Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Tan Zhongyi ţarf sigur á morgun til ađ jafna metin

442274.e9a97c2a.630x354o.f559c1676171

Lokaskák heimsmeistaraeinvígis kvenna fer fram á morgun. Tan Zhongyi (2522) ţarf nauđsynlegra á sigri ađ halda til ađ jafna metin gegn Ju Wenjun (2571) en stađan er 5-4 fyrir ţeirri síđarnefndu eftir ţrjú jafntefli í röđ. Wenjun dugar jafntefli jafntefli til ađ tryggja sér titilinn. Vinni Zhongyi tefla ţćr til úrslita međ styttri umhugsunartíma. 

Lokaskákin hefst kl. 7:30 í fyrramáliđ.

Nánar um einvígiđ á Chess.com


Góđ frammistađa Hilmis Freys í Fredericia

Kandídata-meistarinn (CM), Hilmir Freyr Heimisson (2131) tók fyrir skemmstu ţátt í alţjóđlegu lokuđu skákmóti í Fredericia í Danaveldi. Hilmir Freyr hlaut 4,5 vinninga í 9 skákum. Góđ frammistađa hjá Hilmi enda međalstigin 2329 skákstig.

Hilmir gerđi 5 jafntefli, vann tvćr skákir og tapađi tveimur. Hilmir međal annars lagđi alţjóđlega meistarann Jens Ove Fries Nielsen (2375) ađ velli. 

Frammistađa Hilmis samsvarađi 2329 skákstigum og hćkkar hann um 88 stig fyrir hana.

Heimasíđa mótsins


Íslandsbanki (Jokko) vann sigur í Firmakeppni SA

Sunnudaginn 13. maí lauk hinni árlegu firmakeppni SA. Til úrslita kepptu 10 skákmenn fyrir jafn mörg fyrirtćki og stóđu ţeir sig allir vel. Vert er ađ hafa í huga ađ úrslitin segja ekki endilega alla söguna um ţađ hvernig men stóđu sig. Ţannig tefldi Arnar Smári, sem tefldi fyrir Íslensk verđbréf, mun betur en vinningafjöldinn segir til um. Ţar fer efnispiltur sem ţarf ađeins meiri ćfingu gegn reyndum sjóhundum.

Leikar fóru ţannig ađ Jón Kristinn Ţorgeirsson, sem tefldi fyrir Íslandsbanka, lagđi alla sína andstćđinga og sigrađi af öryggi.

Ađrir skákmenn reittu vinninga hver af öđrum. Í öđru sćti var Sjóvá međ 7 vinninga. Fyrir tryggingafélagiđ tefldi Símon Ţórhallsson. Í ţriđja til fjórđa sćti urđu jöfn ađ vinningum Skíđaţjónustan og Arionbanki. Fyrir ţessi fyrirtćki tefldu Ólafur Kristjánsson og Áskell Örn Kárason og fengu ţeir sex vinninga hvor.

Úrslit urđu sem hér segir.

Íslandsbanki (Jón Kristinn Ţorgeirsson) 9 vinningar
Sjóvá (Símon Ţórhallsson)  7 vinningar
Arionbanki (Áskell Örn Kárason) 6 vinningar
Skíđaţjónustan (Ólafur Kristjánsson) 6 vinningar
Litla saumastofan (Sigurđur Arnarson) 5 vinningar
Matur og mörk (Haraldur Haraldsson) 4 vinningar
Kúnígúnd (Karl Egill Steingrímsson) 3,5 vinningar
Blikk og tćkni (Smári Ólafsson) 3 vinningar
Tölvulistinn (Sigurđur Eiríksson) 1 vinningur
Íslensk verđbréf (Arnar Smári Signýjarson) 0,5 vinningar

Vill stjórn Skákfélags Akureyrar hér međ ţakka öllum ţeim fyrirtćkjum sem studdu okkur međ ţví ađ taka ţátt í mótinu. Stuđningur ţeirra er félaginu mjög mikilvćgur. Einnig vill stjórnin ţakka ţeim skákmönnum sem sáu sér fćrt ađ tefla í keppninni, bćđi í undanrásum og í úrslitum. Ţađ er mikilvćgt fyrir félagiđ ađ sem flestir taki ţátt.


Ţorsteinn fékk tvo vinninga - gerđi tvö jafntefli viđ stórmeistara

FIDE-meistaranum, Ţorsteini Ţorsteinssyni (2299), gekk ekki vel á First Saturday-mótinu sem lauk í dag í Búdapest. Ţorsteinn hlaut 2 vinninga í 9 skákum. Honum gekk ţó vel á móti stórmeisturunum á mótinu og gerđi jafntefli bćđi viđ Eldar Gasanov (2482) og Slatko Ilinicic (2447).

Nánar um árangur Ţorsteins á Chess-Results


Ný stjórn kosin á ađalfundi Vinaskákfélagsins í gćr

32542310_10160405400820652_2003694482301648896_o-620x330

Á ađalfundi Vinaskákfélagsins í gćr var kosin ný stjórn. Endurkjörinn sem forseti félagsins var Róbert Lagerman til nćstu 2 ára. Varaforseti var einnig endurkjörinn Hörđur Jónasson, einnig Gjaldkeri Héđinn Briem og Ritari Hjálmar Sigurvaldason. Nýr međstjórnandi var kosinn Elvar Örn Hjaltason. Varamađur 1 var kosinn Ađalsteinn Thorarensen og varamađur 2 var svo Jóhann Valdimarsson.

Lagabreytingar urđu á 7 grein og hljóđar hún svona:

7 grein: Vinaskákfélagiđ skal vera međ bankareikning. Ekkert árgjald er og Vinaskákfélagiđ er ekki međ ţátttökugjöld á mánudags skákmótum í Vin, Hverfisgötu 47, 101 Reykjavík. Aftur á móti geta međlimir styrkt félagiđ međ frjálsum framlögum á heimasíđu ţess undir linknum „Styrktarreikningur“.

Varaforseti las upp Skýrslu stjórnar og kemur hún hér fyrir neđan.

Skýrsla stjórnar á ađalfundi félagsins 14 maí 2018.

Góđan daginn félagar.

Ţessi skýrsla stjórnar nćr frá ađalfundi 4 maí 2017 til ađalfundar 14 maí 2018.

Margt hefur veriđ gert á ţessum tíma og hefur Vinaskákfélagiđ veriđ virkt á tímabilinu. Breytingar urđu á stjórn félagsins á ađalfundi 4 maí 2017.

Nýr Ritari var kosinn Hjálmar Hrafn Sigurvaldason, en fv. Ritari fór í Varamann 1. Varamađur 2 var síđan kosinn Ţorvaldur Ingveldarson.

Ađrir stjórnarmenn voru endurkjörnir eđa Varaforseti Hörđur Jónasson, Gjaldkeri Héđinn Briem og međstjórnandi Ingi Tandri Traustason. Forseti félagsins ţarf ekki ađ kjósa nema á 2 ára tímabili og ţurfti ekki ađ kjósa hann 2017.

Nokkrir nýir félagar komu inn í Vinaskákfélagiđ á tímabilinu og er félagataliđ núna 103 félagar.

2 félagar okkar eđa Forseti vor Róbert Lagerman var endurkjörinn sem Ritari á ađalfundi Skáksambandsins ţann 27 maí 2017. Á sama fundi var varaforseti Hörđur Jónasson kjörinn varamađur 4.

Í byrjun tímabilsins voru miklar áhyggjur stjórnarmanna af miklum skuldum Vinaskákfélagsins og lögđu menn höfuđiđ í bleyti hvađ vćri til ráđa.

Varaforseti kom međ ţá tillögu ađ sćkja um styrk hjá Geđhjálp og í framhaldi ađ halda fjöltefli ţar sem fólk frá athvörfum og eđa búsetukjörnum tćkju ţátt. Á stjórnarfundi sem haldiđ var 12 júní var samţykkt ađ varaforseti skyldi sćkja um styrk hjá Geđhjálp ađ upphćđ 100.000 kr., og var styrkveitingin samţykkt hjá Geđhjálp. Styrkurinn var ţó skilyrtur ađ hann fćri í undirbúning fjölteflisins.

Viđ undirbúninginn ţá voru keyptar 10 skákklukkur (2 stjórnarmenn keyptu síđan 2 klukkur af félaginu, ţannig ađ félagiđ fékk 8 skákklukkur).

Fjöltefli Geđhjálpar og Vinaskákfélagsins fór svo fram 21 ágúst 2017 og tókst vel.

Áfram var haldiđ međ áskriftarkerfi Hollvina á tímabilinu, en ţađ hófst um jólin 2016. Núna á vormánuđum kom svo í ljós ađ áskriftarkerfiđ var ađ hruni komiđ, ţar sem áhugi var engin og var ákveđiđ á stjórnarfundi 5 apríl ađ hćtta međ ţađ.

Ţar sem styrkurinn frá Geđhjálp var skilyrtur, ţá ţurfti Vinaskákfélagiđ enn á rekstrarfé ađ halda og komu Forseti félagsins Róbert Lagerman og Verndari Hrafn Jökulsson, sumariđ 2017 ađ máli viđ ţáverandi Heilbrigđisráđherra Óttarr Proppe og sóttu um styrk hjá Velferđaráđuneytinu. Ţađ var svo í Október 2017 sem gleđilegt svar kom og fengum viđ styrk ađ upphćđ 250.000 kr., sem kom sér vel.

Ađ lokum í sambandi viđ styrk umsóknir, ţá sótti stjórn félagsins um styrk til Velferđasviđs Reykjavíkurborgar fyrir 1 október 2017. Svar kom seinni hluta febrúar og fengum viđ styrk ađ upphćđ 200.000 kr.

Ţess má geta ađ 16 apríl 2018 barst Vinaskákfélaginu höfđingleg bókagjöf, en ţađ eru margir árgangar af Tímaritinu Skák sem Róbert Gestsson átti og batt inn, en hann var mikill áhugamađur um skák. T.d. var í ţví fyrsti árgangur Tímaritinu skákar áriđ 1947. Dćtur hans Ingveldur, Guđný og Kristín gáfu okkur tímaritin međ von um ađ félagiđ okkar gćti nýtt sér ţađ.

Ţá er komiđ ađ skákmótum og viđburđum félagsins tímabiliđ maí 2017 til maí 2018.

Fyrsta skákmótiđ var Opna Meistaramótiđ í hrađskák sem haldiđ var í Vin, Hverfisgötu 47. Fjöldi manns tók ţátt í mótinu eđa 26 manns, en ţađ var haldiđ bćđi úti og inn í Vin í góđu veđri. Róbert Lagerman er hrađskákmeistari félagsins. Nćsta mót var svo Geđhjálparmótiđ 21 ágúst 2017 sem var haldiđ í húsnćđi Geđhjálpar, en eins og áđur segir tóku fólk frá athvörfum og Búsetukjörnum ţátt, en stjórnarmennirnir Hörđur og Hjálmar tefldu viđ ţá.

Á haustmánuđum 2017 kom til tals milli stjórnar félagsins og Arnljótar Sigurssonar félagi í Vinaskákfélaginu og starfsmađur á Hotel Hlemmi Square hvort Vinaskákfélagiđ gćti haldiđ hrađskákmót á Hlemmi Square. Voru haldin 3 skákmót á Hlemmi Square fyrir jól 2017. Ekki varđ framhald á mótaröđinni eftir áramótin, ţar sem Arnljótur flutti sig á annan bar. Ţađ kemur svo í hlut nýrrar stjórnar / mótanefndar hvort ţetta verđur endurvakiđ nćsta haust, en ţessi mót tókust mjög vel og var t.d. á síđasta mótinu 27 manns.

Fyrir utan ţetta ţá hélt Vinaskákfélagiđ 2 mót í Vin ţ.e. Haustmótiđ og Jólaskákmótiđ. Á Haustmótinu ţá sigrađi Jón Torfason sem var ađ koma aftur ađ tefla fyrir félagiđ eftir langt hlé. Á jólamótinu sigrađi forseti vor Róbert Lagerman.

Eitt af ţví sem Vinaskákfélagiđ sér um ásamt Taflfélagi Reykjavíkur er Alţjóđlega Geđheilbrigđis skákmótiđ, en ţađ var haldiđ í kringum alţj.lega geđheilbrigđis daginn sem er 10 október. Mótiđ 2017 var haldiđ 12 október í húsnćđi TR.

Annađ sem Vinaskákfélagiđ er hvađ stoltastur af ađ halda ásamt Hróknum, er Jólaskákmótiđ á Kleppi, en ţađ er haldiđ oftast síđustu vikuna fyrir jól. Á ţví móti keppir fyrir utan Vinaskákfélagiđ, deildir frá kleppi, athvörfum og búsetukjörnum og einnig geđdeild Landsspítalans. Keppt er í 3 manna liđum og er ţetta eitt af skemmtilegustu skákmótum ársins.

Eitt ađalskákmótiđ sem Vinaskákfélagiđ tekur ţátt í á ári hverju er Íslandsmót skákfélaga, en ţar koma fram frá öllu landinu milli 300 til 400 skákmenn og konur. Vinaskákfélagiđ tefldi fram 3 sveitum, en A sveitin tefldi í 2 deild og náđi 3 sćtinu. B sveitin tefldi í 3 deild og varđ í 5 sćti og C sveitin tefldi í 4 deild og varđ í miđjum hópi skáksveita. Íslandmótiđ er teflt í 2 hlutum ţ.e. á haustin og vorin eđa oftast í Okt., og mars.

Eftir áramótin voru haldin 3 skákmót í Vin eđa Nýársskákmótiđ 8 janúar sem Jón Torfason sigrađi á, Friđriksmótiđ sem var haldiđ 29 janúar, sem Róbert Lagerman sigrađi á og svo Páskamótiđ 9 apríl sem Patrick Karcher sigrađi á.

Aftur á mótiđ var frestađ ađ halda Meistaramótiđ í Atskák sem átti ađ vera í febrúar 2018 og kemur ţađ í hlut nýrrar mótanefndar ađ skođa ţađ hvenćr hćgt er ađ halda ţađ.

Ađ lokum má nefna ţađ ađ í ár 2018, er afmćlisár Vinaskákfélagsins en ţá er félagiđ 15 ára. Félagiđ var s.s. stofnađ áriđ 2003. 

Kveđja Varaforseti Hörđur Jónasson.


Meistaramót TRUXVA á annan í hvítasunnu – 21.maí

20170606_233634-620x330

Meistaramót Truxva fer fram annan í hvítasunnu, ţann 21. maí, en ţetta er í annađ sinn sem mótiđ er haldiđ. Truxvi, ungliđahreyfing TR, býđur TR-ingum af öllum stćrđum og gerđum, auk nokkurra velunnara ungliđahreyfingarinnar, til ađ taka ţátt í ţessu skemmtilega og öfluga hrađskákmóti. Tefldar verđa 11 umferđir og notast verđur viđ alţjóđlegu hrađskáktímamörk Fide, 3 mínútur á mann og 2 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik (3+2). Mótiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga. Mótiđ hefst klukkan 19:30 og skráningu lýkur kl.19:20. Frítt er í mótiđ og kaffi á könnunni fyrir ţátttakendur.

Sigurvegarinn áriđ 2017 var IM Arnar Gunnarsson međ 10 vinninga í 11 skákum. Í 2.sćti varđ IM Einar Hjalti Jensson međ 8,5 vinning og ţriđji varđ FM Oliver Jóhannesson međ 8 vinninga. Öll úrslit og lokastađa mótsins má finna á Chess-Results.

Opnađ hefur veriđ fyrir skráningu og eru skákmenn beđnir um ađ skrá sig á vefnum til ađ auđvelda skipulagningu mótsins.


Ju Wenjun međ forystu í heimsmeistaraeinvígi kvenna

442274.e9a97c2a.630x354o.f559c1676171

Heimsmeistaraeinvígi kvenna fer fram ţessa dagana í Chongqing í Kína. Tvćr kínverskar stúlkur tefla um heimsmeistaratitilinn. Eftir sjö skákir af tíu hefur Ju Wenjun hlotiđ fjóra vinninga gegn ţremur vinningum Tan Zhongyi.

phpeBsMX2

Einvíginu verđur framhaldiđ 15., 16. og 18. maí međ ţremur síđustu skákunum.

Nánar um einvígiđ á Chess.com


Hrađskákmót öđlinga: Ţrír sigurvegarar – Gunnar Freyr Hrađskákmeistari

IMG_9936-1024x683

Gríđarlega jafnt og spennandi Hrađskákmót öđlinga fór fram síđastliđiđ miđvikudagskvöld en 27 keppendur mćttu til leiks sem er nokkuđ meiri ţátttaka en síđustu ár. Úrslit urđu á ţá leiđ ađ Gunnar F. Rúnarsson, Jóhann H. Ragnarsson og Ólafur B. Ţórsson komu jafnir í mark međ 7 vinninga af níu. Eftir útreikning mótsstiga hlaut Gunnar gulliđ, Jóhann silfriđ og Ólafur bronsiđ. Gunnar Freyr er ţví Hrađskákmeistari öđlinga 2018. Halldór Pálsson varđ fjórđi međ 6,5 vinning en síđan fylgdu fjórir keppendur međ 5,5 vinning.

Ţađ rćttist vel úr ţátttöku eftir ađ forskráning hafđi veriđ helst til róleg og var ţví ákveđiđ ađ fjölga umferđum úr sjö í níu. Úr varđ afar fjörug keppni og má nefna ađ um tíma var nokkuđ um ólöglega leiki og reyndi ţví á hina nýju reglu Fide sem kveđur á um ađ einn slíkur leikur sé leyfđur í hrađskák en bćta skuli einni mínútu viđ tíma andstćđingsins. Vel gekk ađ fara eftir hinni nýju línu og hafđi ţetta ekki teljandi áhrif á gang mótsins.
 

Fyrir lokaumferđina var Gunnar Freyr efstur međ 7 vinninga en Jóhann og Ólafur komu nćstir međ 6 vinninga og dugđi Gunnari ţví jafntefli. Svo fór ţó ađ hann tapađi sinni viđureign á međ ţeir síđarnefndu höfđu sigur á sínum andstćđingum og ţví voru ţeir allir međ 7 vinninga sem er nokkuđ óvenjulegt í níu umferđa móti. Ţá var stuđst viđ mótsstigin (tiebreaks) sem voru hin sömu og í Skákmóti öđlinga og ţar stóđ Gunar best eins og fyrr segir. Til gamans má geta ţess ađ í ţessu tilfelli hefđu innbyrđis viđureignir ekki nýst til ađ skera úr um sigurvegara ţar sem ţeir voru allir međ 1 vinning sín í milli.

IMG_9911-1024x738

Auk verđlauna fyrir hrađskákmótiđ voru veitt verđlaun fyrir Skákmót öđlinga en ţar sigrađi Fide-meistarinn, Sigurbjörn J. Björnsson. Ţorvarđur F. Ólafsson varđ annar og Lenka Ptacnikova ţriđja. Heildarúrslit má sjá á Chess-Results.

Ársreikningur SÍ 2017

Ársreikningur Skáksambands Íslands fyrir áriđ 2017 er ađgengilegur en ađalfundur SÍ fer fram 26. maí nk. Fundurinn fer fram í húsnćđi TR, Faxafeni 12, og hefst kl. 10. 

Ársreininginn má nálgast hér


Skákţáttur Morgunblađsins: Íslensku stúlkurnar hlutu ţrenn verđlaun á NM í Borgarnesi

GL612PUUMÍslendingar unnu til ţrennra verđlauna á vel heppnuđu Norđurlandamóti stúlkna sem fram fór í Borgarnesi um síđustu helgi. Nansý Davíđsdóttir varđ Norđurlandameistari í flokki keppenda 16 ára og yngri, en Nansý, sem er margfaldur Norđurlandameistari, varđ eftir stigaútreikning hlutskörpust ţeirra fimm sem fengu flesta vinninga.

Batel Goitom Haile fékk silfur í flokki keppenda 13 ára og yngri ţó ađ hún hafi unniđ gullverđlaunahafann, Amelíu Nordquelle, í innbyrđis viđureign. Ţćr hlutu fjóra vinninga af fimm mögulegum.

Ţá hreppti Veronika Steinunn Magnúsdóttir bronsiđ í elsta flokknum, ţar sem keppendur voru 20 ára og yngri.

Í flokkunum ţremur áttu Íslendingar níu fulltrúa en alls voru keppendur 33 talsins. Norđmenn, sem sigla á bylgju mikils skákáhuga, unnu tvenn verđlaun og Svíar einnig. Finnar fengu ein silfurverđlaun og Danir ein bronsverđlaun.

Ađstćđur á mótstađ voru til mikillar fyrirmyndar. Á mótinu tóku ţátt nokkrar kornungar stúlkur sem ekki hafa áđur keppt í móti međ fullum umhugsunartíma. Lokaorđiđ á Nansý međ fléttu úr 1. umferđ: 

GL612PUUVNansý Davíđsdóttir – Ingrid Skaslien

Svartur lék síđast 32. ... Db6-b4 en nú kom...

33. Hxe6+! Kxe6 34. Dd5 mát!

 

Heimsmeistarinn sigrađi á minningarmótinu um Vugar Gashimov

 

Magnús Carlsen bćtti skrautfjöđur í hattinn er hann vann minningarmótiđ um Aserann Vugar Gashimov sem lauk í borginni Shamkir í Aserbaídsjan um síđustu helgi. Jafnteflunum bókstaflega rigndi niđur í byrjun en ţađ var Veselin Topalov sem tók af skariđ og vann fyrstu skákina í fjórđu umferđ. Svo hrökk Magnús Carlsen í gang, vann ţrjár mikilvćgar skákir og mótiđ. Lokastađan: 1. Magnús Carlsen 6 v. (af 9) 2. Ding 5˝ v. 3. Karjakin 5 v. 4.-7. Radjabov, Mamedjarov, Wojtaszek og Giri 4˝ v. 8.-9. Topalov og Mamedov 4 v. 10. Navara 2˝ v.

Í nćstsíđustu umferđ vann Magnús hollensku „jafnteflisvélina“ Giri, en sá hefur oft reynst honum erfiđur. Ţeir deildu sigrinum í Wijk aan Zee í ársbyrjun og margir spáđu jafnteflisúrslitum er ţeir mćttust nú. En Magnús tefldi frábćrlega vel og vann eina bestu skák ársins:

Shamkir 2018; 8. umferđ:

Anish Giri – Magnús Carlsen

Enskur leikur

1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. g3 d5 5. cxd5 Rxd5 6. Bg2 Rb6 7. O-O Be7 8. a3 a5 9. d3 O-O 10. Be3 Be6 11. Hc1 a4!?

Peđsfórn sem áđur hafđi sést í skák Nepo og Aronjan í fyrra. Ekkert er nýtt undir sólinni.

12. Rd2 f5 13. Bxb6 cxb6 14. Rxa4 Bg5 15. Rc3 e4!

Hér er hugmyndin komin fram.

16. Kh1 Dd7 17. Hb1 Had8 18. Rc4 Df7 19. b3

Ađ hirđa b6-peđiđ vćri glaprćđi, 19. Rb6 Bb3 20. De1 exd3 21. exd3 Hfe8 og drottningin á engan reit.

19. ... exd3 20. exd3 f4 21. Re4 Be7 22. gxf4 Dxf4 23. a4 Rb4 24. De2 Dh6 25. Hbd1 Rd5 26. Hg1 Kh8 27. Bf1 Hf4 28. Re5 Hdf8 29. f3 Hh4 30. d4 Rf4!

Tínir upp tvö peđ, veikleikarnir á svörtu reitunum hafa kostađ sitt.

31. Dd2 Bxb3 32. Hb1 Bxa4 33. Bb5 Bxb5 34. Hxb5 De6 35. Db2 Bd8! 36. Rg5 De8 37. Hb3 Bxg5 38. Hxg5 Re6 39. Hg4 Hxg4 40. fxg4 Dd8!

GL612PUURBanvćn sending frá enda vallarins! Svartur hótar 41. ... Dd5+.

41. Hh3

Skásta úrrćđiđ var kannski 41. Hf3 en eftir 41. ... Hxf3 42. Rxf3 Dd5 43. Dc3 h6 verđur erfitt ađ ráđa viđ b-peđ svarts.

41. ... Dd5 42. Kg1 De4 43. Db4 Hf6!

Hótar 44. ... Rf3. Ţađ finnst engin vörn og Giri gafst ţví upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 2. maí 2018

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 247
  • Frá upphafi: 8765164

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 147
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband