Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Bent Larsen hreppti fyrsta "Skák-Óskarinn"

G61125GJJUm ţetta leyti árs fyrir 50 árum lauk millisvćđamóti í borginni Sousse í Túnis međ öruggum sigri danska stórmeistarans Bent Larsen. Ţetta var fjórđi mótasigur hans í röđ, en áđur hafđi hann orđiđ efstur á minningarmóti um Capablanca á Kúbu, alţjóđlegu móti í Palma á Mallorca og á móti í Winnipeg í Kanada, en ţar voru međal keppenda Boris Spasskí og Paul Keres. Hann tefldi raunar á nokkrum öđrum mótum áriđ 1967, en fyrir afrek sitt í Túnis, ţar sem teflt var um sćti í áskorendakeppninni, var hann fyrstur manna sćmdur „Skák-Óskarnum“, verđlaunum sem ţeir sem önnuđust greinaskrif um skák fyrir blöđ og tímarit stóđu fyrir. Nćstu tvö árin vann Boris Spasskí Skák-Óskarinn og ţar á eftir kom Bobby Fischer, sem hlaut verđlaunin árin 1970-1972.

Millisvćđamótsins í Túnis er í skáksögunni helst minnst vegna framgöngu Bobby Fischer, sem hafđi teflt tíu skákir og hlotiđ úr ţeim 8˝ vinning og hefđi nćr örugglega unniđ mótiđ, slík voru gćđi taflmennskunnar, ef ekki hefđu komiđ til deilur um frídaga sem hrukku í óleysanlegan hnút. Hafđi mótshaldarinn í Túnis ţó tekiđ tillit til óska hans um sérstakan frídag af trúarlegum ástćđum. Brotthvarfiđ vakti feiknarlega athygli en var kannski forleikur ţess sem gerđist í „einvígi aldarinnar“ í Reykjavík. Gerđar voru margvíslegar tilraunir til ađ telja Fischer hughvarf, bandaríska sendiráđiđ sendi til ađ mynda fulltrúa sinn á mótsstađ, en fortölur ţess einstaklings féllu í grýttan jarđveg hjá meistaranum. Ţó virtist Fischer lengi vel á báđum áttum og snerist honum hugur ţegar hann átti ađ tefla viđ sinn gamla erkifjanda, Samuel Reshevsky, sem hafđi beđiđ ţess í tćpa klukkustund ađ „fallöxin“ hrykki niđur ţegar Fischer birtist skyndilega í skáksalnum og vann örugglega ţótt mikiđ hefđi saxast á umhugsunartímann. Bent Larsen, sem sat ađ tafli gegn Efim Geller, varđ svo mikiđ um ađ hann lék af sér peđi strax í byrjun tafls en náđi samningum međ taktísku jafnteflistilbođi á viđkvćmu augnabliki. Og svo hófust deilur um ađrar viđureignir Fischers og ađ lokum hvarf hann frá Túnis og var strikađur út úr mótinu.

Larsen hlaut 15˝ vinning af 21 á mótinu og sigur hans jók mjög orđspor hans. Á nćstu árum var hann síđan sigursćlasti mótaskákmađur heims. Hann var einungis miđlungi ánćgđur međ taflmennskuna í Sousse en kvađ sér ţó hafa tekist vel upp í endatöflum. Besta skák hans var gegn sovéska stórmeistaranum Gipslis:

Aivar Gipslis – Bent Larsen

Aljekínsvörn

1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. c4 Rb6 5. exd6 exd6 6. Rc3 Be7 7. Be3 O-O 8. Be2 Rc6 9. Rf3 Bg4 10. b3 Bf6 11. O-O d5 12. c5 Rc8 13. b4?!

Ónákvćmni. Best er 13. h3, t.d. 13. ... Bf5 14. Dd2 og svarta stađan er býsna ţröng.

13. ... Bh5 R8e7 14. b5 Ra5 15. h3 Bxf3 16. Bxf3 c6 17. Dd3 Rc4

Ţennan góđa reit mátti hvítur helst ekki gefa.

18. Bf4 Rg6 19. Bh2 Bg5 20. bxc6 bxc6 21. Bd1 Bf4 22. Bc2 Bxh2+ 23. Kxh2 Df6 24. g3 Hfe8 25. Kg2 Dg5 26. Kh2

G61125GJA(STÖĐUMYND 1 )

26. ... Rb2!

Skemmtilega teflt, svarta drottningin brýst til inngöngu.

27. Df3 Dd2 28. Bxg6 hxg6 29. Rd1 Rc4 30. Dc3 Hab8! 31. Hc1 He4 32. Hc2 Dxd4 33. Dxd4 Hxd4 34. He1 a5 35. Kg2 a4 36. Rc3 a3 37. Ra4 g5 38. He7 Hb4 39. Rb6 Hb2 40. Hc3 Hxa2 41. Rxc4 dxc4 42. Hc7 Hdd2 43. Hf3 c3!

G41125GJF( STÖĐUMYND 2 )

Snotur lokahnykkur. Nú er 44. Hfxf7 svarađ međ 44. ... Hxf2+! 45. Hxf2 Hxf2+ 46. Kxf2 c2 og peđiđ rennur upp. Gipslis gafst ţví upp.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 9. desember 2017.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 231
  • Frá upphafi: 8764920

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband