Leita í fréttum mbl.is

Afmćlismót Einars Ben: Margir sterkustu skákmenn landsins mćta til leiks

Einar Benediktsson

Afmćlisskákmót Einars Benediktssonar verđur haldiđ á veitingastađnum Einari Ben, laugardaginn 1. nóvember klukkan 14. Međal keppenda verđa margir af bestu skákmönnum Íslands. Tefldar verđa sjö umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Ađ mótinu standa Skákfélagiđ Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur.


1EinarBen_Fridrik
Ţjóđskáldiđ Einar Benediktsson fćddist 31. október 1864 og lést áriđ 1940. Hann var ástríđufullur skákmađur og međal stofnenda Taflfélags Reykjavíkur um aldamótin 1900. Í ljóđinu Vćringjar nota skáldiđ líkingamál úr skákinni međ eftirminnilegum hćtti:

Vort heimslíf er tafl fyrir glöggeygan gest
ţar sem gćfan er ráđin ef leikurinn sést.

Pzoph
Einar tók ţátt í fyrsta opinbera skákviđburđinum á Íslandi sem sögur fara af, ţegar hann tefldi sýningarskák á ţjóđhátíđ í Reykjavík 1901 međ lifandi taflmönnum gegn Pétri Zóphóníassyni, sem var besti skákmađur landsins í upphafi 20. aldar. Fjöldi áhorfenda fylgdist međ skákinni, sem lauk međ jafntefli.

1EinarBen_AuglysingBig
Ţá var Einar mjög áhugasamur um málefni Grćnlands, en ţar hefur Hrókurinn stađiđ ađ útbreiđslu skáklistarinnar síđan 2003. Ţađ fer ţví einkar vel á ţví ađ TR og Hrókurinn minnist skáldsins í sameiningu á hinum merku tímamótum. Veitingahúsiđ Einar Ben, Veltusundi 1 viđ Ingólfstorg, gefur veglega vinninga, m.a. gjafakort og bćkur međ ljóđum ţjóđskáldsins.

Margir meistarar ţegar skráđir til leiks. Ţađ er sérstakt ánćgjuefni ađ Friđrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands og fv. forseti FIDE, mun tefla á mótinu. Friđrik, sem verđur 80 ára í janúar, var um árabil međal sterkustu skákmanna heims og bar hróđur Íslands víđa. Hann tefldi sína fyrstu kappskák á Íslandsmóti áriđ 1946, ţegar hann var 11 ára gamall.

Fleiri nafntogađir meistarar heiđra minningu skáldsins međ ţátttöku á mótinu, m.a. stórmeistararnir Jóhann HjartarsonJón L. Árnason, Ţröstur Ţórhallsson og Hjörvar Steinn Grétarsson, og alţjóđlegu meistararnir Björn Ţorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson. Alls verđa keppendur 40 og í ţeim hópi verđa mörg bestu og efnilegustu börn og ungmenni landsins.

Viđ setningu mótsins kl. 14 á laugardaginn mun Guđmundur Andri Thorsson rithöfundur flytja afmćlisrćđu um Einar Benediktsson, en ađ ţví búnu mun Einar Benediktsson sendiherra leika fyrsta leikinn á Afmćlismóti Einars Benediktssonar á veitingastađnum Einari Ben viđ Ingólfstorg. Áhorfendur hjartanlega velkomnir međan húsrúm leyfir.
 
1EinarBen_Auglysingsmall 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (10.8.): 10
 • Sl. sólarhring: 34
 • Sl. viku: 251
 • Frá upphafi: 8706319

Annađ

 • Innlit í dag: 9
 • Innlit sl. viku: 201
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband