Bloggfćrslur mánađarins, október 2014
31.10.2014 | 10:36
Vetrarmót öđlinga hafiđ
Í fyrrakvöld hófst Vetrarmót öđlinga, en ţetta er í fjórđa sinn sem mótiđ er haldiđ. Tefldar verđa 7 umferđir međ 90 mínútna umhugsunartíma +30 sekúndur á leik.
Alls taka 25 öđlingar ţátt í mótinu ađ ţessu sinni og stigahćstur ţeirra er Ţorvarđur Fannar Ólafsson. Mörg kunnugleg andlit úr fyrri öđlingamótum má sjá á listanum eins og Magnús Pálma Örnólfsson, Siguringa Sigurjónsson og barnalćkninn geđţekka Ólaf Gísla Jónsson.
Eftir ađ mótiđ hafđi veriđ sett, lék Björn Jónsson formađur Taflfélags Reykjavíkur fyrsta leiknum í skák Ţorvarđar og Harđar Garđarssonar. Úrslit umferđarinnar voru nánast eftir bókinni eins og oft er raunin í fyrstu umferđ skákmóta. Ţó ber ţess ađ geta ađ Arnfinnur Bragason sem er án Fide stiga náđi góđu jafntefli međ svörtu gegn Kjartan Mássyni (1797).
Nćsta umferđ fer fram á miđvikudagskvöld klukkan 19.30.
31.10.2014 | 07:35
Jóhann, Ólafur og Bárđur Örn efstir á Skákţingi Garđabćjar
Jóhann Helgi Sigurđsson (2013), Ólafur Guđmundsson (1694) og Bárđur Örn Birkisson (1636) eru efstir međ fullt hús ađ lokinni annarri umferđ Skákţings Garđabćjar sem fram fór sl. mánudag. Sem fyrr var nokkuđ um óvćnt úrslit. Bárđur Örn vann Ţóri Benediktsson (1934) og Agnar Tómas Möller (1657) hafđi betur gegn Páli Sigurđssyni (1919).
Róbert Luu (1315), Aron Ţór Mai (1274) og Bragi Ţór Thoroddsen (1304) eru efstir međ fullt hús í b-flokki.
Ţriđja umferđ fer fram á mánudagskvöld.
30.10.2014 | 18:57
Unglingameistaramót Íslands (20 ára og yngri) fer fram 7. og 8. nóvember
Unglingameistaramót Íslands 2014 fer fram í Rimaskóla dagana 7.- 8. nóvember nk. Ţátttökurétt eiga ţeir sem verđa 20 ára á almanaksárinu og yngri.
Sigurvegari á mótinu hlýtur titilinn Unglingameistari Íslands 2014 og í verđlaun farseđil - ađ hámarki kr. 50.000.- á skákmót erlendis. Farseđilinn gildir í eitt ár.
Umferđatafla:
- Föstudagur 7. nóv. kl. 20.00 3 atskákir
- Laugardagur 8. nóv.: kl. 17.00 4 atskákir
Ađ móti loknu verđur verđlaunaafhending.
Tímamörk: 25 mín + 10 sek. viđbótartími á hvern leik
Ţátttökugjöld: kr. 2.000.-
Skráning: http://www.skak.is og skaksamband@skaksamband.is
Skráningu lýkur fimmtudaginn 6. nóvember.
30.10.2014 | 18:57
Íslandsmót 15 ára og yngri haldiđ 8. og 9. nóvember
Skákţing Íslands 2014 - drengja-og telpnameistaramót (15 ára og yngri).
Skákţing Íslands 2014 - pilta-og stúlknameistaramót (13 ára og yngri).
Keppni á Skákţingi Íslands 2014 - 15 ára og yngri (fćdd 1999 og síđar) og 13 ára og yngri (fćdd 2001 og síđar) verđur haldiđ í Rimaskóla dagana 8. og 9. nóvember nk. Tefldar verđa 9 umferđir eftir monrad kerfi og er umhugsunartími 25 mín. + 10 sek. viđbótartími á hvern leik. Teflt verđur í einum flokki.
Umferđataflan er ţannig:
Laugardagur 8. nóvember
- kl. 12.00 1. umferđ
- kl. 13.00 2. umferđ
- kl. 14.00 3. umferđ
- kl. 15.00 4. umferđ
- kl. 16.00 5. umferđ
Sunnudagur 9. nóvember
- kl. 11.00 6. umferđ
- kl. 12.00 7. umferđ
- kl. 13.00 8. umferđ
- kl. 14.00 9. umferđ
Ţetta eru áćtlađar tímasetningar, en hver ný umferđ hefst ađ ţeirri fyrri lokinni.
Ađ ţví loknu verđlaunaafhending og mótsslit.
Ţátttökugjöld: kr. 1.000.- (hámark kr. 1.500.- fyrir fjölskyldu)
Verđlaun: Verđlaunabikarar fyrir ţrjú efstu sćtin í hvorum flokki.
Skráning: http://www.skak.is og skaksamband@skaksamband.is
Skráningu lýkur fimmtudaginn 6. nóvember.
30.10.2014 | 14:59
Hilmir Freyr unglingameistari Hugins - Hildur Berglind stúlknameistari Hugins - Mykhaylo sigurvegari unglingameistaramóts Hugins
Mykhaylo Kravchuk sigrađi á unglingameistaramóti Hugins, suđursvćđi, sem lauk á ţriđjudaginn. Mykhaylo fékk fékk 6 vinning í sjö skákum og ţađ var Hilmir Freyr Heimisson sem sigrađi hann í lokaumferđinn eftir ađ sigurinn var tryggđur. Jafnir í öđru og ţriđja sćti međ 5,5v voru Hilmir Freyr Heimisson og Felix Steinţórsson.
Ţeir voru efstir Huginsmanna og ţurftu ţví ađ tefla einvígi um titilinn. Ţar hafđi Hilmir Freyr betur í tveimur einvígisskákum og er ţví unglingameistari Hugins 2014. Hilmir Freyr, sem býr á Patreksfirđi, gerđi sér sérstaka ferđ í bćinn til ađ taka ţátt í mótinu og verja titilinn sem hann hafđi unniđ nćstu tvö ár á undan. Ţetta er í annađ sinn sem ţarf einvígi til ađ skera úr um ţennan titil en síđast var ţađ 1999 ţegar Hjörtur Ingvi Jóhannsson sigrađi Örn Stefánsson skólafélaga sinn úr Ölduselsskóla.
Mykhaylo var einnig í efsta sćti í flokki 12 ára og yngri en ţar var Óskar Víkingur Davíđsson í öđru sćti međ 5v og Sindri Snćr Kristófersson ţriđji međ 4,5v. Stúlknameistari Hugins varđ Hildur Berglind Jóhannsdóttir međ 5v en hún sett heilmikiđ strik í reikninginn í mótinu međ ţví ađ vinna Hilmir Freyr í annari umferđ.
Mótshaldiđ tókst vel og allir keppendur sem hófu mótiđ luku ţví nema tveir sem tók mótiđ eins og venjulega mánudagsćfingu og létu vita af ţví ađ ţeir gćtu ekki mćtt á ţriđjudeginum. Ţetta verđur ađ teljast gott ţar sem um er ađ rćđa tveggja daga móti, međ 20 mínútur í umhugsunartíma og marga unga ţátttakendur. Allir stóđu ţeir sig međ prýđi og tefldu af miklum móđ.
Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra atskákstiga.
Lokastađan sést hér.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2014 | 14:24
Björgvin og Guđfinnur í sérflokki hjá Ásum.
Björgvin Víglundsson og Guđfinnur R Kjartansson voru međ höfuđ og herđar yfir ađra skákfélaga sína á Haustskákmóti Ása í gćr. Ţrjátíu og einn skákmađur mćtti til leiks. Tefldar voru tíu umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. Björgvin fékk níu og hálfan vinning - gerđi jafntefli viđ Guđfinn.
Guđfinnur fékk níu vinninga Össur Kristinsson náđi hálfum vinning af honum.
Siđan komu ţeir jafnir í ţriđja til fjórđa sćti Ari Stefánsson og Gunnar Finnsson međ sex og hálfan vinning. Ari var hćrri á stigum og fékk bronsiđ.
Í hópnum 60 til 70 ára varđ Gunnar Finnsson efstur.
Ţór Valtýsson varđ efstur í hópnum 70 til 80 ára
Og í elsta hópnum 80 + varđ Páll G Jónsson efstur.
Ţessir ţrír fengu gullpening.
Finnur Kr sá um skákstjórn og kaffilögun í gćr.
Sjá nánari úrslit á međf. töflu og myndir frá ESE.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2014 | 10:13
Guđmundur hlaut 5 vinninga á Spice Cup
Guđmundur Kjartansson (2439) hlaut 5 vinninga af 9 mögulegum á Spice Cup sem lauk fyrir skemmstu í Saint Louis. Guđmundur var í miklum jafnteflisgír en hann gerđi sex jafntefli! Gummi endađi í 19. sćti.
Ilya Nyzhnik (2613) sigrađi á mótinu en hann hlaut 7 vinninga. Í 2.-3. sćti urđu Ray Robson (2628) og Daniel Naroditsky (2601).
Frammistađa Gumma samsvarađi 2458 og hćkkar hann um 2 stig fyrir hana.
Úrslit Guđmundar:
Alls tóku 56 skákmenn ţátt í mótinu og ţar af voru 13 stórmeistarar og 12 alţjóđlegir meistarar. Guđmundur er nr. 19 í stigaröđ keppenda. .
29.10.2014 | 17:44
Dagur og Oliver unnu í lokaumferđinni
Níunda og síđasta umferđ EM ungmenna fór fram í gćr. Dagur Ragnarsson og Oliver Aron Jóhannesson, Símon Ţórhallsson gerđi jafntefli en Gauti Páll Jónsson tapađi. Oliver hlaut 5 vinninga, Símon 4 vinninga en Dagur og Gauti Páll fengu 3,5 vinning. Ţeir frćndur og félagar, Símon og Gauti Páll, hćkka báđir verulega á stigum.
Símon tefldi uppfyrir sig allt mótiđ og fékk engu ađ síđur tćplega 50% vinningshlutfall. Frammistađa hans samvarađi 2081 skákstigi og hćkkar hann um 113(!) skákstig fyrir hana.
Gauti tefldi einnig uppfyrir sig í hverri einustu umferđ. Frammistađa hans samsvarađi 1942 sjákstigum og hćkkar hann um 77 stig fyrir hana.
Frammistađa Olivers samsvarađi 2053 og lćkkar hann um 58 skákstig. Gerđi of mörg jafntefli viđ stiglćgri andstćđinga eđa sex talsins!
Dagur Ragnarsson náđi sér ekki strik. Hann sýndi ţó sitt rétta andlit í lokaumferđunum en ţar hlaut 2,5 vinning í ţremur síđustu skákunum. Frammistađa hans samsvarađi 1877 og lćkkar hann um 122 skákstig á mótinu.
29.10.2014 | 13:26
Ćskan og Ellin - Skák er fyrir alla
Síđastliđinn laugardag fór fram í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur hiđ mikla kynslóđabrúarskákmót, Ćskan og Ellin, sem var nú haldiđ í ellefta sinn. Mótiđ er samstarfsverkefni Riddarans, skákklúbbs eldri borgara, Taflfélags Reykjavíkur og OLÍS sem jafnframt er stćrsti bakhjarl mótsins. Ađ auki veita mótahaldinu góđan stuđning POINT á Íslandi, Urđur bókaútgáfa Jóns Ţ. Ţórs og Litla Kaffistofan í forsvari Stefáns Ţormars.
Varđlaunasjóđur var glćsilegur; 100.000 kr peningaverđlaun, flugmiđar til Evrópu međ Icelandair, eldsneytisúttektir, verđlaunabikarar- og peningar, skákbćkur og veitingaúttektir.Mótinu er ćtlađ ađ brúa kynslóđabil skákmanna en ţađ er opiđ skákmönnum 15 ára og yngri sem og 60 ára og eldri en fyrirkomulagiđ skapar sérlega skemmtilega stemningu ţar sem kátínan skín úr andlitum ungra sem roskna. Skák er svo sannarlega fyrir alla og á sér engin aldursmörk.
Ađ ţessu sinni mćttu 81 galvaskir keppendur til leiks í Skákhöllina og ţví var ţétt setiđ ţegar skákklukkurnar hófu slátt sinn eftir sköruleg rćđuhöld Einars S. Einarssonar og hins magnađa Guđna Ágústssonar sem sló reyndar algjörlega í gegn á sinn einstćđa máta. Ađ ţrumurćđunni lokinni lék Guđni fyrsta leiknum ásamt hinni sex ára Iđunni Helgadóttur og aldurskóngi mótsins, hinum 87 ára Sverri Gunnarssyni, í skák Braga Halldórssonar og Ottós Bjarka Arnar.Loftiđ í Skákhöllinni var rafmagnađ ţegar keppendur hófu ađ úđa út leikjum og berja á klukkunum og ekki var óalgeng sjón ađ sjá ţá rosknari ţurfa ađ hafa sig alla viđ gegn hinum yngri og oftar en ekki risu börnin sigri hrósandi upp frá borđum og ţá var sko gaman og gleđin skein úr augum.
Ţađ er ţó ţannig ađ oft mega hinir nýrri sín lítils gegn mikilli reynslu ţeirra sem lengur hafa fetađ lífsins spor og um miđbikinn einokuđu höfđingjar mótsins nánast toppbaráttuna. Ţađ var ađeins hinn ungi og eitilharđi Vignir Vatnar Stefánsson sem veitti ţeim keppni og ţađ verđuga. Kappar á borđ viđ alţjóđlega meistarann Sćvar Bjarnason, Gylfa Ţór Ţórhallsson, Jóhann Örn Sigurjónsson, Braga Halldórsson og Sigurđ Herlufsen máttu hafa sig alla viđ í baráttunni viđ hinn unga snilling sem knésetti hvern skákmanninn á fćtur öđrum.Ekki voru blóđ sviti og tár alfariđ bundin viđ baráttu hinna sterkustu ţví allstađar var hart barist um hin fjölmörgu aukaverđalun sem í bođi voru. Ungir keppendur náđu eftirtektarverđum árangri og sem lítiđ brot má ţar nefna Sóleyju Lind Pálsdóttur, Róbert Luu, Aron Ţór Mai, Óskar Víking Davíđsson, Nansý Davíđsdóttur og Felix Steinţórsson. Margir ađrir og enn yngri keppendur, sumir hverjir enn ađ stíga sína fyrstu dansa á reitunum svarthvítu, voru skákgyđjunni til mikils sóma.
Spennan var mikil og réđust úrslit ekki fyrr en í lokaumferđinni ţegar Bragi lagđi Vigni Vatnar eftir mikla dramatík innan borđs sem utan en ađeins Braga og alţjóđlega meistaranum Sćvari tókst ađ sigra ljóshćrđa víkinginn. Međ sigrinum tryggđi Bragi sér efsta sćtiđ annađ áriđ í röđ og í ţriđja sinn á fjórum árum. Bragi hlaut 7,5 vinning úr skákunum níu en ađ ţessu sinni var lítill afgangur af sigrinum ţví Guđfinnur R. Kjartansson var á miklu flugi í seinni hlutanum og kom í mark jafn Braga ađ vinningum. Guđfinnur mátti ţó gera sér ađ góđu gott annađ sćti eftir stigaútreikning en nćstir međ 7 vinninga komu Sćvar, Jóhann Örn og Vignir Vatnar sem jafnframt varđ efstur barna tólf ára og yngri.Ađstandendur mótsins vilja koma á framfćri miklum ţökkum til bakhjarla ţess og ekki síst til allra ţeirra frábćru keppenda sem lögđu leiđ sína í Faxafeniđ. Birna Halldórsóttir á líka heiđur skilinn fyrir ađ standa frábćra vakt í hinu margrómađa Birnu-Kaffi. Viđ vonumst til ađ sjá ykkur öll ađ ári!Hér ađ neđan fylgir yfirlit yfir efstu keppendur í hverjum flokki en heildarúrslit má sjá hér. Ţá má benda á fjöldan allan af myndum áfésbókarsíđu Taflfélags Reykjavíkur.
Heildarúrslit·
1.-2. Bragi Halldórsson, Guđfinnur R. Kjartansson 7,5v
3.-5. Sćvar Bjarnason, Jóhann Örn Sigurjónsson, Vignir Vatnar Stefánsson 7v
1.-2. Bragi Halldórsson, Guđfinnur R. Kjartansson 7,5v·
3. Sćvar Bjarnason 7v
70 ára og eldri
2.-4. Sigurđur Herlufsen, Ţór Már Valtýsson, Ásgeir Sigurđsson 6v
80 ára og eldri
1. Björn Víkingur Ţórđarson 6v·2.-3. Páll G. Jónsson, Magnús V. Pétursson 5v
15 ára og yngri
1.-2. Felix Steinţórsson, Sóley Lind Pálsdóttir 6v·3. Aron Ţór Mai 5,5v
12 ára og yngri
1. Vignir Vatnar Stefánsson 7v·2. Nansý Davíđsdóttir 6,5v·
3.-4. Arnar Milutin Heiđarsson, Mikael Maron Torfason 5v
9 ára og yngri
1. Óskar Víkingur Davíđsson 6v·
2. Róbert Luu 5,5v·
3. Freyr Grímsson 5v
Myndaalbúm (ESE)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2014 | 07:00
Vetrarmót öđlinga hefst í kvöld
Vetrarmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 29. október kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa sjö umferđir og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik.Mótiđ, sem hefur fengiđ góđar viđtökur, er nú haldiđ í fjórđa sinn en fyrirkomulag ţess hentar vel ţeim sem ekki hafa tök á ađ tefla oft í viku eđa yfir heila helgi ţví ađeins er teflt einu sinni í viku, á miđvikudagskvöldum kl. 19.30. Dagskráin er ţví ekki stíf og jafnframt lýkur mótinu vel fyrir jólaösina.Ţátttökurétt hafa allir öđlingar fertugir (á árinu) og eldri.
Dagskrá:
- 1. umferđ miđvikudag 29. október kl. 19.30
- 2. umferđ miđvikudag 5. nóvember kl. 19.30
- 3. umferđ miđvikudag 12. nóvember. kl. 19.30
- 4. umferđ miđvikudag 19. nóvember kl. 19.30
- 5. umferđ miđvikudag 26. nóvember kl. 19.30
- 6. umferđ miđvikudag 3. desember kl. 19.30
- 7. umferđ miđvikudag 10. desember kl. 19.30
Spil og leikir | Breytt 24.10.2014 kl. 06:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 140
- Frá upphafi: 8773197
Annađ
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 118
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar