Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Gripinn úr vinnuferđ

Karl teflir viđ Ţröst ŢórhallssonŢeir ungu skákmenn sem tefla á Evrópumóti ungmenna sem hefst í Batumi í Georgíu á morgun gćtu margt lćrt af Karli Ţorsteins sem varđ fimmtugur ţann 13. október sl. og er einn sigursćlasti skákmađur Íslands á vettvangi barna- og unglingamóta. Karl vann óopinbert heimsmeistaramót barna í Puerto Rico áriđ 1978 og síđan barnamót Sameinuđu ţjóđanna í Rio í ársbyrjun 1982. Hann varđ svo í 3. sćti á HM unglinga í Finnlandi 20 ára og yngri. Áhrif Kasparovs á skákmenn af hans kynslóđ voru mikil og komu fram hjá Karli í heilbrigđum metnađi og yfirgripsmikilli ţekkingu á frćđunum; keppendur á Skákţingi Íslands 1981 komust ađ ţví ađ jafnvel smásmugulegustu frćđirit höfđu ekki skotist fram hjá hinum 16 ára gamla nýliđa í landsliđsflokki. Karl varđ Íslandsmeistari árin 1985 og 1989, átti fast sćti í landsliđi Íslands og var í sveit Íslands sem varđ í 2.-3. sćti á heimsmeistaramóti landsliđa undir 27 ára í Chicago sumariđ 1983.

Vegna sérstakra ađstćđna var íslenska íslenska landsliđiđ búiđ ađ keyra á fjórum mönnum í fyrstu umferđum HM landsliđa í Luzern haustiđ 1993 og ţrátt fyrir sigur yfir Rússum voru menn orđnir lúnir. Ţá bćttist Karl Ţorsteins í liđiđ gripinn úr vinnuferđ međ Jakobi Ármannssyni á vegum Búnađarbanka Íslands. Hann hlaut 4 vinninga af fimm mögulegum og átti stóran ţátt í ţeim árangri Íslands ađ verđa í 5. sćti í keppni viđ bestu skákţjóđir heims. En ţar setti hann líka ađ sumu leyti punktinn aftan viđ glćsilegt tímabil í skákinni. Ţó hann hafi alltaf annađ veifiđ síđan tekiđ ţátt í mótum međ góđum árangri voru markmiđin önnur; fjölskyldan og bankastörf voru sett framar á forgangslistanum.

Ţegar rennt er yfir skákir Karls frá virkasta tímabilinu, níunda áratugnum, bregđur oft fyrir nöfnum skákmanna sem létu mikiđ ađ sér kveđa á nćstu árum: Curt Hansen Kiril Georgiev, Lembit Oll, Ferdinand Hellers, Alexei Dreev. Á Reykjavíkurmótinu 1990 var Karl međal efstu manna framan af og vann ţá eftirfarandi skák af góđkunningja Reykjavíkurskákmótanna:

Karl Ţorsteins - Walter Browne

Nimzo-indversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3 c5 5. g3 cxd4 6. Rxd4 O-O 7. Bg2 d5 8. Db3 Bxc3 9. Dxc3

Afbrigđiđ sem Karl beitti hafđi fariđ í gegnum mikla „umrćđu" á ţessum árum en taliđ var ađ 9. bxc3 vćri vćnlegra til árangurs.

9. ... e5 10. Rb3 dxc4

Einnig er hćgt ađ leika 10. ... Rc6 eđa 10. ... d4.

11. Ra5!

Karl hafđi leikiđ 11. dxc4 gegn Polugajevskí í stórveldaslagnum 1990 sem var undanfari Reykjavíkurmótsins.

11. ... Rd5 12. Dd2 Rc6 13. Rxc4

Og hér kom til greina ađ leika 13. Dxd5 Dxd5 14. Bxd5 Rxa5 15. Bd2 og hvítur stendur ađeins betur ađ vígi.

13. ... Be6 14. O-O b5 15. Ra3 a6 16. Rc2 Hc8 17. e4 Rb6 18. b3!

Ţađ er mikilvćgt ađ valda c4-reitinn. Hvítur hefur sloppiđ út úr byrjuninni međ ađeins betri stöđu.

18. ... a5 19. De2 b4 20. Be3 Dc7 21. Hac1 Rd7 22. Hfd1 Db7

23. Bf1!

Snjall leikur sem hótar bćđi 24. Da6 og 24. Db5. Biskupar hvíts eru allsráđandi á borđinu.

23. ... a4? 24. Da6!

Ţennan leik mátti svartur ekki leyfa.

24. ... Dxa6 25. Bxa6 axb3 26. Bxc8 bxc2 27. Hxd7!

Sennilega hefur Browne sem var í tímahraki sést yfir ţennan leik.

27. ... Hxc8 28. Hd2! b3 29. axb3 Bxb3 30. Hd3 Ra5 31. Bb6

- og Browne gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 18. október 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (10.8.): 10
 • Sl. sólarhring: 34
 • Sl. viku: 251
 • Frá upphafi: 8706319

Annađ

 • Innlit í dag: 9
 • Innlit sl. viku: 201
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband