Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2015

Skákţáttur Morgunblađsins: Glćsileg tilţrif á HM ungmenna í Grikklandi

HM ungmenna - fjöldamynd
 
Íslendingar tefldu fram 17 keppendum á heimsmeistaramóti ungmenna sem lauk viđ frábćrar ađstćđur á sumardvalarstađnum í Porto Carras í Grikklandi á fimmtudaginn. Ţetta heimsmeistaramót er venju samkvćmt skipađ nćr öllum bestu ungu skákmönnum heims sem komu hvađanćva úr heiminum, en keppendur voru 1.596 talsins. Bandaríkjamenn áttu flesta ţátttakendur, 128, en nćstir komu Grikkir međ 78 ţátttakendur, Rússar međ 70, Indverjar voru međ 50 skákmenn. Athygli vakti ađ Kanadamenn voru međ 56 keppendur í hinum ýmsu flokkum. Norđmenn sem sigla á bylgju mikla skákáhuga áttu 35 fulltrúa. Teflt var sjö aldursflokkum stúlkna og pilta frá 8 ára til 18 ára aldurs. Viđ áttum tvćr stúlkur í mótinu, Freyja Birkisdóttir tefldi í flokki stúlkna 10 ára og yngri og Steinunn Verónika Magnúsdóttir í flokki stúlkna 18 ára og yngri.

Helsta niđurstađa mótsins er sú ađ breiddin er mikil međal ungra skákmanna okkar enda sáust glćsileg tilţrif í fjölmörgum viđureignum. Fyrirfram var Vignir Vatnar Stefánsson talinn eiga besta möguleika á verđlaunasćti í opna flokki 12 ára og yngri en hann hafnađi í 51. sćti af 202 keppendum hlaut, 6˝ vinning af 11 mögulegum, fékk ađeins ˝ vinning úr tveim síđustu skákum sínum. Heimsmeistaramótin eru merkilega ţétt niđur alla aldursflokkana og elo-stigatala hćpin viđmiđun ţar sem stigin endurspegla engan veginn raunverulega styrk fjölmargra keppenda. Ţađ er ţví til marks um góđa frammistöđu nái menn ađ hćkka á stigum og sá sem gerđi best í ţeim efnum í Grikklandi var Björn Hólm Birkisson en hann hlaut 5˝ vinning af 11 mögulegum og hćkkađi um 150 elo-stig. Akureyringurinn Símon Ţórhallsson stóđ sig einnig frábćrlega en hann hlaut 6 vinninga af 11 mögulegum og hćkkađi um 100 elo stig.

Hinn 10 ára gamli Óskar Víkingur Davíđsson var međ á EM í Svartfjallandi fyrir tveim árum og hefur bćtt sig mikiđ síđan, varđ í 54. sćti af 185 keppendum og hlaut 6˝ vinning í opna flokki 10 ára og yngri. Eftirfarandi skák er hans besta frá ţessu skemmtilega heimsmeistaramóti:

HM ungmenna 10 ára flokkur; 4. umferđ:

Óskar Víkingur Davíđsson – Ole Zeuner (Ţýskaland)

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 b5 5. Bb3 Be7 6. c3 Rf6 7. d3 0-0 8. 0-0 d6 9. h3 Be6 10. He1 Ra5 11. Bxe6 fxe6 12. Rbd2 Rh5?!

Ţetta ferđalag riddarans er of tímafrekt og Óskar Víkingur hrifsar til sín frumkvćđiđ međ nokkrum beittum leikjum.

13. d4 exd4 14. Rxd4 Rf4 15. b4! Rb7 16. R2f3 Dd7 17. Db3 Rd8 18. Bxf4 Hxf4 19. Had1!

Góđ liđsskipan og brátt eykur hvítur ţrýstinginn á stöđu svarts.

19.... Kh8 20. c4! Hf7 21. c5 e5 22. Rf5 Dc6

GCNUS1QL23. Dd5!

Góđur leikur sem mylur niđur varnir svarts. Önnur leiđ var 23. Rxe5! dxe5 24. Hxd8! Hxd8 25. Dxf7 Bf6 26. Hd3 međ vinningsstöđu ţar sem 26.... Dd7 er svarađ međ 27. Dxd7 Hxd7 28. Ha3! og vinnur og eftir 26.... g6 á hvítur 27. Hd3! međ óverjandi máthótunum.

23.... Dxd5 24. Hxd5 c6?

Hann varđ ađ reyna 23.... Rb7 en ekki er stađan björguleg eftir 24. Hc1.

25. Hd3 dxc5 26. Rxe5

Vinnur liđ og nú er eftirleikurinn auđveldur.

26.... Hf6 27. Rxe7 c4 28. Hd7 h6 29. Hed1 Rf7 30. Reg6+ Kh7 31. f4 Hxg6 32. Rxg6 Kxg6 33. Hc7 Hd8 34. Hxc6+ Kh7 35. Hxd8 Rxd8 36. Hc8 Re6 37. f5 Rf4 38. e5

– og svartur gafst upp. 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 7. nóvember

Skákţćttir Morgunblađsins


Bein útsending frá EM landsliđa í skák í Reykjavík

2. umferđ EM landsliđa í skák er í fullum gangi. Fjölmargar spennandi viđureignir og skákir fara fram. 

Íslenska A-liđiđ er ađ tefla viđ liđ Rúmeníu, Íslenska Gullaldarliđiđ teflir viđ nýliđana frá Kósóvó og kvennaliđiđ liđ Letta.

Ţá má nefna ađ Armenía, međ ofurstórmeistarann Levon Aronian á 1. borđi teflir viđ Frakka, Englendingar viđ Georgíu og Rússar eru ađ tefla viđ Grikki.

2.umfskakir

 


Armenar og Georguímenn efstir á EM landsliđa í skák í Reykjavík

 

  • Íslenska A-landsliđiđ lá gegn Armenum
  • Gullaldarliđiđ tapađi fyrir Hollendingum
  • Guđlaug hetja okkar gegn Tyrkjum

 

Íslenska A-landsliđiđ í skák steinlá fyrir Armenum, einni sterkustu skákţjóđ heims, í fyrstu umferđ Evrópumóts landsliđa sem hófst í Laugardalshöll í dag. Armenar, sem tefla fram Levon Aronian á efsta borđi, gáfu Íslendingum engin griđ og ţrátt fyrir góđ fćri Héđins Steingrímssonar tókst okkar mönnum ekki ađ komast á blađ gegn hinum firnasterku Armenum.

Dagur B Eggertsson og Friđrik Ólafsson

Ađeins Armenar og Georgíumenn unnu viđureignir sínar međ mesta mun. Georgíumenn, sem ofurstórmeistarann Baadur Jobava leiđa, sigruđu Skota 4-0.

Gullaldarliđ Íslendinga tapađi fyrir öflugri sveit Hollendinga međ hálfum vinningi gegn ţremur og hálfum, ţar sem Margeir Pétursson tryggđi ađ Ísland kćmist á blađ. 

,,Ţarna hefndum viđ Hollendingar fyrir tvö töp í fótbolta," sagđi kampakátur Loek van Wely eftir viđureignina viđ íslenska liđiđ, og vísađi ađ sjálfsögđu í glćsileg úrslit Íslendinga í knattspyrnu gegn Hollendingum. 

Kvennalandsliđiđ tapađi 3-1 gegn Tyrkjum. Guđlaug Ţorsteinsdóttir var hetja íslenska liđsins, lagđi andstćđing sem var 250 skákstigum hćrri.

Helstu úrslit í 1. umferđ voru ađ Rússar, stigahćsta sveit mótsins, unnu Tyrki 3-1, Úkraína vann Rúmeníu 3-1, Evrópumeistarar Asera unnu Slóvena 3-1 og Frakkar unnu Svía 3-1. 

Danir náđu góđum úrslitum og lögđu sterka sveit Tékka, 2,5-1,5. Ţá vakti mikla athygli ađ Kosovo, sem nú keppir í fyrsta sinn, náđi góđum úrslitum á móti Grikkjum, töpuđu međ minnsta mun. Frćndur vorir í Fćreyjum, sem eiga ţriđju stigalćgstu sveit landsins, náđu ágćtum úrslitum gegn Króötum, 1-3.

Í kvennaflokki bar hćst ađ úkraínsku systurnar Anna og Mariya Muzichuk komust ekki til landsins í tćka tíđ og varđ Úkraína ađ gefa eina skák á móti Englendingum, en hafđi engu ađ síđur sigur, 2,5-1,5. Önnur helstu úrslit í kvennaflokki urđu ađ Georgía, stigahćsta sveit mótsins, sigrađi Tékka 3,5-0,5 og Rússar unnu Grikki 3-1.

Evrópumótiđ í skák er öflugasta og sterkasta skákmót ársins í heiminum, og stćrsti skákviđburđur sem fram hefur fariđ á Íslandi síđan 1972.

Skáksamband Íslands stendur ađ viđburđinum í samvinnu viđ Skáksamband Evrópu, međ stuđningi ríkisstjórnar Íslands, Reykjavíkurborgar og fjölmargra fyrirtćkja, félaga og einstaklinga.

Viđ setningarathöfnina í dag fluttu Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Illugi Gunnarsson menntamálaráđherra og Zurab Azmaiparashivili forseti Skáksambands Evrópu ávörp. Tónlistarmađurinn Svavar Knútur kom fram viđ setningu mótsins.

Önnur umferđ Evrópumóts landsliđa í skák fer fram laugardaginn 14. nóvember og hefst kl. 15. Allar skákir eru sendar beint út á netinu og hćgt er ađ fylgjast međ á heimasíđu mótsins, http://etcc2015.com

 

_DSC0012

 

DSC_0140

 

DSC_0125

 

DSC_0151


Evrópumót landsliđa hefst kl. 15: Íslendingar mćta Evrópumeisturunum - Carlsen hvílir í fyrstu umerđ

Í dag kl. 15 hefst stćrsta skákveisla sem fram hefur fariđ í 43 ár á Íslandi. Sé ţađ ekki nóg, ţá er einnig um ađ rćđa eitt af sterkustu skákmótum heims á árinu. Ísland keppir međ tvćr sveitir í opnum flokki og eina í kvenna flokki.

Borđaröđun 1. umferđar liggur nú fyrir og er ljóst ađ okkar bíđur verđugt verkefni í viđureignum dagsins.

 

Opinn flokkur

A-Sveit Íslands, mćtir sjálfum Evrópumeisturunum frá Armeniu!, en um er ađ rćđa gríđarlega öfluga sveit ofurstórmeistara međ ofurstórmeistarann Levon Aronian (2781) á 1. Borđi. Hannes Hlífar Stefánsson fćr ţađ verđuga verkefni ađ glíma viđ Aronian í umferđinni!

arm_isl

Gullaldarliđiđ fćr einnig gríđaröfluga sveit Hollendinga, en ofurstórmeistarinn Anish Giri (2778) leiđir sveitina og á 2. borđi er Íslandsvinurinn GM Erwin L‘ami (2623) sem sigrađi eftirminnilega á Opna Reykjavíkurskákmótinu nú í vor.

legends_holland

Nánar má skođa pörun hér

 

Kvennaflokkur

Kvennaliđiđ okkar teflir viđ öfluga sveit Tyrkja sem er talsvert stigahćrri en okkar liđ, en hafa verđur í huga ađ skákstig tefla ekki, heldur getur allt gerst.

tyrkl_isl

Nánar má skođa pörun í kvennaflokki hér.

Heimasíđa mótsins (beinar útsendingar)

 


Setningarathöfn Evrópumóts landsliđa í skák - ţér er bođiđ kl. 14:30

Keppnishöllin
Veriđ hjartanlega velkomin á setningarathöfn XXI. Evrópumóts landsliđa í skák í Laugardalshöll. Ţetta er stćrsti skákviđburđur ársins í heiminum og međal keppenda eru heimsmeistarinn Magnus Carlsen og helmingur af 20 stigahćstu skákmönnum heims. 36 liđ tefla í opnum flokki og 30 í kvennaflokki. Ísland fćr sem gestgjafi ađ tefla fram tveimur liđum og í Gullaldarliđi Íslands eru Friđrik Ólafsson, Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson.

Judith Polgar er mćtt á stađinn

A-liđ Íslands skipa Hannes Hlífar Stefánsson, Héđinn Steingrímsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Henrik Danielsen og Guđmundur Kjartansson. Kvennaliđ Íslands skipa Lenka Ptacnikova, Guđlaug Ţorsteinsdóttir, Elsa María Kristínardóttir, Hrund Hauksdóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir.

Viđ setningarathöfnina munu Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Zurab Azmaiparashvili, forseti Skáksambands Evrópu, og Illugi Gunnarsson menntamálaráđherra flytja ávörp og Svavar Knútur kemur fram.

Gens una sumus -- Viđ erum ein fjölskylda.


Evrópumót landsliđa í skák 2015 í Laugardalshöll: Sterkasta skákmót ársins í heiminum

Playing Hall

  • Stćrsti skákviđburđur á Íslandi síđan 1972
  • Skáksveitir frá 35 löndum
  • Nćstum 500 erlendir gestir
  • Magnus Carlsen heimsmeistari og Mariya Muzychuk heimsmeistari kvenna međal keppenda
  • Friđrik Ólafsson í Gullaldarliđi Íslands 

Evrópumót landsliđa í skák fer fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík, 13.-22. nóvember. Evrópumótiđ er stćrsti skákviđburđur sem fram hefur fariđ á Íslandi síđan Fischer og Spassky mćttust í heimsmeistaraeinvígi áriđ 1972.  

Magnus Carlsen heimsmeistari leiđir liđ Norđmanna, og af öđrum stórstjörnum má nefna Anish Giri, Levon Aronian, Alexander Grischuk, Vassily Ivanchuk, Peter Svidler, Alexei Shirov, Nigel Short, Ivan Sokolov og Luke McShane.

Gullaldarliđ Íslands

Íslendingar mega tefla fram tveimur liđum í opnum flokki og er Friđrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands, í ,,Gullaldarliđinu" ásamt Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni og Margeiri Péturssyni.

Hin íslenska sveitin er skipuđ Hannesi Hlífari Stefánssyni, Héđni Steingrímssyni, Hjörvari Steini Grétarssyni, Henrik Danielsen og Guđmundi Kjartanssyni.

Alls senda 35 lönd liđ til keppni í opnum flokki og 30 í kvennaflokki, og er helmingur af tuttugu stigahćstu skákmönnum heims skráđur til leiks. Af 178 keppendum í opnum flokki eru 133 stórmeistarar, og í kvennaflokki eru 13 stórmeistarar međal 146 keppenda.

Rússar međ stigahćstu sveitina

Á Evrópumótinu eru tefldar 9 umferđir og er hvert liđ skipađ fjórum liđsmönnum, auk varamanns. Rússar mćta međ sterkustu sveitina á pappírnum, en međalstig liđsmanna eru 2743. Nćstir koma grannar ţeirra í Úkraínu (2725) og Aserbaidsjan (2707).

Íslenska sveitin er í 24. sćti af 36 á stigalistanum međ 2557 međalstig og Gullaldarliđiđ hefur 2525.

Evrópumót landsliđa var fyrst haldiđ í Vínarborg áriđ 1957 og fer nú fram í 20. skipti. Sovétmenn urđu Evrópumeistarar 9 skipti í röđ og Rússar hafa unniđ titilinn ţrisvar. Rússnesku stórstjörnunum hefur ţó mistekist ađ sigra á EM á síđustu ţremur mótum. Aserar eru ríkjandi Evrópumeistarar, sigruđu í Varsjá 2013.

Heimsmeistari kvenna í sveit Úkraínu

Í kvennaflokki eru sveitir Georgíu, Rússland og Úkraínu langstigahćstar. Úkraína sigrađi á Evrópumótinu fyrir 2 árum, en áđur höfđu rússnesku stúlkurnar sigrađ ţrjú ár í röđ. Heimsmeistari kvenna, Mariya Muzychuk, teflir međ úkraínska liđinu, og munu langflestar af sterkustu skákmönnum heims leika listir sínar í Laugardalshöllinni.

Íslenska kvennaliđiđ er númer 29 af 30 í styrkleikaröđ EM kvenna. Lenka Ptacnikova fer fyrir íslensku sveitinni sem jafnframt er skipuđ Guđlaugu Ţorsteinsdóttur, Elsu Maríu Kristínardóttur, Hrund Hauksdóttur og Veroniku Steinunni Magnúsdóttur.

Frábćr ađstađa í Laugardalshöll

Skáksamband Íslands stendur ađ Evópumótinu, í samvinnu viđ Skáksamband Evrópu, međ stuđningi ríkisstjórnar Íslands, Reykjavíkurborgar, Icelandair, Íslandsstofu, Actavis, Valitor, Brim, Landsbankans, Suzuki-bíla, Guđmundar Arasonar hf., GAMMA, Icelandic Glacial, Ölgerđarinnar, Heimilstćkja, Tölvulistans, Marels  og fjölmargra fyrirtćkja og einstaklinga.

Fyrsta umferđ Evrópumótsins hefst föstudaginn 13. nóvember klukkan 15. Mjög góđ ađstađa verđur fyrir áhorfendur í Laugardalshöll, auk ţess sem allar skákirnar verđa sendar út á netinu.  

Frekari upplýsingar um mótiđ, dagskrá og úrslit, er hćgt ađ nálgast á heimasíđu mótsins: etcc2015.com.

 


Hrađskákmót á Stofunni í kvöld

danielfiskeHrókurinn og Vinaskákfélagiđ bjóđa til hrađskákmóts á Stofunni, Vesturgötu 3, klukkan 20 í kvöld. Tefldar verđa 8 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma. Mótiđ er tileinkađ Willard Fiske, en hann fćddist 11. nóvember 1831. Fiske var mikill velgjörđarmađur Íslendinga og guđfađir skáklífs á Íslandi á 20. öld.

stofan-cafeStofan er um ţessar mundir helsta skákkaffihús höfuđborgarinnar, og ţar er teflt af miklu andríki alla daga. Stofan leggur til verđlaun í tilefni dagsins. Ţátttaka í mótinu er ókeypis og tilbođ verđur á veitingum.

 


Miđasala hafin á EM landsliđa - sértilbođ á mótapassa fyrir allar umferđir til 12. nóvember

EM landsliđa (lógó)

Skákmönnum býđst sérstakur afsláttur af Mótspassa á Evrópumót í skák 2015. Ţú ţarft einfaldlega ađ nota kóđann "Evrópa2015". Tilbođiđ gildir fram til 12. nóvember. 

Verđ kr. ađeins 4.900 í stađinn fyrir 6.900 kr. Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. 

Hvernig nota ég afsláttinn? Skráđu ţig á Miđi.is.

Smelltu á grćna Kaupa miđa takkann, veldu ţér miđa til kaups og í reitinn "Ertu međ afsláttarkóđa“ í skrefi #3 sláđu ţá inn eftirfarandi: Evrópa2015

Smelltu á „Virkja“ og ţá sérđu ađ afslátturinn kemur inn um leiđ. 

ATH: Stađfestiđ EKKI greiđslu fyrr en afsláttur er sýnilega orđinn virkur.

Nánar um mótiđ

Evrópukeppni landsliđa í skák er stćrsti skákviđburđur hérlendis síđan einvígi aldarinnar var haldiđ í Laugardalshöll 1972.

Hingađ koma til landsins nánast allar helstu stórstjörnur Evrópu. Ber ţar hćst sjálfan heimsmeistarann í skák Magnus Carlsen.

Íslenska gullaldarliđiđ mun vekja mikla athygli en fyrir ţađ tefla stórneistararnir eitilhörđu Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson, Jón L. Árnason og gođsögnin Friđrik Ólafsson.

Međal annarra stórstjarna má nefna Levon Aronian (Armeníu), Anish Giri (Hollandi), Alexei Shirov (Lettland), Shakryar Mamedyarov og Teimor Radjabov (Aserbajdan) og Vassily Ivanchuk, Úkraínu.

Í kvennaflokki mun heimsmeistari kvenna, Mariya Muzychuk, fara fyrir sterku liđi Úkraínumanna.

Á skákstađ verđur bođiđ upp á toppađstćđur fyrir áhorfendur og óvćntar uppákomur munu gera ţennan risaviđburđ enn skemmtilegri. Skákskýringar í bođi fyrir áhorfendur í umsjón Helga Áss Grétarssonar, Ţrastar Ţórhallssonar, Karls Ţorsteins og Áskels Arnar Kárasonar. 

Fyrir utan ţađ ađ komast í nálćgđ viđ skákmennina sjálfa verđur einnig hćgt ađ fylgjast međ skákskýringum á skákstađ og fylgjast međ helstu skákum umferđarinnar á skjám.

Verđ á einstakar umferđir er 1.400 kr. Hćgt er ađ kaupa skákpassa á 6.900 kr. sem gildir á allar umferđir mótsins.

 

Vinsamlegast athugiđ ađ frítt er inn fyrir 16 ára og yngri


Ný skákverslun: Skákbúđin

Ný skákverslun hefur litiđ dagsins ljós: Skákbúđin.

Nánar má lesa um Skákbúđina hér: www.skakbudin.is


Sjö athyglisverđar stađreyndir um EM landsliđa - fyrstu keppendurnir mćta til landsins í dag

carlsen-gelfand-and-norway-teaser

Vefurinn öflugi Chess24 birti í gćr mjög athyglisverđa og skemmtilega samantekt um EM landsliđa sem hefst í Laugardalshöllinni á föstudaginn.

Međal annars er ţví velt upp afhverju Boris Gelfand sé ađ ţjálfa Norđmenn í stađ ţess ađ tefla á EM međ ţjóđ sinni en ţátttökuleyti Ísraela, sem hefur tvívegis unniđ silfur á EM landsliđa, vekur nokkra athygli og hefur meira ađ komiđ til umrćđu á ísrealska ţinginu

Í dag koma fyrstu erlendu keppendurnir til landsins en stćrsti hluti Evrópumeistara Asera lendir á Keflavíkurflugvelli um fjögurleytiđ í dag.

Mamedyarov on the way

Umfjöllun Chess24 má finna hér.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 20
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 224
  • Frá upphafi: 8764972

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 169
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband