Leita í fréttum mbl.is

Ný stjórn kosin á ađalfundi Vinaskákfélagsins í gćr

32542310_10160405400820652_2003694482301648896_o-620x330

Á ađalfundi Vinaskákfélagsins í gćr var kosin ný stjórn. Endurkjörinn sem forseti félagsins var Róbert Lagerman til nćstu 2 ára. Varaforseti var einnig endurkjörinn Hörđur Jónasson, einnig Gjaldkeri Héđinn Briem og Ritari Hjálmar Sigurvaldason. Nýr međstjórnandi var kosinn Elvar Örn Hjaltason. Varamađur 1 var kosinn Ađalsteinn Thorarensen og varamađur 2 var svo Jóhann Valdimarsson.

Lagabreytingar urđu á 7 grein og hljóđar hún svona:

7 grein: Vinaskákfélagiđ skal vera međ bankareikning. Ekkert árgjald er og Vinaskákfélagiđ er ekki međ ţátttökugjöld á mánudags skákmótum í Vin, Hverfisgötu 47, 101 Reykjavík. Aftur á móti geta međlimir styrkt félagiđ međ frjálsum framlögum á heimasíđu ţess undir linknum „Styrktarreikningur“.

Varaforseti las upp Skýrslu stjórnar og kemur hún hér fyrir neđan.

Skýrsla stjórnar á ađalfundi félagsins 14 maí 2018.

Góđan daginn félagar.

Ţessi skýrsla stjórnar nćr frá ađalfundi 4 maí 2017 til ađalfundar 14 maí 2018.

Margt hefur veriđ gert á ţessum tíma og hefur Vinaskákfélagiđ veriđ virkt á tímabilinu. Breytingar urđu á stjórn félagsins á ađalfundi 4 maí 2017.

Nýr Ritari var kosinn Hjálmar Hrafn Sigurvaldason, en fv. Ritari fór í Varamann 1. Varamađur 2 var síđan kosinn Ţorvaldur Ingveldarson.

Ađrir stjórnarmenn voru endurkjörnir eđa Varaforseti Hörđur Jónasson, Gjaldkeri Héđinn Briem og međstjórnandi Ingi Tandri Traustason. Forseti félagsins ţarf ekki ađ kjósa nema á 2 ára tímabili og ţurfti ekki ađ kjósa hann 2017.

Nokkrir nýir félagar komu inn í Vinaskákfélagiđ á tímabilinu og er félagataliđ núna 103 félagar.

2 félagar okkar eđa Forseti vor Róbert Lagerman var endurkjörinn sem Ritari á ađalfundi Skáksambandsins ţann 27 maí 2017. Á sama fundi var varaforseti Hörđur Jónasson kjörinn varamađur 4.

Í byrjun tímabilsins voru miklar áhyggjur stjórnarmanna af miklum skuldum Vinaskákfélagsins og lögđu menn höfuđiđ í bleyti hvađ vćri til ráđa.

Varaforseti kom međ ţá tillögu ađ sćkja um styrk hjá Geđhjálp og í framhaldi ađ halda fjöltefli ţar sem fólk frá athvörfum og eđa búsetukjörnum tćkju ţátt. Á stjórnarfundi sem haldiđ var 12 júní var samţykkt ađ varaforseti skyldi sćkja um styrk hjá Geđhjálp ađ upphćđ 100.000 kr., og var styrkveitingin samţykkt hjá Geđhjálp. Styrkurinn var ţó skilyrtur ađ hann fćri í undirbúning fjölteflisins.

Viđ undirbúninginn ţá voru keyptar 10 skákklukkur (2 stjórnarmenn keyptu síđan 2 klukkur af félaginu, ţannig ađ félagiđ fékk 8 skákklukkur).

Fjöltefli Geđhjálpar og Vinaskákfélagsins fór svo fram 21 ágúst 2017 og tókst vel.

Áfram var haldiđ međ áskriftarkerfi Hollvina á tímabilinu, en ţađ hófst um jólin 2016. Núna á vormánuđum kom svo í ljós ađ áskriftarkerfiđ var ađ hruni komiđ, ţar sem áhugi var engin og var ákveđiđ á stjórnarfundi 5 apríl ađ hćtta međ ţađ.

Ţar sem styrkurinn frá Geđhjálp var skilyrtur, ţá ţurfti Vinaskákfélagiđ enn á rekstrarfé ađ halda og komu Forseti félagsins Róbert Lagerman og Verndari Hrafn Jökulsson, sumariđ 2017 ađ máli viđ ţáverandi Heilbrigđisráđherra Óttarr Proppe og sóttu um styrk hjá Velferđaráđuneytinu. Ţađ var svo í Október 2017 sem gleđilegt svar kom og fengum viđ styrk ađ upphćđ 250.000 kr., sem kom sér vel.

Ađ lokum í sambandi viđ styrk umsóknir, ţá sótti stjórn félagsins um styrk til Velferđasviđs Reykjavíkurborgar fyrir 1 október 2017. Svar kom seinni hluta febrúar og fengum viđ styrk ađ upphćđ 200.000 kr.

Ţess má geta ađ 16 apríl 2018 barst Vinaskákfélaginu höfđingleg bókagjöf, en ţađ eru margir árgangar af Tímaritinu Skák sem Róbert Gestsson átti og batt inn, en hann var mikill áhugamađur um skák. T.d. var í ţví fyrsti árgangur Tímaritinu skákar áriđ 1947. Dćtur hans Ingveldur, Guđný og Kristín gáfu okkur tímaritin međ von um ađ félagiđ okkar gćti nýtt sér ţađ.

Ţá er komiđ ađ skákmótum og viđburđum félagsins tímabiliđ maí 2017 til maí 2018.

Fyrsta skákmótiđ var Opna Meistaramótiđ í hrađskák sem haldiđ var í Vin, Hverfisgötu 47. Fjöldi manns tók ţátt í mótinu eđa 26 manns, en ţađ var haldiđ bćđi úti og inn í Vin í góđu veđri. Róbert Lagerman er hrađskákmeistari félagsins. Nćsta mót var svo Geđhjálparmótiđ 21 ágúst 2017 sem var haldiđ í húsnćđi Geđhjálpar, en eins og áđur segir tóku fólk frá athvörfum og Búsetukjörnum ţátt, en stjórnarmennirnir Hörđur og Hjálmar tefldu viđ ţá.

Á haustmánuđum 2017 kom til tals milli stjórnar félagsins og Arnljótar Sigurssonar félagi í Vinaskákfélaginu og starfsmađur á Hotel Hlemmi Square hvort Vinaskákfélagiđ gćti haldiđ hrađskákmót á Hlemmi Square. Voru haldin 3 skákmót á Hlemmi Square fyrir jól 2017. Ekki varđ framhald á mótaröđinni eftir áramótin, ţar sem Arnljótur flutti sig á annan bar. Ţađ kemur svo í hlut nýrrar stjórnar / mótanefndar hvort ţetta verđur endurvakiđ nćsta haust, en ţessi mót tókust mjög vel og var t.d. á síđasta mótinu 27 manns.

Fyrir utan ţetta ţá hélt Vinaskákfélagiđ 2 mót í Vin ţ.e. Haustmótiđ og Jólaskákmótiđ. Á Haustmótinu ţá sigrađi Jón Torfason sem var ađ koma aftur ađ tefla fyrir félagiđ eftir langt hlé. Á jólamótinu sigrađi forseti vor Róbert Lagerman.

Eitt af ţví sem Vinaskákfélagiđ sér um ásamt Taflfélagi Reykjavíkur er Alţjóđlega Geđheilbrigđis skákmótiđ, en ţađ var haldiđ í kringum alţj.lega geđheilbrigđis daginn sem er 10 október. Mótiđ 2017 var haldiđ 12 október í húsnćđi TR.

Annađ sem Vinaskákfélagiđ er hvađ stoltastur af ađ halda ásamt Hróknum, er Jólaskákmótiđ á Kleppi, en ţađ er haldiđ oftast síđustu vikuna fyrir jól. Á ţví móti keppir fyrir utan Vinaskákfélagiđ, deildir frá kleppi, athvörfum og búsetukjörnum og einnig geđdeild Landsspítalans. Keppt er í 3 manna liđum og er ţetta eitt af skemmtilegustu skákmótum ársins.

Eitt ađalskákmótiđ sem Vinaskákfélagiđ tekur ţátt í á ári hverju er Íslandsmót skákfélaga, en ţar koma fram frá öllu landinu milli 300 til 400 skákmenn og konur. Vinaskákfélagiđ tefldi fram 3 sveitum, en A sveitin tefldi í 2 deild og náđi 3 sćtinu. B sveitin tefldi í 3 deild og varđ í 5 sćti og C sveitin tefldi í 4 deild og varđ í miđjum hópi skáksveita. Íslandmótiđ er teflt í 2 hlutum ţ.e. á haustin og vorin eđa oftast í Okt., og mars.

Eftir áramótin voru haldin 3 skákmót í Vin eđa Nýársskákmótiđ 8 janúar sem Jón Torfason sigrađi á, Friđriksmótiđ sem var haldiđ 29 janúar, sem Róbert Lagerman sigrađi á og svo Páskamótiđ 9 apríl sem Patrick Karcher sigrađi á.

Aftur á mótiđ var frestađ ađ halda Meistaramótiđ í Atskák sem átti ađ vera í febrúar 2018 og kemur ţađ í hlut nýrrar mótanefndar ađ skođa ţađ hvenćr hćgt er ađ halda ţađ.

Ađ lokum má nefna ţađ ađ í ár 2018, er afmćlisár Vinaskákfélagsins en ţá er félagiđ 15 ára. Félagiđ var s.s. stofnađ áriđ 2003. 

Kveđja Varaforseti Hörđur Jónasson.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.1.): 4
 • Sl. sólarhring: 113
 • Sl. viku: 684
 • Frá upphafi: 8664825

Annađ

 • Innlit í dag: 4
 • Innlit sl. viku: 386
 • Gestir í dag: 4
 • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband