Fćrsluflokkur: Spil og leikir
19.12.2017 | 21:21
Skákdeild Breiđabliks og Bolungarvíkur og Taflfélag Reykjavíkur Íslandsmeistarar unglingasveita
Íslandsmót unglingasveita fór fram 10. desember sl. í Garđaskóla í Garđabć. Mótshaldiđ var á vegum Taflfélags Garđabćjar. Mótiđ var ćsispennandi og úrsltin réđust seint um síđir. Svo fór ađ sveitirnar komu jafnar í mark međ 23˝ vinning af 28 mögulegum. Var ţađ sameiginleg niđurstađa Skáksambands Íslands og félaganna tveggja ađ félögin myndu deila međ sér titlinum góđa ţetta áriđ. Lokaafhending verđlaunana fór fram á Friđriksmóti Landsbankans.
Liđ Íslandsmeistara Breiđabliks og Bolungarvíkur skipuđu:
- Stefán Briem 6 af 7
- Birkir Ísak Jóhannsson 4˝ v.
- Arnar Milutin heiđarsson 7 v.
- Benedikt Briem 6 v.
Liđsstjóri var Birkir Karl Sigurđsson
Liđ Íslandsmeistara Taflfélag Reykjavíkur skipuđu:
- Vignir Vatnar Stefánsson 6˝ v. af 7
- Alexander Oliver Mai 6 v.
- Róbert Luu 6 v.
- Freyja Birkisdóttir 5 v.
Liđsstjóri var Dađi Ómarsson
Á myndina hér ađ ofan vantar Róbert og Freyju.
B-sveit Breiđabliks og Bolungarvíkur endađi í ţriđja sćti. Ţá sveit skipuđu:
- Gunnar Erik Guđmundsson 5˝ v.
- Örn Alexandersson 6 v.
- Ísak Orri Karlsson 4 v.
- Tómas Möller 4 v.
Liđsstjóri var Kristófer Gautason
Borđaverđlaun hlutu:
- Vignir Vatnar Stefánsson (TR) 6˝
- Örn Alexander (B&B-b), Alexander Oliver Mai (TR) og og Bjartur Ţórisson (TR-d) 6 v.)
- Arnar Milutin Heiđarsson (B&B) 7 v.
- Benedikt Briem (B&B), Anton Breki Óskarsson (Fjölni) og Ţorsteinn Jakob F. Ţorsteinsson (SSON) 6 v.
TR-ingar fóru mikinn ţví ţeir sveitar urđu efstar c-h liđa.
Ítarlega umfjöllun um mótiđ má finna á heimasíđu TR og einnig má finna umfjöllun á Facebook-síđu TG.
Lokastöđuna má finna á Chess-Results.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák fór fram viđ frábćrar ađstćđur í útibúi bankans í Austurstrćti í fyrradag. Fjórtánda áriđ í röđ ađ mótiđ fari fram en heiđurinn af ţví í upphafi áttu Árni Emilsson, ţáverandi útibússtjóri og Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir. Friđrik Ólafsson lék fyrsta leikinn 1. d2-d4 fyrir Hjörvar Stein Grétarsson langstigahćsta keppanda mótsins gegn Stefáni Arnalds. Nćrri 100 keppendur tóku ţátt.
Hjörvar byrjađi best allra og vann fimm fyrstu skákirnar og hafđi 6˝ vinning eftir 7 umferđir. Í áttundu og níundu umferđ tapađi hann hins tveimur skákum. Eftir ţađ náđi Hannes Hlífar Stefánsson (2516) forystunni og lét hana aldrei af hendi. Hannes hlaut 11 vinninga í 13 skákum sem er afar góđur árangur. Helgi Ólafsson (2354) og Hjörvar Steinn komu nćstir međ í mark međ 10˝ vinning. Árangur sem öllu jöfnu myndi duga til sigurs sem segir mikiđ um góđan árangur ţremenninga. Sigurbjörn Björnsson (2387) og Guđmundur Kjartansson (2419) urđu í 4.-5. sćti međ 9˝ vinning.
Ţótt ótrúlega megi virđast er ţetta fyrsti sigur Hannesar á Friđriksmóti Landsbankans. Hannes hefur hins vegar ţrívegis áđur orđiđ Íslandsmeistari í hrađskák: 1988, 1991 og 2005.
Ađrir verđlaunahafar urđu
- 2001-2200: Dagur Ragnarsson
- U2000: Dagur Andri Friđgeirsson
- U16: Vignir Vatnar Stefánsson
- Y60: Bragi Halldórsson
- Útdreginn: Stephan Briem
Lokastöđuna má nálgast á Chess-Results.
Auk ţess voru afhend verđlaun fyrir Íslandsmót unglingasveita en ţar hömpuđu Skákdeild Breiđabliks og Taflfélag Reykjavíkur Íslandsmeistaratitilinum.
Árni Emilsson, upphafsmađur mótsins, afhendi verđlaunin í mótslok ásamt Gunnari Björnssyni, forseta SÍ.
Skáksambandiđ fćrir Landsbankanum miklar ţakkir fyrir frábćrt samstarf viđ mótiđ ný sem endranćr. Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák fer fram laugardaginn 15. desember 2018.
Skákstjórar voru Gunnar Björnsson, Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Ólafur S. Ásgrímsson.
Spil og leikir | Breytt 19.12.2017 kl. 09:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2017 | 10:08
Úrslit á jólamóti Víkingaklúbbsins 2017
Jólaskákmót Víkingaklúbbsins var haldiđ miđvikdaginn 13. desember á ćfingartíma. Alls tóku tuttugu keppendur ţátt, en mótiđ var í sterkari kantinum. Benedikt Ţórisson (2005) var í miklu stuđi á mótinu og vann allar sínar skákir og endađi í efsta sćti. Nćstir honum komu svo hinir bráđefnilegu Gunnar Erik (2007) og Árni Ólafsson (2006) en báđir hlutu ţeir 4. vinninga, en Gunnar Erik varđ örlítiđ hćrri á stigum. Efst stúlkna á mótinu varđ Soffía Berndsen Einar Dagur Brynjarsson varđ efstur Víkinga á mótinu og Bergţóra Gunnarsdóttir varđ efst Víkinga í stúlknaflokki.
Tefldar voru 5. umferđir međ 7. mínútan umhugsunartíma. Skákstjóri á mótinu var Ingibjörg Edda, en henni til ađstođar voru ţeir Gunnar Fr Rúnarsson og Sigurđur Ingason..
Úrslit
1. Benedikt Ţórisson 5 af 5
2. Gunnar Erik Guđmundsson 4
3. Árni Ólafsson 4
4. Adam Omarsson 3.5
5. Óttar Örn Bergmann 3
6. Einar Dagur Brynjarsson 3
Stúlkur úrslit
1. Soffía Berndsen 3 af 5
2. Anna Katarína 2
3. Bergţóra Helga 2
Bestur 2005: Benedikt Ţórisson
Bestur 2006: Árni Ólafsson
Bestur 2007: Gunnar Erik
Bestu 2008: Soffía Berndsen
Bestur 2009: Einar Dagur Brynjarsson
Bestur 2010: Gunnar Jóhannsson
Bestur 2011: Jósep Omarsson
Nánari úrslit á chessresults hér:
Nánar á heimasíđu Víkingsklúbbsins.
Spil og leikir | Breytt 19.12.2017 kl. 09:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2017 | 09:22
NM í skólaskák: Unglingalandsliđiđ valiđ
Norđurlandamótiđ í skólaskák fer fram í Vierumäki í Finnlandi dagana 9.-11. febrúar. Teflt er fimm flokkum og sendir Ísland tvo fulltrúa Íslands í alla flokka:
Unglingalandsliđ Íslands skipa:
A-flokkur (1998-2000)
- FM Jón Kristinn Ţorgeirsson
- FM Oliver Aron Jóhannesson
B-flokkur (2001-02)
- CM Hilmir Freyr Heimisson
- Aron Ţór Mai
C-flokkur (2003-04)
- Alexander Oliver Mai
- Stephan Briem
D-flokkur (2005-06)
- Óskar Víkingur Davíđsson
- Róbert Luu
E-flokkur (2007-)
- Batel Goitom Haile
- Gunnar Erik Guđmundsson
Fararstjórar og ţjálfarar eru Helgi Ólafsson og Björn Ívar Karlsson.
Okkar sterkasta liđ ađ ţví undanskyldu Vignir Vatnar Stefánsson tekur sér frí frá keppni á mótinu í ár.
17.12.2017 | 10:26
Jólapakkamót Hugins hefst kl. 13 í dag í Álfhólsskóla
Jólapakkaskákmót Hugins verđur haldiđ sunnudaginn 17. desember nk. í Álfhólsskóla (Hjallaskóli Álfhólsvegi 120). Mótiđ hefst kl. 13 og er ókeypis á mótiđ. Mótiđ er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 20. skipti en ţađ var fyrst haldiđ fyrir jólin 1996. Síđan hefur ţađ veriđ haldiđ nánast á hverju ári og hefur alltaf veriđ eitt fjölmennasta skákmót ársins.
Keppt verđur í allt ađ 6 flokkum:
- Flokki fćddra 2002-2004
- Flokki fćddra 2005-2006
- Flokki fćddra 2007-2008
- Flokki fćddra 2009-2010
- Flokki fćddra 2011 síđar
- Peđaskák fyrir ţau yngstu
Tefldar verđa 5 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Jólapakkar eru í verđlaun fyrir 3 efstu sćtin í hverjum aldursflokki fyrir sig fyrir bćđi drengi og stúlkur. Auk ţess verđur happdrćtti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig.
Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst).
16.12.2017 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Bent Larsen hreppti fyrsta "Skák-Óskarinn"

Millisvćđamótsins í Túnis er í skáksögunni helst minnst vegna framgöngu Bobby Fischer, sem hafđi teflt tíu skákir og hlotiđ úr ţeim 8˝ vinning og hefđi nćr örugglega unniđ mótiđ, slík voru gćđi taflmennskunnar, ef ekki hefđu komiđ til deilur um frídaga sem hrukku í óleysanlegan hnút. Hafđi mótshaldarinn í Túnis ţó tekiđ tillit til óska hans um sérstakan frídag af trúarlegum ástćđum. Brotthvarfiđ vakti feiknarlega athygli en var kannski forleikur ţess sem gerđist í einvígi aldarinnar í Reykjavík. Gerđar voru margvíslegar tilraunir til ađ telja Fischer hughvarf, bandaríska sendiráđiđ sendi til ađ mynda fulltrúa sinn á mótsstađ, en fortölur ţess einstaklings féllu í grýttan jarđveg hjá meistaranum. Ţó virtist Fischer lengi vel á báđum áttum og snerist honum hugur ţegar hann átti ađ tefla viđ sinn gamla erkifjanda, Samuel Reshevsky, sem hafđi beđiđ ţess í tćpa klukkustund ađ fallöxin hrykki niđur ţegar Fischer birtist skyndilega í skáksalnum og vann örugglega ţótt mikiđ hefđi saxast á umhugsunartímann. Bent Larsen, sem sat ađ tafli gegn Efim Geller, varđ svo mikiđ um ađ hann lék af sér peđi strax í byrjun tafls en náđi samningum međ taktísku jafnteflistilbođi á viđkvćmu augnabliki. Og svo hófust deilur um ađrar viđureignir Fischers og ađ lokum hvarf hann frá Túnis og var strikađur út úr mótinu.
Larsen hlaut 15˝ vinning af 21 á mótinu og sigur hans jók mjög orđspor hans. Á nćstu árum var hann síđan sigursćlasti mótaskákmađur heims. Hann var einungis miđlungi ánćgđur međ taflmennskuna í Sousse en kvađ sér ţó hafa tekist vel upp í endatöflum. Besta skák hans var gegn sovéska stórmeistaranum Gipslis:
Aivar Gipslis Bent Larsen
Aljekínsvörn
1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. c4 Rb6 5. exd6 exd6 6. Rc3 Be7 7. Be3 O-O 8. Be2 Rc6 9. Rf3 Bg4 10. b3 Bf6 11. O-O d5 12. c5 Rc8 13. b4?!
Ónákvćmni. Best er 13. h3, t.d. 13. ... Bf5 14. Dd2 og svarta stađan er býsna ţröng.
13. ... Bh5 R8e7 14. b5 Ra5 15. h3 Bxf3 16. Bxf3 c6 17. Dd3 Rc4
Ţennan góđa reit mátti hvítur helst ekki gefa.
18. Bf4 Rg6 19. Bh2 Bg5 20. bxc6 bxc6 21. Bd1 Bf4 22. Bc2 Bxh2+ 23. Kxh2 Df6 24. g3 Hfe8 25. Kg2 Dg5 26. Kh2
26. ... Rb2!
Skemmtilega teflt, svarta drottningin brýst til inngöngu.
27. Df3 Dd2 28. Bxg6 hxg6 29. Rd1 Rc4 30. Dc3 Hab8! 31. Hc1 He4 32. Hc2 Dxd4 33. Dxd4 Hxd4 34. He1 a5 35. Kg2 a4 36. Rc3 a3 37. Ra4 g5 38. He7 Hb4 39. Rb6 Hb2 40. Hc3 Hxa2 41. Rxc4 dxc4 42. Hc7 Hdd2 43. Hf3 c3!
Snotur lokahnykkur. Nú er 44. Hfxf7 svarađ međ 44. ... Hxf2+! 45. Hxf2 Hxf2+ 46. Kxf2 c2 og peđiđ rennur upp. Gipslis gafst ţví upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 9. desember 2017.
Spil og leikir | Breytt 12.12.2017 kl. 09:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2017 | 09:38
Jólakapp og happ Skákdeildar KR
Eins og jafnan á ađventunni efnir Skákdeild KR til síns árlega Jólaskákmóts og fagnađar. Ţađ fer fram á mánudaginn kemur, ţann 18. desember í skáksalnum í Frostaskjóli og hefst kl. 19.30.
Um er ađ rćđa alvöru 13 umferđa hrađskákmót međ 7 mínútna umhugsunartíma á skákina ađ hefđbundnum siđ. Veglegir jólapakkar fyrir efstu menn og ýmis jólaglađningur fyrir útvalda ţátttakendur. Jólakonfekt, malt og appelsín. Kaffi og kruđerí međan á tafli stendur.
Skákmótin í Vesturbćnum ţar sem valinkunnir skákmenn í vígahug mćta til skemmta sér og skáka öđrum eru nú haldin tvisvar í viku allt áriđ um kring. Ţađ er öll mánudagskvöld kl. 19.30 - 22.30 eins veriđ hefur lengi og svo einnig Árdegismót á laugardögum kl. 10.30-13.00 fyrir árrisula ástríđuskákmenn sem vilja hrista af sér sleniđ og verđa stöđugt vinsćlli.
Allir sem taflmanni geta valdiđ eru hvattir til ađ mćta, sýna snilli sína og/eđa láta ljós sitt skína. Engin veit sína skákina fyrr en öll er!
Lágt ţátttökugjald - Sjáumst og kljáumst !
15.12.2017 | 11:31
Unglingameistaramót Íslands (u22) fer fram 27. og 28. desember
Unglingameistaramót Íslands í skák (u22) fer fram dagana 27. og 28. desember nk. Íslandsmeistarinn tryggir sér keppnisrétt í nćsta landsliđsflokki Skákţings Íslands. Mótiđ verđur ađ ţessu sinni ađeins fimm umferđir. Ţrjár atskákir og tvćr kappskákir. Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.
Dagskrá:
- 1.-3. umferđ,atskák (20+5), miđvikudaginn, 27. desember, kl. 13-16
- 4. umferđ, kappskák (90+30), fimmtudaginn, 28. desember, kl. 10-14
- 5. umferđ, kappskák (90+30), fimmtudaginn, 28. desember, kl. 15-19
Mótiđ er opiđ öllum skákmönnum fćddum 1995 og síđar sem hafa alţjóđleg skákstig.
Teflt verđur um Íslandsmeistaratitilinn verđi menn jafnir ađ vinningum. Stig eru látin gilda um önnur sćti. Íslandsmeistarinn fćr 50.000 kr. ferđastyrk á skákmót erlendis.
Mótiđ fer fram í Skáksambandi Íslands Faxafeni 12.
Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn). Skráningu lýkur á miđnćtti annan dag jóla, 26. desember.
Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
15.12.2017 | 07:00
Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák fer fram á morgun: 100 keppendur skráđir til leiks
Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák - fer fram í útibúi Landsbankans viđ Austurstrćti 11 laugardaginn 16. desember nk. Mótiđ hefst kl. 13 og stendur til kl. 16:30-17:00.
100 keppendur eru skráđir til leiks og ţar á međal eru stórmeistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson, 27. stigahćsti hrađskákmađur heims, Ţröstur Ţórhallsson og Helgi Ólafsson.
Tímamörkin eru 3 mínútur á skák auk tveggja viđbótasekúnda á leik. Búast má ţví handargangi í öskjunni en tefldar verđa 13 umferđir.
Ţetta er fjórtánda áriđ í röđ sem Landsbankinn og Skáksamband Íslands standa fyrir Friđriksmótinu í skák, en mótiđ er haldiđ til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Margir af sterkustu stórmeisturum landsins hafa undanfarin ár teflt til heiđurs Friđriki.
Verđlaun fyrir efstu sćti eru eftirfarandi:
- 100.000 kr.
- 60.000 kr.
- 50.000 kr.
- 30.000 kr.
- 20.000 kr.
Séu tveir eđa fleiri jafnir í efsta sćtinu verđur stigaútreikningur látinn ráđa Íslandsmeistaratitlinum. Verđlaunafé skiptist eftir Hort-kerfinu.
Aukaverđlaun
- Efsti mađur međ 2001-2200 skákstig 10.000 kr.
- Efsti mađur međ 2000 stig og minna: 10.000 kr.
- Efsta konan: 10.000 kr.
- Efsti strákur 16 ára og yngri (2001 eđa síđar): 10.000 kr.
- Efsta stúlka 16 ára og yngri (2001 eđa síđar): 10.000 kr.
- Efsti eldri skákmađur (1957 eđa fyrr): 10.000 kr.
- Útdreginn heppinn keppandi: 10.000 kr.
Aukaverđlaun eru miđađ viđ alţjóđleg hrađskákstig 1. desember sl.(alţjóđleg og íslensk skákstig til vara hafi menn ekki alţjóđleg hrađskákstig). Stigaútreikningur rćđur séu menn jafnir og efstir.
Hver keppandi getur ađeins unnin ein aukaverđlaun og eru aukaverđlaunin valin í ţeirri röđ sem fram kemur ađ ofan.
Mótiđ er reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga.
Fyrri sigurvegarar
- 2016 - Jóhann Hjartarson
- 2015 - Ţröstur Ţórhallsson
- 2014 - Héđinn Steingrímsson
- 2013 - Helgi Ólafsson
- 2012 - Bragi Ţorfinnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Jón Viktor Gunnarsson
- 2011 - Henrik Danielsen
- 2010 - Jón Viktor Gunnarsson og Ţröstur Ţórhallsson
- 2009 - Héđinn Steingrímsson
- 2008 - Helgi Ólafsson
- 2007 - Héđinn Steingrímsson
- 2006 - Helgi Áss Grétarsson
- 2005 - Jón Viktor Gunnarsson og Arnar E. Gunnarsson
- 2004 - Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson
Spil og leikir | Breytt 14.12.2017 kl. 22:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2017 | 22:15
Fullt hús á Fjölnisćfingu
Ţađ var mikiđ um dýrđir og fjölmenni eftir ţví á jólaskákćfingu Fjölnis sem haldin var í Rimaskóla 13. desember. Líkt og í fyrra voru ţađ hjónin Valgerđur og Steinn sem útdeildu girnilegum veitingum í skákhléi til krakkanna . Í lok ćfingar gáfu ţau hverjum ţátttakanda velfylltan gjafapoka međ allskyns glingri, hollu og óhollu sem gerđu mikla lukku.
Allir ţátttakendur tóku ţátt í skákmóti, fimm umferđum, og var virkilega tekist á viđ taflborđiđ og barist um hvern vinning. Virđingin gegn andstćđingnum er alltaf frumskilyrđi á Fjölnisćfingu. Handaband í upphafi og viđ endi hverrar skákar er til merkis um ţađ. Skákćfingar Fjölnis hafa veriđ afar vel sóttar í vetur og uppselt á hverja ćfingu en miđađ er viđ hámark 40 krakka. Leiđbeinendur á jólaskákćfingunni voru fjórir. Auk Helga Árnasonar formanns deildarinnar sem stýrđi ćfingunni voru ţađ Leó Jóhannesson, Jóhann Arnar Finnsson og Sigríđur Björg Helgadóttir sem liđsinntu efnilegum og áhugasömum skákkrökkum.
Á jólaćfingunni urđu í efstu sćtum ţeir Kristján Dagur, Arnór Gunnlaugsson, Bjarki Kröyer, Sćmundur Árnason, Eiríkur Emil Hákonarson og Ađalbjörn Kjartansson. Í stúlknaflokki var ađ finna marga verđlaunahafa frá Jólaskákmóti grunnskóla Reykjavíkur. Ţar urđu í efstu sćtum Ylfa Ýr, Embla Sólrún, og Sóley Kría. Ókeypis skákćfingar Fjölnis hefjast aftur á nýju ári. Ţćr eru haldnar alla miđvikudaga kl. 16:30 18:00 í Rimaskóla og er gengiđ um íţróttahús.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 126
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar