33. Re6 Kc8 34. Rc5 Db8 35. He5 Bc6 36. Dxg6

– og svartur gafst upp. 

Armeninn slapp naumlega

Annar íslenskur skákmađur sem hefur átt gott mót er Stefán Kristjánsson. Hann tefldi langa og erfiđa skák viđ Armenann Hrant Melkumnjan í 7. umferđ og eftir ţunga stöđubaráttu í miđtaflinu náđi hann upp vinningsstöđu. Tímamörkin reyndust honum erfiđ; ţó ađ 30 sekúndur bćtist sjálfkrafa viđ tímann eftir hvern leik getur mikil uppsöfnuđ spenna leitt af sér rangar ákvarđanir. 

GT8VEOPUSjá stöđumynd

Stefán – Melkumjan

65. Ke4??

Frípeđunum á ađ ýta! Eftir 65. g6 vinnur hvítur, t.d. 65.... Hh3+ 66. Kg4 Hh1 67. f5 a1(D) 68. Hxa1 Hxa1 69. f6 og hvítur kemur sér upp drottningu.

65.... Hh1 66. g6 a1(D) 67. Hxa1 Hxa1 68. f5 Hg1 69. Ke5 Kc4 70. Kf6

Ekki dugar 70. f6 vegna 70.... Hg5+! međ jafnteflisstöđu.

70.... Kd5 71. Kg7 Ke5 72. f6 Kf5 73. f7 Hxg6+ 74. Kh7 Hf6 75. Kg7 Hxf7+ 76. Kxf7

Jafntefli.

Síđasta umferđ mótsins hefst kl. 11 í dag.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 16. mars

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 149
  • Frá upphafi: 8765253

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband