Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Lenka međ jafntefli í gćr

LenkaLenka Ptácníková (2310) gerđi jafntefli í gćr viđ frönsku landsliđskonuna og alţjóđlega meistarann Sophie Milliet (2406) í fimmtu umferđ EM kvenna sem fram fór í gćr. Lenka hefur 3 vinninga og er í 25.-47. sćti. Í sjöttu umferđ, sem fram fer í dag, teflir Lenka viđ alţjóđlega meistarann Sopiko Guramishvili (2402) frá Georgíu. Skákin verđur í beinni á vefsíđu mótsins.

Ţrjár skákkonur eru efstar og jafnar međ 4,5 vinning. Ţađ eru Natalia Zhukova (2451), Úkraínu, Nana Dzagindze (2541), Georgíu, og Valentina Gunina (2501), Rússlandi, fyrrverandi Evrópumeistari kvenna.

Alls taka 116 skákkonur frá 26 löndum ţátt og ţar af flestar sterkustu skákkonur Evrópu. Fjórtán efstu sćtin veita keppnisrétt á Heimsbikarmótinu (World Cup) ađ ári. Lenka er nr. 51 í stigaröđ keppenda.

Fyrirlestur Guđmundar G. um Lewis taflmennina í Fischersetri í dag

FischerseturFöstudaginn 11. júlí n.k. verđur Guđmundur G. Ţórarinsson međ fyrirlestur um Lewis taflmennina í Fischersetri kl. 16.00. En  Lewis taflmennirnir eru taldir elsta fyrirmynd nútíma taflmanna.  Ţeir fundust á Lewis eyju viđ strönd Skotlands og taldir vera rúmlega 800 ára gamlir. Og álíta Bretar ţá eina af sínum merkustu fornmunum.  Margar kenningar eru uppi um uppruna ţeirra, en Guđmundur G. Ţórarinsson hefur aflađ ţeirra gagna er renna styrkum stođum undir ţá kenningu ađ ţeir séu upprunalega frá Íslandi.

Ţá má geta ţess ađ ţessi dagur 11. júlí er jafnframt afmćlisdagur Fischerseturs, en ţá var ţađ opnađ fyrir ári síđan.  Af ţessu tilefni verđur frítt inn í Fischersetriđ ţennan dag og á fyrirlesturinn.


Lenka vann aftur í gćr

Lenka í TepliceLenka Ptácníková (2310) vann sigur í á  Aytan Amrayeva (2065) frá Aserbaídsjan í fjórđu umferđ EM kvenna sem fram fór í gćr. Lenka hefur nú 2˝ vinning og er í 25.-43. sćti. Sex skákkonur eru efstar og jafnar međ 3˝ vinning. Fimmta umferđ fer fram í dag og ţá teflir Lenka viđ frönsku landsliđskonuna og alţjóđleglega meistarann Sophie Milliet (2406). Skákin hefst kl. 12 og er sýnd beint á vefsíđu mótsins.

Alls taka 116 skákkonur frá 26 löndum ţátt og ţar af flestar sterkustu skákkonur Evrópu. Fjórtán efstu sćtin veita keppnisrétt á Heimsbikarmótinu (World Cup) ađ ári. Lenka er nr. 51 í stigaröđ keppenda.



Magnús Örn til liđs viđ Hugin

Magnús Örn ÚlfarssonFIDE-meistarinn Magnús Örn Úlfarsson (2380) er genginn til liđs viđ Skákfélagiđ Hugin.  Ţessi geđţekki keppnismađur hefur lengi veriđ í fremstu röđ íslenskra skákmanna ţó ađ hann teljist enn ungur ađ árum.

Međal afreka Magnúsar Arnar á skáksviđinu má nefna sćmdarheitiđ Unglingameistari Íslands 20 ára og yngri, sem hann ávann sér áriđ 1994, og titilinn Hrađskákmeistari Íslands áriđ 2003.

Magnús er ekki síđur farsćll í starfi en rimmunni á hvítum reitum og svörtum, ţví hann er nýskipađur prófessor í rafmagns- og tölvuverkfrćđi viđ Háskóla Íslands.

Viđ bjóđum Magnús Örn velkominn í rađir okkar Huginsmanna og vonumst til ađ njóta atfylgis hans vel og lengi.


Lenka međ góđan sigur á EM kvenna í gćr

LenkaLenka Ptácníková (2310) vann góđan sigur í hörkuskák í ţriđju umferđ EM kvenna sem fram fór í Plovdid í Búlgaríu í gćr. Andstćđingur hennar var búlgarska skákkonan Svetla Yordanova (2101) sem er FIDE-meistari kvenna. Lenka hefur 1˝ vinning eftir ţrjár umferđir.

Ţrár skákkonur eru efstar međ fullt hús. Ţađ eru Natalia Zhukova (2451), Úkraínu, Nana Dzagnidze  (2541), Georgíu, og Lilit Mkrtchian  (2446), Armeníu.

Fjórđa umferđ fer fram í dag og hefst kl. 12 og og verđur Lenka í beinni. Andstćđingur hennar verđur Aytan Amrayeva (2065) frá Aserbaídsjan.

Alls taka 116 skákkonur frá 26 löndum ţátt og ţar af flestar sterkstu skákkonur Evrópu. Fjórtán efstu sćtin veita keppnisrétt á Heimsbikarmótinu (World Cup) ađ ári. Lenka er nr. 51 í stigaröđ keppenda.



Ólympíuskákmótiđ: Bátagisting og vandrćđi međ vegabréfsáritanir

Ólympíuskákmótiđ 2014Töluverđar umrćđur hafa veriđ um Ólympíuskákmótiđ í Tromsö á samfélagsmiđlunum Facebook og Twitter undanfariđ. Stafar ţađ ađ ţví ađ vandrćđi hafa veriđ međ gistingu í bćjarfélaginu, deilum um hvort ađ Norđmönnum sé heimilt ađ setja €100 gjald á hvern gest og ekki síst um vegabréfsáritanir en Kirsan Ilyumzhinov, forseti FIDE, hefur skrifađ bréf á Ernu Solberg, forsćtisráđherra Noregs, ţar sem hann hvetur hana til ađ ganga í máliđ en sumar Afríkuţjóđir hafa ţar lent í vandrćđum.

Fyrir skemmstu birtist skýrsla gjaldkera FIDE, Nigel Freeman, á vefsíđu FIDE. Ţar segir:

1. The Organisers confirm that there is sufficient room for the players, team captains, delegates, commission members, coaches and congress participants. They cannot guarantee that they can find room for all accompanying persons. They are using extra hotels and rooms in hotels that have not been seen by FIDE. They will also be using a boat. FIDE have insisted that the Organisers ensure that the players come first regarding accommodation. 

2. The Organisers are aware that there are problems regarding closet and hanging space in several hotels and are trying to address the situation, but no solution has yet been found. 

3. The Organisers are negotiating to find a solution regarding laundry costs with the two companies providing such a service in Tromso and the hotels. 

4. The Organisers are not willing to purchase the 50x50 tables that the Chief Arbiter needs for the Match Arbiters, despite the Tournament Director agreeing that they are needed. 

5. The Organisers are doubling the capacity of the lights but are not sure if this will reach the required minimum of 800 lumen. 

6. FIDE still does not accept the €100 charge for Transportation that the Organisers did not include in their initial bid. The Organisers claim it is necessary because of there being more teams than expected. 


Ritstjóri hefur í gegnum tíđina ekki séđ áđur deilur á milli mótshaldara og FIDE á sambćrilegan hátt. Ef til spilar ţar inn í ađ síđustu mót hafa fariđ haldin af Rússum og Tyrkjum sem eru í stuđningsliđi Kirsans. Ţađ eru Norđmenn hins vegar ekki. Ekki voru ţau mót vandrćđalaus. Til dćmis var mótiđ á Tyrklandi haldiđ nánast viđ flugvöllinn í Istanbul og hótelinn í Khanty Manskiesk voru tilbúin rétt nokkrum dögum fyrir mót og varla ţađ.

Í dag barst reikningur frá mótshöldurum upp á NOK 800 fyrir hvern gest. Upphćđ sem samsvarar ofangreindum €100 á mann. 

Engu ađ síđur vekja vandrćđi Norđmanna athygli. Ţađ er ekki gott ef lýsing er ekki nćgjanleg né ađ viđhlýtandi borđ séu  ekki til stađar fyrir skákstjóra.

Mesta athygli vekja hins vegar gistimál mótsins.  Sér í lagi ef ţađ verđur bođiđ upp á gistingu í bát!

Varla hafđi skýrsla Nigles Freemans birst á heimasíđu FIDE ţegar birt var á sömu síđu opiđ bréf frá Kirsan Ilyumzhinov til Ernu Solberg forsćtisráđherra Noregs. Ţar segir međal annars:

When bidding for the Olympiad, Norway and the city of Tromso declared that all countries in the world will get visas to attend this worldwide event.

Now we are less than one month from the event and only recently we have learnt from several Federations who have no Norwegian Consulates in their country that they have to travel to another country to apply and collect their visas and moreover, each and every member of the respective team (sometimes 12-15 people) have to do it individually in person.

I would like to mention this has no precedents in the history of FIDE and probably not in any other sport.

............

I wonder whether this problem will be solved before the decision on the Winter Olympic Games 2022 is taken, and in case of a positive solution, whether it can also refer to the coming event in Tromso.

Your Excellency, I am approaching you with the request to use your authority to instruct relevant Norwegian institutions to find a way for solving the problem and avoiding a worldwide chaos.


Mótshaldarar svöruđu í dag og virđast ţví miđur fyrir sumar Afríkuţjóđir ekki bjóđa upp á góđar lausnir. Í svarskeyti Norđmanna segir međal annars:

This means that one must appear at a Norwegian embassy to supply fingerprints. If Norway does not have an official office in a country, then one must go to the closest country with Norwegian ambassadorial representation. We fully understand that this is extremely frustrating if, for example, you are from Gambia and need to travel to Ghana to get a Norwegian visa.

The current problem is not that participants will not receive visas, but rather that they may be compelled to travel far to do so. 


Ţetta er varla ásćttanleg lausn fyrir sumar ţjóđir (ţar sem Norđmenn reka ekki utanríkisţjónustu) ađ ţurfa ađ ferđast til annarra landa til ađ fá vegabréfsáritanir. Ţegar menn taka ađ sér stórkeppnir verđur einfaldlega slíkt ađ vera í lagi.

Óvissa fyrir Ólympíuskákmót er hins vegar ţekkt međal skákmanna. Reynslan er sú ađ málin eru yfirleitt leyst í tćka tíđ og vćntanlega tekst Norđmönnum og FIDE ađ tćkla útistandandi mál í tíma.

Íslensku liđin hlakka til fararinnar - hvort sem ţú muni búa á hótel eđa í báti!


Lenka međ hálfan vinning eftir tvćr umferđir

Lenka

EM kvenna hófst í fyrradag í Plovdid í Búlgaríu. Međal keppenda er Lenka Ptácníková (2310). Lenka hefur ekki byrjađ vel og eftir tvćr umferđir hefur Lenka hlotiđ hálfan vinning.

Hćgt er ađ nálgast úrslit Lenku á Chess-Results.

Međal keppenda er langflestar sterkustu skákkonur Evrópu. Nýjar reglur FIDE, sem kynntar voru á Skák.is fyrir skemmstu hafa  tekiđ gildi. Lenka segir á Facebook:

Hér fólk segir, ađ ekki ađeins farsímar, heldur líka myndarvélar er ekki leyfilegt ađ taka međ sér...ţá sem hćgt sé ađ taka myndir af skákbókum og geyma ţeim inni. Er ţađ ađeins hér á EM kvenna, eđa gildir ţađ alment?  

Ritstjóri hefur aldrei heyrt um ţetta áđur. Sennilega er ţetta afleiđing af nýrri grein í lögum FIDE:

During play, a player is forbidden to have a mobile phone and/or other electronic means of communication in the playing venue. 

Myndavélar eru sífellt ađ vera öflugri og nú má finna finna myndavélar međ ţráđlausu neti.Íslenskir skákmenn ţurfa ţó ekki ađ örvćnta ţví í sömu grein segir einnig:

The rules of a competition may specify a different, less severe, penalty.   

Ţađ er ólíklegt ađ íslenskir mótshaldarar muni banna myndavélar á skákmótum hér!

Ţriđja umferđ hjá Lenku hefst kl. 12. Ţá teflir hún viđ búlgörsku skákkonuna Svetla Yordanova (2101) sem er FIDE-meistari kvenna. Sú skák verđur sýnd í beinni.



Úrslitin í Evrópukeppni landsliđa í bréfskák hafin

Úrslitakeppni Evrópumóts landsliđa í bréfskák er nýhafin, en ţar er íslenska liđiđ međal keppenda eftir góđan árangur í undanúrslitunum. Ţrettán liđ tefla um titilinn, átta skákmenn í hverju liđi. Hver skákmađur mun ţví tefla 12 skákir. Eftirtalin lönd taka ţátt: Austurríki, England, Holland, Ísland, Ísrael, Ítalía, Litháen, Rússland, Slóvakía, Slóvenía, Svíţjóđ, Úkraína og Ţýskaland.

Íslenska landliđiđ er ţétt skipađ og til gamans má nefna ađ ţetta er sterkasta bréfskáklandsliđ sem Ísland hefur stillt upp međ frá upphafi enda til mikils ađ vinna:


1. Dađi Örn Jónsson                           2531
2. Jón Árni Halldórsson                      2482
3. Jón Adólf Pálsson                           2459
4. Árni H. Kristjánsson                       2451
5. Ţorsteinn Ţorsteinsson                  2438
6. Eggert Ísólfsson                             2416
7. Áskell Örn Kárason                        2410
8. Jónas Jónasson                               2401

Ţýska liđiđ er sterkast á pappírnum og eru međalstig ţeirra 2588, ţar á eftir koma Ítalir međ 2574 međalstig og Rússar međ 2526 međalstig. Íslenska liđiđ er međ 2448 međalstig.

Ađ jafnađi lćkka međalstig innan viđ 25 stig á milli borđa í mótinu. Ţađ hefur í för međ sér ađ hćgt er ađ ná stórmeistaraáfanga á öllum borđum. Ţá má geta ţess ađ hvorki fleiri né fćrri en fimm heimsmeistarar taka ţátt í úrslitakeppninni.

Hćgt er ađ fylgjast međ gangi mála á slóđinni:  http://www.iccf-webchess.com/event?id=44123


Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen er ţrefaldur heimsmeistari

Carlsen teflir viđ PotkinHeimsmeistarinn Magnús Carlsen varđ ađ láta sér lynda 2. sćtiđ á norska stórmótinu sem lauk í Stafangri um miđjan mánuđinn. En frá Noregi lá leiđin beint til Dubai í Sameinuđu arabísku furstadćmunum ţar sem sem heimsmeistarakeppnin í atskák, 15 10, og hrađskák, 3 2, fór fram. Magnús vann báđa titlana! Hann er ţví ţrefaldur heimsmeistari í skák og engum blöđum um ţađ ađ fletta ađ ţessi misserin ber hann höfuđ og herđar yfir ađra. Keppnin í atskákinni fór fram dagana 16.-18. júní og voru tefldar 15 umferđir eftir svissneska kerfinu. Keppendur voru 112 talsins og nćr allir bestu skákmenn heims voru mćttir til leiks. Lokaniđurstađan:

1. Magnús Carlsen 11 v. (af 15) 2.-5. Caruana, Anand, Morozevich og Aronjan 10 ˝ v.

Sigur Magnúsar var tćpur. Hann tapađi klaufalega fyrir Anand í 12. umferđ en eftir ţađ missti hann ađeins ˝ vinning niđur.

Svo til sami keppendahópur tók ţátt í hrađskákmótinu sem fram fór dagana 19.-20. júní. Ţar var tefld 21 umferđ og Magnús tapađi einungis fyrir lítt ţekktum Kínverja, Lu Shanglei. Lokaniđurstađan:

1. Magnús Carlsen 17 v. (af 21) 2.-3. Ian Nepomniachtchi og Nakamura 16 v. 4. Le Queng Liem 14 ˝ v.

Fastlega má búast viđ ţví ađ vćgi styttri skáka muni aukast á nćstu árum. Ţetta kemur m.a. fram í ţví ađ FIDE birtir atskák- og hrađskákstig og endurskođađar hafa veriđ ýmsar reglur sem varđa keppnisformiđ. Fyrsta opinbera heimsmeistaramótiđ í hrađskák fór fram í Saint John í Kanada áriđ 1988. Ţar sigrađi Mikhael Tal. Nokkur óopinber heimsmeistaramót höfđu áđur veriđ haldin og ţađ ţekktasta er án efa mótiđ í Herceg Novi í Svartfjallalandi sumariđ 1970 sem Bobby Fischer vann.

Greinarhöfundur fór yfir allar 36 skákirnar sem Magnús tefldi í Dubai og ţar kennir margra grasa. Stundum koma fyrir svolítiđ skrýtnir leikir eins og t.d. í einni hrađskákinni ţar sem hann hafđi svart og hófst međ: 1. e4 Rf6 og eftir 2. e5 lék hann 2. ... Rg8 og vann! Gegn miklum sérfrćđingi Sikileyjarvarnar fann hann nýjan snúning í ţekktu afbrigđi:

Dubai 2014, atskák 3. umferđ:

Magnús Carlsen - Vladimir Potkin

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 a6 7. a3!?

Hindrar -Bb4. Leikurinn er margslungnari en sýnist í fyrstu. Algengast er ađ leika 7. Dd2 Rf6 8. O-O-O Bb4 9. f3 en ţađ afbrigđi ţekkir Potkin betur en flestir.

7. ... Rf6 8. f4!

Ţetta var hugmyndin, hvítur hótar 9. e5.

8. ... Rxd4 9. Dxd4 Rg4?!

Fullveiđibráđur. Gott er 9. ... d6.

10. Db6! Bd6 11. e5 Rxe3 12. Dxe3 Be7 13. O-O-O b5 14. Re4 O-O 15. Bd3 Bb7

g59sk3q5.jpg16. Rf6+!

Í sjálfu sér er ţessi fórn tiltölulega meinlaus ef svartur bregst rétt viđ.

16. ... Bxf6?

Afleikur. Best var 16. gxf6 17. Dg3+ Kh8 18. Dh4 f5 19. dxe7 Dd8! og svarta stađan er í lagi.

17. exf6 g6 18. f5!

Árásin er hafin! Hvítur hótar 19. h6.

18. ... Dd8 19. Dg5?!

19. Hhf1! vinnur strax og hér er best ađ leika 19. ... exf5 20. Bxf4 h6! og svartur getur varist.

19. ... Hc8? 20. fxg6 fxg6 21. Bxg6! Dxf6 22. Bxh7+! Kh8

Eđa 22. ... Kxh7 23. Hxd7+ og vinnur.

23. Dh5 Kg7 24. Hxd7 Hf7 25. Bd3! Df4+ 26. Kb1 Hxd7 27. Dh7+ Kf6 28. Dxd7

- og svartur gafst upp. Eftir 28. ... Bxg2 er einfaldast ađ leika 29. Dxc8 Bxh1 30. Df8+ Kg5 (eđa 30. ... Ke5 31. Db8+) 31. Dg7+ og biskupinn fellur.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 28. júní 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


EM kvenna hefst í dag - Lenka tekur ţátt

LenkaEM kvenna hefst í dag í Plovdid í Búlgaríu. Međal keppenda er Íslandsmeistarinn í skák, Lenka Ptácníková (2310), sem hefur veriđ í miklu stuđi undanfariđ og hćkkađi  um 46 skákstig á síđasta stigalista.

Lenka er nr. 51 í stigaröđ keppenda af 116 keppendum. Í fyrstu umferđ, sem hefst kl. 12 í dag teflir Lenka viđ fremur stigalága skákkonu (1936) frá Aserbaídsjan.

Međal keppenda á mótinu er flestar sterkustu skákkonur Evrópu. 

Í umfjöllun á heimasíđu Hugins um mótiđ fyrir skemmstu segir međal annars:

Í stuttu spjalli viđ skákhuginn.is sagđi Lenka ađ mótiđ yrđi mjög sterkt. Lenka hefur veriđ ađ tefla meira en konur yfirleitt gera ađ undanförnu og náđi hún tveim IM áföngum karla á ţessu ári. Lenka sagđist verđa mjög ánćgđ ef henni tćkist ađ ná einum í safniđ í vđbót. 14 efstu keppendur fá ţáttökurétt á World Cup.

"ţađ vćri alveg frábćrt ef ţetta gengur, en ţađ verđur mjög erfitt. En ef mér gengur vel eins og í Teplice, ţá er ekkert útilokađ" sagđi Lenka. Lenka hefur einu sinni áđur tekiđ ţátt í EM-kvenna en ţađ var áriđ 2005 í Moldavíu.

"Ţađ berast fréttir frá Búlgaríu um ađ bankar standa illa, en ég vona ađ allt gangi vel og viđ náum ađ klára mótinu í friđi.

"Borgin Plovdiv hefur 6000 ára sögu og ég hlakka til ađ fara á sterk skákmót á svona áhugaverđum stađ", sagđi Lenka ađ lokum. 

Lenka verđur ekki í beinni í fyrstu umferđ ţar sem "ađeins" 48 skákir eru sýndar beint í hverri umferđ.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband