Fćrsluflokkur: Spil og leikir
30.1.2018 | 23:00
Vesturbćjarbiskupinn fer fram á ţriđjudaginn
Vesturbćjarbiskupinn fer fram 6. febrúar í Hagaskóla og hefst mótiđ 16:00. Mótiđ er ćtlađ nemendum á grunnskólaaldri. Tefldar verđa sex umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Veitt verđa verđlaun í ţremur flokkum sem sjá má međ ţví ađ klikka á myndina á viđhengi sem fylgir.
Mótiđ er haldiđ af Skákakademíu Reykjavíkur og Ţjónustumiđstöđ Vesturbćjar, Miđborgar og Hlíđa međ stuđningi frá Melabúđinni og Hagaskóla.
Skráning er á skak.is og er skráningarfrestur til miđnćttis 4. febrúar.
Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2018 | 20:00
160 krakkar tóku ţátt í fjöltefli í Vatnsendaskóla
Föstudaginn 26. janúar var skákdagurinn í tilefni af afmćli Friđriks Ólafssonar fyrsta stórmeistara í skák hadlinn. Í tengslum viđ ţađ var fjöltefli í Vatnsendaskóla. Metţátttaka var hjá nemendum og fengum viđ Birkir Karl Sigurđsson skákmeistara til ađ tefla fjöltefli viđ nemendur. Birkir Karl telfdi viđ 160 nemendur og stóđ hann vaktina í 4 klukkutíma.
Viđ ţökkum Birki kćrlega fyrir skemmtilega heimsókn í Vatnsendaskóla.
Myndir á Facebook-síđu skólans.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2018 | 16:00
Vignir Vatnar sigurvegari á fyrsta móti Hrađskákmótarađar TR
Á sjálfum skákdeginum, afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar, fór fram fyrsta mótiđ í Hrađskákmótaröđ TR sem er nýtt mót í fjölbreyttri mótaflóru Taflfélagsins. 15 vaskir skákgarpar mćttu, sumir ađ tefla fjórđa daginn í röđ, enda eru Skákţing Reykjavíkur og MótX mótiđ í gangi, auk ţess sem Íslandsmótiđ í Fischer random fór fram daginn áđur. Ţetta eru sterk mót, 2000+, en ţađ er líka nóg ađ hafa einhvern tíman á ferlinum rofiđ téđan 2000 stiga múr. Auk ţess fá nokkrir gestir međ minna en 2000 stig ađ taka ţátt, en í ţetta sinn voru ţađ Páll Andrason, Róbert Luu, Arnljótur Sigurđsson og Óskar Long Einarsson.
Vignir Vatnar Stefánsson fékk 12,5 vinning af 14 en ţađ ţykir ansi gott í ţetta sterku hrađskákmóti. Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson, sem lagđi svo skemmtilega til ađ fjölga umferđum svo allir tefldu viđ alla, var í öđru sćti međ 10,5 vinning. Ţriđji varđ Dagur Ragnarsson međ 10 vinninga.
Kjartan Maack sá um skákstjórn og gekk mótiđ hratt og snurđulaust fyrir sig. Nćsta mót fer fram föstudaginn 23. febrúar en teflt verđur síđasta föstudag hvers mánađar fram ađ vori.
Nánari upplýsingar um úrslit og lokastöđu má finna á Chess-Results.
Sjá nánar á heimasíđu TR.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2018 | 12:13
Rimaskóli og Grunnskóli Grindavíkur Íslandsmeistarar stúlknasveita
Laugardaginn, 27. janúar sl., fór fram Íslandsmót grunnskólasveita, stúlknaflokkur, í Rimaskóla. Sextán sveitir tóku ţátt en teflt var í ţremur flokkum. Rimaskóli sigrađi í elsta (6.-10. bekkur) og yngsta flokki (1.-2. bekkur) en Grunnskóli Grindavíkur hafđi sigur í miđflokknum (3.-5. bekkur).
Yngsti flokkur (1.-2. bekkur)
Rimaskóli hafđi mikla yfirburđi í flokknum. Stelpurnar hlutu 18˝ vinning í 20 skákum og urđu 1˝ vinningi fyrir ofan nćstu sveit.
Mikil spenna var um önnur sćti og ađeins munađi 1˝ vinning á silfursveitinni og sveitinni í fjórđa sćti. Svo fór ađ Salaskóli tók silfriđ og Hörđuvallaskóli bronsiđ.Sveit Íslandsmeistara Rimaskóla skipuđu:
- Svandís María Gunnarsdóttir
- Nikola Klimaszweska
- Vigdís Lilja Ţórólfsdóttir
- Adda Sif Snorradóttir
Liđsstjóri var Helgi Árnason.
Silfursveit Salaskóla
Bronssveit Hörđuvallaskóla
Lokastađan
Miđflokkur (3.-5. bekkur)
Grunnskóli Grindavíkur fór međ himinskautum í miđflokknum og var ţar yfirburđarsigur. Sveitin hlaut 18 vinninga af 20 mögulegum. Spennan um hin verđlaunasćtin var hins vegar jafnari og svo fór ađ sveitir Háteigsskóla og Salaskóla komu hnífjafnar í mark. Var ţá gripiđ til hlutkestis og kom silfriđ í hlut Salaskóla en bronsiđ varđ stelpnanna í Háteigsskóla
Sveit Íslandsmeistara Grunnskóla Grindavíkur skipuđu:
- Svanhildur Röfn Róbertsdóttir
- Birta Eiríksdóttir
- Ólöf María Bergvinsdóttir
- Helga Rut Einarsdóttir
Liđsstjóri var Siguringi Sigurjónsson
Silfursveit Salaskóla
Bronssveit Háteigsskóla
Lokastađan
Elsti flokkur (6.-10. bekkur)
Fjórar sveitir tóku ţátt í elsta flokki og ţar var tefld tvöföld umferđ. Rétt eins og í hinum flokkum tveimur lá engin vafi á ţví hver myndi vinna mótiđ. Stelpurnar í Rimaskóla höfđu mikla yfirburđi og hlutu 20 vinninga í 24 skákum. Samhverfan í úrslitum var reyndar algjör eins og sjá í töflu hér ađ neđan og koma Foldaskóli og Landakotsskóli hnífjafnir í mark. Var aftur gripiđ til hlutkestis, en ţađ er mjög sjaldgćft ađ ţess ţurfi, hvađ ţá tvisvar í sama móti, og fékk Foldaskóli silfriđ.
Sveit Íslandsmeistara Rimaskóla skipuđu:
- Nansý Davíđsdóttir
- Sara Sólvegi Ris
- Ásdís Birna Ţórarinsdóttir
- Tinna Sif Ađalsteinsdóttir
Liđsstjóri var Helgi Árnason.
Silfursveit Foldaskóla
Bronssveit Landaskotsskóla
Lokastađan:
Mótshaldiđ gekk afar vel fyrir sig. Skáksambandiđ ţakkar liđsstjórum fyrir frábćrt samstarf. Helgi Árnason fćr ţakkir fyrir lán á skákstađ. Skákstjórar voru Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Gunnar Björnsson.
Nánari úrslit má finna á Chess-Results.
30.1.2018 | 11:00
SŢR #6: Stefán Bergsson óstöđvandi
Viđ upphaf sjöttu umferđar ţurfti ađ taka upp sögubćkurnar og fletta aftur á síđustu öld til ađ finna skákmann međ 6 vinninga eftir 6 umferđir í Skákţingi Reykjavíkur. Ţess ţarf ekki lengur ţví ţeim áfanga náđi hinn grjótharđi Stefán Bergsson (2093) síđdegis á sunnudag ţegar hann landađi sigri gegn Hrafni Loftssyni (2163). Sú stađreynd ađ Stefán hafi fullt hús vinninga ţegar ţrjár umferđir lifa af móti er í senn stórmerkileg en umfram allt stórglćsileg. Gárungarnir velta fyrir sér hverskonar kraftur sé kominn yfir kappann en einhverjir hafa fleygt ţví fram ađ ţeim finnist sem Stefán hafi allur eflst viđ hetjusögur af sérsveitarmönnum. Hvađ sem ţví líđur ţá er ljóst ađ hann er í lykilstöđu fyrir síđasta ţriđjung mótsins enda međ 1,5 vinnings forskot.
Stefán sér ţó ekki alveg strax til hafnar ţví fimm vígreifir skákmenn koma nćstir međ 4,5 vinning, hver og einn fćr um ađ mjaka sér á hinn kalda en eftirsótta topp. Ţetta eru ţeir Hilmir Freyr Heimisson (2136), Björn Hólm Birkisson (2084), Bragi Halldórsson (2082), Júlíus Friđjónsson (2137) og Sigurbjörn Björnsson (2288). Níu keppendur fylgja međ 4 vinninga en athygli vekur ađ stigahćstu keppendur mótsins eru ekki í efstu sćtunum enn sem komiđ er.
Á öđru borđi gerđu Björn Hólm og Hilmir Freyr meinlaust jafntefli og á ţví ţriđja lagđi Júlíus Gauta Pál Jónsson (2161). Nokkuđ hefur dregiđ úr óvćntum úrslitum en ţó gerđu Jón Úlfljótsson (1687) og Vignir Vatnar Stefánsson (2304) jafntefli og ţá sigrađi Örn Alexandersson (1366) Arnar Heiđarsson (1592).
Ţađ er eins gott ađ Birnu-vöfflurnar verđi orkumiklar og Birnu-kaffiđ koffeinríkt til ađ viđstaddir höndli spennuna sem mun ríkja í Skákhöllinni en flautađ verđur til leiks á slaginu 19.30. Áhorfendur eru sem fyrr velkomnir. Stöđuna, einstök úrslit ásamt skákum mótsins er ađ finna á Chess-Results.
Sjá nánar á heimasíđu TR.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2018 | 09:26
Skákţing Akureyrar: Meistarar í kröppum dansi
Síđastliđinn sunnudag var tefld fjórđa umferđ á Skákţingi Akureyrar (sem skv. nýjustu útreikningum er hiđ 81. í röđinni!). Ţrjár baráttuskákir voru á dagskrá. Fyrsta skal nefna viđureign bekkjarbrćđranna Símonar Ţórhallssonar og Benedikts Stefánssonar úr Hörgárdal. Ţrátt fyrir lipurlega taflmennsku Bensa framan af skákinni sá hann ekki viđ brögđum Símonar og mátti játa sig sigrađan. Ţá er komiđ ađ meisturunum. Rúnar Sigurpálsson, Akureyrarmeistari 2010, lenti í mikilli nauđvörn gegn fulltrúa sýslumanns í mótinu, Sigurđi Eiríkssyni. Ţrátt fyrir alldrjúgan stigamun, Rúnari í hag, náđi Sigurđur grimmilegu steinbítstaki á stöđunni og virtist ćtla ađ sigla heilum vinningi í höfn. Honum fatađist ţó málsmeđferđin á síđustu metrunum og lék sig í mát. Ţá er ógetiđ viđureignar Akureyrarmeistara síđustu tveggja ára, Jóns Kristins og meistarans frá 2013, Haraldar nokkurs stýrimanns.
Ţar mátti búast viđ sigri stigahćsta keppendans, sem reyndar hafđi unniđ allar skákir sínar til ţessa, en Haraldur tapađ sínum. Nú brá hinsvegar svo viđ ađ Haraldur náđi undirtökum og hélt ţeim fast. Jokko reyndi allt hvađ hann gat til ađ grugga vatniđ - reyndar mjög tímanaumur - og á endanum féll ungi mađurinn á tíma, en ţá var stađa hans eiginlega orđin óverjandi. Óvćntustu úrslit mótsins til ţessa.
Nú eru ţeir enn efstir, Jón Kristinn og Andri Freyr og á sá síđarnefndi skák til góđa. Rúnar nálgast ţá félaga, sem hafa ţrjá vinninga, en hann hálfum minna.
29.1.2018 | 20:16
Hjörvar Steinn Íslandsmeistari í Fischer-random
Ţann 25. janúar sl. stóđ Skáksamband Íslands ađ fyrsta Íslandsmótinu í Fischer-random skák. Fischer-random er hugmynd hins gođsagnakennda skákmanns Bobby Fischers, sem ţótti á sínum seinni árum hin hefđbunda skák vera of fyrirsjáanleg. Nákvćmlega sami manngangur er til stađar en dregiđ er um uppstafstöđu mannanna, međ nokkrum takmörkunum - um 960 upphafsstöđur eru ţrátt fyrir ţađ mögulegar í Fischer-random! Ólíkt hinni hefđbundnu skák, reynir Fischer random lítiđ á ţekkingu á byrjunum sem spilar mjög stórt hlutverk í klassískri skák í dag. Fischer skákin getur ţví veriđ kjörin fyrir ţá sem hafa áhuga á ađ tefla skák án ţess ađ byrjanaundirbúningur ráđi miklu um úrslit skákarinnar.
Á GAMMA-Reykjavíkurskákmótinu, minningarmóti um Bobby Fischer, sem fram fer í Hörpu 6.-14. mars nk. verđur fyrsta Evrópumótiđ í Fischer-random haldiđ í samvinnu viđ Skáksamband Evrópu. Búast má viđ allar skákstjörnur mótsins taki ţátt og ađ mótiđ, sem fer fram á 75 áraafmćlisdegi Fischers, 9. mars., muni vekja umtalsverđa athygli í skákheiminum öllum.
Alls tóku 29 skákmenn ţátt í ţessu fyrsta opinbera Íslandsmóti í Fischer-random og međal keppenda voru tveir stórmeistarar. Svo fór ađ ţeir röđuđust í tvö efstu sćtin og virđist ţví sem ađ geta í klassískri skák og Fischer-random skák, fylgist ađ ef marka má úrslitin.
Íslandsmeistari í Fischer-random 2018 varđ Hjörvar Steinn Grétarsson en hann hlaut 6˝ vinning af 7 mögulegum. Ţröstur Ţórhallsson varđ annar međ 6 vinninga. Í 3.-5. sćti, međ 5 vinninga, urđu Björn Ívar Karlsson, Gauti Páll Jónsson og Hilmir Freyr Heimsson.
Lisseth Acevedo Mendez, unnusta Hjörvar, hlaut kvennaverđlaun og Vignir Vatnar Stefánsosn unglingaverđlaun mótsins.
Mótshaldiđ tókst framúrskarandi vel og höfđu keppendur afar gaman ađ ţví. Skrýtnar stöđur koma upp og tekur ţađ oft skákmennina töluverđan tíma á ađ átta sig á upphafsstöđunni. Ţađ er líklegt ađ vegur Fischer-random skákar eigi eftir ađ aukast jafnt og ţétt og er Íslandsmót- og Evrópumótiđ stór skref í ţá átt.
GAMMA styrkti myndarlega viđ Íslandsmótiđ í Fischer-Random.
Lokastađan á Chess-Results.
29.1.2018 | 17:37
Magnus Carlsen sigurvegari Tata Steel-mótsins
Tata Steel-mótiđ í Sjávarvík féll óneitanlega svolítiđ af skuggann af Skákdeginum á Ísland. Mótinu lauk í gćr međ sigri Magnusar Carlsen (2834). Heimsmeistarinn norski og heimamađurinn Anish Giri (2752) komu jafnir í mark međ 9 vinninga í 13 skákum. Ţeir tefldu til úrslita međ styttri umhugsunaríma og ţar hafđi heimsmeistarinn betur. Hollendingar ţurfa ţví enn ađ bíđa eftir sigri heimamanns en ţađ gerđist síđast ţegar Jan Timman sigrađi á mótinu áriđ 1985! Carlsen hefur nú sigrađ á mótinu oftast allra eđa sex sinnum.
Kramnik (2787) og Mamedyarov (2804) urđu í 3.-4. sćti međ 8˝ vinning.
Indverjinn Vidit (2718) vann b-flokki en hann hlaut 9 vinninga. Hann hefur ţar međ tryggt sér keppnisrétt í a-flokki ađ ári.
Sjá nánari umfjöllun á Chess.com.
Myndir: Maria Emelianova/Chess.com
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 12:30)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2018 | 15:00
Toyota-skákmótiđ fer fram á föstudaginn
Hiđ árlega Toyota-skákmót verđur haldiđ í höfuđstöđvum Toyota föstudaginn 2. febrúar. Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. Keppnin byrjar stundvíslega kl. 13. Keppt er um farandbikar og fjölda annarra verđlauna, sem allar eru gefnar af Toyota. Allir eldri skákmenn velkomnir á međan húsrúm leyfir. Karlar 60+ og konur 50+
Ćsir skákfélag eldri borgara í Stangarhyl 4 sér um framkvćmd og stjórn mótsins. Vćntanlegir keppendur eru vinsamlega beđnir ađ forskrá sig hjá Finni Kr. í síma 893 1238 eđa í netfangiđ finnur.kr@internet.is eđa hjá Garđari í síma 898 4805 eđa í netfangiđ rokk@internet.is.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
29.1.2018 | 13:00
Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld
Hrađkvöld Hugins verđur mánudaginn 29. janúar nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7-10 umferđir međ umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur eđa 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Hrađkvöldiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga.
Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.
Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Spil og leikir | Breytt 28.1.2018 kl. 23:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 4
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 8778708
Annađ
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 83
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar