Fćrsluflokkur: Spil og leikir
28.12.2017 | 11:00
Jólamót Riddarans: Björgvin og Jón Ţorvaldsson efstir
Jólamót skákklúbbs eldri borgara á Stór-Hafnarfjarđarsvćđinu fór vel fram og í hátíđlegum anda. Margir valinkunnir skákseggir voru mćttir til tafls albúnir ţess ađ selja sig dýrt eftir ađ hafa haft hćgt um sig um Jólin, tilbúnir ađ sýna klćrnar ţrátt fyrir friđaranda Jólanna sem lá í loftinu.
Ekki gekk ţađ ţó allt eftir hjá öllum eins og ađ var stefnt. Tveir snillingar skáru sig úr og sýndu afbragđs góđa takta. Ţađ voru ţeir Björgvin Víglundsson og Jón Ţorvaldsson, báđir vopn- og vígfimir mjög tafls í stöđum flóknum. Svo fór ađ ţeir urđu efstir og jafnir ađ vinningum, hlutu 10 af 11 mögulegum en stigin voru ţeim fyrrnefnda í hag sem fór taplaus í gegnum mótiđ, en Jón međ einn niđur. Báđir voru ţeir leystir út međ Risa Jóla kćrleikstré frá Sćlgćtisgerđinni Kólus, skv. Horts reglu.
Norđlendingarnir Ţór Valtýsson og Haraldur Haraldsson komu síđan nćstir skör neđar međ 7.5 v., en Haraldur gerđi sér lítiđ fyrir í fyrra og vann mótiđ ţá. Ađrir keppendur máttu sumir hverjir muna sinn fífil fegri en tóku samt gleđi sína á ný ţegar ţeir duttu óvćnt í lukkupott og voru leystir út međ nammi í mótslok, sem og elsti og neđsti keppandinn.
Önnur úrslit má sjá á međf. mótstöflu og nokkrar svipmyndir af vettvangi ef vel er gáđ sé tvíklikkađ á myndina.
Spil og leikir | Breytt 27.12.2017 kl. 21:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2017 | 07:00
Jólahrađskákmót TR fer fram í kvöld
ólahrađskákmót Taflfélags Reykjavíkur verđur haldiđ fimmtudaginn 28. desember og hefst tafliđ klukkan 19:30. Tefldar verđa 9 umferđir og verđur umhugsunartíminn 4 mínútur á skák auk ţess sem 2 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik (4+2). Teflt verđur í húsnćđi TR ađ Faxafeni 12. Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga.
Ţátttökugjald er 1.000kr (greiđist međ reiđufé á stađnum). Frítt er fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eđa yngri. Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin.
Skráningarform
Jólahrađskákmeistarar síđustu ára:
2016: Páll Agnar Ţórarinsson 2015: Vignir Vatnar Stefánsson 2014: Oliver Aron Jóhannesson 2013: Jóhann Ingvason 2012: Oliver Aron Jóhannesson 2011: Dađi Ómarsson 2010: Jóhann Ingvason 2009: Sigurđur Dađi Sigfússon 2008:Gunnar Freyr Rúnarsson 2007: Davíđ Kjartansson 2006: Stefán Kristjánsson 2005: Hrannar Baldursson 2004: Björn Ţorfinnsson 2003: Arnar E. Gunnarsson 2002: Jón Viktor Gunnarsson 2001: Helgi Áss Grétarsson.
Spil og leikir | Breytt 22.12.2017 kl. 07:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2017 | 21:29
Fedoseev og Ju efst á HM í atskák
Ţegar 10 umferđum af 15 er lokiđ á Heimsmeistaramótinu í atskák er Rússinn Vladmir Fedoseev efstur í opnum flokki en hin kínverska Ju Venjun efst í kvennaflokki.
Carlsen er nú 5.-9. sćti, vinningi á eftir Fedoseev. Allt getur ţví gerst fyrir lokaátökin á morgun ţegar fimm síđustu umferđirnar eru tefldar. Í 2.-4. sćti eru Anand, Svidler og Wang Hao.
Á ýmsu gekk í dag. Anand vann t.d. Carlsen laglega međ svörtu. Anand vann einnig Luke McShane međ glćsilegri drottningafórn eftir 53. Df4-f3.
53...Dh3+!! 60. Kxh3 Hh1#.
Leik dagsins átti hins vegar hinn 15 ára Esipenko gegn Sergey Karjakin.
What a beautiful move was 22...Qb3!! by 15-year-old Esipenko vs @SergeyKaryakin! Video courtesy @Chesscast64 #RiyadhChess pic.twitter.com/SCd1J5agMZ
ChesscomNews (@ChesscomNews) December 27, 2017
Esipenko lék 22...Db3!! 23. axb3 er svarađ međ 23...Rxb3 mát! Karjakin reyndi 23. bxc3 Qxc3+ 24. Bb2 Bxb2+ 25. Rxb2 Dc1+ 26. Hb1 Rc2+ 27. Dxc2 Dxc2 en gafst upp skömmu síđar.
Taflmennskan á morgun hefst kl. 11. Ţá verđa tefldar lokaumferđirnir fimm (11-15).
Nánar á Chess.com.
Myndir Maria Emelianova (Chess.com)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2017 | 11:11
Jólamót Víkingaklúbbsins fer fram á föstudagskvöldiđ
Jólamót Víkingaklúbbsins verđur haldiđ föstudaginn 29. des í húsnćđi Skáksambands Íslands og hefst ţađ kl 19.30. Teflt verđur bćđi skák og Víkingaskák. Fyrst 6. umferđa skákmót međ 5 mínútna umhugsunartíma, en eftir ţađ verđa 6. umferđir í Víkingaskák, ţs 6 umferđir 7. mínútur. Verđlaun í bođi fyrir ţrjú efstu sćti og ókeypis veitingar, m.a Víkingamjöđur. Ekki er nauđsynlegt ađ taka ţátt í báđum mótunum og ţeir sem ćtla ađ tefla einungis Vîkingaskák mćta ekki seinna en kl 21.30. Víkingaskákmótiđ er jafnframt Ěslandsmótiđ í Víkingahrađskák. Einnig eru veitt sérstök verđlaun fyrir besta árangur í báđum mótunum, en sá sem er međ besta árangurinn úr báđum mótunum er jafnframt Íslandsmeistari í tvískák. Í Víkingaskákinni er jafnframt veitt verđlaun fyrir besta liđiđ. Ţrjú bestu skor gilda.
Sérstök aukaverđlaun fyrir Víkingaskák: 1. sćti: 8000, 2. sćti 6000, 3. sćti 4000, 1. sćti kvenna: 5000 (2. sćtiđ 3000 og 3. sćti 2000) 1. sćti unglinga 5000 (2. sćtiđ 3000 og 3. sćti 2000).
Skráning á mótiđ fer m.a fram á netfangiđ: vikingaklubburinn(hjá)gmail.com.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2017 | 07:00
Jólaskákmót Riddarans fer fram í dag
RIDDARINN - skákklúbbur eldri borgara á StórHafnarfjarđarsvćđinu - efnir til glćsilegs jólaskákmóts miđvikudaginn 27. desember ţann 3ja í Jólum, í herbúđum sínum og höfuđstöđvum í Vonarhöfn, Standbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju, ţar sem fjölmargir valinkunnir gamlingjar hittast til tafls allan ársins hring, sér til ómćldrar ánćgju og yndisauka.
Tefldar verđa 11 umferđir ađ venju međ 10 mín. uht. og hefst mótiđ kl. 13 og lýkur um fimm leitiđ. Ţátttökugjald er kr. 500 og innifelur kaffi, konfekt og ýmsar rćsingar međan á tafli stendur. Veglegir jólapakkar í verđlaun og ýmis glađningur fyrir ađra.
Klúbburinn fćrir skákunnendum og landsmönnum öllum nćr og fjćr hugheilar hátíđarkveđjur, árs og friđar.
Hér má sjá úrslitin frá í fyrra og hitteđfyrra til gamans: (Muniđ ađ tvíklikka)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2017 | 22:48
Skrykkjót byrjun heimsmeistarans í Sádi Arabíu
Heimsmeistaramótiđ í atskák hófst í dag í Riyadh í Sádi Arabíu. Heimsmeistarinn, Magnus Carlsen, tapađi í fyrstu umferđ fyrir Kínverjanum Bu Xiangzhi rétt eins og hann gerđi í heimsbikarmótinu í Georgíu í haust. Heimmeistarinn hefur 3˝ vinning eftir 5 umferđir og er vinningi á eftir efstu mönnum Baadur Jobava og Vladimir Fedoseev. Í kvennaflokki er kínverska skákkonan Ju Wenjun efst međ fullt hús.
Umferđir 6-10 eru tefldar á morgun en alls eru tefldar 15 umferđir. Taflmennskan hefst kl. 11. Mótinu lýkur á fimmtudag.
Ađstćđur á skákstađ munu vera afar góđar og hefur Chess.com eftir Vishy Anand; "I really think they have done a very spectacular event".
Ţátttökuleysi Ísraelmanna, sem ekki fengu vegabréfsáritun, setur hins slćman svip á mótshaldiđ. Skáksamband Ísrael hefur ţegar sent frá sér harđort bréf til FIDE ţar sem ţeir mótmćla mótshaldinu og ţví ađ FIDE standi ađ móti ţar sem ekki allir hafi ţátttökurétt. Áđur hafđi FIDE sent frá sér óundirritađa yfirlýsingu ţar sem fram hafđi komiđ ađ skákmenn frá Íran og Katar fengju ađ taka ţátt - en ekkert minnst á stöđu Ísraelsmanna.
Yfirlýsingar FIDE og Skáksambands Ísrael fylgja međ sem viđhengi.
Nánar á Chess.com.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2017 | 10:03
Heimsmeistaramótiđ í atskák hefst kl. 11 í Sádi Arabíu
Heimsmeistaramótiđ í atskák hefst kl. 11 í Riyadh í Sádi Arabíu. Mótshaldiđ er vćgast samt umdeilt enda hafa mannréttindi, sérstaklega réttindi kvenna, ekki veriđ í hávegum höfđ í landinu. Mótiđ er ţó sérstaklega umdeilt fyrir ţađ ađ ísraelskir skákmenn fengu ekki vegabréfsáritun enda viđurkenna Sádar ekki tilveru landsins.
Ţessar stađreyndir breyta ţví ekki ađ langflestir sterkustu skákmenn heims taka ţátt međ Magnus Carlsen, fremstan í flokki. Á myndinni hér á ofan má sjá heimsmeistarann ásamt Georgios Makropoulus starfandi forseta FIDE viđ setningu mótsins. Karjakin (heimsmeistari í hrađskák) og Ivanchuk (heimsmeistari í atskák) freista ţess báđir ađ verja titil sinn.
Heimsmeistaramótiđ í atskák tekur ţrjá daga (26.-28 mars). Tímamörk eru 15+10. Dagana 29. og 30. desember fer fram heimsmeistaramótiđ í hrađskák. Tímamörk eru 3+2.
Keppendalista mótsins má finna hér. Meira en 100 stórmeistarar eru skráđir til leiks. Hjörvar Steinn Grétarsson hafđi keppnisrétt í mótinu en afţakkađi bođ um ţátttöku.
Keppendalista kvennaflokks má finna hér. FIDE fékk ţví framgengt ađ konur ţyrftu ekki ađ tefla međ slćđur á mótinu. Ţađ skref dugđi ţó ekki til fyrir Muzychuk-systurnar úkraínsku en ţćr tefla ekki á mótinu í mótmćlaskyni viđ stađsetningu ţess. Anna Muzychuk er núverandi heimsmeistari í bćđi at- og hrađskák.
Omar Salama er einn skákdómara mótsins (má sjá fyrir miđri mynd ađ ofan).
26.12.2017 | 07:00
Unglingameistaramót Íslands (u22) - hefst á morgun - skráningarfrestur rennur út á miđnćtti
Unglingameistaramót Íslands í skák (u22) fer fram dagana 27. og 28. desember nk. Íslandsmeistarinn tryggir sér keppnisrétt í nćsta landsliđsflokki Skákţings Íslands. Mótiđ verđur ađ ţessu sinni ađeins fimm umferđir. Ţrjár atskákir og tvćr kappskákir. Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.
Dagskrá:
- 1.-3. umferđ,atskák (20+5), miđvikudaginn, 27. desember, kl. 13-16
- 4. umferđ, kappskák (90+30), fimmtudaginn, 28. desember, kl. 10-14
- 5. umferđ, kappskák (90+30), fimmtudaginn, 28. desember, kl. 15-19
Mótiđ er opiđ öllum skákmönnum fćddum 1995 og síđar sem hafa alţjóđleg skákstig.
Teflt verđur um Íslandsmeistaratitilinn verđi menn jafnir ađ vinningum. Stig eru látin gilda um önnur sćti. Íslandsmeistarinn fćr 50.000 kr. ferđastyrk á skákmót erlendis auk keppnsirétts í nćsta landsliđsflokki.
Mótiđ fer fram í Skáksambandi Íslands Faxafeni 12.
Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn). Skráningu lýkur á miđnćtti annan dag jóla, 26. desember.
Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
Spil og leikir | Breytt 21.12.2017 kl. 21:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2017 | 12:29
Gleđileg skákjól: HM í at- og hrađskák hefst annan í jólum
Skák.is óskar skák- og skákáhugamönnum nćr og fjćr gleđilegra jóla. Sem fyrr geta skákáhugamenn notiđ skákarinnar um jólin.
Helstu mót innanlands
- Jólamót Riddarans, 27. desember (60 ára eldri)
- Unglingameistaramót Íslands, 27. og 28. desember (22 og yngri)
- Jólahrađskámót TR, 28. desember (opiđ öllum)
- Hverfakeppni SA, 28. desember (opiđ öllum)
- Jólamót Víkingaklúbbins, 29. desember (opiđ öllum)
Annan í jólum hefst heimsmeistaramótiđ í atskák og hrađskák í Riydh í Saudi Arabíu 26.-30. desember. Mótshaldiđ í Saudi Arabíu er afar umdeilt vegna mannréttindabrota í landinu og ţegar ţetta er ritađ bendir flest til ţess ađ keppendur frá Ísrael og Katar fái ekki vegabréfsáritun. Nánar á Chess.com.
Međal ţeirra sem ekki taka ţátt í mótmćlaskyni eru Nakamura og úkraínsku Muzychuk-systurnar. Anna er núverandi heimsmeistari kvenna í atskák og hrađskák og sér fram á ađ tapa báđum titlunum á nćstu dögum. Maria er fyrrverandi heimsmeistari kvenna.
Ţađ breytir ţó ekki ţví ađ í Saudi Arabíu hefst mikil skákveisla á nćstu dögum sem íslenskir skákáhugamenn munu án efa fylgjast vel međ. Međal keppenda er heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen. Ísland á sinn fulltrúa en Omar Salama, varaforseti SÍ og einn virtasti skákdómari heims, verđur međal skákdómara mótsins.
Skák.is verđur međ tengla á mótiđ á annan í jólum.
23.12.2017 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Tauganet AlphaZero og Monte Carlo-tréđ
Ein athyglisverđasta stađan úr ţeim tíu viđureignum sem birst hafa opinberlega kallađi eiginlega strax á samanburđ viđ önnur forrit. Tíu fyrstu leikir ţessarar skákar féllu eins og í 2. einvígisskák Kasparovs og Karpovs frá fyrsta heimsmeistaraeinvígi ţeirra haustiđ 1984:
AlphaZero Stockfish
Drottningarindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Bb7 5. Bg2 Be7 6. O-O O-O 7. d5 exd5 8. Rh4 c6 9. cxd5 Rxd5 10. Rf5 Rc7 11. e4 Bf6 12. Rd6 Ba6 13. He1 Re8 14. e5 Rxd6 15. exf6 Dxf6 16. Rc3 Rb7 17. Re4 Dg6 18. h4 h6 19. h5 Dh7 20. Dg4 Kh8
Víđa um heim voru menn duglegir ađ setja ţessa stöđu upp til útreikninga. Nýjasta útgáfan af Houdini starfađi á stöđunni í meira en klukkutíma og fann ekki leikinn sem AlphaZero skellti nú á Stockfish.
Hótunin er 22. Rf6 og ef 21. ... hxg5 ţá kemur 22. Rxg5 Dg8 23. Dh4! ásamt 24. h6 og vinnur.
21. ... f5
22. Df4!
Houdini var lengi ađ átta sig á ţví ađ eđlilegasti leikurinn 22. ... hxg5 strandar á 23. Rxg5 Dxh5 og nú vinnur 24. g4!!
T.d. 24. ... Dh6 25. He8! eđa 24. ... Dg6 25. gxf5 Rd6 26. fxg6! Hxf4 27. Had1! o.s.frv.
Stockfish kaus ađ leika 22. ... Rc5 en eftir 23. Be7! Rd3 24. Dd6 Rxe1 25. Hxe1 fxe4 27. Bxe4 Hf5 27. Bh4 Bc4 28. g4 Hd5 29. Bxd5 Bxd5 30. He8+ 31. Bg3 c5 32. Dd5 féll hrókurinn á a8 og AlphaZero vann í ađeins 117 leikjum.
Friđsamir í London
Ţađ bókstaflega rigndi jafnteflum í fyrstu umferđum London classic. Í fyrstu ţrem umferđunum lauk öllum skákunum 15 međ jafntefli. Ţađ stefndi í eitt dauflegasta elítuskákmót síđari ára. En svo fór ađ rofa til og eins og oft áđur var heimsmeistarinn Magnús Carlsen ţar í stóru hlutverki. Hann tapađi óvćnt fyrir Jan Nepomniachtchi í nćstsíđustu umferđ en tók á sig rögg og vann Aronjan í lokaumferđinni. Mótiđ var hluti mótarađar sem hófst í júní og ţar varđ Magnús Carlsen hlutskarpastur. Caruana vann hins vegar aukaeinvígi viđ Nepo um ţađ hvor teldist sigurvegari Lundúnamótsins:1. Caruana og Nepomniachtchi 6 v. (af 9) 3.-5. Carlsen, Vachier-Lagrave og So 5 v. 6. Nakamura 4˝ v. 7. Aronjan 4 v. 8. Karjakin 3˝ v. 9.-10. Anand og Adams 3 v.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 16. desember 2017.
Spil og leikir | Breytt 17.12.2017 kl. 16:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 13
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 143
- Frá upphafi: 8778755
Annađ
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 98
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar