Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Allra augu beinast ađ Magnúsi Carlsen

Magnus Carlsen skýjum ofarMagnús Carlsen er sigurstranglegasti keppandinn í áskorendamótinu sem hófst á föstudaginn í London. Átta stórmeistarar tefla tvöfalda umferđ og sigurvegarinn öđlast rétt til ađ skora á heimsmeistarann Anand. Magnús er nálega 100 elo-stigum hćrri en Anand, og fara ţarf aftur til ársins 1971 til ađ finna jafn mikinn stigamun á heimsmeistara og áskoranda sem ţá var Bobby Fischer. Ađstađa Magnúsar nú er ekki ósvipuđ ţeirri sem Fischer var í á karabísku eyjunni Curacao áriđ 1962 ţegar átta skákmenn tefldu fjórfalda umferđ og megniđ af andstćđingum hans voru „Rússar". Eftirmálar ţess móts kristölluđust í frćgu viđtali Fischers viđ Sports Illustrated: „Rússarnir svindla í skák". Áskorendakeppninni var ţá breytt og tekiđ upp einvígisfyrirkomulag. Ţó „dreifđir" séu í dag eru ađrir keppendur en Magnús frá gömlu Sovétlýđveldum: Armeninn Aronjan, Rússarnir Kramnik, Svidler og Gritsjúk, Hvítrússinn Gelfand sem teflir í dag fyrir Ísrael, Úkraínumađurinn Ivantsjúk og Aserinn Radjabov.

David Bronstein vann réttinn til ađ skora á Botvinnik heimsmeistara eftir fyrsta áskorendamótiđ í Búdapest áriđ 1950. Ađrir sigurvegarar ţessara móta fram til ársins ´62 voru Smyslov, Tal og Petrosjan. Magnús Carlsen er fyrsti Norđurlandabúinn sem á raunhćfa möguleika á heimsmeistaratitlinum. Bent Larsen hefđi sennilega mótmćlt ţessari fullyrđingu. Af 100 síđustu kappskákum sem Magnús hefur teflt hefur hann tapađ einni. Hann virđist ekki reiđa sig mikiđ á tölvuundirbúning og kemur andstćđingum yfirleitt hressilega á óvart í byrjun tafls. Ađalstyrkur hans liggur í frábćrri endataflstćkni og miklum sigurvilja. Frćgđ hans í Noregi og víđar jókst gífurlega ţegar Magnús kom Íslands áriđ 2004, gćddi sér á hnetum og drakk appelsínusafa á Reykjavíkurmótinu og síđan á „Reykjavik rapid" í Sjálfstćđishúsinu viđ Austurvöll. Myndefni frá viđureignum hans viđ Kasparov og Karpov er iđulega notađ í umfjöllun um afrek hans í ţáttagerđ t.a.m. „60 Minutes". Hćfileikar hans voru ţá á allra vitorđi en á Aeroflot-mótinu nokkrum vikum fyrr lagđi hann einn fremsta stórmeistara Rússa í ađeins 19 leikjum. Leikandi léttur stíll hans í ţessari minnti á eitt frćgasta undrabarn skáksögunnar, Paul Morphy:

Magnús Carlsen - Sergei Dolmatov

Hollensk vörn

1. Rf3 f5 2. d3!

Skynsamlega leikiđ gegn Dolmatov sem ţekkti allar hefđbundnar leiđir út og inn.

2. ... d6 3. e4 e5 4. Rc3 Rc6 5. exf5 Bf5 6. d4 Rxd4

Opnar tafliđ fullmikiđ en Dolmatov gast ekki ađ 6. ... e4 7. Rg5 o.s,frv.

7. Rxd4 exd4 8. Dxd4 Rf6 9. Bc4 c6 10. Bg5 b5 11. Bb3 Be7 12. O-O-O Dd7 13. Hhe1

Ţetta er allt saman afar einfalt - alveg eins og hjá Morphy!

13. ... Kd8

Löng hrókun, 13. .... O-O-O blasti viđ en eftir 14. g4! Bxg4 15. Hxe7 Dxe7 16. Dxg4+! er hvíta stađan gjörunnin.

gq3qfcoh.jpg- Sjá stöđumynd -

14. Hxe7! Dxe7

Eđa 14. ... Kxe7 15. He1+ ásamt 16. Bxf6 o.s.frv.

15. Df4! Bd7 16. Re4! d5

Dolmatov gat líka reynt 16. ... Hf8 17. Rxd6 h6 en hvítur vinnur međ 18. Db4! a5 19. Dc5 Ha6 20. Rb7+ Ke8 21. Dxe7! Kxe7 22. He1+.

17. Rxf6 h6 18. Bh4 g5 19. Dd4!

- og Dolmatov gafst upp. Hann gat reynt 19. ... Hf8 en taldi stöđu sína vonlausa eftir 20. Rxd5 cxd5 21. Dxd5 ( eđa 21. Bxd5 ) Hc8 22. Bg3 o.s.frv.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 17. mars 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 233
  • Frá upphafi: 8765185

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 136
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband