Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2014

Afmćlismót Einars Ben: Margir sterkustu skákmenn landsins mćta til leiks

Einar Benediktsson

Afmćlisskákmót Einars Benediktssonar verđur haldiđ á veitingastađnum Einari Ben, laugardaginn 1. nóvember klukkan 14. Međal keppenda verđa margir af bestu skákmönnum Íslands. Tefldar verđa sjö umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Ađ mótinu standa Skákfélagiđ Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur.


1EinarBen_Fridrik
Ţjóđskáldiđ Einar Benediktsson fćddist 31. október 1864 og lést áriđ 1940. Hann var ástríđufullur skákmađur og međal stofnenda Taflfélags Reykjavíkur um aldamótin 1900. Í ljóđinu Vćringjar nota skáldiđ líkingamál úr skákinni međ eftirminnilegum hćtti:

Vort heimslíf er tafl fyrir glöggeygan gest
ţar sem gćfan er ráđin ef leikurinn sést.

Pzoph
Einar tók ţátt í fyrsta opinbera skákviđburđinum á Íslandi sem sögur fara af, ţegar hann tefldi sýningarskák á ţjóđhátíđ í Reykjavík 1901 međ lifandi taflmönnum gegn Pétri Zóphóníassyni, sem var besti skákmađur landsins í upphafi 20. aldar. Fjöldi áhorfenda fylgdist međ skákinni, sem lauk međ jafntefli.

1EinarBen_AuglysingBig
Ţá var Einar mjög áhugasamur um málefni Grćnlands, en ţar hefur Hrókurinn stađiđ ađ útbreiđslu skáklistarinnar síđan 2003. Ţađ fer ţví einkar vel á ţví ađ TR og Hrókurinn minnist skáldsins í sameiningu á hinum merku tímamótum. Veitingahúsiđ Einar Ben, Veltusundi 1 viđ Ingólfstorg, gefur veglega vinninga, m.a. gjafakort og bćkur međ ljóđum ţjóđskáldsins.

Margir meistarar ţegar skráđir til leiks. Ţađ er sérstakt ánćgjuefni ađ Friđrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands og fv. forseti FIDE, mun tefla á mótinu. Friđrik, sem verđur 80 ára í janúar, var um árabil međal sterkustu skákmanna heims og bar hróđur Íslands víđa. Hann tefldi sína fyrstu kappskák á Íslandsmóti áriđ 1946, ţegar hann var 11 ára gamall.

Fleiri nafntogađir meistarar heiđra minningu skáldsins međ ţátttöku á mótinu, m.a. stórmeistararnir Jóhann HjartarsonJón L. Árnason, Ţröstur Ţórhallsson og Hjörvar Steinn Grétarsson, og alţjóđlegu meistararnir Björn Ţorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson. Alls verđa keppendur 40 og í ţeim hópi verđa mörg bestu og efnilegustu börn og ungmenni landsins.

Viđ setningu mótsins kl. 14 á laugardaginn mun Guđmundur Andri Thorsson rithöfundur flytja afmćlisrćđu um Einar Benediktsson, en ađ ţví búnu mun Einar Benediktsson sendiherra leika fyrsta leikinn á Afmćlismóti Einars Benediktssonar á veitingastađnum Einari Ben viđ Ingólfstorg. Áhorfendur hjartanlega velkomnir međan húsrúm leyfir.
 
1EinarBen_Auglysingsmall 

Haustskákmót Ása hefst kl. 13

Ćsir tefla sitt haustmót á ţriđjudag 28 okt. kl. 13.00 í Stangarhyl  4. Allir skákmenn 60 + velkomnir og skákkonur 50 +. Tefldar verđa 10 umferđir međ 10 mín. umhugsunartíma.

Valdimar Ásmundsson sigrađi á síđasta haustmóti.

 


Gauti Páll vann í gćr

 

P1030082

Áttunda og nćstsíđasta umferđ EM ungmenna fór fram í gćr. Gauti Páll Jónsson vann góđa sigur, Dagur Ragnarsson og Oliver Aron Jóhannesson gerđu jafntefli. Sá síđarnefndi sitt sjötta jafntefli í röđ! Allt ţó baráttuskákir. Símon Ţórhallsson tapađi í gćr.

Oliver hefur 4 vinninga, Símon og Gauti hafa 3,5 vinning og Dagur hefur 2,5 vinning. Árangur Símonar og Gauta er einstaklega góđur á ţeirra fyrsta stórmóti. Oliver er tćplega á pari en Dagur hefur engan veginn náđ sér á strik og hefur veriđ ófarsćll á mótinu.

Lokumferđin fer fram í dag og ţví loknu hefst langt og strang ferđalag fyrir íslensku fulltrúanna.Tćplega skákmenn frá 43 löndum taka ţátt. Fulltrúar Íslands eru fjórir ađ ţessu sinni. Dagur Ragnarsson (2154) teflir flokki 18 ára og yngri en Oliver Aron Jóhannesson (2192), Símon Ţórhallsson (1796) og Gauti Páll Jónsson (1739) tefla í flokki 16 ára og yngri. Helgi Ólafsson er fararstjóri og ţjálfari.

Dagur er nr. 42 í stigaröđ 62 keppenda. Í flokki 16 ára og yngri taka 89 skákmenn ţátt. Oliver er nr. 32 í stigaröđ keppenda en Símon er nr. 77 og Gauti er nr. 82.

Vignir Vatnar unglingameistari TR - Freyja stúlknameistari TR

 

Vignir Vatnar og Freyja
Barna- og unglingameistaramóti TR var í ár skipt í tvo flokka, opinn flokk og stúlknaflokk, og mćttu samtals 38 keppendur til leiks, flestir úr Taflfélagi Reykjavíkur, eđa 31 talsins. Í opnum flokki varđ Vatnar Stefánsson öruggur sigurvegari međ fullt hús vinninga eđa 7 og er ţví Barna- og unglingameistari Taflfélags Reykjavíkur 2014. Er ţetta ţriđja áriđ í röđ sem hann hlýtur ţessa nafnbót og er hann ekki einu sinni búinn ađ ná 12 ára aldri! 

 

Í öđru sćti varđ Björn Hólm Birkisson međ 6 vinninga og í 3.-5. sćti urđu Mykhaylo Kravchuk, Stefán Orri Davíđsson og Benedikt Ernir Magnússon, allir međ 5 vinninga, en Mykhaylo hlaut 3. sćtiđ eftir stigaútreikning.

Aldursflokkasigurvegarar urđu: Stefán Orri Davíđsson - flokki 8 ára og yngri, Róbert Luu - flokki 10 ára og yngri, Vignir Vatnar Stefánsson - flokki 12 ára og yngri Björn Hólm Birkisson - flokki 15 ára og yngri. Nánari úrslit í opnum flokki eru hér.

Í Stúlknameistaramótinu vann Freyja Birkisdóttir sigur eftir aukakeppni viđ Ylfu Ýr Welding Hákonardóttur og Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur, en ţćr urđu efstar og jafnar í mótinu međ 4 vinninga af 5 mögulegum. Í aukakeppninni vann Freyja báđar sínar skákir og Ylfa vann eina og varđ ţar međ í 2. sćti á undan Vigdísi Lilju sem hlaut 3. sćtiđ. Engin ţeirra ţriggja hefur náđ 10 ára aldri og ţví framtíđin björt.

Aldursflokkasigurvegarar urđu: Freyja Birkisdóttir - 8 ára og yngri, Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir - 10 ára og yngri og Sana Salah - 12 ára og yngri. Nánari úrslit í stúlknaflokki eru hér.


Ćskan og Ellin: Bragi sigrađi...aftur

 

bragi_gu_finnur_og_saevar.jpg
Bragi Halldórsson stóđ uppi sem sigurvegari á Stórmótinu Ćskan og Ellin sem fór fram í fyrradag.  Ţetta er annađ áriđ í röđ sem Bragi sigrar og í ţriđja sinn á fjórum árum svo hann finnur sig svo sannarlega vel á ţessu flotta móti.  Bragi hlaut 7,5 vinning og varđ jafn Guđfinni R. Kjartanssyni ađ vinningum en ofar á stigum.  Jafnir í 3.-5. sćti međ 7 vinninga komu alţjóđlegi meistarinn Sćvar Bjarnason, Jóhann Örn Sigurjónsson og Vignir Vatnar Stefánsson.  

 

Nánari umfjöllun er vćntanleg.

Heildarrúrslit

Mótstafla (má stćkka međ ţví ađ klikka á töfluna)

_skan_og_ellin_2014-motstafla.jpg

 


Unglingameistaramót Hugins hefst í dag

Unglingameistaramót Hugins 2014 (suđursvćđi) hefst mánudaginn 27. október n.k. kl. 16.30 ţ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsćfingar. Mótinu verđur svo fram haldiđ ţriđjudaginn 28. október n.k. kl. 16.30 Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad kerfi. Fyrri keppnisdaginn verđa fjórar skákir og ţrjár ţann seinni. Umhugsunartími á hverja skák er 20 mínútur. Mótiđ er opiđ öllum 15 ára og yngri í grunnskóla en titilinn sjálfan getur ađeins félagsmađur í Huginn unniđ. Á međan á mótinu stendur falla venjulegar barna- og unglingaćfingar niđur. Nćsta barna- og unglingaćfing eftir unglingameistaramótiđ verđur mánudaginn 3. nóvember n.k.  Keppnisstađur er Álfabakki 14a (inngangur milli Subway og Fröken Júlíu) og er salur félagsins á ţriđju hćđ. Engin ţátttökugjöld.

Verđlaunagripir verđa fyrir ţrjú efstu sćtin. Allir ţátttakendur fá skákbók.

Umferđatafla:

1.-4. umferđ:                Mánudaginn 27. október kl. 16.30

5.-7. umferđ:                Ţriđjudaginn 28. október kl. 16.30

Verđlaun:

 1. Unglingameistari Hugins (suđursvćđi) fćr farandbikar til varđveislu í eitt ár.
 2. Ţrír efstu fá verđlaunagripi til eignar.
 3. Allir keppendur fá skákbók.
 4. Ţrír efstu 12 ára og yngri fá verđlaunapening.
 5. Stúlknameistari Hugins (suđursvćđi) fćr verlaunagrip til eignar.

Símon og Dagur unnu í dag

 

P1030082

EM ungmenna var framhaldiđ í dag eftir frídag í gćr. Símon Ţórhallsson og Dagur Ragnarsson unnu í dag, Oliver Aron Jóhannesson gerđi jafntefli en Gauti Páll Jónsson tapađi.

Oliver og Símon hafa 3,5 vinning, Gauti hefur 2,5 vinning og Dagur hefur 2 vinninga. Árangur Símonar er sérstaklega glćsilegur en hann hefur teflt viđ stigahćrri andstćđinga í hverri einustu umferđ og hefur engu síđur 50% vinningshlutfall!

 

P1030077
Fréttaritari Skák.is í Georgíu kom viđ á skákstađ í dag. Ađstćđur á skákstađ eru almennt góđar. Ţröngt var ţó, en ekki ţó óţćgilega, á skákstađ. Öllum öđrum en keppendum er vísađ af skákstađ í upphafi umferđa. Sérstakt andrúmsloft er í lobbýi skákstađarins ţar sem foreldrar safnast saman. Međal annars mćtti fréttaritari Skák.is grátandi stúlku sem greinilega hafđi tapađ snemma leiks. 

 

 

P1030073

Íslenska liđiđ hefur fengiđ fremur slakt hótel í samanburđi viđ sumar ađrar ţjóđir eins og lesa má í grein Helga Ólafssonar í Morgunblađinu í dag. Styrkileiki íslensku keppendanna liggur í ţví ađ láta ekki slíkt á sig fá. Hafa menn engu ađ síđur í kjölfariđ velt fyrir sér ađ hafa sérstakt hótel fyrir fulltrúa Georgíu á EM landsliđa 2015 í Reykjavík. 

 

Úrslit 7. umferđar

 em2014-urslit_1248432.jpg

 Stađa íslensku keppendanna

em2014-sta_a_1248433.jpg

 

Tćplega skákmenn frá 43 löndum taka ţátt. Fulltrúar Íslands eru fjórir ađ ţessu sinni. Dagur Ragnarsson (2154) teflir flokki 18 ára og yngri en Oliver Aron Jóhannesson (2192), Símon Ţórhallsson (1796) og Gauti Páll Jónsson (1739) tefla í flokki 16 ára og yngri. Helgi Ólafsson er fararstjóri og ţjálfari.

Dagur er nr. 42 í stigaröđ 62 keppenda. Í flokki 16 ára og yngri taka 89 skákmenn ţátt. Oliver er nr. 32 í stigaröđ keppenda en Símon er nr. 77 og Gauti er nr. 82.Skákţáttur Morgunblađsins: Gripinn úr vinnuferđ

Karl teflir viđ Ţröst ŢórhallssonŢeir ungu skákmenn sem tefla á Evrópumóti ungmenna sem hefst í Batumi í Georgíu á morgun gćtu margt lćrt af Karli Ţorsteins sem varđ fimmtugur ţann 13. október sl. og er einn sigursćlasti skákmađur Íslands á vettvangi barna- og unglingamóta. Karl vann óopinbert heimsmeistaramót barna í Puerto Rico áriđ 1978 og síđan barnamót Sameinuđu ţjóđanna í Rio í ársbyrjun 1982. Hann varđ svo í 3. sćti á HM unglinga í Finnlandi 20 ára og yngri. Áhrif Kasparovs á skákmenn af hans kynslóđ voru mikil og komu fram hjá Karli í heilbrigđum metnađi og yfirgripsmikilli ţekkingu á frćđunum; keppendur á Skákţingi Íslands 1981 komust ađ ţví ađ jafnvel smásmugulegustu frćđirit höfđu ekki skotist fram hjá hinum 16 ára gamla nýliđa í landsliđsflokki. Karl varđ Íslandsmeistari árin 1985 og 1989, átti fast sćti í landsliđi Íslands og var í sveit Íslands sem varđ í 2.-3. sćti á heimsmeistaramóti landsliđa undir 27 ára í Chicago sumariđ 1983.

Vegna sérstakra ađstćđna var íslenska íslenska landsliđiđ búiđ ađ keyra á fjórum mönnum í fyrstu umferđum HM landsliđa í Luzern haustiđ 1993 og ţrátt fyrir sigur yfir Rússum voru menn orđnir lúnir. Ţá bćttist Karl Ţorsteins í liđiđ gripinn úr vinnuferđ međ Jakobi Ármannssyni á vegum Búnađarbanka Íslands. Hann hlaut 4 vinninga af fimm mögulegum og átti stóran ţátt í ţeim árangri Íslands ađ verđa í 5. sćti í keppni viđ bestu skákţjóđir heims. En ţar setti hann líka ađ sumu leyti punktinn aftan viđ glćsilegt tímabil í skákinni. Ţó hann hafi alltaf annađ veifiđ síđan tekiđ ţátt í mótum međ góđum árangri voru markmiđin önnur; fjölskyldan og bankastörf voru sett framar á forgangslistanum.

Ţegar rennt er yfir skákir Karls frá virkasta tímabilinu, níunda áratugnum, bregđur oft fyrir nöfnum skákmanna sem létu mikiđ ađ sér kveđa á nćstu árum: Curt Hansen Kiril Georgiev, Lembit Oll, Ferdinand Hellers, Alexei Dreev. Á Reykjavíkurmótinu 1990 var Karl međal efstu manna framan af og vann ţá eftirfarandi skák af góđkunningja Reykjavíkurskákmótanna:

Karl Ţorsteins - Walter Browne

Nimzo-indversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3 c5 5. g3 cxd4 6. Rxd4 O-O 7. Bg2 d5 8. Db3 Bxc3 9. Dxc3

Afbrigđiđ sem Karl beitti hafđi fariđ í gegnum mikla „umrćđu" á ţessum árum en taliđ var ađ 9. bxc3 vćri vćnlegra til árangurs.

9. ... e5 10. Rb3 dxc4

Einnig er hćgt ađ leika 10. ... Rc6 eđa 10. ... d4.

11. Ra5!

Karl hafđi leikiđ 11. dxc4 gegn Polugajevskí í stórveldaslagnum 1990 sem var undanfari Reykjavíkurmótsins.

11. ... Rd5 12. Dd2 Rc6 13. Rxc4

Og hér kom til greina ađ leika 13. Dxd5 Dxd5 14. Bxd5 Rxa5 15. Bd2 og hvítur stendur ađeins betur ađ vígi.

13. ... Be6 14. O-O b5 15. Ra3 a6 16. Rc2 Hc8 17. e4 Rb6 18. b3!

Ţađ er mikilvćgt ađ valda c4-reitinn. Hvítur hefur sloppiđ út úr byrjuninni međ ađeins betri stöđu.

18. ... a5 19. De2 b4 20. Be3 Dc7 21. Hac1 Rd7 22. Hfd1 Db7

23. Bf1!

Snjall leikur sem hótar bćđi 24. Da6 og 24. Db5. Biskupar hvíts eru allsráđandi á borđinu.

23. ... a4? 24. Da6!

Ţennan leik mátti svartur ekki leyfa.

24. ... Dxa6 25. Bxa6 axb3 26. Bxc8 bxc2 27. Hxd7!

Sennilega hefur Browne sem var í tímahraki sést yfir ţennan leik.

27. ... Hxc8 28. Hd2! b3 29. axb3 Bxb3 30. Hd3 Ra5 31. Bb6

- og Browne gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 18. október 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Íslandsmót skákfélaga - skákir 1.-5. umferđar

Kjartan Maack hefur slegiđ inn skákirnar í efstu deild Íslandsmót skákfélaga. Einstaka skákir mun ţó vanta.

Skákir 2. deildar vćntanlegar síđar.

 


Vetrarmót öđlinga hefst á miđvikudaginn

Vetrarmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 29. október kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa sjö umferđir og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik.Mótiđ, sem hefur fengiđ góđar viđtökur, er nú haldiđ í fjórđa sinn en fyrirkomulag ţess hentar vel ţeim sem ekki hafa tök á ađ tefla oft í viku eđa yfir heila helgi ţví ađeins er teflt einu sinni í viku, á miđvikudagskvöldum kl. 19.30. Dagskráin er ţví ekki stíf og jafnframt lýkur mótinu vel fyrir jólaösina.Ţátttökurétt hafa allir öđlingar fertugir (á árinu) og eldri.

Dagskrá:

 • 1. umferđ miđvikudag 29. október kl. 19.30
 • 2. umferđ miđvikudag 5. nóvember kl. 19.30
 • 3. umferđ miđvikudag 12. nóvember. kl. 19.30
 • 4. umferđ miđvikudag 19. nóvember kl. 19.30
 • 5. umferđ miđvikudag 26. nóvember kl. 19.30
 • 6. umferđ miđvikudag 3. desember kl. 19.30
 • 7. umferđ miđvikudag 10. desember kl. 19.30
Keppt er um veglegan farandbikar, en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin.Ţátttökugjald er kr. 4.000. Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ. Skráning fer fram á vef Taflfélags Reykjavíkur.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.1.): 31
 • Sl. sólarhring: 63
 • Sl. viku: 313
 • Frá upphafi: 8714052

Annađ

 • Innlit í dag: 9
 • Innlit sl. viku: 202
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband