Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2015

HM ungmenna: Átta vinningar í lokaumferđinni

HM ungmenna - fjöldamynd

Ellefta og síđasta umferđ HM ungmenna fór fram í dag. Átta vinningar komu í hús í lokumferđinni. Dagur Ragnarsson (u18), Jón Trausti Harđarson (u18), Björn Hólm Birkisson (u16), Heimir Páll Ragnarsson (u14), Óskar Víkingur Davíđsson (u10), og Veronika Steinunn Magnúsdóttir (u18) unnu sínar skákir. 

Úrslit krakkanna má finna hér (hćgt ađ stćkka međ ţví ađ tvíklikka á mynd)

HM ungmenna 11. umferđ

Nánar á Chess-Results

Vignir Vatnar Stefánsson (u12) og Óskar Víkingur (u10) urđu efstir Íslendinganna međ 6,5 vinninga. Símon Ţórhallsson (u16) hlaut 6 vinninga. Dagur Ragnarsson (u18), Björn Hólm Birkisson (u16) og Róbert Luu (u10) hlutu 5,5 vinninga.

Alls komu 66 skákstig inní íslenskt skákstigahagkerfi (hćkkun ađ frádreginni lćkkun). Björn Hólm Birkisson hćkkađi mest allra eđa um 149 stig. Ađrir sem hćkkuđu á stigum voru Stefán Orri Davíđsson (107), Símon (100), Dawid Kolka (28), Adam Omarsson (25), Veronika Steinunn Magnúsdóttir (23) og Óskar Víkingur (5).

Fararstjórar krakkanna voru Helgi Ólafsson, Lenka Ptácníková og Björn Ívar Karlsson.

 


HM ungmenna: 11. pistill

10. umferđin, sem fór fram í gćr, var okkar versta hingađ til; 5 vinningar af 17. Stundum skiptast á skin og skúrir í ţessum bransa. Ţađ er spurning hvort góđi árangurinn í 9. umferđ hafi veriđ of mikil innspýting í hópinn en ţađ var eitthvađ einbeitingarleysi í flestum íslensku keppendunum í gćr.

Adam byrjađi á ţví ađ vinna, í góđri skák, gegn Kungys (1211) frá Litháen. Hann fékk ţćgilegra tafl eftir byrjunina og fórnađi tveimur peđum á međan hann kom mönnum sínum á framfćri. Andstćđingurinn skildi mest allt liđ sitt eftir uppi í borđi og Adam ţakkađi pent fyrir sig, fórnađi skiptamun, og mátađi. Mjög vel klárađ! Veronika hafđi hvítt á Gabrielu Ebeling (1515) sem kemur úr stórri finnskri skákfjölskyldu. Veronika var vel undirbúin fyrir byrjunina og fékk snemma ţćgilega stöđu. Í miđtaflinu tókst henni ađ vinna mann og eftir ţađ var úrvinnslan auđveld. Góđur sigur.

Dawid Kolka hafđi hvítt gegn Adar (2060) frá Ísrael. Dawid fékk yfirburđartafl eftir byrjunina en var heldur bráđur á sér í framhaldinu og hleypti Ísraelsmanninum ađeins inn í skákina. Stađan var sem betur fer ţađ góđ ađ ţađ skipti ekki máli og Dawid vann fínan sigur. Hann hefur veriđ á góđu skriđi í síđustu umferđum.

Jón Trausti hafđi svart á Narayanan (1758) frá Bandaríkjunum. Hann fékk fína stöđu eftir byrjunina en hvítur settist í skotgrafirnar, beiđ rólegur, og var greinilega mjög sáttur međ jafntefli. Jóni tókst ađ setja töluverđa pressu á Narayanan en fann aldrei neitt afgerandi. Í tímahrakinu fékk Bandaríkjamađurinn mótspil og náđi í framhaldinu ţráskák. Símon hafđi svart gegn Tahbaz (2350) frá Íran, í beinni útsendingu á efstu borđunum. Ţessi skák var ótrúlega spennandi. Símon tefldi Najdorf-afbrigđi sikileyjarvarnar og fékk fína stöđu. Í miđtaflinu tókst honum ađ töfra fram kröftugt mótspil á drottningarvćng á međan Íraninn ţandi sig á kóngsvćng. Í kjölfariđ fórnađi Símon manni og fékk óstöđvandi frípeđ á a-línunni. Íraninn gat gefiđ skiptamun til ađ stöđva peđiđ en tók í stađinn ţá ákvörđun ađ leyfa Símoni ađ vekja upp drottningu svo skyndilega var hann međ tvćr drottningar í miđtaflinu! Í framhaldinu kom upp stađa ţar sem Símon hafđi tvo hróka og drottningu gegn tveimur hrókum og biskupapari Tahbaz. Sú stađa var ekki eins einföld og viđ héldum ţví biskupapariđ var ótrúlega öflugt. Eftir mikiđ sprikl hvíts í framhaldinu ţráléku keppendur í óljósri stöđu. Svolítiđ svekkjandi ađ ná ekki ađ vinna ţessa skemmtilegu skák en engu ađ síđur fyrirfram góđ úrslit hjá Símoni sem er búinn ađ standa sig frábćrlega á mótinu.
Róbert hafđi hvítt á CM Low (1798) frá Kanada. Róbert tefldi byrjunina vel en missti nokkrum sinnum af góđum sóknarleiđum í miđtaflinu. Hann komst út í hróksendatafl, peđi yfir, og átti góđa vinningsmöguleika. Skákin fjarađi ţó út í jafntefli sem svartur mátti ţakka fyrir. Međ örlítiđ meiri ákveđni hefđi Róbert vafalaust unniđ skákina. Freyja hafđi svart gegn Ziegenfuss (1608) frá Ţýskalandi. Freyja hefur veriđ ađ bćta sig jafnt og ţétt frá ţví ađ mótiđ hófst. Hún tefldi byrjunina vel, enda hafđi hún undirbúiđ sig sérstaklega fyrir hana. Hún vann peđ en gaf andstćđingnum smá spil í framhaldinu. Hún vann skiptamun en vegna veikrar kóngstöđu Freyju voru sífelldar hćttur á ţráskák. Međ örlítiđ meiri nákvćmni hefđi hún átt góđa sigurmöguleika en á endanum fann Ziegenfuss leiđ til ađ ţráskáka og jafntefli varđ niđurstađan. Oliver, Dagur, Jón Kristinn, Björn Hólm, Bárđur Örn, Hilmir Freyr, Heimir Páll, Vignir Vatnar, Óskar Víkingur og Stefán Orri töpuđu allir.

Erfiđ umferđ en svona er ţetta stundum. Ţegar ţessi orđ eru skrifuđ er lokaumferđin nýhafin. Í kvöld er svo verđlaunaafhending en viđ stefnum ađ ţví ađ nota frítímann vel í dag og fara út í sólina.

Bestu kveđjur,
Björn Ívar


EM ungmenna: Ekki gekk vel í tíundu umferđ

Ekki gekk vel í tíundu umferđ HM ungmenna sem fram fór í Porto Carras í Grikklandi í dag. Alls komu 5 vinningar í hús í 17 skákum. Dawid Kolka (u16), Adam Omarsson (u8) og Veronika Steinunn Magnúsdóttir (u18) unnu sínar skákir. Jón Trausti Harđarson (u18), Símon Ţórhallsson (u16) og Róbert Luu (u10) gerđu jafntefli.

Úrslit krakkanna má finna hér (hćgt ađ stćkka međ ţví ađ tvíklikka á mynd)

HM ungmenna 10. umferđ

Nánar á Chess-Results

Símon Ţórhallsson(u16) og Vignir Vatnar (u12) eru efstir íslensku krakkanna međ 6 vinninga, Óskar Víkingur Davíđsson (10) hefur 5,5 vinning og Jón Kristinn Ţorgeirsson (u16),  Dawid Kolka (u16), Hilmir Freyr Heimisson (u14), Róbert Luu (u10) og Freyja Birkisdóttir (u10) hafa 5 vinninga. 

Lokaumferđin hefst kl. 8 í fyrramáliđ.

Sautján fulltrúar taka ţátt fyrir hönd Íslands á HM ungmenna og hafa aldrei veriđ fleiri.

 


HM ungmenna: 10. pistill

9. umferđin, sem fram fór í gćr, var okkar besta hingađ til; 12 vinningar af 17 mögulegum.

Dagur hafđi svart gegn Portúgalanum Leao (1994). Hvítur óđ beint út í afbrigđi sem Dagur hafđi undirbúiđ sig vel fyrir og Dagur fékk yfirburđarstöđu. Hann vann peđ í miđtaflinu og yfirspilađi Portúgalann í endataflinu. Öruggur sigur hjá Degi. Oliver hafđi svart gegn Isaakidis (1819) frá Kýpur. Isaakidis tefldi vel í byrjuninni og Oliver var ekki nógu sáttur međ stöđuna sína. Í miđtaflinu valdi hvítur kolranga leiđ og lék sig í mát í framhaldinu. Mikilvćgir sigrar fyrir Dag og Oliver sem eiga alla möguleika á ţví ađ klára mótiđ međ stćl. Símon hafđi hvítt gegn FM Livaic (2372). Símon valdi trausta leiđ í byrjuninni og upp kom stađa međ jöfnum fćrum. Livaic ţandi sig á kóngsvćngnum en Símon varđist vel og hélt sínu. Eftir mikil uppskipti á mönnum sćttust keppendur á jafntefli. Símon hefur veriđ ađ sýna ađ hann stendur alveg jafnfćtis ţessum stigaháu andstćđingum.

Jón Kristinn hafđi hvítt á Chew (2112) frá Ástralíu. Jón Kristinn fékk mun betra tafl eftir byrjunina og var sennilega međ unniđ tafl í miđtaflinu ţegar hann gaf andstćđingnum fćri á gagnsókn og ţráskák í kjölfariđ. Örlítil óheppni. Dawid Kolka gerđi einnig jafntefli, međ svörtu, gegn hinum ísraelska Triger (2091). Góđ úrslit hjá Dawid sem hefur veriđ á fínu skriđi eftir rólega byrjun. Tvíburarnir, Björn Hólm og Bárđur Örn, unnu báđir góđa sigra gegn hinum skoska Abdulla (2001) og CM Klevansky (1640) frá Suđur-Afríku. Strákarnir hafa báđir veriđ ađ breyta ađeins til í byrjunarvali og ţađ virđist hitta vel í mark. Hilmir Freyr vann heimamanninn Serpetsidakis (1854) af öryggi. Hann fékk trausta stöđu eftir byrjunina og ţegar miđtafliđ tók viđ var Grikkinn yfirspilađur. Hilmir Freyr hefur veriđ á góđri siglingu í síđustu umferđum. Heimir Páll sigrađi Evans (1488) frá Wales, međ hvítu mönnunum. Heimir Páll tefldi örlítiđ ónákvćmt eftir byrjunina en ţađ kom sem betur fer ekki ađ sök ţví ţađ gerđi andstćđingurinn líka og sá tapar víst sem leikur síđasta afleiknum! Mikilvćgur sigur fyrir Heimi Pál.

Vignir Vatnar hafđi hvítt á Nakada (1831) frá Bandaríkjunum. Vignir hélt áfram ađ tefla nýja gćluafbrigđiđ sitt međ hvítu og fékk mun betri stöđu. Ţá fór Nakada ađ sprikla heilmikiđ og lagđi nokkur erfiđ vandamál fyrir Vigni. Vignir er orđinn reynslumikill og leysti vandamálin vel og vann góđan sigur. Óskar Víkingur hafđi svart gegn Cebotari (1422) frá Moldavíu. Óskar tefldi byrjunina af öryggi og uppskar fína stöđu. Í miđtaflinu tókst honum ađ vinna peđ af andstćđingnum og skákina í framhaldinu. Óskar hefur veriđ ađ tefla mjög vel í mótinu og er ađ bćta sig mikiđ. Róbert Luu hafđi svart á Ghosh frá Bandaríkjunum. Róbert tefldi traust í byrjuninni eins og oft áđur. Hann fékk örlítiđ betra tafl og komst út í hróksendatafl tveimur peđum yfir sem hann vann af öryggi. Góđ skák hjá Róberti sem er á góđri siglingu eftir rólega byrjun. Stefán Orri hafđi hvítt gegn Hartman (1310) frá Skotlandi. Stefán fannst viđ hćfi ađ tefla skoska leikinn get Skotanum og var vel undirbúinn fyrir byrjunina. Hann vann mann í miđtaflinu og úrvinnslan var góđ í framhaldinu. Öruggur sigur og Stefán er í góđum stigagróđa eftir flottan árangur á mótinu. Freyja hafđi hvítt gegn hinni rússnesku WCM Olgu Melenchuk (1497). Freyja var spennt fyrir skákina ţví hún hafđi aldrei áđur teflt gegn titilhafa. Hún tefldi skoska leikinn, sem viđ höfđum undirbúiđ vel, og byrjunarleikirnir voru nánast ţeir sömu og hjá Stefáni Orra. Hún fékk betra tafl en Olga varđist vel, ađ rússneskum siđ! Freyja pressađi stíft en sćtti sig ađ lokum viđ jafntefli. Góđ skák og mér fannst Freyja alveg hafa átt skiliđ ađ vinna.

Jón Trausti, Veronika og Adam töpuđu öll í skákum ţar sem ţau áttu góđ tćkifćri. Hlutirnir hafa ekki alveg veriđ ađ falla međ ţeim í síđustu skákum.

Nú erum viđ farin ađ fara í tvo göngutúra á dag. Annars vegar er ţađ morgungangan, sem viđ förum í rétt fyrir hádegismat, og svo er ţađ Botvinnik-gangan góđa sem viđ tökum ađ kvöldi dags. Ţetta virđist hafa haft góđ áhrif á íslensku keppendurnar í síđustu tveimur umferđum.

Á morgun er lokaumferđin og hefst hún kl. 10 ađ stađartíma. Annađ kvöld er svo verđlaunaafhending kl. 20:30. Heimför er um miđjan dag á föstudaginn. Viđ ćttum ađ hafa einhvern frítíma eftir umferđina á morgun og mér skilst ađ menn séu farnir ađ pússa takkaskóna...

Bestu kveđjur heim,
Björn Ívar


Guđfinnur vopnfimastur hjá Ásum í gćr.  

Ćsir tefldu sinn níunda skákdag í gćr. Guđfinnur R Kjartansson var vopnfimastur í dag og uppskar 8˝ vinning af 10 mögulegum. Guđfinnur tapađi engri skák en gerđi ţrjú jafntefli viđ ţá Ara Stefánsson, Gísla Árnason og Gísla Gunnlaugsson. 

Í öđru sćti varđ Stefán Ţormar međ 7 vinninga. Svo komu fjórir jafnir međ 6˝ vinning, ţađ voru ţeir Gísli Gunnlaugsson, Sćbjörn Larsen, Kristinn Bjarnason og Ari Stefánsson. Gísli međ bestu stiga stöđu.

Nćsta laugardag verđur Íslandsmót öldunga haldiđ í safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju. Riddarar sjá um mótshald. Tefldar verđa níu umferđir međ 10 mín umhugsun +3 sek. á leik.

Ég vil hvetja skákfélaga mina til ţess ađ taka ţátt í ţessu móti. 

Sjá nánari úrslit gćrdagsins í töflu og myndir frá ESE.

2015-11-03

 


Frábćrt gengi í dag á HM ungmenna

Aldrei hefur gengiđ betur á HM ungmenna en í dag. 12 vinningar komu í hús af 17 mögulegum! Dagur Ragnarsson (u18), Oliver Aron Jóhannesson (u18), Bárđur Örn Birkisson (u16), Björn Hólm Birkisson (u16), Hilmir Freyr Heimisson (u14), Heimir Páll Ragnarsson (u14), Vignir Vatnar Stefánsson (u12), Óskar Víkingur Davíđsson (u10), Róbert Luu (u10) og Stefán Orri Davíđsson (u10) unnir allir í dag. Auk ţess gerđu fjórir krakkanna jafntefli.

Úrslit krakkanna má finna hér (hćgt ađ stćkka međ ţví ađ tvíklikka á mynd)

HM ungmenna 10. umferđ

Nánar á Chess-Results

Vignir Vatnar (u12) er efstur íslensku krakkana međ 6 vinninga. Símon (u16) og Óskar Víkingur (u10) hafa 5,5 vinning. Jón Kristinn (u16) og Hilmir Freyr (14) hafa 5 vinninga.

Sautján fulltrúar taka ţátt fyrir hönd Íslands á HM ungmenna og hafa aldrei veriđ fleiri.

 


HM ungmenna: 9. pistill

8. umferđ

Oliver hafđi hvítt á Leao (1994) frá Portúgal. Hann fékk yfirburđartafl eftir byrjunina en svartur varđist vel og á krítísku augnabliki missti Oliver af vćnlegu framhaldi og ţurfti ađ sćtta sig viđ jafnt endatafl. Hann var orđinn tímanaumur og tók jafntefli sem var sennilega skynsamleg ákvörđun á ţeim tímapunkti. Símon heldur áfram ađ eiga gott mót. Hann hafđi svart á Sousa (2251), sem einnig er frá Portúgal. Sousa lék 2. b3 gegn sikileyjarvörn Símons sem hann var ţó vel undirbúinn fyrir. Símon fékk trausta stöđu og beiđ átekta á međan Sousa ţandi sig á kóngsvćngnum. Um leiđ og hann fékk tćkifćri snéri Símon vörn í sókn og hvítur missti öll tök á stöđunni. Viđ Helgi vorum ánćgđir međ ţessa taktík og ef ég man rétt kallađi Helgi ţetta ,,ađ drepa andstćđinginn gjörsamlega úr leiđindum´´! Símon fórnađi skiptamun fyrir góđ fćri í framhaldinu og í erfiđri stöđu lék Sousa af sér drottningunni og gafst upp í kjölfariđ. Mjög góđur sigur.
Dawid Kolka og Bárđur Örn mćttust innbyrđis. Dawid tefldi uppskiptaafbrigđiđ í spćnskum leik og hafa ţeir félaga víst teflt nokkrar hrađskákir í gegnum tíđina í ţví afbrigđi. Dawid hafđi kynnt sér vel sigur Fischers gegn Spassky, í 9. einvígisskák endurkomueinvígisins frá árinu 1992. Hann nýtti sér vel hugmyndir Fischers úr skákinni og vann góđan sigur. Ţađ eina sem skyggđi á ţennan góđa sigur Dawids var ađ ţetta skyldi vera gegn öđrum Íslendingi.
Björn Hólm hafđi svart gegn Szustakowski (2057) frá Póllandi. Björn tefldi traust og uppskar ţćgilega stöđu. Hvítur reyndi ađ pressa en Björn varđist vel og hélt jafntefli í langri skák. Björn er í góđum stigagróđa eins og stađan er núna. Hilmir Freyr átti mjög góđan dag. Hann hafđi hvítt gegn Liang (1808) frá Kanada. Hilmir tefldi trausta leiđ í byrjuninni og fékk mun ţćgilegra tafl. Svartur gerđi strategísk mistök og veikti sig illa á hvítu reitunum sem Hilmir nýtti sér vel. Hann skipti svo upp í endatafl ţar sem svartur var međ vonlausa peđastöđu. Úrvinnslan var sannfćrandi og góđur sigur í höfn. Vignir Vatnar hafđi svart á Pislaru (1809) frá Ţýskalandi. Vignir jafnađi tafliđ snemma og nýtti sér mistök andstćđingsins í miđtaflinu. Hann fékk í framhaldinu mun betra tafl, vann skiptamun, og í framhaldinu skákina af öryggi. Lok skákarinnar birtust í Fréttablađinu í dag. Óskar Víkingur hafđi hvítt gegn Ratnesan (1613) frá Englandi. Óskar fékk betra tafl eftir byrjunina og hefđi á einum tímapunkti getađ komist út í endatafl peđi yfir. Hann fékk engu ađ síđur vćnlegt endatafl en sćtti sig heldur snemma viđ jafntefli, í stöđu sem hann hefđi getađ teflt ađeins lengur án ţess ađ vera í taphćttu. Ţetta fer í reynslubankann.

Róbert Luu hafđi hvítt gegn heimamanninum Dimitros Nikolakopoulos (1143). Róbert fékk ţćgilega sóknarstöđu eftir byrjunina og ţrátt fyrir ađ svartur ynni peđ réđ hann ekkert viđ sóknartilburđi Róberts á kóngsvćngnum. Róbert innsiglađi sigurinn svo međ skemmtilegri mátfléttu. Öruggur sigur. Adam hafđi hvítt gegn Thoreux-Josso, frá Monaco. Adam tefldi nokkuđ trausta byrjun og fékk heldur ţćgilegra tafl. Eftir töluverđ uppskipti á mönnum sömdu keppendur um jafntefli. Adam hefđi kannski, eins og Óskar, getađ teflt ađeins lengur án ţess ađ vera í taphćttu. Ţetta fer líka í reynslubankann!
Veronika hafđi hvítt á Mendez (1589) frá Mexíkó. Veronika vann mann í miđtaflinu og hafđi yfirburđarstöđu ţegar henni yfirsást leikur sem snéri dćminu algjörlega viđ og Veronika sat uppi međ tapađ tafl. Henni tókst ţó af mikilli útsjónarsemi ađ plata andstćđinginn í endatafl ţar sem Veronika hafđi kóng gegn svartreita biskup og h-peđi. Veronika kom kóngnum á h1 og flestir sćmilega ţenkjandi skákmenn ţekkja ađ sú stađa er rakiđ jafntefli. Mendez ákvađ ţó ađ reyna ađ vinna stöđuna í meira en 30 leiki áđur en hún sćttist á jafntefli!

Freyja hafđi svart gegn Viktoria Russeva frá Úkraínu. Freyja tefldi byrjunina vel, vann peđ, og hafđi sómastöđu. Ţegar Russeva fór skyndilega í kóngssókn missti Freyja af bestu varnarleiđinni og tapađi í framhaldinu 2 peđum. Hún fór út í erfitt hróksendatafl en varđist vel (eins og áđur!) og hélt jafntefli međ góđri baráttu.
Dagur, Jón Trausti og Jón Kristinn töpuđu allir gegn sterkum andstćđingum. Einnig töpuđu Heimir Páll og Stefán Orri í erfiđum skákum.

Hópurinn fór aftur í góđan göngutúr í gćrkvöldi. Viđ röltum međfram sjónum og rćddum skákir dagsins, stjörnurnar á himninum, óendanleikann og hiđ stóra samhengi lífsins. Ég get sagt ykkur ađ íslensku keppendurnir á HM ráđast ekki á garđinn ţar sem hann er lćgstur! Ţađ var nokkuđ skemmtilegt ađ mćta Arthur Jussupow á göngu, í myrkrinu, en Helgi hafđi ţćr skýringar á reiđum höndum ađ Jussupow ţekkti ađ sjálfsögđu prinsipp Botvinniks!

Ţegar ţessi orđ eru rituđ er 9. umferđin nýhafin. Símon, sem hefur 5 vinninga, hefur hvítt á FM Livaic (2372) á einum af toppborđunum. Vignir, sem einnig hefur 5 vinninga, hefur einnig hvítt á Nakada (1831) á efstu borđunum.

Viđ vonum ţađ besta fyrir alla okkar keppendur í dag, eins og alltaf!

Bestu kveđjur heim,
Björn Ívar


Íslandsmót eldri skákmanna - Strandbergsmótiđ haldiđ á föstudaginn

Borđi fyrir Íslandsmót eldri skákmanna 11.11.2014 18-28-25.2014 18-28-25 11.11.2014 18-28-25.2014 18-28-028

Íslandsmót eldri skákmanna 65+ (fćdda 1950 eđa fyrr) verđur haldiđ laugardaginn 7. nóvember nk. í Strandbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju í umsjá  RIDDARANS - skákklúbbs öldunga,  sem ţar hefur ađsetur sitt. 

ÍSLM. 65.ÁRA OG ELDRI.2014 14-17-56

Ţetta er í annađ sinn sem slíkt mót međ atskákarsniđi fer fram í ţessum aldursflokki. Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma plús 3 sekúndur á leik. Fjórar umferđir fyrir hádegi en lokaumferđirnar fimm eftir hádegisverđarhlé. 

MYND frá spennuţrungnu móti í fyrra..2014 16-55-07

Mótiđ hefst kl. 10 árdegis og lýkur um kl. 16 međ verđlaunaafhendingu og kaffisamsćti.  Teflt verđur í hátíđarsalnum viđ kjörađstćđur. Bođiđ verđur upp á kaffi, svaladrykki og snarl međan á móti stendur.  Góđ verđlaun og aldursflokkaviđurkenningar. 

Verđlaun

  • 1. 10.000 kr.
  • 2.  6.000 kr.
  • 3.  4.000 kr.

Aldurflokkaverđlaun.

  • 65-70
  • 71-75
  • 76 -80
  • 81 og eldri

Jói Útherji gefur alla verđlaunagripi.

Sértök verđlaun fyrir 70+, 75+ og 80+. Jói Útherji gefur aukaverđlaunin.

Ţátttökugjald er kr. 2.500.

Skráing fer fram á Skák.is. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér


HM ungmenna: Átta vinningar í hús í dag

HM ungmenna 2015 - keppendurr

Átta vinningar duttu í hús í dag í áttundu umferđ HM ungmenna. Símon Ţórhallsson (u16), Dawid Kolka (u16), Hilmir Freyr Heimisson (u14), Vignir Vatnar Stefánsson U12), Róbert Luu (u10) unnu allir í dag. Sex krakkanna gerđu jafntefli. 

Međal úrslita dagsins má nefna ađ Símon vann andstćđing sem eru um 200 skákstigum hćrri en hann sjálfur. 

Úrslit krakkanna má finna hér (hćgt ađ stćkka međ ţví ađ tvíklikka á mynd)

HM ungmenna 8. umferđ

Nánar á Chess-Results

Símon og Vignir eru efstir íslensku krakkanna en ţeir hafa 5 vinninga. Jón Kristinn Ţorgeirsson (u16) og Óskar Víkingur Davíđsson (u10) hafa 4˝ vinning. Hilmir Freyr Heimisson og Freyja Birkisdóttir (u10) hafa 4 vinninga.

Sautján fulltrúar taka ţátt fyrir hönd Íslands á HM ungmenna og hafa aldrei veriđ fleiri.

 


HM ungmenna: 8. pistill

7. umferđ

Dagur hafđi hvítt á Norđmanninn Lobersli (2101). Viđ höfđum undirbúiđ óvćnta leiđ gegn Norđmanninum en hann virđist hafa grunađ eitthvađ og kom Degi á óvart á móti. Dagur fékk íviđ verri stöđu eftir byrjunina en tókst međ útsjónarsemi ađ ţvinga fram jafntefli međ ţráleik. Jón Trausti mćtti Weerashinge (1692) frá Sri Lanka, međ hvítu mönnunum. Viđ höfđum litlar upplýsingar um andstćđinginn fyrir skákina en Jóni tókst ađ fá vel teflanlega stöđu eftir byrjunina. Á krítísku augnabliki tók Weerashinge ţá undarlegu ákvörđun ađ skipta upp í endatafl ţar sem Jón Trausti hafđi tvo biskupa gegn hrók svarts. Svartur réđ lítiđ viđ sterkt biskupapar Jóns og hann vann endatafliđ sannfćrandi.
Jón Kristinn var í beinni útsendingu, međ hvítt, gegn FM Makhynov (2399) frá Kasakstan. Jokkó fékk ágćta stöđu út úr byrjuninni og tókst ađ veikja kóngsstöđu svarts í miđtaflinu. Tölvurnar mátu stöđuna engu ađ síđur betri fyrir svartan en međ taktískri kćnsku sinni tóks Jokkó ađ töfra fram fćri gegn svarta kóngnum sem endađi međ ţráskák. Fín úrslit og Jón Kristinn er aftur í beinni útsendingu í dag á einum af toppborđunum. Símon hafđi líka hvítt gegn FM Philippe (2260) frá Frakklandi. Símon hafđi undirbúiđ sig vel fyrir skákina og tefldi byrjunina hratt og sannfćrandi. Hann uppskar mun betra tafl en Frakkinn varđist vel. Eftir uppskipti á mönnum í tímahraki ákvađ Símon ađ taka jafntefli í stöđu sem var ţá orđin jöfn. Skynsöm ákvörđun og Símon stendur vel ađ vígi fyrir framhaldiđ. Dawid Kolka hafđi svart gegn Marais (1674) frá Suđur-Afríku. Hann tefldi afbrigđi sem hann ţekkir vel og uppskar góđa stöđu og vann af öryggi. Mjög mikilvćgur sigur fyrir Dawid. Björn Hólm gerđi jafntefli, međ hvítu, gegn Tifferet (2028) frá Ísrael. Björn hefur veriđ ađ tefla vel í mótinu og er greinilega ađ bćta
sig mikiđ.

Stefán Orri hafđi hvítt gegn Osmonaliev (1383) frá Kirgistan. Stefán tefldi byrjunina af krafti og fékk mun betri stöđu. Osmonaliev vann peđ í miđtaflinu en Stefán fékk fyrir ţađ góđ fćri. Hann fór beint í mátsókn og svartur fann ekki bestu vörnina. Stefán töfrađi ţá fram úr erminni glćsilega mátfléttu. Lok skákarinnar birtast í DV á morgun!
Róbert Luu hafđi svart gegn hinum rússneska Velikovich (1232). Róbert tefldi traust í byrjuninni og skipti á hárréttu augnabliki upp í hagstćtt hróksendatafl. Róbert hefur rólegan og traustan stíl og svona stöđur virđast henta honum vel. Hann yfirspilađi andstćđinginn í endataflinu og vann af öryggi.

Freyja hafđi hvítt gegn Kalavala frá Wales. Freyja fékk prýđilega stöđu eftir byrjunina. Hún vann mann en tapađi honum aftur ásamt tveimur peđum í miklum flćkjum í miđtaflinu. Ţá kom fram helsti styrkleiki Freyju. Hún berst alltaf eins og ljón, alveg sama hvernig stađan er! Henni tókst ađ búa til hćttulegar hótanir í kringum kóngsstöđu andstćđingsins í framhaldinu og vinna af henni hrók. Úrvinnslan var svo upp á 10 og góđur sigur í höfn. Oliver, Bárđur Örn, Hilmir Freyr, Heimir Páll, Vignir Vatnar, Óskar Víkingur, Adam og Veronika töpuđu öll.

Veđriđ hefur veriđ gott í dag, heiđskýrt og hćgur vindur. Viđ fórum nokkur í góđan göngutúr í morgun međ Helga. Daglegir göngutúrar eru góđir ţegar krakkarnir sitja viđ taflborđiđ allan liđlangan daginn. Helgi sagđi okkur frá ţví ađ Botvinnik hefđi alltaf fariđ í göngutúr ađ kvöldi dags og tekiđ hann svo alvarlega ađ ţegar gesti bar ađ garđi hefđi hann undantekningalaust tekiđ göngutúrin framyfir gestina, til ađ raska ekki rútínunni!

Viđ nýttum sólina vel eftir hádegiđ og fórum nokkur niđur ađ strönd. Ţađ er magnađ dýralíf hér á svćđinu. Sjórinn morandi í fiskum og smásílum og falleg fiđrildi flögrandi um í gróđrinum. Sjórinn er orđinn frekar kaldur en viđ, Adam, Freyja og Símon, skelltum okkur í hressandi sjóbađ međ Birki, pabba Freyju og tvíburanna Bárđar og Björns. Freyja skorađi ítrekađ á okkur í kappsund en viđ strákarnir áttum ekkert í hana í sjósundinu enda er stelpan ţaulćfđ sundkona!

Í 8. umferđinni, sem er nýhafin, mćtast međal annars Dawid Kolka og Bárđur Örn. Ţetta er í ţriđja skiptiđ sem Íslendingar mćtast í ferđinni! Jón Kristinn er í beinni útsendingu gegn FM Valentin Dragnev (2380) sem sjá má hér:
FM Dragnev - Jón Kristinn

Bestu kveđjur frá Porto Carras!

Björn Ívar


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.6.): 1
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 8766027

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband