Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2013

Carlsen efstur á áskorendamótinu - Gelfand vann Aronian

Enn á ný sýnir Magnus Carlsen (2872) mikla seiglu á áskorendamótinu í London. Í dag gerđi hann jafntefli gegn Kramnik (2810) eftir ađ hafa lent í töluverđri beyglu. Aronian (2809) tapađi hins vegar fyrir Gelfand (2740), sem hefur unniđ tvćr skákir í röđ. Mótiđ hefur nú heldur jafnast. Carlsen hefur 6 vinninga, Aronian 5,5 vinning og Kramnik 5 vinninga.  Frídagur er á morgun. Á miđvikudag mćtast međal annars: Carlsen-Gelfand og Aronian-Ivanchuk.

Úrslit 9. umferđar:
  • Kramnik-Carlsen ˝-˝
  • Svidler-Grischuk ˝-˝
  • Ivanchuk-Radjabov 1-0
  • Gelfand-Aronian 1-0

Stađan:

  • 1. Carlsen (2872) 6 v.
  • 2. Aronian (2809) 5˝ v.
  • 3. Kramnik (2810) 5 v.
  • 4.-5. Gelfand (2740) og Grischuk (2764) 4˝ v.
  • 6. Svidler (2747) 4 v.
  • 7. Ivanchuk (2757) 3˝ v.
  • 8. Radjbov (2793) 3 v.
Tenglar:

Á fimmta tug skákkrakka á páskaskákćfingum TR!

IMG 0896Á fimmta tug skákkrakka tóku ţátt í páskaskákćfingum TR 23. mars bćđi á stelpu/kvenna skákćfingunni svo og á laugardagsćfingunni. Međ fáum undantekningum voru ţetta allt krakkar sem eru félagsmenn í Taflfélagi Reykjavíkur, en ásókn í félagiđ hefur aukist mikiđ í vetur. Krakkarnir sem sćkja skákćfingarnar í TR koma úr öllum hverfum borgarinnar og er skákţjálfunin og allt námsefni ţeim ađ kostnađarlausu.

Í janúar sl. var auglýst nýtt fyrirkomulag á skákćfingum TR og hefur ţađ mćlst mjög vel fyrir (http://taflfelag.is/?c=frettir&id=1154&lid=&pid=&option=).

Bćđi hafa krakkarnir og foreldrarnir látiđ í ljósi mikla ánćgju međ fyrirkomulagiđ og hiđ frábćra IMG 0885námsefni sem Björn Jónsson hefur tekiđ saman og sett snilldarlega í góđan búning. Námsefniđ er sýnt á skjávarpa á ćfingunum og svo afhent krökkunum í litríkum og skilmerkilegum skákheftum. Eins og alltaf helst skákţjálfun, skákkennsla og taflmennska í hendur á skákćfingum TR. Viđ sem stöndum ađ félaginu mćlum árangur ćfinganna ekki síđur í ástundun og ánćgju krakkanna - og ţar erum viđ svo sannarlega í góđum málum!

Ţađ var fjölmennt og mjög góđmennt á laugardagsćfingunni kl. 14. Nokkrir strákar úr afrekshópnum sem eru yngri en 13 ára tóku einnig ţátt og ţví fengu ţau sem styttra eru komin ađ reyna sig viđ reyndari skákmenn ţótt ungir séu! Međal ţátttakenda var til ađ mynda Vignir Vatnar Stefánsson sem hefur halađ inn titlum og verđlaunum í vetur ţó hann sé ađeins 10 ára gamall. Hann er t.d. Unglingameistari TR, Unglingameistari Reykjavíkur, Íslandsmeistari barna og Norđurlandameistari barna. Úr afrekshópnum voru líka Guđmundur Agnar Bragason, sem varđ í 3. sćti međ liđi Álfhólsskóla á Íslandsmóti grunnskólasveita um daginn og Mykhaylo Kravchuk sem varđ í ţriđja sćti á Íslandsmóti barna í janúar. Einnig voru tvíburabrćđurnir Bárđur Örn og Björn Hólm Birkissynir, en ţeir sćkja skákćfingar hjá afrekshópnum og skákćfingarnar á laugardögum jöfnum höndum.

IMG 0879Eftir fyrri hluta ćfingarinnar ţar sem tefldar voru 4 umferđir var bođiđ upp á Nóa/Síríus lófapáskaegg og djús í hressingu og síđan var páskaeggjahappdrćtti. Dregiđ var um ţrjú Nóa/Síríus páskaegg og ţau sem höfđu heppnina međ sér í dag voru: Guđjón Ármann Jónsson, Sana Salah og Tindri Freyr Möller sem mćtti á sína fyrstu skákćfingu í dag! Eftir páskahressinguna var svo félagsćfing TR ţar sem Matthías skákţjálfari tók m.a. fyrir skákritun.

Barnastarfiđ í Taflfélagi Reykjavíkur er í mjög góđum farvegi og einnig hefur veriđ gerđur mjög góđur rómur af skákćfingunum hjá afrekshópnum, sem ćfir tvisvar í viku undir handleiđslu Dađa Ómarssonar og Torfa Leóssonar.

Stelpu/kvennahópurinn fer vaxandi og nú ţegar er kominn harđur kjarni sem mćttir reglulega. Skákţjálfunin hjá stelpunum er međ svipuđu sniđi og á laugardagsćfingunum. Ţađ eru skákstúderingar í fyrri hlutanum og teflt í seinni hlutanum. Á páskaćfingunni sl. laugardag voru lófapáskaegg frá Nóa/Síríus í bođi í hressingunni og síđan var páskaeggjahappdrćtti. Ţrjár heppnar stelpur fengu Nóa/Síríus páskaegg, ţćr Bríet Birna Guđmundsdóttir, Karitas Ólöf Ísfeld Hafsteinsdóttir og Rakel Róbertsdóttir.

Pistill og myndir Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir.

Myndaalbúm (SRF)


Páskaeggjamót Hellis fer fram í dag

Frá Páskaeggjamóti Hellis 2012Páskaeggjamót Góu og Hellis verđur haldiđ mánudaginn 25. mars 2013, og hefst tafliđ kl. 17, ţ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsćfingar. Páskaeggjamótiđ kemur í stađ mánudagsćfingar. Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Mótiđ er opiđ öllum krökkum á grunnskólaaldri. Skráning í mótiđ verđur á heimasíđu Hellis: http://hellir.blog.is/  

Ókeypis er fyrir félagsmenn í Helli en fyrir ađra er ţátttökugjald kr. 500. Fyrirkomulagiđ verđur kynnt síđar

Páskaeggjamótiđ verđur haldiđ í félagsheimili Hellis ađ Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangurinn er milli Subway og Fröken Júlíu og salur félagsins er á ţriđju hćđ hússins.


Atkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur atkvöld mánudaginn  25. mars 2013 og hefst mótiđ kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til ađ ljúka skákinni og síđan ţrjár atskákir, međ fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni. 

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna
möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Skákţáttur Morgunblađsins: Allra augu beinast ađ Magnúsi Carlsen

Magnus Carlsen skýjum ofarMagnús Carlsen er sigurstranglegasti keppandinn í áskorendamótinu sem hófst á föstudaginn í London. Átta stórmeistarar tefla tvöfalda umferđ og sigurvegarinn öđlast rétt til ađ skora á heimsmeistarann Anand. Magnús er nálega 100 elo-stigum hćrri en Anand, og fara ţarf aftur til ársins 1971 til ađ finna jafn mikinn stigamun á heimsmeistara og áskoranda sem ţá var Bobby Fischer. Ađstađa Magnúsar nú er ekki ósvipuđ ţeirri sem Fischer var í á karabísku eyjunni Curacao áriđ 1962 ţegar átta skákmenn tefldu fjórfalda umferđ og megniđ af andstćđingum hans voru „Rússar". Eftirmálar ţess móts kristölluđust í frćgu viđtali Fischers viđ Sports Illustrated: „Rússarnir svindla í skák". Áskorendakeppninni var ţá breytt og tekiđ upp einvígisfyrirkomulag. Ţó „dreifđir" séu í dag eru ađrir keppendur en Magnús frá gömlu Sovétlýđveldum: Armeninn Aronjan, Rússarnir Kramnik, Svidler og Gritsjúk, Hvítrússinn Gelfand sem teflir í dag fyrir Ísrael, Úkraínumađurinn Ivantsjúk og Aserinn Radjabov.

David Bronstein vann réttinn til ađ skora á Botvinnik heimsmeistara eftir fyrsta áskorendamótiđ í Búdapest áriđ 1950. Ađrir sigurvegarar ţessara móta fram til ársins ´62 voru Smyslov, Tal og Petrosjan. Magnús Carlsen er fyrsti Norđurlandabúinn sem á raunhćfa möguleika á heimsmeistaratitlinum. Bent Larsen hefđi sennilega mótmćlt ţessari fullyrđingu. Af 100 síđustu kappskákum sem Magnús hefur teflt hefur hann tapađ einni. Hann virđist ekki reiđa sig mikiđ á tölvuundirbúning og kemur andstćđingum yfirleitt hressilega á óvart í byrjun tafls. Ađalstyrkur hans liggur í frábćrri endataflstćkni og miklum sigurvilja. Frćgđ hans í Noregi og víđar jókst gífurlega ţegar Magnús kom Íslands áriđ 2004, gćddi sér á hnetum og drakk appelsínusafa á Reykjavíkurmótinu og síđan á „Reykjavik rapid" í Sjálfstćđishúsinu viđ Austurvöll. Myndefni frá viđureignum hans viđ Kasparov og Karpov er iđulega notađ í umfjöllun um afrek hans í ţáttagerđ t.a.m. „60 Minutes". Hćfileikar hans voru ţá á allra vitorđi en á Aeroflot-mótinu nokkrum vikum fyrr lagđi hann einn fremsta stórmeistara Rússa í ađeins 19 leikjum. Leikandi léttur stíll hans í ţessari minnti á eitt frćgasta undrabarn skáksögunnar, Paul Morphy:

Magnús Carlsen - Sergei Dolmatov

Hollensk vörn

1. Rf3 f5 2. d3!

Skynsamlega leikiđ gegn Dolmatov sem ţekkti allar hefđbundnar leiđir út og inn.

2. ... d6 3. e4 e5 4. Rc3 Rc6 5. exf5 Bf5 6. d4 Rxd4

Opnar tafliđ fullmikiđ en Dolmatov gast ekki ađ 6. ... e4 7. Rg5 o.s,frv.

7. Rxd4 exd4 8. Dxd4 Rf6 9. Bc4 c6 10. Bg5 b5 11. Bb3 Be7 12. O-O-O Dd7 13. Hhe1

Ţetta er allt saman afar einfalt - alveg eins og hjá Morphy!

13. ... Kd8

Löng hrókun, 13. .... O-O-O blasti viđ en eftir 14. g4! Bxg4 15. Hxe7 Dxe7 16. Dxg4+! er hvíta stađan gjörunnin.

gq3qfcoh.jpg- Sjá stöđumynd -

14. Hxe7! Dxe7

Eđa 14. ... Kxe7 15. He1+ ásamt 16. Bxf6 o.s.frv.

15. Df4! Bd7 16. Re4! d5

Dolmatov gat líka reynt 16. ... Hf8 17. Rxd6 h6 en hvítur vinnur međ 18. Db4! a5 19. Dc5 Ha6 20. Rb7+ Ke8 21. Dxe7! Kxe7 22. He1+.

17. Rxf6 h6 18. Bh4 g5 19. Dd4!

- og Dolmatov gafst upp. Hann gat reynt 19. ... Hf8 en taldi stöđu sína vonlausa eftir 20. Rxd5 cxd5 21. Dxd5 ( eđa 21. Bxd5 ) Hc8 22. Bg3 o.s.frv.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 17. mars 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


Jafntefli hjá Carlsen og Aronian

Jafntefli varđ í skák Carlsen (2872) og Aronian (2809) í áttundu umferđ áskorendamóts FIDE sem fram fór í London í dag. Ţeir leiđa ţví sem fyrr en forystan á Kramnik (2810) er nú ađeins einn vinningur en heimsmeistarinn fyrrverandi lagđi Svidler (2747) í dag.

Úrslit 8. umferđar:

  • Grischuk - Ivanchuk 1-0
  • Carlsen - Aronian 0,5-0,5
  • Radjabov - Gelfand 0-1
  • Kramnik - Svidler 1-0
Stađan:
  • 1.-2. Carlsen (2872) og Aronian (2809) 5,5 v.
  • 3. Kramnik (2810) 4,5 v.
  • 4. Grischuk (2764) 4 v.
  • 5.-6. Svidler (2747) og Gelfand (2740) 3,5 v.
  • 7. Radjbov (2793) 3 v.
  • 8. Ivanchuk (2757) 2,5 v.
Tenglar:

Bragi vann stórmeistara - Hjörvar međ jafntefli

IMG 4201Bragi Ţorfinnsson (2484) heldur áfram ađ standa sig afar vel í bresku deildakeppninni. Í áttundu umferđ, sem fram fór í dag, vann hann stórmeistarann Stephen J Gordon (2533). Bragi hefur nú hlotiđ 5,5 vinning í 6 skákum og hefur allgóđan möguleika á ađ krćkja sér í stórmeistaraáfanga gangi honum vel í lokahlutanum sem fram fer 4.-6. maí nk.

Hjörvar gerđi jafntefli viđ enska stórmeistarann Nicholas Pert (2539) í dag. Klúbbnum ţeirra, Jutes of Kent, gekk hins vegar ekki vel í dag, og tapađi 2,5-5,5.


Gallerý Skák - Páskamótiđ: Gunni Gunn vann

Gallerý Skák  Páskamótiđ 2013    ÚrslitaskákinFríđur hópur einbeittra skákunnenda mćtti til tafls í Gallerýinu á fimmtudagskvöldiđ var. Ţar voru 22 slíkir saman komnir til ađ sýna sig og sjá ađra, taka nokkrar bröndóttar sjálfum sér og öđrum til ómćldrar ánćgju og yndisauka.  Ekki spillti ađ menn tefldu fágađ og fyrir fegurđina og ađ veglegir páskavinningar voru í bođi fyrir besta skor á skákborđinu og nokkra ađra heppna skákgeggjara.

Vikiđ var ađ ţví utan dagskrár ţátttakendum til fróđleiks og hinum eldri í ţeirra hópi til nokkurs léttis ađ skv. nýjustu fréttum úr heimi dulspekinnar á Internetinu vćri aldur manna afstćđur. Oft er sagt ađ enginn sé eldri en honum sjálfum finnst hann vera, sem mikiđ er til í.  En nú er sem sagt komiđ í ljós ađ „afstćđiskenningin" hefur líka heilmikiđ međ öldrun fólks ađ gera og líklegt sé taliđ „ađ skákin lengi lífiđ"!  Reyndar eins og allir ađrir skemmtilegir hlutir ţar sem menn eiga ţađ til ađ gleyma sér. Sökkva sér niđur í eđa ţykja svo skemmtilegir ađ ţeim finnst tíminn fljótur ađ líđa.

 Kenningin gengur sem sagt út á ţađ ađ ef tímaskyniđ hverfur ţá eldast menn einungis um 2013 GALLERÝ PÁSKAMÓT jafnlangan tíma og ţeim finnst hafa liđiđ eđa viđburđurinn/skákin/skákkvöldiđ hafa tekiđ.   Gott er til ţessa ađ vita og mikill akkur fyrir ţá sem oft lenda í tímaţröng og átta sig ekki ađ hratt líđur stund.

Kannski er ţetta  skýringin á góđu gengi og sigurgöngu hins  aldna meistara og sigurvegara kvöldsins Gunnars Kr. Gunnarssonar, sem er ađ nálgast áttrćtt en teflir eins og unglingur og hefur teflt  manna mest um ćvina.  Ánćgju vakti hvađ fjölmennur fjölbreytilegur hópur var saman kominn, sumir langt ađ,  sem allir nutu kvöldsins og ţess ađ kljást og sjást viđ góđar ađstćđur og  í léttu andrúmslofti, sem gerir gćfumuninn.

Eins og áđur er fram komiđ vann Gunni Gunn mótiđ  og ţađ međ hvorki meira né minna en 10˝ vinningi af 11 mögulegum.  Vigfús Vigfússon, hinn ötuli formađur Hellis, kom nćstur međ 9˝ en mátti sćtta sig viđ tap í lokaumferđinni gegn Sigurđi E. Kristjánssyni, hinum drjúga endataflsmanni, sem réđi úrslitum, ţví ella hefđi hann orđiđ hćstur á stigum.

Ţessir tveir eđalskáksjólar voru í sérflokki en önnur úrslit má sjá á međf. mótstöflu og myndasafni.

 

GALLERÝ SKÁK   PÁSKAMÓTIĐ 2013   MÓTSTAFLA

 

ESE- skákţankar- 24.3.2013


Breska deildakeppnin: Bragi vann í gćr - Hjörvar međ jafntefli

Bragi og Hjörvar á flótta undan skriđdrekaSjöunda og áttunda umferđ bresku deildakeppninnar fara fram um helgina. Bragi Ţorfinnsson (2484) og Hjörvar Steinn Grétarsson (2515) tefla fyrir klúbbinn Jutes of Kent. Bragi, sem tefldi á fyrsta borđi í gćr vann stórmeistarann Daniel W Gormally (2507) en Hjörvar gerđi jafntefli viđ alţjóđlega meistarann Adam C. Hunt (2431).

Áttunda umferđ hefst nú kl. 11 og verđa ţeir félagarnir ţá í beinni útsendingu. Bragi mćtir stórmeistaranum Stephen J Gordon (2533) en Hjörvar teflir viđ stórmeistaranum Nicholas Pert (2539). Frammistađa Braga hefur veriđ frábćr í keppninni hingađ til en hann hefur hlotiđ 4,5 vinning í 5 skákum.


Oliver Aron og Vignir Vatnar efstir á páskaćfingu Fjölnis

img_1330_1195197.jpgHún var vel mönnuđ og fjölmenn páskaskákćfingin hjá Fjölni enda 11 páskaegg í vinning á skákmóti ćfingarinnar.

Tefldar voru 5 umferđir og 29 skákkrakkar börđust um verđlaunin vinsćlu. Nokkrir sterkir skákmenn frá öđrum félögum mćttu á ćfinguna og var ţeim vel tekiđ af Fjölniskrökkum enda öll góđir félagar og hittast ekki ósjaldan.

Ţađ voru ţeir Oliver Aron Jóhannesson og Vignir Vatnar img_1323_1195198.jpgStefánsson sem komu efstir í mark á mótinu međ 4,5 vinninga af 5 mögulegum. Ţeir gerđu innbyrđis jafntefli og unnu ađra andstćđinga. Ađrir sem fengu páskaegg í vinning voru ţau Jón Trausti Harđarson (4), Nansý Davíđsdóttir (4), Gauti Páll Jónsson (4), Óskar Víkingur Davíđsson (3), Joshua Davíđsson (3), Mikolaj Oskar (3), Róbert Orri Árnason (3), Hilmir Hrafnsson (3) og Kristófer Halldór Kjartansson. Allir sem tóku ţátt í ćfingunni fengu lítiđ páskaegg og snakk sem var vel ţegiđ af öllum. Auk skákmótsins var bođiđ upp á kennslu sem ađ ţessu sinni var í öruggum höndum Hrundar Hauksdóttur. Fjölmargir foreldrar fylgdust međ mótinu og ćfingunni sem gengu hratt og vel fyrir sig. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 235
  • Frá upphafi: 8764692

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband