Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Skákdagurinn í Kerhólaskóla

20150126_131215

Skákdagur Íslands tókst afar vel í Kerhólsskóla. Viđ erum lítill leik- og grunnskóli á Borg í Grímsnesi, međ tćplega 60 nemendur alls, niđur í 1 árs börn. Björn Ţorfinnsson skákmeistari heimsótti okkur eftir hádegi og spjallađi viđ nemendur í grunnskóladeildinni og elsta hóp leikskólans um skákina. Krakkarnir voru afar áhugasamir áheyrendur enda fróđlegt og skemmtilegt ađ hlusta á Björn.

20150126_134855

Ađ ţví loknu tók hann hrađskák viđ ţrjá nemendur, hann fékk 13 sekúndur en nemendur ţrjár mínútur! Björn var nú fljótur ađ vinna fyrstu tvo en sá ţriđji stóđ ađeins í honum og náđi ađ fella Björn á tíma. Var Samúel, nemandinn í 8. bekk ađ vonum ánćgđur međ sig.

20150126_133645

Eftir ađ nemendur höfđu spreytt sig viđ tafliđ í nokkurn tíma undir leiđsögn skákmeistarans og kennara, tefldi Björn fjöltefli viđ allan hópinn. Áhugi á skák er töluverđur í Kerhólsskóla og hefur aukist aftur mikiđ síđustu daga. Í skólanum eru komin skákborđ víđa og nemendur nota hvert tćkifćri til ađ tefla. Viđ í Kerhólsskóla ţökkum kćrlega fyrir ţessa ánćgjulegu heimsókn og ćtlum ađ rćkta skákáhugann áfram međ nemendum okkar.


Guđmundur međ annan frábćran sigur - mćtir Svidler - Hannes mćtir Topalov!

Guđmundur KjaGuđmundur Kjartansson (2468) heldur áfram frábćru gengi á alţjóđlega mótinu í Gíbraltar. Í ţriđju umferđ sem fram fór í dag vann hann paragvćska stórmeistarann Axal Bachmann (2629) í mjög vel tefldri skák. Hannes Hlífar Stefánsson (2570) lét sér hins vegar duga jafntefli gegn rússneska stórmeistaranum og sigurvegara Gíbraltar-mótsins í fyrra Nikita Vitiugov (2735).

Guđmundur hefur fullt hús en Hannes hefur 2,5 vinning. 

Andstćđingar morgundagsins eru ekki ađ verra taginu en Guđmundur teflir viđ Peter Svidler (2739) og Hannes teflir viđ Veselin Topalov (2800) stigahćsta keppenda mótsins, fjórđa stigahćsta skákmann heims,og fyrrum heimsmeistara í skák. 

Ritstjóri telur, ţó ekki ađ fullrannsökuđu máli, ađ ţetta sé í fyrsta skipti ađ íslenskur skákmađur tefli viđ skákmann sem hafi 2800 skákstig eđa hćrri.

Rétt er ađ benda skákáhugamönnum á Facebook-hópinn "Íslenskir skákmenn" en ţar má gera ráđ fyrir ađ skákir dagsins verđi skeggrćddar á međan ţćr eru í gangi.

Umferđ dagsins hefst kl. 14 og er mćlt međ ađ skákáhugamenn byrgi sig upp međ poppi og Pepsi Max. 

Feđginin Magnús Kristinsson (1744) og Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1566) taka einnig ţátt. Ţau hafa hálfan vinning.

Alls taka 253 frá 46 löndum ţátt í efsta flokki mótsins. Ţar eru 72 stórmeistarar. Hannes er nr. 40 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 82.


Haldiđ upp á Skákdaginn í Melaskóla

Harpa fjöltefliMánudaginn sl. var haldiđ upp á skákdaginn međ taflmennsku víđa um land. Dagurinn er til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga í skák. Friđrik fćddist 26. janúar 1935 og var ţví 80 ára ţann. Hann er án efa sá íslenski skákmađur sem mestum frama hefur náđ í greininni.

Í Melaskóla var haldiđ fjöltefli í Skálanum. Nemendur í 6. bekk  tefldu fjöltefli viđ nemendur í 2. og 3. bekk. Björn Pétursson fyrrverandi skólastjóri  tefldi fjöltefli viđ nemendur í 4. og 5. bekk. Ţađ var svo Harpa Ingólfsdóttir skákkona og Íslandsmeistari kvenna 2000 og 2004 sem tefldi fjöltefli viđ nemendur í  6. og 7. bekk. Thor, Tómas og Ingi náđu lengstu skákunum gegn Hörpu en máttu ađ lokum játa sig sigrađa eins og allir ađrir keppinautar hennar.

Á skákdeginum var teflt um allt land; í skólum, fyrirtćkjum, kaffihúsum, skipum, sundlaugum, taflfélögum, skákklúbbum og víđar. Allir tefla; konur og karlar, ungir og gamlir, atvinnumenn og áhugamenn, enda eru kjörorđ skákhreyfingarinnar VIĐ ERUM EIN FJÖLSKYLDA.


Toyota-skákmót eldri borgara.

Á morgun föstudaginn 30 janúar verđur Toyotaskákmót eldri borgara haldiđ í höfuđstöđvum Toyota í Kauptúni Garđabć. Ađ mótinu standa eldri skákmenn á stór Reykjavíkursvćđinu ţađ Ćsir skákfélag eldri borgara í Reykjavík og Riddarinn skákfélag eldri borgara í Hafnarfirđi.

Ţetta er áttunda Toyotamótiđ sem er haldiđ. Fyrsta mótiđ fór fram í Stangarhyl 4 félagsheimili F E B í Reykjavík 2008. Hin hafa öll veriđ haldin í söludeild  Toyota

Toyota gefur öll verđlaun, sem eru vegleg teflt er um veglegan farandbikar.

Ţađ eru rúmlega 30 skákmenn skráđir til leiks núna.Ţeir sem ćtla ađ vera međ en hafa ekki skráđ sig ennţá eru beđnir ađ skrá sig í netf. finnur.kr@internet.is og í rokk@internet.is

Mótiđ byrjar kl. 13.00. Tefldar verđa 9 umferđir međ 10. mín. umhugsunartíma.


Frikkinn 2015 fer fram á föstudagskvöld!

frikkinn_2015
Frikkinn 2015 
fer fram nú á föstudagskvöldiđ á fyrsta skemmtikvöldi ársins og hefst ţađ kl. 20.00

Taflfélag Reykjavíkur bíđur til veislu Friđriki Ólafssyni til heiđurs.  Tefldar verđa stöđur úr skákum afmćlisbarns vikunnar og heiđursborgara Reykjavíkur.  Viđ hvetjum alla skákmenn til ađ heiđra Friđrik međ ţáttöku, og um leiđ gefst frábćrt tćkifćri til ađ tefla stöđur úr sumum af mögnuđustu skákum meistarans okkar.

Fyrirkomulagiđ verđur eftirfarandi:

  1. Tefldar verđa stöđur úr skákum Friđriks Ólafssonar
  2. Tefldar verđa 12 skákir međ 5 mínútna umhugsunartíma
  3. Keppendur tefla innbyrđis eina skák međ hvítt og eina skák međ svart. (2. skáka viđureign milli keppenda)
  4. Tvćr stöđur úr skákum Friđriks verđa í bođi í hverri viđureign.  Sá sem stýrir svörtu mönnunum í hvorri skák velur hvor stađan er tefld!  Hvítur á alltaf fyrsta leik í stöđunum.
  5. Stöđurnar geta bćđi veriđ úr ţekktum byrjunum eđa ţegar ţeim sleppir.
  6. Gerđ verđa eitt eđa tvö hlé til Billjardbarsferđa međan á mótinu stendur.
  7. Verđlaun:
    1.sćti 8000 króna úttekt á billjardbarnum í formi veitinga.
    2.sćti 5000 króna úttekt á Billjardbarnum í formi veitinga.
    3.sćti 2000 króna úttekt á Billiardbarnum í formi veitinga.
  8. Ţátttaka á ţetta sérstaka skemmtikvöld er ókeypis.
  9. Aldurstakmark er 20 ár og rétt er ađ geta ţess ađ áfengisbann ríkir í húsakynnum Taflfélagsins.
  10. Sigurvegarinn hlítur nafnbótina Frikkinn 2015

Tekiđ skal fram ađ í vor verđur haldin skemmtikvöldakóngakeppni ţar sem Mórinn 2014,Karlöndin 2014, Úlfurinn 2014, Frikkinn 2015 og ađrir sigurvegarar skemmtikvöldanna munu mćtast í uppgjöri ţeirra bestu.

Veriđ velkomin!


Friđrik Ólafsson heiđursborgari Reykjavíkur

Friđrik Ólafsson heiđursborgari og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sćmdi Friđrik Ólafsson stórmeistara í skák, heiđursborgaranafnbót  viđ hátíđlega athöfn í Höfđa, í gćr. Friđrik Ólafsson er sjötti einstaklingurinn sem gerđur er ađ heiđursborgara Reykjavíkurborgar. Ţeir sem hlotiđ hafa ţessa nafnbót áđur eru; séra Bjarni Jónsson áriđ 1961, Kristján Sveinsson augnlćknir áriđ 1975, Vigdís Finnbogadóttir áriđ 2010, Erró áriđ 2012 og Yoko Ono áriđ 2013.

Međ ţví ađ sćma Friđrik Ólafsson heiđursborgaratitli vill Reykjavikurborg ţakka Friđriki fyrir árangur hans og afrek á sviđi skáklistarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagđi ţađ vel viđ hćfi ađ heiđra Friđrik á áttrćđisafmćlinu, en hann átti afmćli ţann 26. janúar sl. Dagur sagđi ađ áhugi á skák vćri óvíđa meiri en á Íslandi og líklega hefđi enginn Íslendingur haft jafn mikil áhrif á skákíţróttina hérlendis og Friđrik Ólafsson. Hans dýrmćta framlag til íslenskrar menningar vćri ţakkarvert.

Stórmeistararnir

Stórmeistarar fjölmenntu í Höfđa til ađ fagna heiđursborgara Reykjavíkur

Í rćđu borgarstjóra kom fram ađ Friđrik hafi ungur ađ árum sýnt óvenjulega dirfsku og hugkvćmni og í skákum hans hafi hann sýnt meiri tilţrif en menn áttu ađ venjast. Hann var ungur ađ árum eđa ađeins 17 ára gamall ţegar hann varđ Íslandsmeistari, 18 ára Norđurlandameistari og stórmeistari í skák áriđ 1958 fyrstur íslenskra skákmanna.

Friđrik lauk lögfrćđiprófi frá Háskóla Íslands og starfađi hjá dómsmálaráđuneytinu áđur en hann varđ atvinnumađur í skákíţróttinni áriđ 1974. Friđrik var forseti alţjóđaskáksambandsins FIDE á árunum 1978-1982 og ađ ţví loknu starfađi hann sem skrifstofustjóri Alţingis. Á sínum skákferli vann Friđrik allmörg alţjóđleg skákmót, varđ skákmeistari Norđurlanda og sex sinnum varđ hann Íslandsmeistari.

Friđrik ţakkađi fyrir heiđursnafnbótina og sagđi ađ sér ţćtti vćnt um titilinn ţví honum ţćtti vćnt um Reykjavík. Hann sagđist oft hafa gengiđ fram hjá Höfđa ţegar hann var ungur ađ árum á leiđ í og úr skóla og aldrei hefđi honum dottiđ í hug ađ 70 árum seinna stćđi hann einmitt í Höfđa og tćki viđ heiđursnafnbót.

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, tilkynnti ađ Skáksambandiđ hefđi stofnađ sjóđ, Friđrikssjóđ, sem yrđi variđ til ađ styrkja unga skákmenn. Ţá fćrđi hann Friđriki einnig heiđursskjal frá  alţjóđaskáksambandinu FIDE ţar sem hann er gerđur ađ heiđursfélaga sambandsins.

Sjá nánar á vefsíđu Reykjavíkurborgar.


Stefán, Jón Viktor og Björn efstir á Skákţingi Reykjavíkur

Stefán Kristjánsson (2492), Jón Viktor Gunnarsson (2433) og Björn Ţorfinnsson (2373) eru efstir og jafnir međ 6˝ vinning ađ lokinni áttundu og nćstsíđustu umferđ Skákţings Reykjavíkur sem fram fór í gćr. Athyglisvert er ađ ţeir töpuđu allir óvćnt í ţriđju umferđ en hafa heldur betur náđ vopnum sínum. Stefán og Jón Viktor gerđu jafntefli í innbyrđis skák í gćr en Björn hafđi betur gegn Oliver Aroni Jóhannssyni (2170).

Dagur Ragnarsson (2059), Mikael Jóhann Karlsson (2077) og Jón Trausti Harđarson (2067) eru í 4.-6. sćti međ 6 vinninga.

Sem fyrr var nokkuđ um óvćnt úrslit. Örn Leó Jóhannsson (2048) endurtók góđ úrslit frá Gestamóti Hugins og Breiđabliks og gerđi jafntefli viđ Guđmund Gíslason (2315).

Í lokaumferđinni, sem fram fer á sunnudag, mćtast međal annars Jón Viktor-Björn, Mikael Jóhann-Stefán og Jón Trausti-Dagur. 

Sú sérkennilega stađa getur komiđ ađ tveir eđa fleiri verđi jafnir og efstir án ţess ađ hafa mćst. 

 


Skákdagurinn í Waldorf skólanum

Skákdagurinn var víđa haldinn hátíđlegur á áttrćđisafmćli Friđriks Ólafssonar, 26. janáur sl. Ţar á međal í Waldorf skólanum Sólstöfum.

Sjón er sögu ríkari.

skák

skák 3

skák 4


Guđmundur međ mjög góđan sigur í gćr - Hannes vann líka

Guđmundur Kjartansson vann sína fyrstu ÓlympíuskákGuđmundur Kjartansson (2468) vann pólska stórmeistarann Mateusz Bartel (2631) í annarri umferđ Gíbraltar-mótsins í gćr í mjög vel tefdri skák. Hannes Hlífar Stefánsson lagđi ţýska alţjóđlega meistarann Arno Zude (2377) ađ velli. Báđir hafa ţeir 2 vinninga ađ loknum tveimur umferđum. 

Ţriđja umferđ hefst í dag kl. 14 og verđa ţeir báđir í beinni. Hannes teflir viđ rússneska stórmeistarann Nikita Vitiugov (2735) og Guđmundur viđ paragvćska stórmeistarann Axal Bachmann (2629).

Alls taka 253 frá 46 löndum ţátt í efsta flokki mótsins. Ţar eru 72 stórmeistarar. Hannes er nr. 40 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 82.


Tvö stúlknamót fara fram um helgina

Íslandsmót grunnskólasveita 2015 - stúlknaflokkur

Íslandsmót grunnskólasveita 2015 - stúlknaflokkur fer fram laugardaginn 31. janúar nk. í Rimaskóla, Reykjavík.

Hver skóli má senda fleiri en eina sveit. Hver sveit er skipuđ fjórum keppendum (auk varamanna).  Mótiđ hefst kl. 12  og tefldar verđa 7 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.

Veitt verđa sérstök verđlaun fyrir sveitir sem eingöngu hafa á skipa nemendum úr 1.-3. bekk. Mćti a.m.k. fjórar slíkar sveitir tefla ţćr í sér flokki.

Ţátttökugjöld eru 5.000 kr. per sveit en ţó ađ hámarki kr. 10.000 per skóla.  

Skráning fer fram á Skák.is. Upplýsingar um skráđar sveitir má nálgast hér.

Íslandsmót stúlkna 2015 - einstaklingskeppni

Íslandsmót stúlkna 2015 - einstaklingskeppni fyrir stúlkur á grunnskólaaldri fer fram, sunnudaginn 1. febrúar, í Rimaskóla og hefst kl. 11.

Veitt verđa ţrenn verđlaun í öllum flokkum en teflt er fimm flokkum.

  • 8.-10. bekkur (1999-2001)
  • 5.-7. bekkur (2002-2004)
  • 3.-4. bekkur (2005-2006)
  • 1.-2. bekkur (2007-2008). (Jafnframt mega yngri stelpur tefla.)
  • Peđaskák (leikskólaaldur og fyrir ţćr sem ekki treysta sér ekki í hefđbundna skák)

Tefldar verđa 10 mínútna skákir - umferđafjöldi fer eftir fjölda ţátttakenda.

Samhliđa mótinu verđur tefld Peđaskák sem er ćtlađ ungum keppendum sem hafa nýlega byrjađ ađ tefla.

Allir keppendur fá Prins Póló í lok mótsins!

Ţátttökugjöld eru 500 kr. á keppenda. Systur greiđa ţó ekki meira en 750 kr.

Skráning fer fram á Skák.is. Upplýsingar um skráđar keppendur má nálgast hér.

Skráningar í sveitakeppnina er fram til 29. janúar en opiđ verđur fyrir skráningu í einstaklingskeppnina fram ađ mótsbyrjun. Mćlt er samt međ ađ stelpurnar skrái sem fyrst til leiks.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 19
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 142
  • Frá upphafi: 8778742

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband