Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2015

Yfir farinn veg međ Bobby Fischer - eftir Garđar Sverrisson

Fischer-GarđarÚt er komin bókin Yfir farinn veg međ Bobby Fischer eftir Garđar Sverrison. Í bókinni birtist lifandi og áhrifamikil frásögn af hinum umdeilda Bobby Fischer, allt frá barnćskunni í Brooklyn til banalegunnar á Íslandi. Í bókinni kynnumst viđ loks manninum á bak viđ ţann Bobby sem hingađ til hefur veriđ heiminum ráđgáta.  Hér fáum viđ í fyrsta sinn heilsteypta mynd af tilfinningum hans og nánu sambandi viđ móđur sína ţar sem arfur gyđinga birtist í óvćntu ljósi. Viđ verđum vitni ađ ţví hvernig Balkanstríđiđ leikur Bobby og umbreytir viđhorfum hans til Bandaríkjanna. Einnig kynnumst viđ ţví hvernig kaţólsk viđhorf efla međ honum fágćta afstöđu sem enginn mannlegur máttur fćr haggađ – afstöđu sem á ríkan ţátt í ţví hvernig hann mćtir örlögum sínum.

Höfundur bókarinnar, Garđar Sverrisson, var nánasti vinur Bobby Fischers síđustu ćviár hans.

Hćgt er ađ skrá sig fyrir bókinni hér á Skák.is (guli kassinn efst). Verđ ađeins kr. 4.199 sé pantađ í í gegnum Skák.is sem er 30% afsláttur frá almennu verđi (kr. 5.999).


Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld

Hrađkvöld Hugins verđur mánudaginn 2. nóvember nk.  og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verđa svo hrađkvöldin fyrsta og síđasta mánudag í hverjum mánuđi ađ ţví undanskildu ţegar mánudag ber upp á stórhátíđ eđa ađrir viđburđir eru til stađar..

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


HM ungmenna: Sjö vinningar í dag

HM ungmenna - fjöldamynd

Sjö vinningar duttu í hús Íslendinga í dag í sjöundu umferđ HM ungmenna. Jón Trausti Harđarson (u18), Dawid Kolka (u16), Róbert Luu (u10), Stefán Orri Davíđsson (u10) og Freyja Birkisdóttir (u10) unnu. Dagur Ragnarsson (u18), Jón Kristinn Ţorgeirsson (u16) og Símon Ţórhallsson (u16) gerđu jafntefli. 

Úrslit krakkanna má finna hér (hćgt ađ stćkka međ ţví ađ tvíklikka á mynd)

HM ungmenna 7. umferđ

Nánar á Chess-Results

Jón Kristinn (u16) er efstur íslensku krakkanna međ 4˝ vinning. Símon (u16), Vignir Vatnar (u12) og Óskar Víkingur hafa 4 vinninga. Dagur (u18) og Freyja (u10) hafa 3˝ vinning.

Jón Kristinn verđur í beinni útsendingu á morgun en ţá teflir hann viđ austurríska FIDE-meistarann Valentin Dragnev (2380).

Sautján fulltrúar taka ţátt fyrir hönd Íslands á HM ungmenna og hafa aldrei veriđ fleiri.

 


HM ungmenna: 7. pistill

6. umferđ
 
Andstćđingur Dags tefldi stíft upp á jafntefli og skipti upp á öllu sem hann gat. Stundum verđa menn bara ađ sćtta sig viđ ţađ ţegar ţeir eru međ svart enda fékk Dagur fá fćri á ađ tefla til vinnings og sćttist á jafntefli. Oliver hafđi hvítt gegn hinum albanska Timoleo Mico (2075). Hann fékk mun betra tafl út úr byrjuninni og svartur gerđi lítiđ annađ en ađ bíđa og halda sér fast og hćtti sér bara einu sinni í skákinni yfir fimmtu reitaröđina. Á ákveđnum tímapunkti í skákinni lék Mico Rc6-Rb8-Ra6-Rc5-Ra6-Rb8 á međan Oliver bćtti stöđu sína jafnt og ţétt og yfirspilađi andstćđinginn ađ lokum. Símon hafđi svart gegn FM Sven Tica (2300). Viđ höfđum litiđ á nokkuđ skynsama leiđ til ađ mćta byrjunartaflmennsku Tica og hún kom einmitt upp í skákinni. Símon vann mann fyrir tvö peđ en varđ ađ láta eitt peđ af hendi til viđbótar í framhaldinu og fékk upp endataflsstöđu sem var ţví miđur ekki hćgt ađ vinna. Jafntefli voru engu ađ síđur góđ úrslit fyrir framhaldiđ í mótinu hjá Símoni, sem hefur veriđ ađ tefla vel. Jón Kristinn hafđi svart gegn Ted Shpati (1918) frá Albaníu.  Ţađ skiptist upp á drottningum í byrjuninni og Jón Kristinn sýndi í framhaldinu yfirburđi sína í endataflinu og vann peđ og skákina í framhaldinu. Öruggur sigur. Jón Kristinn er í beinni útsendingu í dag, á einum af efstu borđunum, gegn FM Makhnyov (2399). 
 
Bárđur Örn hafđi svart gegn Liao Yu Hao (1844) frá Kína. Hann hafđi undirbúiđ sniđuga leiđ í spćnska leiknum međ Helga og fékk hana einmitt upp í skákinni. Andstćđingurinn var ekki vel međ á nótunum og Bárđur fékk mun ţćgilegra tafl sem hann nýtti sér vel og vann af öryggi. Dawid Kolka hafđi hvítt á Jacky-Long Mouthuy (1462). Mouthuy kom Dawid ađeins á óvart í byrjuninni en hann fékk engu ađ síđur fína stöđu. Hann náđi ekki ađ nýta sér yfirburđina í framhaldinu og varđ ađ sćtta sig viđ jafntefli. 
 
Heimir Páll hafđi svart gegn Tynyshbayev (1095) frá Kasakstan. Heimir fékk góđa stöđu út úr byrjuninni og sýndi mun meiri stöđuskilning en andstćđingurinn. Hann herjađi á veikleikana í peđastöđu hvíts og vann af öryggi í framhaldinu. 
Vignir Vatnar hafđi hvítt á Muhammet Ezizov (1760) frá Túrkmenistan. Vignir kom andstćđingnum á óvart međ ţví ađ tefla nýja leiđ í byrjuninni. Hann uppskar betri stöđu og yfirspilađi Ezizov í miđtaflinu og vann af öryggi. Vignir hefur aftur hvítt í dag gegn FM Aydincelebi (2247) frá Tyrklandi. Óskar Víkingur hafđi hvítt gegn Revaliente (1567) frá Spáni. Óskar fékk snemma frumkvćđiđ í skákinni og tefldi listavel í framhaldinu. Svartur náđi varla ađ koma mönnunum út og Óskar innsiglađi sigurinn međ skemmtilegri mátfléttu. Lok skákarinnar birtast í Fréttablađinu á morgun, mánudag. Freyja hafđi svart gegn Venkataraja frá Bandaríkjunum. Freyja fékk á sig byrjunarleiđ sem hún hafđi ekki mćtt áđur og ţurfti ađ eyđa talsverđum tíma á byrjunina. Hún leysti vel úr vandamálunum sem upp komu og hélt jöfnu međ góđri taflmennsku. Jón Trausti og Veronika töpuđu bćđi eftir ónákvćmni í byrjuninni. Einnig töpuđu Björn Hólm, Hilmir Freyr, Stefán Orri, Róbert og Adam.
 
Ég vaknađi í morgun, fyrir klukkan 8, viđ undarlegt skvamphljóđ utan viđ hóteliđ. Ég óđ út á svalir og ţar fyrir neđan, viđ bryggjuna, var háaldrađur Grikki ađ brasa viđ ađ róa árabát í land. Ađfarirnar voru svo svakalegar ađ ţegar hann sveiflađi árunum í hringi skullu ţćr á yfirborđinu međ fyrrgreindu skvampi. Ekki nóg međ ţađ heldur var hann međ stćrđar kolkrabba um borđ, sem var á stćrđ viđ heimiliskött. Kolkrabbinn var flćktur í háf, sem kallinn hafđi í bátnum, en gerđi sitt allra besta viđ ađ losna ţađan svo gamli mađurinn ţurfti ítrekađ ađ hafa áhyggjur af honum og átti hann nógu erfitt međ róđurinn fyrir. Ţađ besta var ađ á hinum bakkanum stóđ félagi hans, á svipuđum aldri, og hvatti hann áfram međ hrópum og köllum. Ágćtis byrjun á deginum.
 
Ţađ hefur veriđ kaldara hjá okkur, bćđi í dag og í gćr, heldur en undanfarna daga. Mér skilst ađ ţađ spái sól og meiri hita á 
morgun svo ţađ horfir til betri vegar!
 
Bestu kveđjur,
Björn Ívar

Ný alţjóđleg skákstig

Ný alţjóđleg skákstig eru komin út. Hannes Hlífar Stefánsson er stigahćsti skákmađur landsins. Jason Andri Gíslason er eini nýliđi listins og Arnar Heiđarsson hćkkar mest frá október-listanum. 

Topp 20

No.NameTitStigSk.MunAtHrađ
1Stefansson, HannesGM26020024992529
2Steingrimsson, HedinnGM25660025542587
3Gretarsson, Hjorvar SteinnGM25610025482583
4Olafsson, HelgiGM25490025252468
5Hjartarson, JohannGM25290025342570
6Petursson, MargeirGM25200023572457
7Arnason, Jon LGM250083 2356
8Danielsen, HenrikGM250012-9 2473
9Kjartansson, GudmundurIM247581024462348
10Kristjansson, StefanGM24710025352488
11Gunnarsson, Jon ViktorIM24550023942511
12Gretarsson, Helgi AssGM24520024812459
13Thorsteins, KarlIM244900 2387
14Gunnarsson, ArnarIM24260024332444
15Thorhallsson, ThrosturGM24230024872465
16Thorfinnsson, BragiIM24198224552381
17Thorfinnsson, BjornIM24180024122509
18Olafsson, FridrikGM239200 2382
19Arngrimsson, DagurIM237600 2327
20Ulfarsson, Magnus OrnFM23750023042317


Heildarlistinn fylgir međ sem PDF-viđhengi.


Nýliđar

Ađeins einn nýliđi er á listanum núna en ţađ er Jason Andri Gíslason (1224)

Mestu hćkkanir

Arnar Heiđarsson (125) hćkkar mest frá október-listanum eftir góđan sigur í opnum flokki Haustmóts TR. Í nćstum sćtum eru Aron Ţór Maí (124) og Gauti Páll Jónsson (111) sem einnig áttu mjög gott Haustmót.

No.NameTitStigSk.MunAtHrađ
1Heidarsson, Arnar 1302612512381115
2Mai, Aron Thor 1659912413741222
3Jonsson, Gauti Pall 1893911116911894
4Mai, Alexander Oliver 134578613981284
5Hardarson, Jon Trausti 209848318851971
6Stefansson, Vignir Vatnar 210096717932016
7Davidsdottir, Nansy 180845815251510
8Thorsteinsdottir, GudlaugWFM200595020072004
9Moller, Agnar T 1894847  
10Lemery, Jon Thor 137773514301380


Stigahćstu skákkonur landsins

Lenka Ptácníková (2189) er sem fyrr langstigahćst skákkona landsins. Í nćstum sćtum eru Hallgerđur Helga (2014) og Guđlaug (2005) Ţorsteinsdćtur.

No.NameTitStigSk.MunAtHrađ
1Ptacnikova, LenkaWGM21899-3922672089
2Thorsteinsdottir, Hallgerdur 20140019271943
3Thorsteinsdottir, GudlaugWFM200595020072004
4Finnbogadottir, Tinna Kristin 19210018931884
5Kristinardottir, Elsa Maria 18872-918582020
6Davidsdottir, Nansy 180845815251510
7Fridthjofsdottir, Sigurl. Regina 180700  
8Hauksdottir, Hrund 1775421648 
9Helgadottir, Sigridur Bjorg 17694-15 1737
10Magnusdottir, Veronika Steinunn 17539-2014811557


Stigahćstu ungmenni landsins (20 ára og yngri)

Jón Kristinn Ţorgeirsson (2282) er stigahćsta ungmenni landsins, 20 ára og yngri. Í nćstu sćtum eru Dagur Ragnarsson (2266) og Oliver Aron Jóhannesson (2224).

No.NameTitStigSk.MunAtHrađB-day
1Thorgeirsson, Jon Kristinn 228200194022691999
2Ragnarsson, DagurFM226641210120231997
3Johannesson, OliverFM22241222206121611998
4Karlsson, Mikael Johann 216100202720691995
5Stefansson, Vignir Vatnar 2100967179320162003
6Hardarson, Jon Trausti 2098483188519711997
7Thorhallsson, Simon 205700182917131999
8Heimisson, Hilmir Freyr 200900175918022001
9Birkisson, Bardur Orn 2007922171116532000
10Sigurdarson, Emil 196800  1996

 

Atskákstig

Héđinn Steingrímsson (2554) er stigahćsti atskákmađur landsins. Í nćstum sćtum eru Hjörvar Steinn Grétarsson (2548) og Stefán Kristjánsson (2535).

No.NameTitStigSk.MunAtHrađ
1Steingrimsson, HedinnGM25660025542587
2Gretarsson, Hjorvar SteinnGM25610025482583
3Kristjansson, StefanGM24710025352488
4Hjartarson, JohannGM25290025342570
5Olafsson, HelgiGM25490025252468
6Stefansson, HannesGM26020024992529
7Thorhallsson, ThrosturGM24230024872465
8Gretarsson, Helgi AssGM24520024812459
9Thorfinnsson, BragiIM24198224552381
10Kjartansson, GudmundurIM247581024462348


Hrađskákstig

Héđinn (2587) er einnig stigahćsti hrađskákmađur landsins. Hjörvar er nćststigahćstur (2583) og Jóhann Hjartarson (2570) ţriđji.

No.NameTitStigSk.MunAtHrađ
1Steingrimsson, HedinnGM25660025542587
2Gretarsson, Hjorvar SteinnGM25610025482583
3Hjartarson, JohannGM25290025342570
4Stefansson, HannesGM26020024992529
5Gunnarsson, Jon ViktorIM24550023942511
6Thorfinnsson, BjornIM24180024122509
7Kristjansson, StefanGM24710025352488
8Danielsen, HenrikGM250012-9 2473
9Olafsson, HelgiGM25490025252468
10Thorhallsson, ThrosturGM24230024872465


Reiknuđ skákmót

  • Haustmót TR (a-d flokkar)
  • Framsýnarmót Hugins (kapp- og atskák)
  • Íslandsmót ungmenna (at- og hrađskák)
  • Íslandsmót unglingasveita (atskák)
  • Elítumót Hugins (3 mót)
  • Atskákmót Reykjavíkur

Heimslistinn

Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2850) er langstigahćstur. Í nćstum eru Veselin Topalov (2803) og Viwsanathan Anand (2803).

Heimslistann má nálgast á heimasíđu FIDE.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Bikarsyrpan - Mót 2 hefst á föstudaginn

bikars2_2015

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram ţegar annađ mót syrpunnar fer fram helgina 6.-8. nóvember og hefst fyrsta umferđ föstudaginn 6. nóvember kl. 17.30. Mótum syrpunnar hefur veriđ fjölgađ og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ćtluđ börnum á grunnskólaaldri (fćdd 2000 og síđar) sem ekki hafa náđ 1600 skákstigum. Ţar međ gefst ţeim tćkifćri til ađ nćla sér í alţjóđleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuđ eru fyrir ţau.

Tefldar eru 5 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo viđ leggjum ćtíđ áherslu á ađ krakkarnir vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Mótiđ er sérstaklega hugsađ fyrir krakka sem hafa sótt skákćfingar TR (og/eđa annarra taflfélaga) reglulega síđastliđinn vetur eđa lengur. Ţađ er gott ađ byrja sem fyrst ađ keppa á kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim krökkum sem vilja tefla á “alvöru mótum” mestmegnis stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunurinn oft mikill, mótin taka langan tíma, auk ţess sem marga krakka óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví.

Einungis börn og unglingar á grunnskólaaldri sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og krakkarnir njóta ţess betur ađ tefla kappskákir. Tímamörkin eru líka styttri, og henta krökkunum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á venjulegum kappskákmótum. Mótiđ uppfyllir öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga sem gott er ađ byrja ađ safna snemma. Eins og á ađra viđburđi félagsins ţá er frítt í mótin fyrir krakka í Taflfélagi Reykjavíkur. Fyrir krakka í öđrum taflfélögum er ţátttökugjaldiđ 1000 krónur fyrir hvert mót Bikarsyrpunnar.

Dagskrá:
1. umferđ 17.30 á föstudegi (6. nóvember)
2. umferđ 10.30 á laugardegi (7. nóvember)
3. umferđ 14.00 á laugardegi (7. nóvember)
4. umferđ 10.30 á sunnudegi (8. nóvember)
5. umferđ 14.00 á sunnudegi (8. nóvember). (Lokaumferđ + verđlaunaafhending).

Ein yfirseta (bye) er leyfđ í umferđum 1-3 og fćst fyrir hana 1/2 vinningur.  Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar viđ undirbúning mótsins!

Skráningarform

Skráđir keppendur

Bikarsyrpan samanstendur af sex mótum í vetur. Bikarar og medalíur eru í verđlaun fyrir efstu sćtin í hverju
 móti auk áskrifta á Chess.com eđa Chesskid.com.  Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir samanlagđan árangur á mótunum.

Sigurvegari fyrsta móts Bikarsyrpunnar var Róbert Luu.

Hlökkum til ađ sjá ykkur!

Nćstu mót syrpunnar:

  • Mót 3: 4.-6. desember 2015
  • Mót 4: 12.-14. febrúar 2016
  • Mót 5: 1.-3. apríl 2016
  • Mót 6: 27.-29. maí 2016

Afmćlisskákmót Hrafns í Ráđhúsinu í dag

Grćnlandsskák 688Í dag, sunnudaginn 1. nóvember kl. 14 verđur haldiđ Afmćlismót Hrafns Jökulssonar í Ráđhúsi Reykjavíkur í tilefni af fimmtugsafmćli Hrafns. Međal keppenda verđa stórmeistarar, skákdrottningar, eldri kempur, efnisbörn og kaffihúsakempur. Ţá verđur ţví einnig fagnađ ađ í dag kemur út ný útgáfa af bók Hrafns, ,,Ţar sem vegurinn endar", og er hún gefin út í 300 tölusettum og árituđum eintökum í tilefni dagsins.
 
dddd 175Afmćlismót Hrafns verđur vel skipađ. Međal keppenda verđa stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Hannes Hlífar Stefánsson, Ţröstur Ţórhallsson, Stefán Kristjánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson, alţjóđlegu meistararnir Bragi Ţorfinnsson, Guđmundur Kjartansson, Jón Viktor Gunnarsson og Sćvar Bjarnason, skákkonurnar Guđlaug Ţorsteinsdóttir, Sigríđur Björg Helgadóttir og Hrund Hauksdóttir og fjöldi annarra skemmtilegra skákmanna, en keppendur eru alls 34.
 
Hrafn og Róbert á Afmćlismóti Róberts í Vin 2006.Skákáhugamenn eru bođnir hjartanlega velkomnir á afmćlisskákmótiđ og útgáfugleđina. Veislunni stjórnar Össur Skarphéđinsson, skákstjóri er Róbert Lagerman, og međal ţeirra sem trođa upp er Bjartmar Guđlaugsson tónlistarmađur. Bođiđ verđur upp á kaffi og veitingar.
 
Ţar sem vegurinn endar - CopyBók Hrafns, ,,Ţar sem vegurinn endar" kom fyrst út áriđ 2007 og fékk einstaklega góđar viđtökur. Hún hefur lengi veriđ ófáanleg en er nú gefin út međ nýrri kápumynd Huldu Hákon. Í bókinni segir Hrafn frá dvöl sinni í Árneshreppi á Ströndum, en ţangađ fór hann fyrst átta ára gamall og hefur síđan veriđ tengdur sveitinni viđ ysta haf sterkum böndum.

« Fyrri síđa

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 168
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband