Leita í fréttum mbl.is

Hannes Hlífar Íslandsmeistari í hrađskák eftir sigur á Friđriksmóti Landsbankans

Fridriksmotid 2017 - LB - 0224

Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák fór fram viđ frábćrar ađstćđur í útibúi bankans í Austurstrćti í fyrradag. Fjórtánda áriđ í röđ ađ mótiđ fari fram en heiđurinn af ţví í upphafi áttu Árni Emilsson, ţáverandi útibússtjóri og Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir. Friđrik Ólafsson lék fyrsta leikinn 1. d2-d4 fyrir Hjörvar Stein Grétarsson langstigahćsta keppanda mótsins gegn Stefáni Arnalds. Nćrri 100 keppendur tóku ţátt.

Fridriksmotid 2017 - LB - 0226 

Hjörvar byrjađi best allra og vann fimm fyrstu skákirnar og hafđi 6˝ vinning eftir 7 umferđir. Í áttundu og níundu umferđ tapađi hann hins tveimur skákum. Eftir ţađ náđi Hannes Hlífar Stefánsson (2516) forystunni og lét hana aldrei af hendi. Hannes hlaut 11 vinninga í 13 skákum sem er afar góđur árangur. Helgi Ólafsson (2354) og Hjörvar Steinn komu nćstir međ í mark međ 10˝ vinning. Árangur sem öllu jöfnu myndi duga til sigurs sem segir mikiđ um góđan árangur ţremenninga. Sigurbjörn Björnsson (2387) og Guđmundur Kjartansson (2419) urđu í 4.-5. sćti međ 9˝ vinning. 

Fridriksmotid 2017 - LB - 0204

Ţótt ótrúlega megi virđast er ţetta fyrsti sigur Hannesar á Friđriksmóti Landsbankans. Hannes hefur hins vegar ţrívegis áđur orđiđ Íslandsmeistari í hrađskák: 1988, 1991 og 2005.

Fridriksmotid 2017 - LB - 0115

Ađrir verđlaunahafar urđu 

  • 2001-2200: Dagur Ragnarsson
  • U2000: Dagur Andri Friđgeirsson
  • U16: Vignir Vatnar Stefánsson
  • Y60: Bragi Halldórsson
  • Útdreginn: Stephan Briem 

Lokastöđuna má nálgast á Chess-Results.

Fridriksmotid 2017 - LB - 0177


Auk ţess voru afhend verđlaun fyrir Íslandsmót unglingasveita en ţar hömpuđu Skákdeild Breiđabliks og Taflfélag Reykjavíkur Íslandsmeistaratitilinum.

 

Fridriksmotid 2017 - LB - 0045

Árni  Emilsson, upphafsmađur mótsins, afhendi verđlaunin í mótslok ásamt Gunnari Björnssyni, forseta SÍ.

Fridriksmotid 2017 - LB - 0196

 

Skáksambandiđ fćrir Landsbankanum miklar ţakkir fyrir frábćrt samstarf viđ mótiđ ný sem endranćr. Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák fer fram laugardaginn 15. desember 2018.

Skákstjórar voru Gunnar Björnsson, Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Ólafur S. Ásgrímsson.

Myndaalbúm mótsins

 

Fridriksmotid 2017 - LB - 0056


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband