Leita í fréttum mbl.is

Ćskan og Ellin - Skák er fyrir alla

 

 

Síđastliđinn laugardag fór fram í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur hiđ mikla kynslóđabrúarskákmót, Ćskan og Ellin, sem var nú haldiđ í ellefta sinn. Mótiđ er samstarfsverkefni Riddarans, skákklúbbs eldri borgara, Taflfélags Reykjavíkur og OLÍS sem jafnframt er stćrsti bakhjarl mótsins. Ađ auki veita mótahaldinu góđan stuđning POINT á Íslandi, Urđur bókaútgáfa Jóns Ţ. Ţórs og Litla Kaffistofan í forsvari Stefáns Ţormars.

Varđlaunasjóđur var glćsilegur; 100.000 kr peningaverđlaun, flugmiđar til Evrópu međ Icelandair, eldsneytisúttektir, verđlaunabikarar- og peningar, skákbćkur og veitingaúttektir.

Mótinu er ćtlađ ađ brúa kynslóđabil skákmanna en ţađ er opiđ skákmönnum 15 ára og yngri sem og 60 ára og eldri en fyrirkomulagiđ skapar sérlega skemmtilega stemningu ţar sem kátínan skín úr andlitum ungra sem roskna. Skák er svo sannarlega fyrir alla og á sér engin aldursmörk.

Ađ ţessu sinni mćttu 81 galvaskir keppendur til leiks í Skákhöllina og ţví var ţétt setiđ ţegar skákklukkurnar hófu slátt sinn eftir sköruleg rćđuhöld Einars S. Einarssonar og hins magnađa Guđna Ágústssonar sem sló reyndar algjörlega í gegn á sinn einstćđa máta. Ađ ţrumurćđunni lokinni lék Guđni fyrsta leiknum ásamt hinni sex ára Iđunni Helgadóttur og aldurskóngi mótsins, hinum 87 ára Sverri Gunnarssyni, í skák Braga Halldórssonar og Ottós Bjarka Arnar.

Loftiđ í Skákhöllinni var rafmagnađ ţegar keppendur hófu ađ úđa út leikjum og berja á klukkunum og ekki var óalgeng sjón ađ sjá ţá rosknari ţurfa ađ hafa sig alla viđ gegn hinum yngri og oftar en ekki risu börnin sigri hrósandi upp frá borđum og ţá var sko gaman og gleđin skein úr augum.

Ţađ er ţó ţannig ađ oft mega hinir nýrri sín lítils gegn mikilli reynslu ţeirra sem lengur hafa fetađ lífsins spor og um miđbikinn einokuđu höfđingjar mótsins nánast toppbaráttuna. Ţađ var ađeins hinn ungi og eitilharđi Vignir Vatnar Stefánsson sem veitti ţeim keppni og ţađ verđuga. Kappar á borđ viđ alţjóđlega meistarann Sćvar Bjarnason, Gylfa Ţór Ţórhallsson, Jóhann Örn Sigurjónsson, Braga Halldórsson og Sigurđ Herlufsen máttu hafa sig alla viđ í baráttunni viđ hinn unga snilling sem knésetti hvern skákmanninn á fćtur öđrum.

Ekki voru blóđ sviti og tár alfariđ bundin viđ baráttu hinna sterkustu ţví allstađar var hart barist um hin fjölmörgu aukaverđalun sem í bođi voru. Ungir keppendur náđu eftirtektarverđum árangri og sem lítiđ brot má ţar nefna Sóleyju Lind Pálsdóttur, Róbert Luu, Aron Ţór Mai, Óskar Víking Davíđsson, Nansý Davíđsdóttur og Felix Steinţórsson. Margir ađrir og enn yngri keppendur, sumir hverjir enn ađ stíga sína fyrstu dansa á reitunum svarthvítu, voru skákgyđjunni til mikils sóma.

Spennan var mikil og réđust úrslit ekki fyrr en í lokaumferđinni ţegar Bragi lagđi Vigni Vatnar eftir mikla dramatík innan borđs sem utan en ađeins Braga og alţjóđlega meistaranum Sćvari tókst ađ sigra ljóshćrđa víkinginn. Međ sigrinum tryggđi Bragi sér efsta sćtiđ annađ áriđ í röđ og í ţriđja sinn á fjórum árum. Bragi hlaut 7,5 vinning úr skákunum níu en ađ ţessu sinni var lítill afgangur af sigrinum ţví Guđfinnur R. Kjartansson var á miklu flugi í seinni hlutanum og kom í mark jafn Braga ađ vinningum. Guđfinnur mátti ţó gera sér ađ góđu gott annađ sćti eftir stigaútreikning en nćstir međ 7 vinninga komu Sćvar, Jóhann Örn og Vignir Vatnar sem jafnframt varđ efstur barna tólf ára og yngri.Ađstandendur mótsins vilja koma á framfćri miklum ţökkum til bakhjarla ţess og ekki síst til allra ţeirra frábćru keppenda sem lögđu leiđ sína í Faxafeniđ. Birna Halldórsóttir á líka heiđur skilinn fyrir ađ standa frábćra vakt í hinu margrómađa Birnu-Kaffi. Viđ vonumst til ađ sjá ykkur öll ađ ári!Hér ađ neđan fylgir yfirlit yfir efstu keppendur í hverjum flokki en heildarúrslit má sjá hér. Ţá má benda á fjöldan allan af myndum áfésbókarsíđu Taflfélags Reykjavíkur.

Heildarúrslit·        

1.-2. Bragi Halldórsson, Guđfinnur R. Kjartansson 7,5v
3.-5. Sćvar Bjarnason, Jóhann Örn Sigurjónsson, Vignir Vatnar Stefánsson 7v

60 ára og eldri·        

1.-2. Bragi Halldórsson, Guđfinnur R. Kjartansson 7,5v·        
3. Sćvar Bjarnason 7v

70 ára og eldri

1. Jóhann Örn Sigurjónsson 7v·       
2.-4. Sigurđur Herlufsen, Ţór Már Valtýsson, Ásgeir Sigurđsson 6v

80 ára og eldri

1. Björn Víkingur Ţórđarson 6v·        
2.-3. Páll G. Jónsson, Magnús V. Pétursson 5v

15 ára og yngri

1.-2. Felix Steinţórsson, Sóley Lind Pálsdóttir 6v·        
3. Aron Ţór Mai 5,5v

12 ára og yngri

1. Vignir Vatnar Stefánsson 7v·        
2. Nansý Davíđsdóttir 6,5v·        
3.-4. Arnar Milutin Heiđarsson, Mikael Maron Torfason 5v

9 ára og yngri

1. Óskar Víkingur Davíđsson 6v·        
2. Róbert Luu 5,5v·        
3. Freyr Grímsson 5v

Myndaalbúm (ESE)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.8.): 2
 • Sl. sólarhring: 63
 • Sl. viku: 253
 • Frá upphafi: 8706505

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 162
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband