Leita í fréttum mbl.is

Friđrik Ólafsson heiđursborgari Reykjavíkur

Friđrik Ólafsson heiđursborgari og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sćmdi Friđrik Ólafsson stórmeistara í skák, heiđursborgaranafnbót  viđ hátíđlega athöfn í Höfđa, í gćr. Friđrik Ólafsson er sjötti einstaklingurinn sem gerđur er ađ heiđursborgara Reykjavíkurborgar. Ţeir sem hlotiđ hafa ţessa nafnbót áđur eru; séra Bjarni Jónsson áriđ 1961, Kristján Sveinsson augnlćknir áriđ 1975, Vigdís Finnbogadóttir áriđ 2010, Erró áriđ 2012 og Yoko Ono áriđ 2013.

Međ ţví ađ sćma Friđrik Ólafsson heiđursborgaratitli vill Reykjavikurborg ţakka Friđriki fyrir árangur hans og afrek á sviđi skáklistarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagđi ţađ vel viđ hćfi ađ heiđra Friđrik á áttrćđisafmćlinu, en hann átti afmćli ţann 26. janúar sl. Dagur sagđi ađ áhugi á skák vćri óvíđa meiri en á Íslandi og líklega hefđi enginn Íslendingur haft jafn mikil áhrif á skákíţróttina hérlendis og Friđrik Ólafsson. Hans dýrmćta framlag til íslenskrar menningar vćri ţakkarvert.

Stórmeistararnir

Stórmeistarar fjölmenntu í Höfđa til ađ fagna heiđursborgara Reykjavíkur

Í rćđu borgarstjóra kom fram ađ Friđrik hafi ungur ađ árum sýnt óvenjulega dirfsku og hugkvćmni og í skákum hans hafi hann sýnt meiri tilţrif en menn áttu ađ venjast. Hann var ungur ađ árum eđa ađeins 17 ára gamall ţegar hann varđ Íslandsmeistari, 18 ára Norđurlandameistari og stórmeistari í skák áriđ 1958 fyrstur íslenskra skákmanna.

Friđrik lauk lögfrćđiprófi frá Háskóla Íslands og starfađi hjá dómsmálaráđuneytinu áđur en hann varđ atvinnumađur í skákíţróttinni áriđ 1974. Friđrik var forseti alţjóđaskáksambandsins FIDE á árunum 1978-1982 og ađ ţví loknu starfađi hann sem skrifstofustjóri Alţingis. Á sínum skákferli vann Friđrik allmörg alţjóđleg skákmót, varđ skákmeistari Norđurlanda og sex sinnum varđ hann Íslandsmeistari.

Friđrik ţakkađi fyrir heiđursnafnbótina og sagđi ađ sér ţćtti vćnt um titilinn ţví honum ţćtti vćnt um Reykjavík. Hann sagđist oft hafa gengiđ fram hjá Höfđa ţegar hann var ungur ađ árum á leiđ í og úr skóla og aldrei hefđi honum dottiđ í hug ađ 70 árum seinna stćđi hann einmitt í Höfđa og tćki viđ heiđursnafnbót.

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, tilkynnti ađ Skáksambandiđ hefđi stofnađ sjóđ, Friđrikssjóđ, sem yrđi variđ til ađ styrkja unga skákmenn. Ţá fćrđi hann Friđriki einnig heiđursskjal frá  alţjóđaskáksambandinu FIDE ţar sem hann er gerđur ađ heiđursfélaga sambandsins.

Sjá nánar á vefsíđu Reykjavíkurborgar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 28
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 195
  • Frá upphafi: 8764040

Annađ

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 158
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband