Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Jólaskákmótiđ á Kleppi

IMG_1854-620x330

Hiđ árlega jólaskákmót á Kleppi var haldiđ miđvikudaginn 20 desember 2017. Í ţetta sinn mćttu 5 sveitir, en ţađ eru Vinaskákfélagiđ og Hrókurinn sem halda mótiđ.

Ţetta mót er gert til gamans og er úrslit ekki alsráđandi, heldur ađ hafa gaman. Ţeir sem keppa koma frá Athvörfum, Búsetukjörnum og Geđdeildum ásamt Vinaskákfélaginu.

Flottir vinningar og rjúkandi kaffi og kökur voru á bođstólum fyrir keppendur og skein gleđi og bros á andlitum ţeirra.

Skákstjóri var Róbert Lagerman og skipti hann mönnum í liđ, en 3 voru í hverju liđi. Tefldar voru 7 mínútur skákir.

2 liđ voru frá Vinaskákfélaginu sem fengu nöfnin Vin X og Vin Z. Einnig voru 2 liđ frá Flókagötu og voru ţau skírđ X og Z líka. 5. og síđasta liđiđ kom frá Klúbbnum Geysir. Ţó ţađ mundi vanta í liđ, ţá lánar Vinaskákfélagiđ sína menn til ađ fylla upp í ţrjá í liđ.

Ţetta mót er skemmtilegasta mót ársins ađ mati undirritađa og líklega flestra sem tóku ţátt. En ađ úrslitunum sjálfum.

1. sćti var Vin Z međ 12 vinninga. Ţeir sem tefldu fyrir ţá voru:

Róbert, Hörđur, Ţórólfur og Hjálmar

1. Róbert Lagerman. 2. Hjálmar Sigurvaldason.  3. Hörđur Jónasson. 4. Ţórólfur kom svo inn síđar frá Bríetatúni og skipti Róbert út fyrir hann. Ađrir fćrđust upp en Ţórólfur kom inn á borđ 3.

2. sćti var liđ frá Klúbbnum Geysir međ 9,5 vinninga. Ţeir sem tefldu fyrir ţá voru:

Róbert (laumađi sér á myndina), Alexander og Jan Jakub. Á myndina vantar Jóhann Bernhard.

1. Jóhann Bernhard Jóhannsson (kom ađ láni frá Vinaskákf.) 2. Alexander. 3. Jan Jakub.

3. sćti var svo Vin X međ 8,5 vinninga. Ţeir sem tefldu fyrir ţá voru:

Ţorvaldur, Tómas og Orri. Á myndina vantar Hrafn Jökulsson

1. Hrafn Jökulsson. 2. Tómas Ponzi. 3. Ţorvaldur Ingveldarson. 4. Orri Hilmarsson kom svo inn síđar frá Bríetatúni og skipti viđ Hrafn Jökulsson sem ţurfti ađ fara vegna anna. Hann kom inn á 3 borđ, en ađrir fćrđust upp.

4. sćti var svo Flókagata X međ 8 vinninga og í 5. Sćti var Flókagata Z međ 7 vinninga. Ţeir sem tefldu fyrir Flókagötu X voru: Hrafn, Jón Gauti og Gunnar Gestsson. Fyrir Flókagötu Z tefldu á 1 borđi Patrick Karcher (lánađur frá Vinaskákfélaginu), Magnús og Grétar.

Mótiđ allt tókst frábćrlega vel og allir voru glađir í mótslok, sérstaklega fyrir ađ geta unniđ Skottu, en hún skellti sér í keppnina hjá okkur.

Kveđja, Hörđur Jónasson varaforseti.

Sjá nánar á vefsíđu Vinaskákfélagsins.


Skák og jól í Álfhólsskóla

25487568_10155932818829719_8703472418909412982_o

Jólapakkaskákmóti Hugins var haldiđ í 20 sinn í Álfhólsskóla ţann 17. desember sl. Mótiđ var nú sem endranćr eitt fjölmennasta krakkamót ársins. Ţetta er annađ áriđ í röđ sem mótiđ fer fram í Álfhólsskóla og ţátttakan var betri en áriđ áđur en 133 tóku ţátt ađ ţessu sinni og má ţví segja ađ mótiđ hafi unniđ sér sess á nýjum stađ. Vissulega var ţađ töluverđ breyting ađ fćra mótiđ úr Ráđhúsi Reykjavíkur ţar sem ţađ hafđi veriđ í meira en áratug og nánast orđiđ rótfast en ţađ hefur einnig ákveđinn sjarma ađ halda mótiđ á nýjum stađ eins og Álfhólsskóla. Uppsetning mótsins er einnig mjög auđveld í Álfhólsskóla ţar sem er rúmgóđur matsalur sem tekur rúmlega 100 manns ađ tafli.

Viđ flutninginn í Álfhólsskóla var gerđ sú breyting á mótshaldinu ađ hćtt var ađ mestu ađ nota Monradspjöldin og flestir flokkar keyrđir á tölvu. Núna ćtluđum viđ ađ sleppa monradspjöldunum alveg en forritiđ virkađi ekki í einni tölvunni og ţurfti ţví ađ nota spjöldin í tveimur yngstu flokkunum. Ţađ er ekki mikil eftirsjá af monradspjöldunum nema í happdrćttinu ţar sem ţađ er tilţrifameira ađ veiđa spjöldin úr kassa heldur en ađ láta tölvuna draga.

Búiđ var ađ forskrá alla keppendur í mótiđ en smá tilfćringar ţurfti viđ ađ bćta nýjum keppendum inn og fella út ţá sem ekki mćttu og jafnvel bćta sumum inn aftur ţegar ţeir birtust móđir og másandi ţannig ađ mótiđ byrjađi eins og alltaf rúmleg kl. 13 og fjöriđ hófst.

Teflt var í sex flokkum og voru keppendur allt frá 5 ára aldri og upp í 15 ára aldur. Margir sterkir skákmenn hófu sinn skákferil á Jólapakkamótinu og fyrstu mótunum má finna sigurvegara eins og Braga Ţorfinnsson, Dag Arngrímsson, Davíđ Kjartansson og Guđmund Kjartansson. Nú sem endranćr tóku flest allir sterkustu skákmenn landsins af yngri kynslóđinni ţátt. Ţátttakendur komu úr 32 skólum og leikskólum sem eru töluvert fleiri skólar en í fyrra. Langflestir komu úr Álfhólsskóla eđa 23 enda á heimavelli en yfirburđirnir voru samt mun minni en í fyrra. Nćstir komu svo Rimaskóli međ 14 ţátttakendur, Háteigsskóli međ 13 ţátttakendur og Salaskóli međ 11 ţátttakendur.

Úrslitin eru ekki ađalatriđinu á Jólapakkamótinu heldur ađ taka ţátt og gleđja sig og ađra.. Allir keppendur mótsins voru leystir út međ nammi frá Góu-Lindu. Allir verđlaunahafar fengu jólapakka sem og heppnir keppendur.

Í pökkunum voru međal annars: bćkur af ýmsu tagi og ţar á međal skákbćkur, húfur, dót af ýmsu tagi, púsluspil,  töfl, leikir og fleira. Međal vinninga voru ýmsir vinningar frá Landsbankanum  og Bluetooth heyrnartól frá Tölvulistanum/Heimilistćki. Ađrir sem gáfu gjafir í pakka voru Ferillverkfrćđistofa og Bókabeitan bókaútgáfa.

Eftirtaldir studdu viđ mótiđ og er ţeim fćrđar miklar ţakkir fyrir:

ALARK arkitektar, Arion banki, Álfhólsskóli, Body Shop, Dominos, Efling, Energia, Gámaţjónustan, Guđmundur Arason smíđajárn, Gullkistan, HBTB, Hjá Dóra matstofa, Íslandsspil, Íslenska lögfrćđistofan, ÍTR, Kópavogsskóli, Lindaskóli, Mótx, Olís, Reykjavíkurborg, Salaskóli, Smáraskóli, Snćlandsskóli, Suzuki bílar, Valitor og Vatnsendaskóli..

Mót eins og Jólapakkamótiđ fer ekki fram án öflugra starfsmanna. Eftirtaldir starfsmenn komu ađ mótinu:

Edda Sveinsdóttir, Elín Edda Jóhannsdóttir, Einar Birgir Steinţórsson, Anna Guđný Björnsdóttir, Davíđ Ólafsson, Gunnar Björnsson, Vigfús Ó. Vigfússon, Jón Olaf Fivelstad, Alec Elías Sigurđarson, Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Erla Hlín Hjálmarsdóttir, Rósa Margrét Hjálmarsdóttir, Óskar Víkingur Davíđsson, Stefán Orri Davíđsson, Lenka Ptacnikova, Adam Omarsson og Josef Omarsson. Auk ţess ađstođuđu fjöldi foreldra og keppenda viđ tiltekt ađ móti loknu sem gekk ţađ vel ađ um kl. 17 voru öll áhöld komin niđur í félagsheimili Hugins í Mjóddinni sem er vel ađ verki stađiđ.

Fá allir ţessi ađilar bestu ţakkir fyrir.

En ţá eru ţađ úrslitin.

A-flokkur (2002-04)

Gestur Andri Brodmann vann flokkinn međ 4,5v af 5 mögulegum. Í öđru og ţriđja sćti voru Snorri Esekíel Jóhannesson og Konráđ  Óskar Kjartansson međ 3,5v. Gestur, Snorri, Konráđ og Vigfús Máni Ólafsson voru efstir strákanna.

Rakel Tinna Gunnarsdóttir varđ efst stúlkna. Elín Edda Jóhannsdóttir varđ önnur, Ásgerđur Júlía Gunnarsdóttir ţriđja og Wiktoria Momuntjuk fjórđa.

11 tóku ţátt.

Nánar á Chess-Results.

B-flokkur (2005-06):

Óskar Víkingur Davíđsson sigrađi međ 4,5 af 5 mögulegum, Joshua Davíđsson og Ótttar Örn Bergmann Sigfússon Orri Karlsson urđu í 2 og 3. sćti međ 4v. Í nćstu sćtum voru Benedikt Ţórisson (4v) og Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson (3,5v).Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir varđ efst stúlkna, Ásthildur Helgadóttir önnur, Ţórdís Agla Jóhannsdóttir ţriđja og  Hólmríđur Ţrastardóttir fjórđa.

26 tóku ţátt.

Nánar á Chess-Results.

C-flokkur: (2007-08):

Gunnar Erik Guđmundsson varđ efstur međ fullt hús 5v af fimm mögulegum. Í öđru til ţriđja sćti voru Rayan Sharifa og Anna Katarína Thoroddsen međ 4v. Efstir af strákunum voru Gunnar Erik Guđmundsson, Rayan Sharifa, Einar Tryggvi Petersen (4v) og Adam Omarsson (4v).

Anna Katarína Thoroddsen var efsta stúlkna. Soffía Arndís Berndsen önnur, Katrín María Jónsdóttir ţriđja og Sóley Kría Helgadóttir fjórđa.

26 tóku ţátt.

Nánar á Chess-Results:

D-flokkur (2009-10):

Eiríkur Emil Hákonarson og Einar Dagur Brynjarsson urđu efstir og jafnir međ 5v af fimm mögulegum. Jóhann Helgi Hreinsson, Markús Flosi Blöndal og Bjartur Ţórisson međ 4v urđu nćstir stráka.

Sól Lilja Sigurđardóttir var efst stúkna međ 4v, nćstar komu Elín Lára Jónsdóttir, Svandís María Gunnarsdóttir, Arna Rún Gunnarsdóttir og Heiđdís Diljá Hjartardóttir.

49 tóku ţátt.

Nánar á Chess-Results:

E-flokkur (2011 og yngri):

Jósef Omarsson sigrađi međ full húsi 5v í jafn mörgum skákum. Annar var Dagur Jóhann Friđjónsson međ 4. Nćstir komu Róbert, Tómas Pétursson og Jökull Máni Ingvarsson međ 3,5v.

Hafdís Karen Óskarsdótir og Hafdís Karen Óskarsdóttir voru efstar stúlkna.

19 tóku ţátt

Peđaskák (2011 og yngri)

Ađeins ţrjú voru međ í peđaskákinni ađ ţessu sinni. Sunneva Valey Valdimarsdóttir var efst, og nćstir komu jafnir Nói Hrafn Sólar Arngrímsson og Ignat Leó.

Alls tóku 3 ţátt.

Happdrćttin

Í hverjum flokki voru dregnir út heppnir keppendur og var reynt ađ hafa fjölda vinninga í samrćmi viđ fjölda keppenda í hverjum flokki miđađ viđ skráninguna ţegar pakkarnir voru útbúnir. Í lokin var svo happdrćtti ţar sem allir eiga möguleika og ţar varu m.a. annars dregin út Bluetooth heyrartól frá Tölvulistanum/Heimilistćkjum fyrir bćđi stelpu og strák og ţar duttu í lukkupottinn Agla Björk Egilsdóttir og Kiril Alexander Igorsson

Skákfélagiđ Huginn ţakkar öllum krökkunum kćrlega fyrir ţátttökuna!

Nánar á heimasíđu Hugins


Skákţing Reykjavíkur hefst 10. janúar

SkakthingReykjavikurLogo18-1024x292

Skákţing Reykjavíkur hefst miđvikudaginn 10. janúar kl. 19.30. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 90 mínútur og bćtast viđ 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik alla skákina. Teflt er í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12.

Keppendur geta tekiđ tvćr yfirsetur (bye) í umferđum 1-6. Leggja skal inn ósk um yfirsetu til skákstjóra viđ upphaf umferđarinnar á undan. Hálfur vinningur fćst fyrir yfirsetu.

Athygli er vakin á ţví ađ umferđir á sunnudögum hefjast kl. 13:00.

Dagskrá

1. umferđ miđvikudag 10. janúar kl. 19.30
2. umferđ sunnudag 14. janúar kl. 13.00
3. umferđ miđvikudag 17. janúar kl. 19.30
4. umferđ sunnudag 21. janúar kl. 13.00
5. umferđ miđvikudag 24. janúar kl. 19.30
6. umferđ sunnudag 28. janúar kl. 13.00
7. umferđ miđvikudag 31. janúar kl. 19.30
8. umferđ sunnudag 04. febrúar kl. 13.00
9. umferđ miđvikudag 07. febrúar kl. 19.30

Hrađskákmót Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 11. febrúar kl. 13 og verđur ţá jafnframt verđlaunaafhending fyrir Skákţingiđ.

Tímamörk

90 mín á 40 leiki, síđan 15 mín, auk 30 sek eftir hvern leik alla skákina.

Skákstjórn

IA Ólafur Ásgrímsson og IA Ríkharđur Sveinsson (rz@itn.is / s.772 2990)

Ađalverđlaun

  • 1. sćti kr. 80.000
  • 2. sćti kr. 40.000
  • 3. sćti kr. 20.000

Stigaverđlaun

  • Besta frammistađa miđađ viđ eigin stig (rating performance – eigin stig) – kr. 10.000.
  • U2000 og U1800 – kr. 10.000.
  • U1600, U1400, U1200, stigalausir – bókaverđlaun.

Fide stig gilda viđ úthlutun stigaverđlauna (íslensk stig til vara). Hver keppandi getur ađeins hlotiđ ein aukaverđlaun (ofangreind röđ verđlauna gildir).

Ţátttökugjöld (greiđist međ reiđufé viđ upphaf móts).

kr. 5.000 fyrir 18 ára og eldri.
kr. 2.500 fyrir 17 ára og yngri.

Skráningarform

Skráđir keppendur

Keppt er um titilinn “Skákmeistari Reykjavíkur 2018” og hlýtur sá keppandi sem verđur efstur ţeirra sem eiga lögheimili í Reykjavík, eđa eru félagsmenn í reykvísku skákfélagi, titilinn og farandbikar til varđveislu í eitt ár. Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson.

Verđi keppendur jafnir ađ vinningum í ţremur efstu sćtunum, verđur verđlaunum skipt (Hort-kerfi), en stigaútreikningur (tiebreaks) látinn skera úr um lokaröđ. Í öđrum verđlaunaflokkum ganga verđlaun óskipt til ţess sem hefur flest stig eftir stigaútreikning. Röđ stigaútreiknings: 1. Innbyrđis úrslit 2. Buchholz (-1) 3. Buchholz (median) 4. Sonneborn-Berger.

Skákţing Reykjavíkur er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga. Skákir mótsins verđa slegnar inn og birtar á pgn formi.

Vinsamlegast mćtiđ tímanlega á skákstađ til ađ stađfesta skráningu og greiđa ţátttökugjald. Skráningu lýkur 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts, ţ.e. kl. 12.45.


Jón Kristinn jólasveinn SA annađ áriđ í röđ!

Jólahrađskákmót SA var háđ í kvöld, 21. desember. Tólf keppendur mćttu til leika og var toppbaráttan jöfn og spennandi. Sigurvegari síđsta árs, Jón Kristinn Ţorgeirsson, tapađi fyrstu skák sinni á mótinu, en vann nćstu 10 viđureignir og kom einum vinningi undan helstu keppinautum sínum í mark. Nćstir komu í mark Áskell Örn Kárason og Símon Ţórhallsson. 

Nánar á heimasíđu SA

 


Jólaskákmót Riddarans fer fram 27. desember.

Riddarinn1RIDDARINN - skákklúbbur eldri borgara á StórHafnarfjarđarsvćđinu - efnir til glćsilegs jólaskákmóts miđvikudaginn 27. desember – ţann 3ja í Jólum, í herbúđum sínum og höfuđstöđvum í Vonarhöfn, Standbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju, ţar sem fjölmargir valinkunnir gamlingjar hittast til tafls allan ársins hring, sér til ómćldrar ánćgju og yndisauka. 

Tefldar verđa 11 umferđir ađ venju međ 10 mín. uht. og hefst mótiđ kl. 13 og lýkur um fimm leitiđ. Ţátttökugjald er kr. 500 og innifelur kaffi, konfekt og ýmsar rćsingar međan á tafli stendur. Veglegir jólapakkar í verđlaun og ýmis glađningur fyrir ađra. 

Klúbburinn fćrir skákunnendum og landsmönnum öllum nćr og fjćr hugheilar hátíđarkveđjur, árs og friđar. 

Hér má sjá úrslitin frá í fyrra og hitteđfyrra til gamans: (Muniđ ađ tvíklikka)

Riddarinn1


Unglingameistaramóti Íslands (u22) fer fram 27. og 28. desember - opiđ öllum ungmennum međ skákstig

Unglingameistaramót Íslands í skák (u22) fer fram dagana 27. og 28. desember nk. Íslandsmeistarinn tryggir sér keppnisrétt í nćsta landsliđsflokki Skákţings Íslands. Mótiđ verđur ađ ţessu sinni ađeins fimm umferđir. Ţrjár atskákir og tvćr kappskákir. Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.

Dagskrá:

  • 1.-3. umferđ,atskák (20+5), miđvikudaginn, 27. desember, kl. 13-16
  • 4. umferđ, kappskák (90+30), fimmtudaginn, 28. desember, kl. 10-14
  • 5. umferđ, kappskák (90+30), fimmtudaginn, 28. desember, kl. 15-19

Mótiđ er opiđ öllum skákmönnum fćddum 1995 og síđar sem hafa alţjóđleg skákstig.

Teflt verđur um Íslandsmeistaratitilinn verđi menn jafnir ađ vinningum. Stig eru látin gilda um önnur sćti. Íslandsmeistarinn fćr 50.000 kr. ferđastyrk á skákmót erlendis auk keppnsirétts í nćsta landsliđsflokki. 

Mótiđ fer fram í Skáksambandi Íslands Faxafeni 12. 

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn). Skráningu lýkur á miđnćtti annan dag jóla, 26. desember.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


Jólahrađskákmót TR fer fram 28. desember

ólahrađskákmót Taflfélags Reykjavíkur verđur haldiđ fimmtudaginn 28. desember og hefst tafliđ klukkan 19:30. Tefldar verđa 9 umferđir og verđur umhugsunartíminn 4 mínútur á skák auk ţess sem 2 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik (4+2). Teflt verđur í húsnćđi TR ađ Faxafeni 12. Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga.

Ţátttökugjald er 1.000kr (greiđist međ reiđufé á stađnum). Frítt er fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eđa yngri. Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin.

Skráningarform

Skráđir keppendur

Jólahrađskákmeistarar síđustu ára:

2016: Páll Agnar Ţórarinsson 2015: Vignir Vatnar Stefánsson 2014: Oliver Aron Jóhannesson 2013: Jóhann Ingvason 2012: Oliver Aron Jóhannesson 2011: Dađi Ómarsson 2010: Jóhann Ingvason 2009: Sigurđur Dađi Sigfússon 2008:Gunnar Freyr Rúnarsson 2007: Davíđ Kjartansson 2006: Stefán Kristjánsson 2005: Hrannar Baldursson 2004: Björn Ţorfinnsson 2003: Arnar E. Gunnarsson 2002: Jón Viktor Gunnarsson 2001: Helgi Áss Grétarsson.


Jólamót KR: Vignir Vatnar fór međ sigur af hólmi

Clipboard02Jólamót Skákdeild KR fór fram sl. mánudagskvöld og var fjölsótt. Hinn ungi og ört vaxandi meistari  Vignir Vatnar Stefánsson stóđ uppi sem sigurvegari mótsins eftir harđa baráttu viđ Dag Ragnarsson og  Örn Leo Jóhannsson, sem nćstir komu. Tefldar voru 13 umferđir.

Allir gátu leyft sér ađ brosa breitt í kampinn í mótslok, enda viđ verđuga andstćđinga ađ etja í ţessu velheppnađa móti.  Eins og sjá má á međf. myndum og mótstöflu var létt yfir mannskapnum ţó ýmsu gengi og ekkert vćri gefiđ eftir í baráttunni á borđinu. 

Hlé verđur nú á skákiđkun í KR-heimilinu til 6. janúar vegna hástíđarhalda og flugeldasölu.

Clipboard01


Sprúđlandi frammistađa Tómasar á hrađskákmóti Hugins (N)

25590602_10210650402391726_1981298465_o

Hiđ árlega og alţjóđlega hrađskákmót Hugins (N) fór fram sunnudaginn 17. desember. Níu glćsileg ungmenni (hvađ allir athugi!) frá allt ađ tveimur ţjóđlöndum voru mćtt til leiks og tefldu einfalda umferđ, allir viđ alla.

Tveir keppendur tóku fljótt forystuna í mótinu og mátti vart á milli sjá hvor ţeirra yrđi hlutskarpari. Ađ endingu fór ţađ svo ađ ţeir mćttust í innbyrđis viđureign, sem var taliđ harla óvenjulegt í “allir viđ alla” móti á Húsavík, en ungmennin glćsilegu létu ţađ ekki á sig fá og voru engin álitamál send stjórnvöldum til úrlausnar vegna ţessa. Hin meintu glćsilegu ungmenni voru eđli máls skv. ţeir Smári Sigurđsson og Tómas Veigar. Skákinni lauk ađ lokum og urđu úrslit á ţann veg ađ annar ţeirra vann. Sprúđlandi frammistađa.

Tómas Veigar fór ţví međ sigur af hólmi, enda ţurftu allir átta andstćđingar hans ađ lúta í dúk ađ ţessu sinni. Smári Sigurđsson var í öđru sćti međ 7 vinninga.

Annađ glćsilegt ungmenni, Sigurđur G Daníelsson, sem búsettur er viljandi á Raufarhöfn, sýndi á köflum glćsilega takta, ekki síst á málflutningssviđinu, hreppti ţriđja sćtiđ međ 5 vinninga.

Síđast en alls ekki síst var ţađ Kristján Ingi Smárason sem stóđ sig best í flokki yngri keppenda, en hann lagđi ađ velli nokkra af reynsluboltum mótsins. Afar góđ frammistađa hjá ţessum efnilega skákmanni!

Sjá nánar á Skákhuganum


Brynleifur Sigurjónsson: 100 ára ástríđuskákmađur

Clipboard01BRYNLEIFUR SIGURJÓNSSON, bifreiđastjóri, fagnar í dag 100 ÁRA afmćli sínu. Ţessi aldni höfđingi og bóndasonur frá Geldingaholti í Skagafirđi er fćddur 20. desember 1917, á dögum fyrri heimstyrjaldarinnar, og hefur ţví marga fjöruna sopiđ á lífsleiđinni ef ađ líkum lćtur.

Skákin hefur ţó veriđ hans líf og yndi alla tíđ. Enn í dag teflir hann reglulega viđ félaga sinn Jónas Kr. Jónsson, nokkrum árum yngri, sjálfum sér og honum til heilsubótar, enda engin spurning í hans huga ađ skákiđkun eflir andlegt atgervi. Fyrir utan ţađ ađ vera góđ afţreying og dćgradvöl og hafa mikiđ félagslegt gildi, ekki síst fyrir ţá sem eldri eru.  

Ţar til fyrir ţremur árum mćtti hann nokkrum sinnum á vetri til tafls í skákklúbbi Félags eldri borgara í Reykjavík, ađ Ásgarđi í Stangarhyl, kom ţá jafnan keyrandi sjálfur. Stóđ sig vel og vann yfirleitt helming skáka sinna. Enda hafđi hann ţađ orđ á sér ađ vera afar yfirvegađur skákmađur og erfiđur andstćđingur, en ţó hvers manns hugljúfi.

Clipboard02Lengst af tefldi hann ţó í hópi félaga sinni á Hreyfli eftir ađ gerđist leigubílstjóri upp úr miđri síđustu öld. Var í skáksveit HREYFILS sem fór til keppni í NSU - Norrćna sporvagna sambandinu og tók ţátt í fleiri sveita- og firmakeppnum. Ţar áđur var hann langferđa- og vörubílstjóri, sjómađur og verkamađur.

Brynleifur var kvćntur Öldu Gísladóttur sem lést 2011. Ţau bjuggu alla sína búskapartíđ í henni Reykjavík. Hann er mjög vel ern og dvelst nú ađ hjúkrunarheimilinu Skjóli.  

Skákhreyfingin árnar honum heilla á 100 ára afmćlinu.  /ESE


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 126
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 89
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband