Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Nýjar skákreglur tóku gildi 1. júlí

Skákreglur FIDE breyttust lítilsháttar 1. júlí sl. Fćstar breytingarnar hafa mikiđ gildi fyrir hinn almenna íslenska skákmann en ţó er sjálfsagt fyrir skákmanninn ađ kynna sér breytingarnar.

Stćrsta breytingin fyrir hinn almenn skákáhugamenn eru reglur varđandi farsíma. Í nýrri grein (11.3b) segir:

11.3b 
During play, a player is forbidden to have a mobile phone and/or other electronic means of communication in the playing venue. If it is evident that a player brought such a device into the playing venue, he shall lose the game. The opponent shall win. 

The rules of a competition may specify a different, less severe, penalty. 
The arbiter may require the player to allow his clothes, bags or other items to be inspected, in private. The arbiter or a person authorised by the arbiter shall inspect the player and shall be of the same gender as the player. If a player refuses to cooperate with these obligations, the arbiter shall take measures in accordance with Article 12.9.


Samkvćmt greininni er međ öllu bannađ ađ hafa GSM-síma á skákvćđi. Ţađ má dćma tap á menn fyrir ţađ eitt ađ taka upp símann til ađ slökkva á honum. Fremst í greininni er mótshöldurum einstakra móta reyndar heimilađ ađ hafa vćgari reglur.

Skákstjóri getur óskađ eftir ţví ađ leita í fötum keppendum og sé ţví neitađ er hćgt ađ dćma tap á viđkomandi. Ađ sjálfsögđu eru slík ákvćđi ekki notuđ nema í algjörum undantekningartilfellum og ađ um sé ađ rćđa mjög rökstuddan grun um svindl.

Ritstjóri mćlir međ ţví ađ skákmenn skilji símana eftir heima eđa út í bíl ţegar ţeir tefla á skákmótum.

Međal annarra ákvćđa má nefna ađ ţađ er búiđ ađ einfalda reglur um hvernig skuli vekja upp nýjan mann. 

Búiđ er ađ minnka mun á reglum í lengri og skemmri skákum. Ţađ er nýtt í kappskákreglum ađ dćmi skuli tap eftir tvo ólöglega leiki og skákstjóra er nú skylt ađ benda á ólöglega leiki í atskákum og hrađskákum. Eitthvađ sem hlýtur ađ vera mjög erfitt í raunveruleikanum.

Skákstjóra er nú heimilt ađ grípa inn í skákir og dćma jafntefli hafi sama stađan komiđ upp fimm sinnum eđa 75 leikjum leikiđ án ţess ađ peđi sé leikiđ eđa mađur drepinn. Ţetta er gert vegna ţess ađ dćmi eru um ađ skákmenn kunni ekki ađ krefjast jafnteflis.

Nánar má lesa um nýju reglurnar í grein Peter Doggers á Chess.com. Skákmenn eru hvattir til kynna sér ţćr. Já og muna líka eftir ţví ađ skilja símann eftir!


Níu ára undrabarn vinnur stórmeistara

FIDE-meistarinn Nodirbek Abdusattorov (2057) er enginn venjulegur FIDE-meistari.  Abdusattorov ţessi er níu ára og er frá Úsbekistan. Um daginn gerđi hann sér lítiđ fyrir og vann hvít-rússneska stórmeistarann Andrei Zhigalko (2600) á alţjóđlegu móti. Til ađ stađfesta ađ ţetta vćri ekki tilviljun vann hann stórmeistarann  Ruslan Khusnutdinov (2495) á sama móti.
 
Abdusattorov hefur ţegar hampađ einum heimsmeistaratitliNodirbek Abdusattorov hampar heimsmeistaratitli ţví hann hann varđ heimsmeistari átta og yngri í Slóveníu áriđ 2012.
 
Nánar er fjallađ um Abdusattorov í grein á Chessbase. Greinin sú er skrifuđ af öđrum undrabarni Akshat Chandra sem er ađeins 14 ára alţjóđlegur meistari! Ţar má finna  sigurskákir Abdusattorov gegn stórmeisturunum.
 
Hver veit nema ţetta ungstirni eigi eftir ađ heimsćkja Reykjavíkurskákmótiđ í nánustu framtíđ?
 
 

Hou Yifan öruggur sigurvegari á Grand Prix-móti

Hou YifanKínverska skákdrottningin, Hou Yifan (2629) vann öruggan sigur á FIDE Grand Prix-móti sem lauk í Lopota í Georgíu fyrir skemmstu. Hou Yifan hlaut 9 vinninga í 11 skákum og var heilum tveimur vinningum (!!) fyrir ofan nćstu keppendur. Frammistađa hennar samsvarađi 2772 skáksigum og hćkkar hún um heil 18 stig fyrir frammistöđuna og er nú ađeins 29 skákstigum fyrir neđan Judit Polgar.

Í 2.-3. sćti urđu Ju Wenjun (2532), sem einnig er frá Kína, og armenska skákkonan Elina Danielian (2460).

Ítarlega og góđa umfjöllun um mótiđ má finna á Chess.com.


Kasparov međ undirtökin í Afríku

africa-realnumbers.jpgÍ ítarlegri grein hér á Skák.is  fyrr í vikunni var sagt frá átökum á Kasparov og Kirsan Ilyumzhinov um forsetastól FIDE. Kosningar fara fram 11. ágúst nk. í Tromsö. Ţar var stađan sögđ óljós í Afríku. Nú hefur frambođ Kasparov birt samantekt um stöđuna og segist ţar leiđa 18-14. Ţessu hefur enn ekki veriđ neitađ af Kirsan og félögum. 

Óneitanlega stór tíđindi en í gegnum tíđina hefur Kirsan haft yfirburđi í Afríku. Á heimasíđu frambođs Kasparovs segir međal annars:

Since the beginning of this campaign, Team Kasparov has promoted a bright new future for FIDE based on sponsorship, education, and professionalism. We have a mission, we have funding, we have policy, and we have the right people to do the job. The Ilyumzhinov campaign message has also been very clear: "we are winning." Along with personal attacks on our team members, they repeat this myth over and over, claiming bigger and more fantastic margins of victory every day. They say little about the last 19 years and even less about the next four. 

The last myth is over. Our opponent's campaign said Africa would quietly stay with the status quo. They were wrong. Below we publish 14 letters of endorsement for Kasparov, plus the five nominating nations that have all made clear their support. The current real numbers are 18 for Kasparov (plus Tanzania, which does not yet vote at this Congress), 14 for Ilyumzhinov, and five still undecided. Three more, Namibia, Zambia, and Botswana, nominated Ilyumzhinov but will all hold decisive votes in the coming days. We wish them courage!

Nominations: Ghana, Côte d'Ivoire, Kenya, South Africa, Nigeria

Declarations: Democratic Republic of the Congo, Zimbabwe, Lesotho, Gabon, Sudan, Ethiopia, Gambia, Săo Tomé, Seychelles, Madagascar, Tanzania, Swaziland, Senegal, Rwanda

Fram kemur á vefsíđu Kasparovs ađ ţeir séu undir í Ameríku en yfir bćđi í Asíu og Evrópu. Sé ţađ rétt - munu miklir yfirburđir Kirsans í Ameríku duga til sigurs?

Kasparov bođar sambćrilegar samantektir í stöđuna í öđrum heimsálfum á komandi vikum. Margir höfđu afskrifađ heimsmeistarann fyrrverandi í kosningabaráttunni. Ţrettándi heimsmeistarinn hefur greinilega ekki sagt sitt síđasta orđ.

Skák.is mun fjalla um ítarlega um gang kosningabaráttunnar.


Skákstjóranámskeiđ í lok júlí

fide_arbiters_seminar.jpgSkáksamband Íslands býđur upp á skákstjóra námskeiđ í lok júlí. Ţetta er í fyrsta skipti á Íslandi sem bođiđ er upp á slíkt námskeiđ. Kennari á námskeiđinu verđur hinn virti egypski alţjóđlegi skákdómari Hassan Khalad en honum til ađstođar verđur Omar Salama. 

Nauđsynlegt er ađ sćkja slík námskeiđ til ađ öđlast alţjóđlega dómaragráđu. Ţeim sem vilja vera međal skákdómara á EM landsliđa á nćsta ári eru sérstaklega hvattir til ađ taka ţátt í námskeiđinu.

Skráning fer fram í gegnum Omar Salama, omariscof@yahoo.com, 691 9804.

Ţátttökugjöld verđa hógvćr. Námskeiđiđ verđur nánar kynnt á nćstunni.

Kynning á námskeiđinu á ensku

FIDE Arbiters' Seminar is going to be organized on 24 to 28 July 2014 in Reykjavik, Iceland, by the Icelandic Chess Federation and under the auspice of FIDE. 

The venue of the Seminar will be the office of the Icelandic Chess Federation, Faxafen 12,108 Reykjavik. 

The Lecturer will be IA Hassan Khaled (EGY), FIDE Lecturer and Assistant Lecturer will be IA Omar Salama (ISL). 

The language of the Seminar will be English. 

The Seminar will give FIDE Arbiter norms for the FA title, according to the Regulations for the titles of the Arbiters. 

For more detailed information: 
Omar Salama, omariscof@yahoo.com, +354 6919 804


Fyrirlestur Guđmundar G. um Lewis-taflmennina í Fischersetri

FischerseturFöstudaginn 11. júlí n.k. verđur Guđmundur G. Ţórarinsson međ fyrirlestur um Lewis taflmennina í Fischersetri kl. 16.00. En  Lewis taflmennirnir eru taldir elsta fyrirmynd nútíma taflmanna.  Ţeir fundust á Lewis eyju viđ strönd Skotlands og taldir vera rúmlega 800 ára gamlir. Og álíta Bretar ţá eina af sínum merkustu fornmunum.  Margar kenningar eru uppi um uppruna ţeirra, en Guđmundur G. Ţórarinsson hefur aflađ ţeirra gagna er renna styrkum stođum undir ţá kenningu ađ ţeir séu upprunalega frá Íslandi.

Ţá má geta ţess ađ ţessi dagur 11. júlí er jafnframt afmćlisdagur Fischerseturs, en ţá var ţađ opnađ fyrir ári síđan.  Af ţessu tilefni verđur frítt inn í Fischersetriđ ţennan dag og á fyrirlesturinn.


Ný alţjóđleg skákstig

Ný alţjóđleg skákstig eru komin út og taka ţau gildi á morgun, 1. júlí. Jóhann Hjartarson er sem fyrr stigahćsti skákmađur landsins. Erlingur Atli Pálmarsson er stigahćstur tveggja nýliđa og Heimir Páll Ragnarsson hćkkar mest frá maí-listanum. Magnus Carlsen er stigahćsti skákmađur heims.

Alţjóđleg skákstig

307 skákmenn eru á listanum fyrir virka íslenska skákmenn. Jóhann Hjartarson (2571) er stigahćstur. Nćstur er Helgi Ólafsson (2555) en svo koma ţrír skákmenn í einum hnapp en ţađ eru Hannes Hlífar Stefánsson (2536), Héđinn Steingrímsson (2536) og Hjörvar Steinn Grétarsson (2535).

Topp 20

 

No.NameTitJUL14GmsCh.
1Hjartarson, JohannGM257100
2Olafsson, HelgiGM255500
3Stefansson, HannesGM253618-4
4Steingrimsson, HedinnGM25369-1
5Gretarsson, Hjorvar SteinnGM25359-10
6Arnason, Jon LGM250200
7Kristjansson, StefanGM249000
8Danielsen, HenrikGM248892
9Gretarsson, Helgi AssGM24569-6
10Thorsteins, KarlIM245600
11Kjartansson, GudmundurIM2456922
12Thorfinnsson, BragiIM24379-10
13Gunnarsson, ArnarIM243500
14Gunnarsson, Jon ViktorIM242600
15Thorhallsson, ThrosturGM2426171
16Olafsson, FridrikGM239700
17Thorfinnsson, BjornIM238900
18Ulfarsson, Magnus OrnFM238000
19Johannesson, Ingvar ThorFM237100
20Arngrimsson, DagurIM236617-24


Heildarlistinn fylgir međ sem PDF-viđhengi.


Nýliđar

Tveir nýliđar eru á listanum. Annars vegar Erlingur Atli Pálmarsson (1509) og Aron Ţór Mai (1274). Báđir eftir góđa frammistöđu á Íslandsmótinu í skák.

 

No.NameTitJUL14GmsCh.
1Palmarsson, Erlingur Atli 1509161509
2Mai, Aron Thor 127491274


Mestu hćkkanir

Heimir Páll Ragnarsson (50) hćkkar mest á stigum frá júní-listanum eftir frábćra frammistöđu í Sardiníu. Í nćstum sćtum eru Lenka Ptácníková (46) sem stóđ sig frábćrlega á alţjóđlegu móti í Teplice og Bárđur Örn Birksson (32) eftir mjög góđa frammistöđu á Íslandsmótinu í skák.

 

No.NameTitJUL14GmsCh.
1Ragnarsson, Heimir Pall 14731350
2Ptacnikova, LenkaWGM23101846
3Birkisson, Bardur Orn 15421032
4Kjartansson, GudmundurIM2456922
5Bergsson, Stefan 2098921
6Sigfusson, SigurdurFM2307917
7Stefansson, Vignir Vatnar 19631315
8Birkisson, Bjorn Holm 16071114
9Hauksson, Hordur Aron 1792813
10Magnusson, Thorsteinn 1241313

 
Stigahćstu skákkonur landsins

Lenka Ptácníková (2310) er sem fyrr stigahćsta skákkona landsins. Í nćstum sćtum eru Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2006) og Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1982).

 

No.NameTitJUL14GmsCh.
1Ptacnikova, LenkaWGM23101846
2Thorsteinsdottir, GudlaugWFM200691
3Thorsteinsdottir, Hallgerdur 198280
4Ingolfsdottir, Harpa 196500
5Finnbogadottir, Tinna Kristin 19158-15
6Johannsdottir, Johanna Bjorg 186286
7Kristinardottir, Elsa Maria 183969
8Fridthjofsdottir, Sigurl. Regina 178900
9Birgisdottir, Ingibjorg 177900
10Helgadottir, Sigridur Bjorg 175800


Stigahćstu ungmenni landsins (1994 og síđar)

Oliver Aron Jóhannesson (2165) og Dagur Ragnarsson (2154) skiptast á forystunni á unglingalistanum. Oliver endurheimti nú efsta sćtiđ. Nökkvi Sverrisson (2082) er svo ţriđji.

 

No.NameJUL14GmsB-dayCh.
1Johannesson, Oliver21651319989
2Ragnarsson, Dagur2154131997-7
3Sverrisson, Nokkvi2082019940
4Karlsson, Mikael Johann2056019950
5Hardarson, Jon Trausti2045019970
6Johannsson, Orn Leo2038019940
7Thorgeirsson, Jon Kristinn1966019990
8Stefansson, Vignir Vatnar196313200315
9Sigurdarson, Emil1903019960
10Fridgeirsson, Dagur Andri1847019950

 
Öđlingalisti er ekki tekinn saman ţar sem engar breytingar eru ţar međal efstu manna.

Reiknuđ skákmót

  • Íslandsmótiđ í skák (landsliđs- og áskorendaflokkur)
  • Meistaramót Skákskóla Íslands (4.-7. umferđ)

Heimslistinn

Magnus Carlsen (2877) er sem fyrr langstigahćstur. Í nćstum sćtum eru Levon Aronian (2805) og Alexander Grischuk (2795).

Caruana (2858) er hćstur á atskákstigum. Ţar er Carlsen (2855) og Grischuk (2828) ţriđji.

Carlsen (2948) er langhćstur á hrađskákstigum. Ţar er Hikaru Nakamura (2906) og Rússin međ flókna nafniđ Ian Nepomniachtchi (2880) ţriđji.

Heimslistana má nálgast hér.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

FIDE kosningar: Skáksambönd og forsetar hverfa af heimasíđu FIDE

 

kirsan-kasparov.jpg

Ţann 11. ágúst nk. fara fram forsetakosningar í FIDE (alţjóđa skáksambandinu) í Tromsö í Noregi. Tveir berjast um embćttiđ.  Kirsan Ilyumzhinov, forseti FIDE síđustu 19 ára, og áskorandi hans, Garry Kasparov. Hart er barist um atkvćđin og á síđustu dögum og vikum hefur ţađ vakiđ athygli ađ skipt hefur veriđ um forystu skákhreyfinganna í Gabon og Afganistan án ţess ađ viđkomandi virđist hafa vitađ af ţví.

 

Ţađ er vitađ ađ Pútin og hans fólk vill alls ekki Kasparov sem forseta og hafa Rússarnir ekki hikađ viđ ađ nota sendiráđ sín til ađ freista ţess ađ hafa áhrif á forystumenn skáksambanda. Slíkt hefur ţó ekki gerst hérlendis.

Í grein í Chess.com sem rituđ er af Peter Doggers (Chessvibes og Chess.com hafa sameinast)  er ítarlega fjallađ um baráttuna. Dćmin í Afganistan og Gabon hafa vakiđ mikla athygli. Umfjöllunin hér ađ neđan byggir ađ mestu leyti á grein Doggers.

Afganistan

Skáksamband Afganistan undir forystu Mahomod Hanif hafđi áđur lýst yfir stuđningi viđ Kasparov. Ţann 21. júní sl. birtist svohljóđandi yfirlýsing á heimasíđu Kasparovs.

"Every day brings new reports of abuses of power by FIDE executives to promote Kirsan Ilyumzhinov's reelection, further damaging relations with the federations FIDE is supposed to represent and support. The latest example is the removal of several federation presidents and delegates from the FIDE website, federations that had recently announced their support for the ticket of Garry Kasparov. FIDE Executive Director (and Treasurer, another conflict of interest) Nigel Freeman has further damaged his reputation and the credibility of FIDE by abusing FIDE powers to remove valid and long-standing federations for political reasons."

Vitnađ er í Mahomod Hanif sem hefur veriđ forseti og FIDE-fulltrúi Skáksambands Afganistan um árabil og í Fahim Hashimy forseta Ólympíusambands Afganistan.

Hanif var skyndilega ekki lengur á heimasíđu FIDE hvorki sem forseti né FIDE-fulltrúi.

Hanif segir í tölvupósti til FIDE:

"I'm not understand what's going on here. You removed me from FIDE site as president, delegate for Afghanistan Chess Federation and you say there was some election on May 25 to put in the new person. There was no election this is made up."

 Hashimy segir

 "I, President of Afghanistan Olympic Committee and General Secretary of Afghanistan Chess Federarion hereby confirm that no changes have been made in this federation and Mr Mahmod Hanif is the president and chess delegate of the Afghanistan Chess Federation."

Nokkrir dagar liđu og ţá kom svar á vefsíđu Kirsans og síđar á vefsíđunni  Chess News Agency sem rekur mikinn áróđur fyrir Kirsan. Ţar kemur fram ađ Hanif hafi veriđ fjarlćgđur (removed) sem forseti Skáksambandsins vegna spillingar og sćti nú rannsókn fyrir ţjófnađ. Ţar er sýnt bréf frá menntamálaráđuneyti Afganistan ţar sem ţessar ásakanir koma fram. Ţar er einnig haldiđ fram ađ máliđ sé ekki á forrćđi Ólympíusambands landsins en athygli vekur reyndar ađ ţađ er stimplađ ţeim sömu samtökum!

Ritstjóri Skák.is hefur auđvitađ engar forsendur til ađ meta sannleiksgildi spillingarásakanna á hendur Hanif en ţađ er útaf fyrir sig umhugsunarefni ađ ţađ skuli gerast skömmu eftir ađ hann lýsir yfir stuđningi viđ Kasparov.

Gabon

Dćmiđ í Gabon er eiginlega enn verra ţví ţar hefur beinlínis veriđ skipt um skáksamband!  Ţar hafđi Skáksamband Gabon (ADGE) lýst yfir stuđningi viđ Kasparov.

Einhvern tíma í júní virđist sem nýtt skáksamband í Gabon (AGE) tekiđ viđ sem fulltrúi Gabon. Vart ţarf ađ taka fram ađ hiđ „nýja" skáksamband styđur Kirsan á međan hiđ „gamla" studdi Kasparov.

Ekki hafa góđ rök veriđ fćrđ fyrir ţessum breytingum og ef marka má Chessdrum sem fjallar ítarlega um máliđ virđist hiđ nýja skáksamband vera stjórnađ af mönnum sem urđu undir í kosningum fyrr á árinu.

Mál Afganistan og Gabon eiga án efa eftir ađ vera áberandi í umrćđunni á nćstunni og Kasparov og hans fólk á án eftir ađ beita sér mjög harkalega í ađdraganda kosninganna til ađ reyna ađ snúa viđ ţessum dćmum.

Hér eru ekki ađeins tvö atkvćđi á ferđinni heldur er hér um rćđa fjögurra atkvćđa sveiflu sem gćti skipt miklu máli en 180 skáksambönd hafa atkvćđisrétt í FIDE.

Hvernig er stađan?

Stuđningsmenn Kirsans tala fjálglega um sterka stöđu síns frambjóđanda. Ţeir hafa Ameríku nánast alla á sínu bandi. Stuđningur Kanada veriđ Kirsan hefur vakiđ athygli og gagnrýni heima fyrir.

Stađa Kasparovs er talinn sterkari bćđi í Evrópu og Asíu. Stađan í Afríku er óljós. Stuđningsmenn Kasparovs tala um baráttan sé jöfn.  

Íslendingar hafa ţegar lýst yfir stuđningi viđ Kasparov og ţađ hafa einnig Danir og Norđmenn gert. Friđrik Ólafsson, eini fyrrverandi forseti FIDE sem er á lífi, styđur Kasparov eindregiđ. Fćreyingar, Finnar og Svíar hafa engar yfirlýsingar gefiđ.

Heimildir ritstjóra herma ađ mögulega gćtu borist tíđindi úr herbúđum Kasparovs í ţessari eđa nćstu viku.

Skák.is mun reyna ađ hafa púlsinn á átökunum sem framundan eru.


Skákţáttur Morgunblađsins: Skákdrottning vesturstrandarinnar

Fischer og SpasskyForeldrar hennar voru ađ hennar sögn fjarlćgir í fleiri en einum skilningi og létu barnfóstru um uppeldiđ og sú var - ef marka má ćvisöguna Jump in the waves -ekki ólík foreldrunum, bćđi köld og fráhrindandi. Hún lćrđi kornung ađ tefla á sjúkrabeđi af hjúkrunarkonu. Kvađst hafa fundiđ sjálfstćđi sitt međ hjálp skákarinnar. Jacqueline Piatigorsky Rothschild var borin til mikilla auđćfa ţegar hún fyrst sá ljós heimsins í nóvember áriđ 1911 og var 100 ára gömul ţegar hún lést í júlí 2012. Hún var nýlega tekin inn í „Frćgđarhöll skákarinnar" í Saint Louis í Bandaríkjunum.

Hún hafđi getiđ sér gott orđ sem einn fremsti tennisleikari kvenna í Bandaríkjunum en ţegar keppnisferli ţar lauk tók skákin viđ. Hún gerđist ţátttakandi í bréfskákmótum og var stundum í öngum sínum ţegar flóknar stöđur hrönnuđust upp hjá henni. Hún vann til bronsverđlauna ţegar hún tefldi á 2. borđi fyrir Bandaríkin á Ólympíumóti kvenna áriđ 1957 og varđ ásamt eiginmanni sínum, sellóleikaranum Gregory Piatigorsky, öflugur stuđningsađili skákarinnar og saman unnu ţau ađ framsćknum hugmyndum í skólaskák. Auđlegđ fylgir samfélagsleg ábyrgđ, voru kjörorđ hennar. Hún lét til sín taka á sviđi lista og menningar og var sjálf frambćrilegur höggmyndari. Á sjöunda áratugnum skipulögđu ţau hjónin og kostuđu frábćra skákviđburđi á vesturströnd Bandaríkjanna. Einvígi Bobby Fischer og Samuel Reshevsky leystist ađ vísu upp hálfklárađ vegna deilna um dagskrá ţess, en síđan tók Piatigorsky-mótiđ 1963 viđ en ţar var Friđrik Ólafsson međal ţátttakenda og varđ í 3.-4. sćti. Hiđ gođsagnakennda Piatigorsky-mót 1966 hófst í ágúst ţađ ár. Boris Spasskí sigrađi eftir magnađa baráttu um efsta sćtiđ viđ Bobby Fischer. Jacqueline skrifađi um Fischer í mótsbókina og kvittađi í leiđinni fyrir ţrefiđ varđandi slit einvígisins viđ Reshevsky: „Bobby Fischer er eldfjall sem skákin ein getur fengiđ til ađ bylta sér. Án skákarinnar slokknar á ţessu eldfjalli fyrir fullt og fast. Ţađ er eitthvađ djúpt í sálu hans sem kvelur hann - en hvađ ţađ er gefur hann ekki upp."

Ţađ var einmitt á fyrra Piatigorsky-mótinu sem Friđrik Ólafsson tefldi eina af bestu skákum sínum á ferlinum. Hann var langt fram eftir móti í góđum fćrum ađ vinna ţađ en örlagaríkt tap úr vinningsstöđu fyrir Paul Keres á lokasprettinum kom í veg fyrir sigurinn:

Los Angeles 1963:

Friđrik Ólafsson - Samuel Reshevsky

Kóngsindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 0-0 5. Rf3 d6 6. 0-0 Rbd7 7. Dc2 e5 8. Hd1 He8 9. e4 c6 10. Rc3 exd4 11. Rxd4 a5 12. h3 De7 13. Bf4 Hd8 14. Hd2 Rc5 15. Had1 Re8 16. Be3 Bd7 17. He2 Rc7 18. f4 Hac8 19. Bf2 Be8 20. Kh2 Df8 21. Dd2 R7a6 22. Rf3 f5 23. Bd4 fxe4 24. Bxg7 Dxg7 25. Rxe4 Rxe4 26. Hxe4 d5 27. Hd4 Rb4 28. Rg5 Bf7 29. Rxf7 Dxf7 30. a3 c5 31. Hxd5 Rxd5 32. Bxd5 Hxd5 33. cxd5 He8 34. d6 Dd7 35. g4 b6 36. Dd5 Kg7 37. Hd2 He6

gfqsj28q.jpg38. Dxe6!

- og Reshevsky gafst upp. Eftir 38. ...Dxe6 39. d7 verđur ţetta peđ ađ drottningu.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 21. júní 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Guđmundur endađi međ 3,5 vinning

Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2434) endađi međ 3,5 vinning í 9 skákum á alţjóđlegu móti sem endađi í morgun í Finnlandi. Gummi endađi í sjöunda sćti af 10 keppendum.  Rússneski stórmeistarinn Vasily Yemelin (2556) sigrađi á mótinu.

Frammistađa Guđmundar samsvarađi 2374 skákstigum og lćkkar hann um 8 stig fyrir hana.

Tíu skákmenn tóku ţátt í mótinu og voru međalstig 2452 skákstig. Ţrír stórmeistarar, fimm alţjóđlegir meistarar og tveir FIDE-meistarar tóku ţátt. Guđmundur var nr. 6 í stigaröđ keppenda.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 166
  • Frá upphafi: 8779126

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband