Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015
9.11.2015 | 07:00
Hraðskákmót Hugins fer fram í kvöld
Hraðskákmót Hugins í Mjóddinni verður haldið mánudaginn 9. nóvember nk. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a og hefst tafliðkl. 20. Tefldar verða 7 umferðir 2*5 mínútur.
Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Heildarverðlaun á mótinu eru kr. 20.000.
Núverandi hraðskákmeistari Hellis er Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir. Þetta er í tuttugasta sinn sem mótið fer fram. Björn Þorfinnsson og Davíð Ólafsson hafa hampað titlinum oftast eða fjórum sinnum.
Verðlaun skiptast svo:
- 10.000 kr.
- 6.000 kr.
- 4.000 kr.
Þátttökugjöld eru kr. 400 fyrir félagsmenn en kr. 600 fyrir aðra. Fyrir unglinga í Huginn eru þau kr. 300 en kr. 400 fyrir aðra.
Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.
Spil og leikir | Breytt 7.11.2015 kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2015 | 22:41
Halldór Atli siguvegari á 2. móti Bikarsyrpu TR
Halldór Atli Kristjánsson sigraði á öðru móti Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur sem fór fram nú um helgina en hann hlaut 4,5 vinning í skákunum fimm. Jafnir í 2.-3. sæti með 4 vinninga urðu Alexander Oliver Mai og Jón Þór Lemery en Alexander hlýtur annað sætið eftir stigaútreikning.
Mótið var að þessu sinni afar jafnt og spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en lokaskák fimmtu og síðustu umferðarinnar lauk þar sem Birkir Ísak Jóhannsson og Alexander gerðu jafntefli en þar með var ljóst að Halldór Atli var öruggur með efsta sætið eftir sigur á Kristjáni Degi Jónssyni í lokaumferðinni. Vel að verki staðið hjá Halldóri sem hækkar um 32 Elo-stig fyrir árangurinn.
TR þakkar keppendum fyrir þátttökuna og óskar verðlaunahöfunum til hamingju. Þriðja mót syrpunnar fer fram helgina 4.-6. desember og verður nánar auglýst þegar nær dregur.
Myndir frá mótum Bikarsyrpunnar má sjá hér að neðan.
Myndskreytt frásögn á heimasíðu TR.
8.11.2015 | 19:23
Björgvin Víglundsson Íslandsmeistari 65 ára og eldri
Íslandsmeistaramót skákmanna 65+ fór fram á vegum RIDDARANS að Strandbergi – hinu glæsilega safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, þar sem aldnar skákkempur hittast til tafls allan ársins hring. Þetta er í annað sinn sem slíkt mót er haldið í þessum aldursflokki
Því lauk eins og í fyrra með sigri hins valinkunna BJÖRGVINS VÍGLUNDSSONAR, sem hlaut 7.5 vinning af 9 mögulegum, sem gerði jafntefli í lokaskákinni til að innsigla sætan sigur. Júlíus Friðjónsson og Bragi Halldórsson urðu jafnir 2.-3. sæti en sá fyrrnefndi hærri á stigum. Aldursflokkaverðlaun 81+ hlaut hinn síungi Páll G. Jónsson (82), sem varð í fjórða sæti, Sigurður E. Kristjánsson 76+ og Kristinn Bjarnason 71+; og svo sigurvegarinn í flokki 65+. Heiðursverðlaun voru veitt Magnúsi V. Péturssyni (83) alias Jói Útherji, aldursforseti mótsins, sem gaf alla verðlaunagripi.
Mótið var velmannað miðað við virka skákmenn á þessu aldurskeiði enda þótt þátttaka hefði gjarnan mátt vera meiri, munaði þar mestu um að Norðanmenn mættu ekki til leiks sem vonast var til og ýmsir uppteknir við annað, sem hverrar þátttöku hafði verið vænst.
Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur í Hafnfirðinga, setti mótið og lék fyrsta leikinn (e2-e4). Hann minnti á að það er ekki ævinlega sigurinn sem mestu máli skiptir - heldur líka drengileg og skemmtilega barátta sem greypist í minni. Líta mætti á skákina sem „heildræna atferlismeðferð“ með skákívafi, heilsubótarhugtak sem nú er mjög í tísku. Hann gat um komu Bobby Fischers á staðinn fyrir 10 árum þar sem hann átti rökræður um ritninguna við Sr. Gunnþór forvera sinn. Ottó R. Ottósson, staðarhaldari kirkjunnar, sá keppendum og gestum fyrir veitingum á meðan teflt var og veisluföngum í mótslok. Gunnar Björnsson, forseti SÍ, afhenti sigurvegurum og öðrum verðlaunahöfum viðurkenningar með aðstoð Einars S. Einarssonar, erkiriddara og mótsstjóra, sem tók meðfylgjandi myndir með „einari“ hendi en tefldi með hinni. Páll Sigurðsson var skákstjóri og sá til þess að keppendur fylgdu nýjustu og stífustu skákreglum FIDE um atskákir, en tímamörkin í mótinu voru 10 mínútur á skákina plús 3 sekúndna viðbótartími á leik.
Í heildina má segja að umgerð mótsins hafi verið góð, það hafi farið vel fram og aðstandendum til sóma. Gæti vel orðið mönnum minnistætt þegar frá líður - þó ég segi sjálfur frá. ESE
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2015 | 11:41
Landskeppni við Svía í bréfskák
Svíar hafa skorað á okkur í landskeppni í bréfskák. Keppnin hefst 1. desember og nú er unnið að því að safna liði. Öllum er heimil þátttaka. Það er ekki skilyrði að hafa teflt bréfskák áður og því er þetta ágætt tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér bréfskákina.
Hver keppandi teflir tvær skákir samtímis við andstæðing sinn, aðra með hvítu og hina með svörtu. Umhugsunartími er mjög rúmur þannig að þetta truflar ekki aðra skákiðkun.
Rétt er að taka fram að í bréfskákinni eru öll hjálpargögn leyfð svo sem bækur, skákgagnagrunnar og skákreiknar.
Bréfskákin er upplögð fyrir þá sem vilja fá tækifæri til að kafa djúpt í þau byrjunarafbrigði sem upp koma í skákunum. Hún er einnig kjörinn vettvangur fyrir þá sem vilja ná betri tökum á notkun skákgagnagrunna og skákreikna við rannsóknir á skákstöðum. Tölvurnar verða sífellt mikilvægari í undirbúningi skákmanna og því nauðsynlegt fyrir alla skákmenn að kunna að nýta sér tæknina til hins ýtrasta.
Þátttöku má tilkynna með því að senda tölvupóst á brefskak@gmail.com. Fylgjast má með skráningu á http://skak.hornid.com
Svíar eru mjög sterkir í bréfskákinni og eru t.d. núverandi Evrópumeistarar. Þá hefur enginn bréfskákmaður náð að slá stigamet stórmeistarans Ulf Andersen, sem er með 2.737 bréfskákstig og trónir á toppi alþjóðlega bréfskáklistans. Ulf Anderson er ekki eini þekkti sænski skákmaðurinn sem hefur glímt við bréfskákina. T.d. hafa þeir Jonny Hector, Ralf Åkesson og Emanuel Berg einnig náð góðum árangri.
Bréfskákin hefur haft sterkan meðbyr á Íslandi undanfarin ár. Bæði hafa bréfskákmenn okkar náð prýðilegum árangri og eins hefur íslenskum bréfskákmönnum fjölgað mikið. M.a. hafa margir reyndir skákmenn reynt fyrir sér í bréfskákinni með góðum árangri.
7.11.2015 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Kramnik í banastuði á EM taflfélaga
Af þeim heimsmeistaraeinvígjum sem háð hafa verið frá því fyrsta sem fram fór árið 1886 má telja að tvö hafi ákveðna sérstöðu hvað varðar væntingar um úrslit; þegar Capablanca tefldi við Aljekín í Buenos Aires 1927 var talið nánast útilokað að Aljekín ynni. Niðurstaðan varð samt sú að Aljekin vann 6:3 en þeir gerðu 25 jafntefli. Garrí Kasparov hafði unnið tíu stórmót í röð er hann mætti Kramnik í London haustið 2000. En Kramnik vann 8½:6½ og tapaði ekki skák. Einvígið fór fram undir merkjum PCA, Samtaka atvinnuskákmanna, en sex árum síðar mættust Topalov og Kramnik í „sameiningareinvígi“ FIDE og PCA í Elista í Kalmykíu. Kramnik vann einvígið, sem hlaut nafnið „Toilet-gate“ vegna deilna um tíðar salernisferðir Kramniks. Þessir tveir talast ekki lengur við, takast ekki í hendur við upphaf skáka sinna og heldur ekki þegar þeim lýkur. Í Evrópukeppni skákfélaga sem lauk í Skopje í Makedoníu fyrir viku leiddi Kramnik lið sitt Síbería til sigurs og hlaut 4½ vinning af fimm mögulegum. Ekkert íslenskt lið tók þátt í keppninni að þessu sinni. Kramnik vann Nepomniachtchi, Svidler, Ívantsjúk og Topalov, árangur sem fleytir honum upp í 5. sæti á heimslistanum. Hann teflir á 1. borði fyrir Rússa á EM í Laugardalshöllinni. Sigur hans yfir Topalov var sérlega glæsilegur:
EM taflfélaga 2015; 2. umferð:
Vladimir Kramnik – Veselin Topalov
Drottningarindversk vörn
1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. e3
Þessi hógværa leikaðferð, sem rakin er til hins kunna stórmeistara Artúrs Jusupov, er furðu sveigjanleg þegar að er gáð; það má ákveða síðar hvernig best er að haga uppstillingu peða á drottningarvæng.
3.... c5 4. Bd3 b6 5. 0-0 Bb7 6. c4 cxd4 7. exd4 Be7 8. Rc3 d5 9. cxd5 Rxd5 10. Re5 0-0 11. Dg4 f5!?
Talin öruggasta leið svarts en skapar veikleika á e6. Þekkt gildra kemur upp eftir 11.... Rf6 12. Dh4 Rc6 13. Bg5! g6 14. Ba6! og svarta staðan er töpuð.
12. De2 Bf6 13. Bc4 He8 14. Hd1 Rd7?!
Vafasamur vegna þeirrar leppunar sem nú kemur fram. Betra var 14.... Rc6 eða 14.... a6.
15. Bb5! Bxe5 16. dxe5 De7 17. Rxd5 Bxd5 18. Dh5!
Hótar 19. Bg5. Svartur neyðist til veikja sig á svörtu reitunum.
18.... g6 19. Dh6 Hec8 20. Bg5 Df7 21. Bxd7 Dxd7 22. Bf6
Einn vandi Topalovs er hversu erfitt er að andæfa hrókunum á d-línunni.
22.... Df7 23. b3 Df8 24. Df4 Hc2 25. h4 Hac8 26. h5 De8 27. Hd3 H2c3 28. Had1 gxh5
Það er erfitt að finna betri leik. Í sumum tilvikum getur hvítur skipt upp á öllum hrókunum og ruðst inn eftir c-línunni.
29. Hxd5! exd5 30. e6!
Snarplega leikið, 30.... H3c5 er svarað með 31. Hd3! o.s.frv.
30.... H3c7 31. Hxd5 Dxe6 32. Dg5 Kf8 33. Hxf5 Hf7 34. Dh6 Ke8 35. He5 Hc6
Hyggst bjarga sér með því að leppa biskupinn, 36. Hxe6+ Hxe6 o.frv. En Kramnik á tvöfalda „gagnleppun“.
36. Dxh5!
– og Topalov lagði niður vopnin.
Vinningsleiðin
Jón L. Árnason – Jon Ludvig HammerÍ síðasta pistli birtist brot úr skemmtilegri viðureign á Íslandsmóti skákfélaga. Vinningsleiðin er þessi:
62.... Kf2! 63. f7
Eini leikurinn.
63.... Hd3+! 64. Kc1
64. ... Kc2 kemur í sama stað niður.
64.... Hf3 65. f8(D) Hxf8 66. Bxf8 Ke2!
– og vinnur; hvítur getur vissulega stöðvað d-peðið með – Bb4 en þá rennur g-peðið upp í borð.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 31. október
| Vladimir Kramnik - Veselin Topalov (PGN) 1. d4 Nf6 2. Nf3 e6 3. e3 c5 4. Bd3 b6 5. O-O Bb7 6. c4 cxd4 7. exd4 Be7 8. Nc3 d5 9. cxd5 Nxd5 10. Ne5 O-O 11. Qg4 f5 12. Qe2 Bf6 13. Bc4 Re8 14. Rd1 Nd7 15. Bb5 Bxe5 16. dxe5 Qe7 17. Nxd5 Bxd5 18. Qh5 g6 19. Qh6 Rec8 20. Bg5 Qf7 21. Bxd7 Qxd7 22. Bf6 Qf7 23. b3 Qf8 24. Qf4 Rc2 25. h4 Rac8 26. h5 Qe8 27. Rd3 R2c3 28. Rad1 gxh5 29. Rxd5 exd5 30. e6 R3c7 31. Rxd5 Qxe6 32. Qg5+ Kf8 33. Rxf5 Rf7 34. Qh6+ Ke8 35. Re5 Rc6 36. Qxh5 1-0 |
Spil og leikir | Breytt 31.10.2015 kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2015 | 17:57
FIDE-þjálfara námskeið samhliða EM landsliða - einn virtasti skákþjálfari heims kennir
Einn virtast skákþjálfari heims, Adrian Mikhalchishin, verður með FIDE-þjálfaranámsskeið samhliða EM landsliða. Námskeiðið er meðal annars ætlað hinum erlendu gestum sem hingað koma en íslenskir skákáhugamenn eru að sjálfsögðu velkomnir. Mismunandi gráður eru í boði fyrir þá sem sækja námskeiðið.
Þátttökugjöld fyrir námskeiðið eru €100 en auk þess kostar útnefningin svo €50-200. Rétt er að taka fram að námskeiðið er öllum opið.
Þjálfarinn, Adrian Mikhalchishin, er einn virtasti skákþjálfari heims. Hann er þjálfari Tyrkja á EM landsliða og hefur þjálfari Anatoly Karpov, fyrrum heimsmeistara í skák, um sex ára skeið. Auk þess hefur hann meðal annars þjálfað Ivanchuk og Polgar-systur.
Upplýsingar um Íslendinga sem hafa FIDE-þjálfaragráðu má finna á heimasíðu SÍ.
Nánari upplýsingar um námskeiðið eru heimasíðu EM.
7.11.2015 | 10:10
Hraðskákmót Hugins fer fram á mánudagskvöld
Hraðskákmót Hugins í Mjóddinni verður haldið mánudaginn 9. nóvember nk. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a og hefst tafliðkl. 20. Tefldar verða 7 umferðir 2*5 mínútur.
Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Heildarverðlaun á mótinu eru kr. 20.000.
Núverandi hraðskákmeistari Hellis er Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir. Þetta er í tuttugasta sinn sem mótið fer fram. Björn Þorfinnsson og Davíð Ólafsson hafa hampað titlinum oftast eða fjórum sinnum.
Verðlaun skiptast svo:
- 10.000 kr.
- 6.000 kr.
- 4.000 kr.
Þátttökugjöld eru kr. 400 fyrir félagsmenn en kr. 600 fyrir aðra. Fyrir unglinga í Huginn eru þau kr. 300 en kr. 400 fyrir aðra.
Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.
7.11.2015 | 08:59
Íslandsmót eldri skákmanna - Strandbergsmótið hefst kl. 10
Íslandsmót eldri skákmanna 65+ (fædda 1950 eða fyrr) verður haldið laugardaginn 7. nóvember nk. í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju í umsjá RIDDARANS - skákklúbbs öldunga, sem þar hefur aðsetur sitt.
Þetta er í annað sinn sem slíkt mót með atskákarsniði fer fram í þessum aldursflokki. Tefldar verða 9 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma plús 3 sekúndur á leik. Fjórar umferðir fyrir hádegi en lokaumferðirnar fimm eftir hádegisverðarhlé.
Mótið hefst kl. 10 árdegis og lýkur um kl. 16 með verðlaunaafhendingu og kaffisamsæti. Teflt verður í hátíðarsalnum við kjöraðstæður. Boðið verður upp á kaffi, svaladrykki og snarl meðan á móti stendur. Góð verðlaun og aldursflokkaviðurkenningar.
Verðlaun
- 1. 10.000 kr.
- 2. 6.000 kr.
- 3. 4.000 kr.
Aldurflokkaverðlaun.
- 65-70
- 71-75
- 76 -80
- 81 og eldri
Jói Útherji gefur alla verðlaunagripi.
Sértök verðlaun fyrir 70+, 75+ og 80+. Jói Útherji gefur aukaverðlaunin.
Þátttökugjald er kr. 2.500.
Skráing fer fram á Skák.is. Upplýsingar um þegar skráða keppendur má finna hér.
6.11.2015 | 07:00
Bikarsyrpan - Mót 2 hefst í dag
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram þegar annað mót syrpunnar fer fram helgina 6.-8. nóvember og hefst fyrsta umferð föstudaginn 6. nóvember kl. 17.30. Mótum syrpunnar hefur verið fjölgað og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 2000 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuð eru fyrir þau.
Tefldar eru 5 umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar því varað í allt að tvær klukkustundir. Þó svo við leggjum ætíð áherslu á að krakkarnir vandi sig og noti tímann vel, þá má gera ráð fyrir að margar skákir taki mun styttri tíma.
Mótið er sérstaklega hugsað fyrir krakka sem hafa sótt skákæfingar TR (og/eða annarra taflfélaga) reglulega síðastliðinn vetur eða lengur. Það er gott að byrja sem fyrst að keppa á kappskákmótum, en hingað til hefur þeim krökkum sem vilja tefla á “alvöru mótum” mestmegnis staðið til boða að taka þátt í opnum mótum. Þar er styrkleikamunurinn oft mikill, mótin taka langan tíma, auk þess sem marga krakka óar við tilhugsuninni um að tefla við fullorðna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svarið við því.
Einungis börn og unglingar á grunnskólaaldri sem ekki hafa náð 1600 alþjóðlegum skákstigum geta tekið þátt í mótum Bikarsyrpunnar. Þannig er styrkleikamunurinn minni en ella og krakkarnir njóta þess betur að tefla kappskákir. Tímamörkin eru líka styttri, og henta krökkunum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíðkast á venjulegum kappskákmótum. Mótið uppfyllir öll skilyrði Alþjóða skáksambandsins FIDE og er reiknað til alþjóðlegra skákstiga sem gott er að byrja að safna snemma. Eins og á aðra viðburði félagsins þá er frítt í mótin fyrir krakka í Taflfélagi Reykjavíkur. Fyrir krakka í öðrum taflfélögum er þátttökugjaldið 1000 krónur fyrir hvert mót Bikarsyrpunnar.
Dagskrá:
1. umferð 17.30 á föstudegi (6. nóvember)
2. umferð 10.30 á laugardegi (7. nóvember)
3. umferð 14.00 á laugardegi (7. nóvember)
4. umferð 10.30 á sunnudegi (8. nóvember)
5. umferð 14.00 á sunnudegi (8. nóvember). (Lokaumferð + verðlaunaafhending).
Ein yfirseta (bye) er leyfð í umferðum 1-3 og fæst fyrir hana 1/2 vinningur. Tilkynna þarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferðarinnar á undan.
Vinsamlegast skráið þátttakendur sem fyrst, það hjálpar við undirbúning mótsins!
Bikarsyrpan samanstendur af sex mótum í vetur. Bikarar og medalíur eru í verðlaun fyrir efstu sætin í hverju
 móti auk áskrifta á Chess.com eða Chesskid.com. Þá verða veitt sérstök verðlaun fyrir samanlagðan árangur á mótunum.
Sigurvegari fyrsta móts Bikarsyrpunnar var Róbert Luu.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Næstu mót syrpunnar:
- Mót 3: 4.-6. desember 2015
- Mót 4: 12.-14. febrúar 2016
- Mót 5: 1.-3. apríl 2016
- Mót 6: 27.-29. maí 2016
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hið vinsæla TORG – skákmót Fjölnis verður haldið í 12. skipti laugardaginn 14. nóvember og hefst kl. 11.00 í hátíðarsal Rimaskóla. Þátttakendur eru beðnir um að mæta til skráningar og upphitunar tímanlega. Öllum grunnskólabörnum er boðið að vera með í mótinu og er þátttakan ókeypis.
Í skákhléi býður Emmess öllum keppendum upp á íspinna og í lok mótsins verður glæsileg verðlaunahátíð með 20 vinningum og happadrættisvinningum til viðbótar frá Emmess og fyrirtækjunum á TORGINU í Hverafold. Hægt verður að vinna glæsilega íspakka frá Emmess, hamborgaratilboð, pítsur, tískuvörur frá Coco´s, bækur og blómavörur.
Tefldar verða sex umferðir og umhugsunartíminn sjö mínútur. Heiðursgestur Skákdeildar Fjölnis að þessu sinni verður Össur Skarphéðinsson þingmaður Reykjavíkur norður sem leikur fyrsta leik mótsins. TORG skákmót Fjölnis eru stutt, skemmtileg og spennandi.
Allir áhugasamir skákkrakkar eru hvattir til að mæta í Rimaskóla laugardaginn 14. nóvember. Leið 6 hjá Strætó stoppar 100 m frá Rimaskóla. Foreldrum velkomið að fylgjast með og þiggja kaffiveitingar.
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 7
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 8779085
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 109
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar