Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2015

Hrađskákmót Hugins fer fram í kvöld

Hrađskákmót Hugins í Mjóddinni verđur haldiđ mánudaginn 9. nóvember nk. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a og hefst tafliđkl. 20. Tefldar verđa 7 umferđir 2*5 mínútur.

Mótiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga. Heildarverđlaun á mótinu eru kr. 20.000.

Núverandi hrađskákmeistari Hellis er Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir. Ţetta er í tuttugasta sinn sem mótiđ fer fram. Björn Ţorfinnsson og Davíđ Ólafsson hafa hampađ titlinum oftast eđa fjórum sinnum.

Verđlaun skiptast svo:

  1. 10.000 kr.
  2. 6.000 kr.
  3. 4.000 kr.

Ţátttökugjöld eru kr. 400 fyrir félagsmenn en kr. 600 fyrir ađra. Fyrir unglinga í Huginn eru ţau kr. 300 en kr. 400 fyrir ađra.

Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga.


Halldór Atli siguvegari á 2. móti Bikarsyrpu TR

Jón Ţór, Alexander Oliver og Halldór Atli

Halldór Atli Kristjánsson sigrađi á öđru móti Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur sem fór fram nú um helgina en hann hlaut 4,5 vinning í skákunum fimm.  Jafnir í 2.-3. sćti međ 4 vinninga urđu Alexander Oliver Mai og Jón Ţór Lemery en Alexander hlýtur annađ sćtiđ eftir stigaútreikning.

Mótiđ var ađ ţessu sinni afar jafnt og spennandi og réđust úrslit ekki fyrr en lokaskák fimmtu og síđustu umferđarinnar lauk ţar sem Birkir Ísak Jóhannsson og Alexander gerđu jafntefli en ţar međ var ljóst ađ Halldór Atli var öruggur međ efsta sćtiđ eftir sigur á Kristjáni Degi Jónssyni í lokaumferđinni.  Vel ađ verki stađiđ hjá Halldóri sem hćkkar um 32 Elo-stig fyrir árangurinn.

TR ţakkar keppendum fyrir ţátttökuna og óskar verđlaunahöfunum til hamingju.  Ţriđja mót syrpunnar fer fram helgina 4.-6. desember og verđur nánar auglýst ţegar nćr dregur.

Myndir frá mótum Bikarsyrpunnar má sjá hér ađ neđan.

Myndskreytt frásögn á heimasíđu TR.


Björgvin Víglundsson Íslandsmeistari 65 ára og eldri

ÍSLM. 65 ára og eldri 2015   ESE 023

Íslandsmeistaramót skákmanna 65+ fór fram á vegum RIDDARANS ađ Strandbergi – hinu glćsilega safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju, ţar sem aldnar skákkempur hittast til tafls allan ársins hring. Ţetta er í annađ sinn sem slíkt mót er haldiđ í ţessum aldursflokki  

Ţví lauk eins og í fyrra međ sigri hins valinkunna BJÖRGVINS VÍGLUNDSSONAR, sem hlaut 7.5 vinning af 9 mögulegum, sem gerđi jafntefli í lokaskákinni til ađ innsigla sćtan sigur. Júlíus Friđjónsson og Bragi Halldórsson urđu jafnir 2.-3. sćti en sá fyrrnefndi  hćrri á stigum. Aldursflokkaverđlaun  81+ hlaut hinn síungi Páll G. Jónsson (82), sem varđ í fjórđa sćti, Sigurđur E. Kristjánsson 76+ og Kristinn Bjarnason 71+; og svo sigurvegarinn í flokki 65+. Heiđursverđlaun voru veitt Magnúsi V. Péturssyni (83) alias Jói Útherji, aldursforseti  mótsins, sem gaf alla verđlaunagripi.

ÍSLM. 65 ára og eldri 2015   ESE 021

Mótiđ var velmannađ miđađ viđ virka skákmenn á ţessu aldurskeiđi enda ţótt ţátttaka hefđi gjarnan mátt vera meiri, munađi ţar mestu um ađ Norđanmenn mćttu ekki til leiks sem vonast var til og ýmsir uppteknir viđ annađ, sem hverrar ţátttöku hafđi veriđ vćnst.   

Sr. Jón Helgi Ţórarinsson, sóknarprestur í Hafnfirđinga, setti mótiđ og lék fyrsta leikinn (e2-e4). Hann minnti á ađ ţađ er ekki ćvinlega sigurinn sem mestu máli skiptir - heldur líka drengileg og skemmtilega barátta sem greypist í minni.  Líta mćtti á skákina sem „heildrćna atferlismeđferđ“ međ skákívafi, heilsubótarhugtak sem nú er mjög í tísku. Hann gat um komu Bobby Fischers á stađinn fyrir 10 árum ţar sem hann átti rökrćđur um ritninguna viđ Sr. Gunnţór forvera sinn.  Ottó R. Ottósson, stađarhaldari kirkjunnar, sá keppendum og gestum fyrir veitingum á međan teflt var og veisluföngum í mótslok.   Gunnar Björnsson, forseti SÍ, afhenti  sigurvegurum og öđrum verđlaunahöfum  viđurkenningar međ ađstođ Einars S. Einarssonar, erkiriddara og mótsstjóra, sem tók međfylgjandi myndir  međ „einari“ hendi en tefldi međ hinni.  Páll Sigurđsson var skákstjóri og sá til ţess ađ keppendur fylgdu nýjustu og stífustu skákreglum FIDE um atskákir, en tímamörkin í mótinu voru 10 mínútur á skákina plús 3 sekúndna viđbótartími á leik.  

ÍSLM. 65 ára og eldri 2015   ESE 015

Í heildina má segja ađ umgerđ mótsins hafi veriđ góđ, ţađ hafi fariđ vel fram og ađstandendum til sóma.  Gćti vel orđiđ mönnum minnistćtt ţegar frá líđur -  ţó ég segi sjálfur frá.  ESE

ÍSLM. 65 ára og eldri 2015   ESE 024


Landskeppni viđ Svía í bréfskák

Svíar hafa skorađ á okkur í landskeppni í bréfskák. Keppnin hefst 1. desember og nú er unniđ ađ ţví ađ safna liđi. Öllum er heimil ţátttaka. Ţađ er ekki skilyrđi ađ hafa teflt bréfskák áđur og ţví er ţetta ágćtt tćkifćri fyrir ţá sem vilja kynna sér bréfskákina. 

Hver keppandi teflir tvćr skákir samtímis viđ andstćđing sinn, ađra međ hvítu og hina međ svörtu. Umhugsunartími er mjög rúmur ţannig ađ ţetta truflar ekki ađra skákiđkun.

Rétt er ađ taka fram ađ í bréfskákinni eru öll hjálpargögn leyfđ svo sem bćkur, skákgagnagrunnar og skákreiknar.

Bréfskákin er upplögđ fyrir ţá sem vilja fá tćkifćri til ađ kafa djúpt í ţau byrjunarafbrigđi sem upp koma í skákunum. Hún er einnig kjörinn vettvangur fyrir ţá sem vilja ná betri tökum á notkun skákgagnagrunna og skákreikna viđ rannsóknir á skákstöđum. Tölvurnar verđa sífellt mikilvćgari í undirbúningi skákmanna og ţví nauđsynlegt fyrir alla skákmenn ađ kunna ađ nýta sér tćknina til hins ýtrasta.

Ţátttöku má tilkynna međ ţví ađ senda tölvupóst á brefskak@gmail.com. Fylgjast má međ skráningu á http://skak.hornid.com 

Svíar eru mjög sterkir í bréfskákinni og eru t.d. núverandi Evrópumeistarar. Ţá hefur enginn bréfskákmađur náđ ađ slá stigamet stórmeistarans Ulf Andersen, sem er međ 2.737 bréfskákstig og trónir á toppi alţjóđlega bréfskáklistans. Ulf Anderson er ekki eini ţekkti sćnski skákmađurinn sem hefur glímt viđ bréfskákina. T.d. hafa ţeir Jonny Hector, Ralf Ĺkesson og Emanuel Berg einnig náđ góđum árangri.

Bréfskákin hefur haft sterkan međbyr á Íslandi undanfarin ár. Bćđi hafa bréfskákmenn okkar náđ prýđilegum árangri og eins hefur íslenskum bréfskákmönnum fjölgađ mikiđ. M.a. hafa margir reyndir skákmenn reynt fyrir sér í bréfskákinni međ góđum árangri.


Skákţáttur Morgunblađsins: Kramnik í banastuđi á EM taflfélaga

kramnik-topalov-no-lamp

Af ţeim heimsmeistaraeinvígjum sem háđ hafa veriđ frá ţví fyrsta sem fram fór áriđ 1886 má telja ađ tvö hafi ákveđna sérstöđu hvađ varđar vćntingar um úrslit; ţegar Capablanca tefldi viđ Aljekín í Buenos Aires 1927 var taliđ nánast útilokađ ađ Aljekín ynni. Niđurstađan varđ samt sú ađ Aljekin vann 6:3 en ţeir gerđu 25 jafntefli. Garrí Kasparov hafđi unniđ tíu stórmót í röđ er hann mćtti Kramnik í London haustiđ 2000. En Kramnik vann 8˝:6˝ og tapađi ekki skák. Einvígiđ fór fram undir merkjum PCA, Samtaka atvinnuskákmanna, en sex árum síđar mćttust Topalov og Kramnik í „sameiningareinvígi“ FIDE og PCA í Elista í Kalmykíu. Kramnik vann einvígiđ, sem hlaut nafniđ „Toilet-gate“ vegna deilna um tíđar salernisferđir Kramniks. Ţessir tveir talast ekki lengur viđ, takast ekki í hendur viđ upphaf skáka sinna og heldur ekki ţegar ţeim lýkur. Í Evrópukeppni skákfélaga sem lauk í Skopje í Makedoníu fyrir viku leiddi Kramnik liđ sitt Síbería til sigurs og hlaut 4˝ vinning af fimm mögulegum. Ekkert íslenskt liđ tók ţátt í keppninni ađ ţessu sinni. Kramnik vann Nepomniachtchi, Svidler, Ívantsjúk og Topalov, árangur sem fleytir honum upp í 5. sćti á heimslistanum. Hann teflir á 1. borđi fyrir Rússa á EM í Laugardalshöllinni. Sigur hans yfir Topalov var sérlega glćsilegur:


EM taflfélaga 2015; 2. umferđ:

Vladimir Kramnik – Veselin Topalov

Drottningarindversk vörn

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. e3

Ţessi hógvćra leikađferđ, sem rakin er til hins kunna stórmeistara Artúrs Jusupov, er furđu sveigjanleg ţegar ađ er gáđ; ţađ má ákveđa síđar hvernig best er ađ haga uppstillingu peđa á drottningarvćng.

3.... c5 4. Bd3 b6 5. 0-0 Bb7 6. c4 cxd4 7. exd4 Be7 8. Rc3 d5 9. cxd5 Rxd5 10. Re5 0-0 11. Dg4 f5!?

Talin öruggasta leiđ svarts en skapar veikleika á e6. Ţekkt gildra kemur upp eftir 11.... Rf6 12. Dh4 Rc6 13. Bg5! g6 14. Ba6! og svarta stađan er töpuđ.

12. De2 Bf6 13. Bc4 He8 14. Hd1 Rd7?!

Vafasamur vegna ţeirrar leppunar sem nú kemur fram. Betra var 14.... Rc6 eđa 14.... a6.

15. Bb5! Bxe5 16. dxe5 De7 17. Rxd5 Bxd5 18. Dh5!

Hótar 19. Bg5. Svartur neyđist til veikja sig á svörtu reitunum.

18.... g6 19. Dh6 Hec8 20. Bg5 Df7 21. Bxd7 Dxd7 22. Bf6

Einn vandi Topalovs er hversu erfitt er ađ andćfa hrókunum á d-línunni.

22.... Df7 23. b3 Df8 24. Df4 Hc2 25. h4 Hac8 26. h5 De8 27. Hd3 H2c3 28. Had1 gxh5

Ţađ er erfitt ađ finna betri leik. Í sumum tilvikum getur hvítur skipt upp á öllum hrókunum og ruđst inn eftir c-línunni.

GDMUR4BS

 

29. Hxd5! exd5 30. e6!

Snarplega leikiđ, 30.... H3c5 er svarađ međ 31. Hd3! o.s.frv.

30.... H3c7 31. Hxd5 Dxe6 32. Dg5 Kf8 33. Hxf5 Hf7 34. Dh6 Ke8 35. He5 Hc6

Hyggst bjarga sér međ ţví ađ leppa biskupinn, 36. Hxe6+ Hxe6 o.frv. En Kramnik á tvöfalda „gagnleppun“.

 

36. Dxh5!

GDMUR4BO– og Topalov lagđi niđur vopnin.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vinningsleiđin

Jón L. Árnason – Jon Ludvig Hammer

GDMUR4C0Í síđasta pistli birtist brot úr skemmtilegri viđureign á Íslandsmóti skákfélaga. Vinningsleiđin er ţessi:

62.... Kf2! 63. f7

Eini leikurinn.

63.... Hd3+! 64. Kc1

64. ... Kc2 kemur í sama stađ niđur.

64.... Hf3 65. f8(D) Hxf8 66. Bxf8 Ke2!

– og vinnur; hvítur getur vissulega stöđvađ d-peđiđ međ – Bb4 en ţá rennur g-peđiđ upp í borđ.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 31. október

Skákţćttir Morgunblađsins


FIDE-ţjálfara námskeiđ samhliđa EM landsliđa - einn virtasti skákţjálfari heims kennir

EM landsliđa (lógó)

Einn virtast skákţjálfari heims, Adrian Mikhalchishin, verđur međ FIDE-ţjálfaranámsskeiđ samhliđa EM landsliđa. Námskeiđiđ er međal annars ćtlađ hinum erlendu gestum sem hingađ koma en íslenskir skákáhugamenn eru ađ sjálfsögđu velkomnir. Mismunandi gráđur eru í bođi fyrir ţá sem sćkja námskeiđiđ.

Ţátttökugjöld fyrir námskeiđiđ eru €100 en auk ţess kostar útnefningin svo €50-200. Rétt er ađ taka fram ađ námskeiđiđ er öllum opiđ.

FIDE-trainer

Ţjálfarinn, Adrian Mikhalchishin, er einn virtasti skákţjálfari heims. Hann er ţjálfari Tyrkja á EM landsliđa og hefur ţjálfari Anatoly Karpov, fyrrum heimsmeistara í skák, um sex ára skeiđ. Auk ţess hefur hann  međal annars ţjálfađ Ivanchuk og Polgar-systur.

Upplýsingar um Íslendinga sem hafa FIDE-ţjálfaragráđu má finna á heimasíđu SÍ.

Nánari upplýsingar um námskeiđiđ eru heimasíđu EM.


Hrađskákmót Hugins fer fram á mánudagskvöld

Hrađskákmót Hugins í Mjóddinni verđur haldiđ mánudaginn 9. nóvember nk. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a og hefst tafliđkl. 20. Tefldar verđa 7 umferđir 2*5 mínútur.

Mótiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga. Heildarverđlaun á mótinu eru kr. 20.000.

Núverandi hrađskákmeistari Hellis er Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir. Ţetta er í tuttugasta sinn sem mótiđ fer fram. Björn Ţorfinnsson og Davíđ Ólafsson hafa hampađ titlinum oftast eđa fjórum sinnum.

Verđlaun skiptast svo:

  1. 10.000 kr.
  2. 6.000 kr.
  3. 4.000 kr.

Ţátttökugjöld eru kr. 400 fyrir félagsmenn en kr. 600 fyrir ađra. Fyrir unglinga í Huginn eru ţau kr. 300 en kr. 400 fyrir ađra.

Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga.


Íslandsmót eldri skákmanna - Strandbergsmótiđ hefst kl. 10

Borđi fyrir Íslandsmót eldri skákmanna 11.11.2014 18-28-25.2014 18-28-25 11.11.2014 18-28-25.2014 18-28-028

Íslandsmót eldri skákmanna 65+ (fćdda 1950 eđa fyrr) verđur haldiđ laugardaginn 7. nóvember nk. í Strandbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju í umsjá  RIDDARANS - skákklúbbs öldunga,  sem ţar hefur ađsetur sitt. 

ÍSLM. 65.ÁRA OG ELDRI.2014 14-17-56

Ţetta er í annađ sinn sem slíkt mót međ atskákarsniđi fer fram í ţessum aldursflokki. Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma plús 3 sekúndur á leik. Fjórar umferđir fyrir hádegi en lokaumferđirnar fimm eftir hádegisverđarhlé. 

MYND frá spennuţrungnu móti í fyrra..2014 16-55-07

Mótiđ hefst kl. 10 árdegis og lýkur um kl. 16 međ verđlaunaafhendingu og kaffisamsćti.  Teflt verđur í hátíđarsalnum viđ kjörađstćđur. Bođiđ verđur upp á kaffi, svaladrykki og snarl međan á móti stendur.  Góđ verđlaun og aldursflokkaviđurkenningar. 

Verđlaun

  • 1. 10.000 kr.
  • 2.  6.000 kr.
  • 3.  4.000 kr.

Aldurflokkaverđlaun.

  • 65-70
  • 71-75
  • 76 -80
  • 81 og eldri

Jói Útherji gefur alla verđlaunagripi.

Sértök verđlaun fyrir 70+, 75+ og 80+. Jói Útherji gefur aukaverđlaunin.

Ţátttökugjald er kr. 2.500.

Skráing fer fram á Skák.is. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér


Bikarsyrpan - Mót 2 hefst í dag

bikars2_2015

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram ţegar annađ mót syrpunnar fer fram helgina 6.-8. nóvember og hefst fyrsta umferđ föstudaginn 6. nóvember kl. 17.30. Mótum syrpunnar hefur veriđ fjölgađ og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ćtluđ börnum á grunnskólaaldri (fćdd 2000 og síđar) sem ekki hafa náđ 1600 skákstigum. Ţar međ gefst ţeim tćkifćri til ađ nćla sér í alţjóđleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuđ eru fyrir ţau.

Tefldar eru 5 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo viđ leggjum ćtíđ áherslu á ađ krakkarnir vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Mótiđ er sérstaklega hugsađ fyrir krakka sem hafa sótt skákćfingar TR (og/eđa annarra taflfélaga) reglulega síđastliđinn vetur eđa lengur. Ţađ er gott ađ byrja sem fyrst ađ keppa á kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim krökkum sem vilja tefla á “alvöru mótum” mestmegnis stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunurinn oft mikill, mótin taka langan tíma, auk ţess sem marga krakka óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví.

Einungis börn og unglingar á grunnskólaaldri sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og krakkarnir njóta ţess betur ađ tefla kappskákir. Tímamörkin eru líka styttri, og henta krökkunum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á venjulegum kappskákmótum. Mótiđ uppfyllir öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga sem gott er ađ byrja ađ safna snemma. Eins og á ađra viđburđi félagsins ţá er frítt í mótin fyrir krakka í Taflfélagi Reykjavíkur. Fyrir krakka í öđrum taflfélögum er ţátttökugjaldiđ 1000 krónur fyrir hvert mót Bikarsyrpunnar.

Dagskrá:
1. umferđ 17.30 á föstudegi (6. nóvember)
2. umferđ 10.30 á laugardegi (7. nóvember)
3. umferđ 14.00 á laugardegi (7. nóvember)
4. umferđ 10.30 á sunnudegi (8. nóvember)
5. umferđ 14.00 á sunnudegi (8. nóvember). (Lokaumferđ + verđlaunaafhending).

Ein yfirseta (bye) er leyfđ í umferđum 1-3 og fćst fyrir hana 1/2 vinningur.  Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar viđ undirbúning mótsins!

Skráningarform

Skráđir keppendur

Bikarsyrpan samanstendur af sex mótum í vetur. Bikarar og medalíur eru í verđlaun fyrir efstu sćtin í hverju
 móti auk áskrifta á Chess.com eđa Chesskid.com.  Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir samanlagđan árangur á mótunum.

Sigurvegari fyrsta móts Bikarsyrpunnar var Róbert Luu.

Hlökkum til ađ sjá ykkur!

Nćstu mót syrpunnar:

  • Mót 3: 4.-6. desember 2015
  • Mót 4: 12.-14. febrúar 2016
  • Mót 5: 1.-3. apríl 2016
  • Mót 6: 27.-29. maí 2016

TORG - skákmót Fjölnis laugardaginn 14. nóvember - Ókeypis ţátttaka og ókeypis ís

Skákhátíđ RótarýHiđ vinsćla TORG – skákmót Fjölnis verđur haldiđ í 12. skipti laugardaginn 14. nóvember og hefst kl. 11.00 í hátíđarsal Rimaskóla.  Ţátttakendur eru beđnir um ađ mćta til skráningar og upphitunar tímanlega. Öllum grunnskólabörnum er bođiđ ađ vera međ í mótinu og er ţátttakan ókeypis.

Í skákhléi býđur Emmess öllum keppendum upp á íspinna og í lok mótsins verđur glćsileg verđlaunahátíđ međ 20 vinningum og happadrćttisvinningum til viđbótar frá Emmess og fyrirtćkjunum á TORGINU í Hverafold. Hćgt verđur ađ vinna glćsilega íspakka frá Emmess, hamborgaratilbođ, pítsur, tískuvörur frá Coco´s, bćkur og blómavörur.

Tefldar verđa sex umferđir og umhugsunartíminn sjö mínútur. Heiđursgestur Skákdeildar Fjölnis ađ ţessu sinni verđur Össur Skarphéđinsson ţingmađur Reykjavíkur norđur sem leikur fyrsta leik mótsins. TORG skákmót Fjölnis eru stutt, skemmtileg og spennandi.

Allir áhugasamir skákkrakkar eru hvattir til ađ mćta í Rimaskóla laugardaginn 14. nóvember. Leiđ 6 hjá Strćtó stoppar 100 m frá Rimaskóla.  Foreldrum velkomiđ ađ fylgjast međ og ţiggja kaffiveitingar.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 8765361

Annađ

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband