Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Jólapakkamót Hugins fer fram á sunnudaginn

20161218_155920 (1)

Jólapakkaskákmót Hugins verđur haldiđ sunnudaginn 17. desember nk. í Álfhólsskóla (Hjallaskóli Álfhólsvegi 120). Mótiđ hefst kl. 13 og er ókeypis á mótiđ. Mótiđ er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 20. skipti en ţađ var fyrst haldiđ fyrir jólin 1996. Síđan hefur ţađ veriđ haldiđ nánast á hverju ári og hefur alltaf veriđ eitt fjölmennasta skákmót ársins.

Keppt verđur í allt ađ 6 flokkum:

  • Flokki fćddra 2002-2004
  • Flokki fćddra 2005-2006
  • Flokki fćddra 2007-2008
  • Flokki fćddra 2009-2010
  • Flokki fćddra 2011 síđar
  • Peđaskák fyrir ţau yngstu

Tefldar verđa 5 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Jólapakkar eru í verđlaun fyrir 3 efstu sćtin í hverjum aldursflokki fyrir sig fyrir bćđi drengi og stúlkur. Auk ţess verđur happdrćtti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst).


Jólagjafir til barnanna í Kulusuk

Kćti í Kulusuk

Í dag fór leiđangur Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grćnlands, í sína árlegu jólagjafaferđ til Kulusuk á Grćnlandi.  Fyrstur út úr flugvélinni stökk hinn rammíslenski og glađbeitti Stekkjastaur međ jólapakka og góđgćti í farteskinu. Međ honum í för var Hrafn Jökulsson forseti Hróksins, upphafsmađur skáklandnámsins á Grćnlandi 2003. 

Elstu börnin í grunnskólanum fengu ipad ađ gjöf frá íslenskum velunnara.

Öll grunnskólabörnin í Kulusuk komu á flugvöllinn, ásamt kennurum og fjölmörgum foreldrum á flugvöllinn til ţess ađ fagna íslensku gestunum. Justine Boassen skólastjóri var heiđruđ sérstaklega og allir kennarar grunnskólans fengu ilmandi blóm ađ gjöf. 

Skólastjórahjónin í Kulusuk heiđruđ.

Vinir okkar hjá Air Iceland Connect fluttu jólasveininn, Stefán Herbertsson og Hrafn Jökulsson til Kulusuk ásamt gnótt af gjöfum. 

Stekkjarstaur var í öruggum höndum áhafnar AIC.  Ţarna er sveinki međ Gunnari Birni Bjarnasyni, Kristjáni Orra Magnússyni og Íris Jónsdóttur.

Margir hjálpuđust ađ viđ undirbúning ţessarar gleđifarar til bestu nágranna í heimi, Grćnlendinga. Í pökkunum var jólaglađningur frá prjónahópnum góđa í Gerđubergi, og fjölmörgum einstaklingum öđrum, sem og ýmislegt fallegt frá BÓNUS, Góu, Sólarfilmu, IKEA og BROS. Ţađ var Henný Nielsen jólagjafastjóri Hróksins sem stýrđi innpökkun í Pakkhúsi Hróksins, Grćnn markađur sendi afskorin blóm til ţess ađ gleđja ţá sem eldri eru og Mjólkursamsalan sendi jólaostaöskjur. 

Íris Jónsdóttir frá Air Iceland Connect hjálpađi Stekkjarstaur ađ koma gjöfunum í réttar hendur.

Gjafirnar voru afhentar til ţess ađ ţakka fyrir ţann vinahug sem á milli landanna tveggja ríkir. Hrafn Jökulsson sagđi í stuttu ávarpi í Kulusuk í dag, ađ Íslendingar ćttu bestu nágranna í heimi, og ađ grannţjóđirnar í norđrinu ćttu ađ stórauka samskipti og samvinnu á sem flestum sviđum.

Nánar á heimasíđu Hróksins.


Caruana sigurvegari í London - Carlsen vann heildarpottinn

417712.b7ac3e2a.630x354o.f8795ed78e55

London Chess Classic-mótinu lauk fyrir skemmstu. Caruana og Neopmniatchtchi komu jafnir í mark međ 6 vinninga. Teflt var til ţrautar međ styttri umhugsunartíma og ţar hafđi Caruana betur 2˝-1˝. Heimsmeistarinn Magnus Carlsen, sem vann Aronian í lokaumferđinn, Maxime Vachier-Lagrave og Wesley So urđu jafnir í 3.-5. sćti. 

Sigur Carlsens á Armeanum tryggđi honum sigurinn á Grand Chess Tour en hann hlaut 41 stig. MVL varđ annar međ 38 stig. 

Nánar á Chess.com.


Sverrir Gestsson hrađskákmeistari Austurlands

Clipboard01Hrađskákmeistaramót Austurlands var teflt á Reyđarfirđi 11. desember sl. Sverrir Gestsson varđ hrađskákmeistari Austurlands 2017 međ 12,5 vinninga af 14 mögulegum. Síđan urđu 3 jafnir í 2.-4. sćti og varđ ađ skera úr um röđ međ útreikningi stiga. Í öđru sćti varđ Viđar Jónsson međ 8,5 vinninga og Albert Ómar Geirsson í ţriđja sćti einnig međ 8,5 vinninga, en Rúnar Bernburg í 4. sćti međ sömu vinningatölu.


Jólahrađskákmót TR fer fram 28. desember

ólahrađskákmót Taflfélags Reykjavíkur verđur haldiđ fimmtudaginn 28. desember og hefst tafliđ klukkan 19:30. Tefldar verđa 9 umferđir og verđur umhugsunartíminn 4 mínútur á skák auk ţess sem 2 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik (4+2). Teflt verđur í húsnćđi TR ađ Faxafeni 12. Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga.

Ţátttökugjald er 1.000kr (greiđist međ reiđufé á stađnum). Frítt er fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eđa yngri. Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin.

Skráningarform

Skráđir keppendur

Jólahrađskákmeistarar síđustu ára:

2016: Páll Agnar Ţórarinsson 2015: Vignir Vatnar Stefánsson 2014: Oliver Aron Jóhannesson 2013: Jóhann Ingvason 2012: Oliver Aron Jóhannesson 2011: Dađi Ómarsson 2010: Jóhann Ingvason 2009: Sigurđur Dađi Sigfússon 2008:Gunnar Freyr Rúnarsson 2007: Davíđ Kjartansson 2006: Stefán Kristjánsson 2005: Hrannar Baldursson 2004: Björn Ţorfinnsson 2003: Arnar E. Gunnarsson 2002: Jón Viktor Gunnarsson 2001: Helgi Áss Grétarsson.


Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák fer fram á laugardag

_mg_0066

Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák - fer fram í útibúi Landsbankans viđ Austurstrćti 11 laugardaginn 16. desember nk. Mótiđ hefst kl. 13 og stendur til kl. 16:30-17:00. 

Gera má ráđ fyrir ađ flestir sterkustu skákmenn landsins taki ţátt og efsti keppandi mótsins fćr titilinn Íslandsmeistari í hrađskák. Tímamörkin eru 3+2 og tefldar eru ţrettán umferđir.  Međal skráđra keppenda eru stórmeistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson, sem er 27. sćti á alţjóđlega hrađskákstiglistanum, Jóhann Hjartarson, sem hefur titil ađ verja, og Ţröstur Ţórhallsson, hrađskákmeistari Íslands áriđ 2015. 

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Ţegar eru skráđir 100 keppendur og er ţví mótiđ fullt eins og er. Hćgt er hins vegar ađ skrá sig á biđlista. 

Keppendalistinn

Ţetta er fjórtánda áriđ í röđ sem Landsbankinn og Skáksamband Íslands standa fyrir Friđriksmótinu í skák, en mótiđ er haldiđ til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Margir af sterkustu stórmeisturum landsins hafa undanfarin ár teflt til heiđurs Friđriki. 

Verđlaun fyrir efstu sćti eru eftirfarandi: 

  1. 100.000 kr.
  2.  60.000 kr.
  3.  50.000 kr.
  4.  30.000 kr.
  5.  20.000 kr. 

Séu tveir eđa fleiri jafnir í efsta sćtinu verđur stigaútreikningur látinn ráđa Íslandsmeistaratitlinum. Verđlaunafé skiptist eftir Hort-kerfinu. 

Aukaverđlaun 

  • Efsti mađur međ 2001-2200 skákstig 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2000 stig og minna: 10.000 kr.
  • Efsta konan: 10.000 kr.
  • Efsti strákur 16 ára og yngri (2001 eđa síđar): 10.000 kr.
  • Efsta stúlka 16 ára og yngri (2001 eđa síđar): 10.000 kr.
  • Efsti eldri skákmađur (1957 eđa fyrr): 10.000 kr.
  • Útdreginn heppinn keppandi: 10.000 kr.

Aukaverđlaun eru miđađ viđ alţjóđleg hrađskákstig 1. desember sl.(alţjóđleg og íslensk skákstig til vara hafi menn ekki alţjóđleg hrađskákstig). Stigaútreikningur rćđur séu menn jafnir og efstir. 

Hver keppandi getur ađeins unnin ein aukaverđlaun og eru aukaverđlaunin valin í ţeirri röđ sem fram kemur ađ ofan.

Mótiđ er reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga.

Fyrri sigurvegarar 

  • 2016 - Jóhann Hjartarson
  • 2015 - Ţröstur Ţórhallsson
  • 2014 - Héđinn Steingrímsson
  • 2013 - Helgi Ólafsson
  • 2012 - Bragi Ţorfinnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Jón Viktor Gunnarsson
  • 2011 - Henrik Danielsen
  • 2010 - Jón Viktor Gunnarsson og Ţröstur Ţórhallsson
  • 2009 - Héđinn Steingrímsson
  • 2008 - Helgi Ólafsson
  • 2007 - Héđinn Steingrímsson
  • 2006 - Helgi Áss Grétarsson
  • 2005 - Jón Viktor Gunnarsson og Arnar E. Gunnarsson
  • 2004 - Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson

Jólamót Víkingaklúbbsins fer fram á morgun

vikingur5

Jólamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verđur haldiđ í Víkinni Víkingsheimilinu miđvikudaginn 13. desember. Tefldar verđa 5 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á mann. Mótiđ hefst mótiđ kl. 17.15. Allir krakkar/unglingar á grunnskólaaldri eru velkomnir og ţátttaka er ókeypis. Veitt verđa verđlaun fyrir 3. efstu sćtin, auk ţess sem ţrjár efstu stúlkur fá verđlaun. Einnig eru verđlaun fyrir ţrjá efstu félagsmenn í stúlku og drengjaflokki, auk ţess sem efsti einstaklingur í hverjum árgangi fćr medalíu. 

Barna og unglingaćfingar voru vikulega í vetur, en nćsta ćfing eftir jólafríđ verđur miđvikudaginn 11. janúar og verđa ćfingar vikulega fram á vor. 

Skráning á mótiđ fer m.a fram á netfangiđ: vikingaklubburinn(hjá)gmail.com og á skak.is (guli kassinn). Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér

Nánari upplýsingar veitir Gunnar (gsm:  8629744).


Háteigsskóli, Rimaskóli og Ölduselsskóli sigurvegarar á Jólaskákmóti grunnskóla Reykjavíkur

20171203_124857

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkurborgar var haldiđ sunnudaginn 3.desember í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur. Sem fyrr var mótiđ samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviđs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Alls tefldu 39 skáksveitir í mótinu sem var ţrískipt ađ ţessu sinni; 1-3.bekkur, 4-7.bekkur og 8-10.bekkur. Í öllum keppnisflokkum voru tefldar 6 umferđir međ umhugsunartímanum 5 mínútur fyrir hvern keppanda auk ţess sem 3 sekúndur bćttust viđ eftir hvern leik (5+3).

1.-3.bekkur

Klukkan hafđi varla slegiđ níu ađ morgni ţegar í skáksalinn streymdu ung börn og forráđamenn ţeirra. Börnin sem öll voru í 1.-3.bekk mynduđu 10 skáksveitir frá sex grunnskólum höfuđborgarinnar, ţar af voru tvćr stúlknasveitir. Fljótlega varđ ljóst ađ tvćr skáksveitir skáru sig úr hópnum hvađ styrkleika varđar, sveitir Háteigsskóla og Langholtsskóla. Nćstu sex skáksveitir voru nokkuđ jafnar ađ styrkleika og reyttu vinninga hver af annarri.

20171203_120134

Ađ loknum umferđunum sex stóđ sveit Háteigsskóla uppi sem sigurvegari međ 20 vinninga af 24 mögulegum. Langholtsskóli varđ í 2.sćti međ 19 vinninga, ađeins einum vinningi á eftir sigurvegurunum. Rimaskóli tryggđi sér bronsverđlaun međ 13,5 vinning. Stúlknasveit Rimaskóla fékk einnig 13,5 vinning og varđ ţví fremst stúlknasveita. Rimaskóli og Langholtsskóli fá sérstakt hrós fyrir ađ senda stúlknasveitir til leiks og eru ađrir skólar hvattir til ţess ađ fylgja fordćmi ţeirra ađ ári.

4.-7.bekkur

Í humátt á eftir yngsta hópnum komu börnin í 4.-7.bekk. Alls mćttu 22 skáksveitir til leiks, ţar af voru ţrjár stúlknasveitir. Í ţessum keppnisflokki hafđi Rimaskóli töluverđa yfirburđi. A-sveit skólans vann mótiđ nćsta örugglega međ 20 vinninga af 24 mögulegum. Stúlknasveit Rimaskóla lenti í 2.sćti međ 16 vinninga, en sveitin sú er ein sterkasta stúlknasveit sem keppt hefur í mótinu um langt skeiđ. Einkar eftirtektarverđ framganga hjá Grafarvogsstúlkum.

20171203_150802

B-sveit Rimaskóla hreppti bronsverđlaun međ 15,5 vinning eftir 2-2 jafntefli gegn A-sveit sama skóla í lokaumferđinni ţar sem jafntefli var samiđ á öllum borđum eftir örstutta taflmennsku. Ţađ nćgđi B-sveitinni til hálfs vinnings forskots á Háteigsskóla sem varđ ađ gera sér 4.sćtiđ ađ góđu međ 15 vinninga.

8.-10.bekkur

Skákmeistarar á efsta stigi grunnskóla luku ţessum mikla skák-sunnudegi međ glćsibrag. Sex skáksveitir frá fimm grunnskólum öttu kappi og tefldu ţćr allar innbyrđis. Ölduselsskóli sýndi mátt sinn í ţessum elsta aldursflokki međ öflugri taflmennsku auk ţess sem skólinn átti tvćr skáksveitir af sex. A-sveit skólans vann mótiđ örugglega međ 19 vinninga af 20 mögulegum, ađeins Laugalćkjarskóli náđi ađ vinna skák gegn ţeim. Laugalćkjarskóli varđ í 2.sćti međ 13,5 vinning og í 3.sćti varđ B-sveit Ölduselsskóla međ 9 vinninga.

20171203_172246

Ţađ vakti athygli ađ Ölduselsskóli skyldi tefla fram tveimur liđum í elsta flokki ţví brottfall elstu nemenda grunnskóla er mikiđ líkt og sést glögglega ţegar fjöldi skáksveita keppnisflokkanna ţriggja er skođađur. Međ ţessum tveimur sterku skáksveitum hefur Ölduselsskóli tekiđ sér stöđu sem virkasti skák-skólinn í Reykjavík á efsta stigi grunnskóla.

Lokaorđ

Jólamót grunnskóla Reykjavíkurborgar heppnađist afar vel ţetta áriđ og mćltist breytt fyrirkomulag mótsins vel fyrir. Liđsstjórar liđanna stóđu vaktina međ miklum sóma og var afar ánćgjulegt hve vel ţeim gekk ađ sinna sínu hlutverki, bćđi gagnvart sínum liđum og gagnvart mótsstjórn. Úrslit voru nćr undantekningarlaust tilkynnt mjög fljótt ađ loknum viđureignum og börnin fundu sćtin sín hratt og örugglega eftir ađ pörun umferđa var birt. Ţetta gerđi ţađ ađ verkum ađ framkvćmd mótsins hélt tímaáćtlun ađ mestu leyti, ţrátt fyrir mikinn fjölda barna og fullorđinna í skáksalnum.

Háteigsskóli, Rimaskóli og Ölduselsskóli voru öđrum skólum fremri ađ ţessu sinni og unnu hver sinn flokk. Einnig er vert ađ minnast á ađ tveir skólar mćttu til leiks í liđsbúningum -Landakotsskóli og Ölduselsskóli- og setti ţađ skemmtilegan svip á mótiđ. Eru skólar hvattir til ţess ađ leika ţađ eftir á nćsta skólamóti.

Skóla- og frístundasviđ Reykjavíkurborgar eru fćrđar bestu ţakkir fyrir ánćgjulegt samstarf. Grunnskólar borgarinnar fá jafnframt ţakkir fyrir ţátttökuna. Viđ hjá Taflfélagi Reykjavíkur viljum ţakka börnunum sérstaklega fyrir einstaklega notalegt andrúmsloft sem ţau sköpuđu međ nćrveru sinni. Ţessi skemmtilega blanda af gleđi og keppnisskapi á sér enga líka og á stćrstan ţátt í ađ gera Jólaskákmót SFS og TR ađ einu skemmtilegasta skákmóti ársins. Sjáumst ađ ári! 

Upplýsingar um einstök úrslit og lokastöđu má nálgast á Chess-Results.

Nánar á heimasíđu TR


Skákţáttur Morgunblađsins: Fyrsti sigur Vignis á stórmeistara

Guđmundur Kjartansson stóđ sig best ţeirra ellefu íslensku skákmanna sem tóku ţátt í opna mótinu í Rúnavík í Fćreyjum sem lauk um síđustu helgi. Mótiđ var hluti af skákhátíđ sem hófst međ landskeppni Fćreyinga og Íslendinga. Guđmundur, sem vann mótiđ í fyrra, átti góđa möguleika á ţví ađ endurtaka afrek sitt eftir sigra á stórmeisturunum Vadim Malakhatko og Vladimir Hamitevici í fimmtu og sjöttu umferđ en slćmur kafli kostađi sitt, töp í sjöundu og áttundu umferđ og ađ lokum hlaut hann sex vinninga og varđ í 7.-10. sćti af 59 keppendum. Sigurvegari varđ Hvítrússinn Nikita Maiorov međ 7˝ vinning en á eftir komu fimm skákmenn međ 6˝ vinning.

Af öđrum ţátttakendum okkar stóđ hinn 14 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson sig vel, hlaut 5˝ vinning og varđ í 11.-19. sćti. Á hćla hans kom Einar Hjalti Jensson međ 5 vinninga í 20.-25. sćti. Jón Kristinn Ţorgeirsson, Gauti Páll Jónsson, Símon Ţórhallsson, Áskell Örn Kárason og Haraldur Haraldsson hlutu allir 4˝ vinning og enduđu í 26.-34. sćti.

Vignir Vatnar Stefánsson mćtti rússneska stórmeistaranum Mikhai Ulibyn í áttundu umferđ og er óhćtt ađ segja ađ fáar viđureignir vöktu meiri athygli í Rúnavík. Vignir tefldi sannfćrandi og vann í ađeins 32 leikjum og var ţetta fyrsti sigur hans yfir stórmeistara í kappskák. Hannes Hlífar Stefánsson var einnig 14 ára gamall er hann vann Jón L. Árnason á Íslandsmótinu í Grundarfirđi haustiđ 1986 og var nokkrum mánuđum yngri en Vignir. Í svipinn man greinarhöfundur ekki eftir ţví ađ yngri skákmenn hafi náđ ţessum áfanga:

Rúnavík 2017; 8. umferđ:

Vignir Vatnar Stefánsson – Mikhail Ulibyn

Hollensk vörn

1. d4 e6 2. c4 f5 3. g3 Rf6 4. Bg2 d5 5. Rh3

Ţađ er engin skylda ađ fara međ ţennan riddara til f3! Stađsetning hans á h3 býđur upp á ýmsa möguleika.

5.... c6 6. Rd2 Bd6 7. 0-0 0-0 8. Rf3 Re4 9. Rf4 De7 10. c5!?

Vignir hafđi fengiđ svipađa stöđu á HM ungmenna í Porto Carras í Grikklandi fyrir tveim árum og ţessi framrás c-peđsins reyndist honum erfiđ. Hann hyggst nýta sér fengna reynslu.

10.... Bc7 11. Rd3 b6 12. b4 Ba6 13. Rfe5?!

Gengur beint til verks en meiri ađgćslu var ţörf. 13. a4 var nákvćmara.

13.... Hc8?

Missir af tćkifćri til hagfelldra uppskipta, 13.... bxc5 14. Bxc5 Bxe5! Og nú er 15. Rxe5 svarađ međ 15. ... Rc3 og e2-peđiđ fellur. Eftir 15. Dxe5 Rd7 stendur c5-peđiđ tćpt og svarta stađan er síst lakari.

14. Dc2 Rd7 15. Bf4 Rxe5 16. Rxe5 Bxe5 17. Bxe5 Bc4 18. Hfe1!

Undirbýr framrás e4-peđsins sem gćti hafist međ f2-f3 o.s.frv.

18. ... Rg5 19. Bf4 Rf7 20. e4!

GFO124B1JStađsetning biskupsins á c4 gerir ţessa framrás mögulega. Svarta stađan er afar erfiđ ţar sem opnun e-línunnar blasir viđ.

20.... Df6 21. exf5 exf5 22. Be5 Rxe5 23. Hxe5 f4 24. Hae1 Hf8 25. He6 Dg5?

Skárra var 25.... Df7, ţar sem drottningin hrekst nú á enn verri reit.

26. H1e5! Dd8

Vitaskuld ekki 26.... Dgh4 27. f3 og drottningin fellur.

27. Hh5!

Beinir skeytum sínum ađ kóngsvćngnum. Svartur er varnarlaus.

GFO124B1N27.... Hf6

27.... h6 er svarađ međ 28. Hexh6! og 27.... g6 strandar á 28. Hxg6+! o. s.frv.

28. Dxh7+ Kf8 29. Hxf6+ gxf6 30. Dh8+ Kf7 31. Hh7+ Kg6 32. Dg7+

– og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson (helol@simne

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 2. desember 2017.

Skákţćttir Morgunblađsins


Íslandsmót unglingasveita fer fram á morgun

Íslandsmót Unglingasveita 2017 verđur haldiđ ţann 10. desember nćstkomandi í Garđalundi í Garđabć. (Garđaskóli)

Mótiđ hefst kl. 13 og stendur líklega fram til 17. Umhugsunartími eru 10 mínútur + 5 sek á mann.

Mótiđ er liđakeppni taflfélaga og eru 4 í hverju liđi auk varamanna.

Reglugerđ mótsins má finna á vefnum skaksamband.is http://www.skaksamband.is/?c=webpage&id=249

Ţátttökurétt hafa öll taflfélög sem og/eđa íţrótta/hérađssambönd svo framarlega ađ ekki er taflfélag á sama svćđi.

Skráning fer fram í tölvupósti til félagsins tg@tgchessclub.com

Benda ber sérstaklega á

  • ađ sameinuđ liđ geta ekki orđiđ Íslandsmeistarar
  • hverju liđi skal fylgja liđsstjóri sem sér um liđiđ og ađ fylla út öll úrslit í mótinu. Hver liđsstjóri skal ekki stýra meira en 2 liđum
  • Ţátttökugjöld eru 4000 kr. á hvert liđ. (2000 fyrir aukaliđ.)
  • Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra atskákstiga. Fćđingardagar ţeirra keppenda sem eru ekki á skákstigalista ţurfa fylgja međ skráningu.

Íslandsmeistarar 2016 voru Taflfélag Reykjavíkur.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 8778760

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband