Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Fyrsti sigur Vignis á stórmeistara

Guđmundur Kjartansson stóđ sig best ţeirra ellefu íslensku skákmanna sem tóku ţátt í opna mótinu í Rúnavík í Fćreyjum sem lauk um síđustu helgi. Mótiđ var hluti af skákhátíđ sem hófst međ landskeppni Fćreyinga og Íslendinga. Guđmundur, sem vann mótiđ í fyrra, átti góđa möguleika á ţví ađ endurtaka afrek sitt eftir sigra á stórmeisturunum Vadim Malakhatko og Vladimir Hamitevici í fimmtu og sjöttu umferđ en slćmur kafli kostađi sitt, töp í sjöundu og áttundu umferđ og ađ lokum hlaut hann sex vinninga og varđ í 7.-10. sćti af 59 keppendum. Sigurvegari varđ Hvítrússinn Nikita Maiorov međ 7˝ vinning en á eftir komu fimm skákmenn međ 6˝ vinning.

Af öđrum ţátttakendum okkar stóđ hinn 14 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson sig vel, hlaut 5˝ vinning og varđ í 11.-19. sćti. Á hćla hans kom Einar Hjalti Jensson međ 5 vinninga í 20.-25. sćti. Jón Kristinn Ţorgeirsson, Gauti Páll Jónsson, Símon Ţórhallsson, Áskell Örn Kárason og Haraldur Haraldsson hlutu allir 4˝ vinning og enduđu í 26.-34. sćti.

Vignir Vatnar Stefánsson mćtti rússneska stórmeistaranum Mikhai Ulibyn í áttundu umferđ og er óhćtt ađ segja ađ fáar viđureignir vöktu meiri athygli í Rúnavík. Vignir tefldi sannfćrandi og vann í ađeins 32 leikjum og var ţetta fyrsti sigur hans yfir stórmeistara í kappskák. Hannes Hlífar Stefánsson var einnig 14 ára gamall er hann vann Jón L. Árnason á Íslandsmótinu í Grundarfirđi haustiđ 1986 og var nokkrum mánuđum yngri en Vignir. Í svipinn man greinarhöfundur ekki eftir ţví ađ yngri skákmenn hafi náđ ţessum áfanga:

Rúnavík 2017; 8. umferđ:

Vignir Vatnar Stefánsson – Mikhail Ulibyn

Hollensk vörn

1. d4 e6 2. c4 f5 3. g3 Rf6 4. Bg2 d5 5. Rh3

Ţađ er engin skylda ađ fara međ ţennan riddara til f3! Stađsetning hans á h3 býđur upp á ýmsa möguleika.

5.... c6 6. Rd2 Bd6 7. 0-0 0-0 8. Rf3 Re4 9. Rf4 De7 10. c5!?

Vignir hafđi fengiđ svipađa stöđu á HM ungmenna í Porto Carras í Grikklandi fyrir tveim árum og ţessi framrás c-peđsins reyndist honum erfiđ. Hann hyggst nýta sér fengna reynslu.

10.... Bc7 11. Rd3 b6 12. b4 Ba6 13. Rfe5?!

Gengur beint til verks en meiri ađgćslu var ţörf. 13. a4 var nákvćmara.

13.... Hc8?

Missir af tćkifćri til hagfelldra uppskipta, 13.... bxc5 14. Bxc5 Bxe5! Og nú er 15. Rxe5 svarađ međ 15. ... Rc3 og e2-peđiđ fellur. Eftir 15. Dxe5 Rd7 stendur c5-peđiđ tćpt og svarta stađan er síst lakari.

14. Dc2 Rd7 15. Bf4 Rxe5 16. Rxe5 Bxe5 17. Bxe5 Bc4 18. Hfe1!

Undirbýr framrás e4-peđsins sem gćti hafist međ f2-f3 o.s.frv.

18. ... Rg5 19. Bf4 Rf7 20. e4!

GFO124B1JStađsetning biskupsins á c4 gerir ţessa framrás mögulega. Svarta stađan er afar erfiđ ţar sem opnun e-línunnar blasir viđ.

20.... Df6 21. exf5 exf5 22. Be5 Rxe5 23. Hxe5 f4 24. Hae1 Hf8 25. He6 Dg5?

Skárra var 25.... Df7, ţar sem drottningin hrekst nú á enn verri reit.

26. H1e5! Dd8

Vitaskuld ekki 26.... Dgh4 27. f3 og drottningin fellur.

27. Hh5!

Beinir skeytum sínum ađ kóngsvćngnum. Svartur er varnarlaus.

GFO124B1N27.... Hf6

27.... h6 er svarađ međ 28. Hexh6! og 27.... g6 strandar á 28. Hxg6+! o. s.frv.

28. Dxh7+ Kf8 29. Hxf6+ gxf6 30. Dh8+ Kf7 31. Hh7+ Kg6 32. Dg7+

– og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson (helol@simne

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 2. desember 2017.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 44
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 358
  • Frá upphafi: 8763748

Annađ

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 186
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband