Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
24.3.2013 | 08:49
Jakob Sævar sigurvegari Páskaskákmóts Goðans-Máta
Jakob Sævar Sigurðsson vann sigur á Páskaskákmóti Goðans-Máta sem fram fór á Húsavík í gærkvöld, eftir jafna og harða keppni. Fyrir lokaumferðina gátu 5 skákmenn unnið mótið, en Jakob hafði sigur með 4,5 vinninga af 6 mögulegum og var stigahærri en Ármann Olgeirsson og Smári Sigurðsson sem urðu í öðru og þriðja sæti.
Hlynur Snær Viðarsson vann yngri flokkinn með 4 vinninga, Jón Aðalsteinn varð annar með 3. vinninga og Bjarni Jón varð þriðji, einnig með þrjá vinninga en lægri á stigum.
Lokastaðan:
1-3 Jakob Sævar Sigurðsson, 1677 4.5 16.25
Ármann Olgeirsson, 1427 4.5 12.25
Smári Sigurðsson, 1704 4.5 10.75
4-5 Sigurbjörn Ásmundsson, 1197 4 12.50
Hlynur Snær Viðarsson, 1075 4 11.50
6 Hermann Aðalsteinsson, 1330 3.5 9.75
7-8 Jón Aðalsteinn Hermannsso, 3 4.00
Bjarni Jón Kristjánsson, 3 3.00
9-10 Ævar Ákason, 1461 2 3.00
Eyþór Kári Ingólfsson, 2 1.00
11 Jakub Statkiewicz, 1 0.00
12 Helgi James Þórarinsson, 0 0.00
Einstök úrslit má skoða á heimasíðu Goðans-Máta.
24.3.2013 | 08:21
Carlsen og Aronian efstir í hálfleik - mætast í dag
Öllum skákum sjöundu umferðar áskorendamóts London lauk með jafntefli. Carlsen (2872) virtist vera í vondum málum gagn Radjabov (2793) en hélt jafntefli. Norðmaðurinn er efstur ásamt Aronian (2809) en þeir hafa 1,5 vinnings á næstu menn.
- 1.-2. Carlsen (2872) og Aronian (2809) 5 v.
- 3.-4. Kramnik (2810) og Svidler (2747) 3,5 v.
- 5.-6. Grischuk (2764) og Radjbov (2793) 3 v.
- 7.-8. Ivanchuk (2757) og Gelfand (2740) 2,5 v.
- Heimasíða mótsins
- Chessbomb (beinar útsendingar með tölvuskýringum)
23.3.2013 | 15:00
Fyrsta skákbókin á grænlensku
Út er komin grænlensk þýðing á kennslubókinni Skák og mát fyrir byrjendur. Þetta er fyrsta skákbókin sem út kemur á grænlensku og starfsmenn Krakkaskák eru stoltir þátttakendur í uppbyggingu skákmenningar á Grænlandi. 1000 eintök verða gefin til Grænlands í boði FÍ og Ístak.
Mikið var lagt í þýðinguna og meðal þess sem þurfti að gera var að finna upp ný grænlensk orð yfir ýmis skákhugtök. Í augum Íslendinga er grænlenskan framandi mál og sem dæmi má nefna að íslenska orðið mát er á grænlenskusoriarsinnaajunnaarneq.
Hrafn Jökulsson sem á veg og vanda að því að miðla skák og skákkennslu til Grænlands mun taka með sér Skak & soriarsinnaajunnaarneq á ferðum sínum til Grænlands og dreifa kennslubókinni til skóla.
Krakkaskák hlaut styrk til að vinna að grænlenskri útgáfu kennslubókarinnar frá Flugfélagi Íslands og Ístak.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2013 | 13:45
Námskeið fyrir kennara á Suðurnesjum
Um miðjan febrúar hélt Krakkaskák námskeið fyrir grunnskólakennara á Suðurnesjum. Sex kennarar frá þremur skólum fengu fræðslu um skákkennslu og leiðbeiningar um hvernig hægt er að skipuleggja skákkennslu í skólunum. Þátttakendur unnu með kennslubækurnar Skák og mát (Skák og mát, byrjunarhefti og Skák og mát, framhald) og gerðu æfingar úr bókunum.
Einnig tefldu þeir sín í milli og gerðu ýmiss konar æfingar sem henta nemendum í grunnskólum og öðrum byrjendum í skák. Námskeiðið var samtals sex klukkustundir og var kennt tvö síðdegi í röð. Þátttakendur voru mjög ánægðir með námskeiðið.
Næst stefnir Krakkaskák að því að halda kennaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu og mun símenntunarmiðstöðin Klifið auglýsa það.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2013 | 15:37
Páskaeggjamót Hellis fer fram á mánudaginn

Ókeypis er fyrir félagsmenn í Helli en fyrir aðra er þátttökugjald kr. 500. Fyrirkomulagið verður kynnt síðar
Páskaeggjamótið verður haldið í félagsheimili Hellis að Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangurinn er milli Subway og Fröken Júlíu og salur félagsins er á þriðju hæð hússins.
22.3.2013 | 11:26
Skólaskákmót Kópavogs
Skólaskákmót Kópavogs í einstaklingsflokki fyrir grunnskólanemendur verður haldið föstudaginn 5. apríl nk. í Álfhólsskóla. Mótið hefst kl 13:00 og því lýkur um 16:00.
Keppt er í fjórum flokkum:
- 1. flokkur 1.-2. bekkur
- 2. flokkur 3.-4. bekkur
- 3. flokkur 5.-7. bekkur
- 4. flokkur 8.-10. bekkur
Umhugsunartími 2 x 10 mín.
Krakkar sem eru í 1.-7. bekk mega keppa í flokki 5.-.7 bekkjar ef þeir vilja komast á kjördæmismeistaramót annars gildir aldurshólfið þeirra. En efstu tveir úr unglingaflokki fá rétt til keppni á kjördæmismeistaramóti og eftstu tveir úr flokki 5.-.7 bekkjar.
Allir krakkar sem kunna skákreglur og eru skráðir til náms við grunnskóla í Kópavogi eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Gull, silfur og brons verðlaun verða veitt fyrir hvern flokk fyrir sig.
Keppendur verða að skrá sig fyrir kl 21:00 miðvikudaginn 3 april 2013.
Skráning fer fram hér. Skoða má þegar skráða keppendur hér.
Skráningu þarf að fylgja fullt nafn, bekkur (td. 2. bekkur TR osfrv.) og heiti skóla.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2013 | 11:10
Vignir Vatnar vann hraðkvöld Hellis
Það voru 8 keppendur sem lögðu leið sína í Hellisheimilið síðasta mánudagskvöld 18. mars og tóku þátt í hraðkvöldi. Tefldar voru sjö umferðir allir við alla. Vignir Vatnar Stefánsson sigraði örugglega á hraðkvöldinu með 7 vinninga í jafn mörgum skákum.
Annar varð Ögmundur Kristinsson með 6 vinninga en hann vann alla nema Vigni. Þriðji varð svo Vigfús Ó. Vigfússon en hann vann alla nema Vigni og Ögmund og svona gengur þetta alveg niðurúr.
Vignir Vatnar dró svo Gunnar Nikulásson í happdrættinu og báðir fengu þeir gjafabréf á Saffran.
Næsta skákkvöld í Hellisheimilinu verður næstkomandi mánudag 25. mars kl. 20. Þá verður atkvöld.
Röð Nafn Vinningar 1 Vignir Vatnar Stefánsson, 7 2 Ögmundur Kristinsson, 6 3 Vigfús Ó. Vigfússon, 5 4 Elsa María Kristínardóttir, 4 5 Gunnar Nikulásson, 3 6 Þorsteinn Magnússon, 2 7 Björgvin Kristbergsson, 1 8 Pétur Jóhannesson, 0
21.3.2013 | 23:16
Carlsen og Aronian með 1,5 vinnings forskot á áskorendamótinu
Magnus Carlsen (2852) og Levon Aronian (2809) unnu báðir í sjöttu umferð áskorendamótsins í London sem fram fór í dag. Carlsen vann Svidler (2747) en Aronian lagði Radjabov (2793). Þeir hafa 4,5 vinning og hafa 1,5 vinnings forskot á næstu menn þá Kramnik (2810), sem hefur gert jafntefli í öllum sínum skákum, og Svidler.
Frídagur er á morgun. Í sjöundu umferð, sem fram fer á laugardag, mætast meðal annars Carlsen-Radjabov og Aronian-Grischuk (2764).
Úrslit 6. umferðar:
- Svidler - Carlsen 0-1
- Kramnik - Ivanchuk 0,5-0,5
- Grischuk - Gelfand 0,5-0,5
- Radjabov - Aronian 0-1
- 1.-2. Carlsen (2872) og Aronian (2809) 4,5 v.
- 3.-4. Kramnik (2810) og Svidler (2747) 3 v.
- 5.-6. Grischuk (2764) og Radjbov (2793) 2,5 v.
- 7.-8. Ivanchuk (2757) og Gelfand (2740) 2 v.
- Heimasíða mótsins
- Chessbomb (beinar útsendingar með tölvuskýringum)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigurður Daði Sigfússon (2324), Þorvarður Fannar Ólafsson (2225), Jóhann Hjörtur Ragnarsson (2066) og Þór Már Valtýsson (2040) eru efstir og jafnir með fullt hús að lokinni 2. umferð Skákmóts öðlinga sem fram fór í gærkveldi.
Sitthvað var um óvænt úrslit og má þar nefna að Siguringi Sigurjónsson (1959) og Jon Olva Fivelstad (1901) gerðu jafntefli við þá Hrafn Loftsson (2204) og Sævar Bjarnason (2132).
Öll úrslit 2. umferðar má nálgast hér.
Stöðu mótsins má nálgast hér.
Þriðja umferð fer fram nk. miðvikudagskvöld. Þá mætast meðal annars: Þór-Sigurður Daði og Þorvarður-Jóhann. Pörun 3. umferðar má í heild nálgast hér.
21.3.2013 | 10:45
Gallerý Skák - Gunnar Skarphéðinsson stal senunni
Þrátt fyrir að forstöðumaðurinn væri fjærri góðu gamni var allt til reiðu í Gallerýinu þegar dularfullir og djúpthugsandi skákhyggjumenn leituðu þar inngöngu til hjaðningavíga í síðustu viku. Framundan var annað hvort gleði- eða píslarganga eftir atvikum á hvítum reitum og svörtum. Allt fyrir ánægjuna engu að síður því þar vega menn hvern annan af góðsemi sinni einni saman eða í gustukaskyni. Einn ágætur „stórmeistarabani" úr vesturbænum var þó svo fyrirhyggjusamur að koma með nokkra „vinninga" með sér í bílnum enda ekki á vísan að róa sagði hann. Ekki gekk það þó alveg eftir.
Þá er sest var að tafli sló í brýnu all harða og mátti vart á milli sjá hverjum veitti betur og hverjum verr, en tefldar voru 11 umferðir í striklotu með stuttu matarhléi, en kaffi og kruðerí gættu menn sér á meðfram og milli skáka til hressingar. Mótið fór hið besta fram og í góðum anda.
Að leikslokum kom í ljós að hinn magnaði magister og geysigóði skákmaður Gunnar Skarphéðinsson hafði stolið senunni og orðið efstur með 8.5 vinninga, aðeins leyft þrjú jafntefli. Vóg þar þyngst að honum tókst að leggja tvo helstu keppinauta sína að velli, Gunnar Gunnarsson nafna sinn og frænda sinn unga Vigni Vatnar Stefánsson, sem fylgdu fast á hæla honum með 8 vinninga hvor.
Það var til tíðinda að sveinninn Óskar Víkingur Davíðsson aðeins 7 ára freistaði gæfu sinnar gegn sér mun eldri mönnum og sýndi að þar fer mikið efni þó hann stæðist þeim ekki öllum snúning að þessu sinni. En framtíðin er hans og þeirra beggja ungu keppenda sem eru að heyja sér dýrmætrar reynslu með þátttöku sinni á þessum vettvangi.
Sjá má nánari úrslit á meðf. mótstöflu hér að neðan og á www.gallery.net.
PÁSKAMÓT GALLERÝ SKÁKAR fer fram þegar degi hallar fimmtudaginn 21. mars nk. ( í kvöld) og hefst kl. 18. Þar verða til verðlauna myndarleg páskaegg og körfur auk þess að efnt verður til vinningahappdrættis fyrir þá sem ekki ná á verðlaunapall. Allir velkomnir. Lagt er í púkk fyrir mat- og veisluföngum.
ESE-skákþankar 20.3.2013
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 5
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 173
- Frá upphafi: 8779111
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 109
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar