Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Kramnik í banastuđi á EM taflfélaga

kramnik-topalov-no-lamp

Af ţeim heimsmeistaraeinvígjum sem háđ hafa veriđ frá ţví fyrsta sem fram fór áriđ 1886 má telja ađ tvö hafi ákveđna sérstöđu hvađ varđar vćntingar um úrslit; ţegar Capablanca tefldi viđ Aljekín í Buenos Aires 1927 var taliđ nánast útilokađ ađ Aljekín ynni. Niđurstađan varđ samt sú ađ Aljekin vann 6:3 en ţeir gerđu 25 jafntefli. Garrí Kasparov hafđi unniđ tíu stórmót í röđ er hann mćtti Kramnik í London haustiđ 2000. En Kramnik vann 8˝:6˝ og tapađi ekki skák. Einvígiđ fór fram undir merkjum PCA, Samtaka atvinnuskákmanna, en sex árum síđar mćttust Topalov og Kramnik í „sameiningareinvígi“ FIDE og PCA í Elista í Kalmykíu. Kramnik vann einvígiđ, sem hlaut nafniđ „Toilet-gate“ vegna deilna um tíđar salernisferđir Kramniks. Ţessir tveir talast ekki lengur viđ, takast ekki í hendur viđ upphaf skáka sinna og heldur ekki ţegar ţeim lýkur. Í Evrópukeppni skákfélaga sem lauk í Skopje í Makedoníu fyrir viku leiddi Kramnik liđ sitt Síbería til sigurs og hlaut 4˝ vinning af fimm mögulegum. Ekkert íslenskt liđ tók ţátt í keppninni ađ ţessu sinni. Kramnik vann Nepomniachtchi, Svidler, Ívantsjúk og Topalov, árangur sem fleytir honum upp í 5. sćti á heimslistanum. Hann teflir á 1. borđi fyrir Rússa á EM í Laugardalshöllinni. Sigur hans yfir Topalov var sérlega glćsilegur:


EM taflfélaga 2015; 2. umferđ:

Vladimir Kramnik – Veselin Topalov

Drottningarindversk vörn

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. e3

Ţessi hógvćra leikađferđ, sem rakin er til hins kunna stórmeistara Artúrs Jusupov, er furđu sveigjanleg ţegar ađ er gáđ; ţađ má ákveđa síđar hvernig best er ađ haga uppstillingu peđa á drottningarvćng.

3.... c5 4. Bd3 b6 5. 0-0 Bb7 6. c4 cxd4 7. exd4 Be7 8. Rc3 d5 9. cxd5 Rxd5 10. Re5 0-0 11. Dg4 f5!?

Talin öruggasta leiđ svarts en skapar veikleika á e6. Ţekkt gildra kemur upp eftir 11.... Rf6 12. Dh4 Rc6 13. Bg5! g6 14. Ba6! og svarta stađan er töpuđ.

12. De2 Bf6 13. Bc4 He8 14. Hd1 Rd7?!

Vafasamur vegna ţeirrar leppunar sem nú kemur fram. Betra var 14.... Rc6 eđa 14.... a6.

15. Bb5! Bxe5 16. dxe5 De7 17. Rxd5 Bxd5 18. Dh5!

Hótar 19. Bg5. Svartur neyđist til veikja sig á svörtu reitunum.

18.... g6 19. Dh6 Hec8 20. Bg5 Df7 21. Bxd7 Dxd7 22. Bf6

Einn vandi Topalovs er hversu erfitt er ađ andćfa hrókunum á d-línunni.

22.... Df7 23. b3 Df8 24. Df4 Hc2 25. h4 Hac8 26. h5 De8 27. Hd3 H2c3 28. Had1 gxh5

Ţađ er erfitt ađ finna betri leik. Í sumum tilvikum getur hvítur skipt upp á öllum hrókunum og ruđst inn eftir c-línunni.

GDMUR4BS

 

29. Hxd5! exd5 30. e6!

Snarplega leikiđ, 30.... H3c5 er svarađ međ 31. Hd3! o.s.frv.

30.... H3c7 31. Hxd5 Dxe6 32. Dg5 Kf8 33. Hxf5 Hf7 34. Dh6 Ke8 35. He5 Hc6

Hyggst bjarga sér međ ţví ađ leppa biskupinn, 36. Hxe6+ Hxe6 o.frv. En Kramnik á tvöfalda „gagnleppun“.

 

36. Dxh5!

GDMUR4BO– og Topalov lagđi niđur vopnin.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vinningsleiđin

Jón L. Árnason – Jon Ludvig Hammer

GDMUR4C0Í síđasta pistli birtist brot úr skemmtilegri viđureign á Íslandsmóti skákfélaga. Vinningsleiđin er ţessi:

62.... Kf2! 63. f7

Eini leikurinn.

63.... Hd3+! 64. Kc1

64. ... Kc2 kemur í sama stađ niđur.

64.... Hf3 65. f8(D) Hxf8 66. Bxf8 Ke2!

– og vinnur; hvítur getur vissulega stöđvađ d-peđiđ međ – Bb4 en ţá rennur g-peđiđ upp í borđ.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 31. október

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.6.): 1
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 8766027

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband